Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 Fyrir garða og sumarhús VORVÖRUR j ÚRVALI MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 í SUMAR VEITTU BARNINU ÞÍNU FORSKOT í SKÓLANUM! TÖLVUSKÓLIFYRIR11-16 ÁRA Fróðlegur og skemmtilegur Kennslan miðar að því að veita almenna tölvuþekkingu og koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans við ritgerðasmíð og ýmis konar verkefnagerð í skólanum. Farið er í fingrasetningu og vélritunarœfingar, Windows og stýrikerfi tölvunnar, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni, leikjaforrit og uppbyggingu hins alþjóðlega Intemets. Verð: 24 klst. á 11.900 kr. TÖLVUNÁM FYRIR 6-10 ÁRA Skemmtilegt og gagnlegt Á námskeiðinu er lögð áhersla á: Windows gluggakerfið og ýmis notendaforrit sem tengjast þvi. Grunnatriði í forritunarmálinu Klick and play, en með þvi er auðvelt að búa til leiki í Windows. Litið á leikja- og kennsluforrit, þar á meðal forrit sem þjálfa rökhugsun. í námskeiðslok fá nemendur tölvuleiki og kennsluforrit á disklingum sem veganesti frá Tölvuskóla Reykjavíkur, auk viðurkenningarskjals. Nauðsynlegt er að nemendur séu orðnir vel læsir. Verð: 24 klst. á 10.900 kr. FORRITUNARNÁM FYRIR UNGLINGA 11-16 ára 124 klst. gagnlegt nám fyrir unglinga, vana tölvum, þar sem kennd verður forritun i Visual Basic. Útgáfa 2.0 fylgir með námskeiðinu. Farið er í grunnatriði forritunar og stefnt að því að nemendur geti sett saman einfalda leiki með hreyfimyndum og hljóði. í námskeiðslok fá nemendur afrit af leikjunum sem hópurinn smiðaði og 1 MB af forritunarkóðum sem nota má til frekari fonitunar. Verð 24 klst. á 11.900 kr. Hringdu og fáðu sendan bækling r Tölvuskóli Reykíavíkur f----------------f H BORGARTÚNI 28. 105 REYKJftUÍK, sírnl 561 6699, fax 561 66% ÍDAG Pennavinir VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Gleraugu töpuðust GLERAUGU í grænyrj- óttri umgjörð töpuðust fyrir tæpri viku. Ekki er vitað nákvæmlega hvar. Upplýsingar í síma 22676 fyrir kl. 17 eða 691213 eftir kl. 17. Úr fannst ARMBANDSÚR fannst við Ljósheima föstudags- kvöldið 19. maí. Einnig fannst gulleyrnalokkur í haust á sömu slóðum. Upplýsingar í síma 5532245. Hálsmen tapaðist GULLKEÐJA með glær- um steini tapaðist í Hlíðunum fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Finnandi vinsamlega hringi í síma 5512252. Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU í gylltri umgjörð töpuðust í miðbænum laugardag- inn 20. maí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 871709 eftir kl. 17. Úr tapaðist KVENÚR af gerðinni Seiko tapaðist helgina 22-23. apríl sl., líklega í Auðbrekku í Kópavogi eða á leiðinni frá Tjam- arstíg að Frostaskjóli í Vesturbænum. Upplýs- ingar í síma 23175 á kvöldin. Hjólkoppur tapaðist HJÓLKOPPUR undan Nissan .Bluebird tapapist í Heiðmörk sl. fimmtu- dag. Finnar.di vinsam- lega hringi í síma 5541844. Gæludýr ÞRJÁ svarta og einn grá- an yndislegan kettling bráðvantar að komast á gott heimili. Upplýsingar í síma 5573990. FRANSKUR símkortasafn- ari vill komast í samband við íslenska safnara með kortaskipti I huga: Miehel Bricot, 7 Avenue de Lattre de Tassieny, F-94350 Villiers/Marne, France. TUTTUGU og sjö ára Ghanastúlka með margvís- leg áhugamál: P.O. Box E62, Takoradi, Ghana. TÓLF ára sænsk stúlka með áhuga á flautuleik, fótbolta, leiklist og bóka- lestri: Tiina Pettersson, Januariv. 11, S-36050 Lessebo, Sweden. SAUTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á frjáls- íþróttum og snjóbrettum: Emilia Vuori, Pyykönkatu 2 B 6, 94830 Kemi, Finland. TUTTUGU og eins árs dönsk stúlka með mikinn íþróttaáhuga: Mette Elisabeth Bekmose, Grenjordskollegiet 3, 4.-3512, 2300 Kobenhavn S, Danmark. Nöfn verðlaunahafa féllu út í FRÉTT um verðlaunaaf- hendingu í samkeppni um hönnun skóla í Engjahverfi féll nafn höfundar tillög- unnar sem varð í þriðja sæti niður við vinnslu blaðs- ins. Verðlaunahafinn er Sig- urður Gústafsson arkitekt, sem naut jafnframt aðstoð- ar Páls Björgvinssonar arki- tekts, og verður mælt með því við útbjóðendur að verð- launahafar í 2. og 3. sæti samkeppninnar hanni skóla í Víkur- og Borgarhverfi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Setningar féllu niður í MINNINGARGREIN um Gísla Ragnar Sigurðsson sem birtist í blaðinu sl. laug- ardag féll niður hluti úr setningu og önnur með öllu sem raskaði merkingu máls- greinar. Réttar eru setning- amar svohljóðandi: „Á þessu var engin und- SAUTJÁN ára þýsk stúlka með áhuga á teiknun, rokk- tónlist, bréfaskriftum og bókmenntum: Sandra Schlegel, Wernigeröder Str. 15, 38855 Benzingerode, Germany. TÓLF ára sænsk stúlka með áhuga á hestum, bréfaskriftum, tónlist og bókmenntum: Maria Sivertsson, Hangarvagen 24, 372 50 Kallinge, Sweden. TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, sundi og bréfa- skriftum: Alicia W. Annan, c/o Mr. Francis A. Whyte, Transport Section, University og Cape Coast, Ghana. FRÁ Kúbu skrifar piltur um tvítugt með margvísleg áhugamál: Adrian Quintero, Apartado 91, Sagva La Grande, Villa Clara, Cuba 52 310. TUTTUGU of fimm ára Ghanastúlka með margvís- leg áhugamál: P.O. Box E62, Takoradi, Ghana. antekning í Gísla tilfelli, hann var lengst af þekktur undir nafninu Gísli á Far- sæl, jafnvel enn í dag, löngu eftir að hann hætti útgerð. Útgerð hefur verið áhættu- búskapur á íslandi. Ef áhættan hefur ekki verið gagnvart óblíðum náttúru- öflum til sjávarins, þá gagnvart öðrum mannleg- um öflum á þurrari mið- um.“ Brengluð átöl I aðfaraorðum að minn- ingargreinum um Þórdísi Ólafsdóttur Almeida, sem birtust í blaðinu 15. marz sl., var' rangt farið með dánardægur móður hennar, Helgu P. Sigurðardóttur, en hún var fædd 7. septem- ber 1901 og lést 1987. Einnig er vert að geta þess að Þórdís giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Marcelo Almeida, 17. ágúst 1973, en annað mátti lesa úr text- anum. Beðist er velvirðing- ar á þessu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á svæða- móti Suður-Ameríkuríkja sem fram fór í Sao Paulo í Brasilíu í vor. Gamalkunni brasilíski stórmeistarinn Henrique Meeking (2.575) var með hvítt, en landi hans Disconzi da Silva (2.370) var með svart og átti leik. Hvítur er í hroðalegri klemrnu, getur vart hreyft einn einasta mann. 36. - Hxc3! 37. Dxc3 (37. Hxc3? — Df2 er mát) 37. — Dxd5+ 38. Ke2 - Hxc3 39. Hxc3 - Dxg2+ 40. Kdl - Dfl+ 41. Kc2 - Dxa6 42. Kb2 — Rf2 og nú loksins gafst Mecking upp. Hann var undrabam á sínum tíma, tefldi 13 ára gamall á milli- svæðamótinu í Sousse 1967 og stóð sig vel. Á áttunda áratugnum var hann í hópi fremstu skákmanna heims, en veiktist og var lengi frá keppni. Hann hefur nú náð sér, en styrkleikinn er skiljanlega ekki sá sami og áður, þótt oft örli á gömlu snilldinni. Úrslit í Sao Paulo: 1. .Granda Zunjiga, Perú 7 v. af 9, 2. Milos, Brasilíu 6 v. 3-7. Mecking, Matsuura, Lima, Sunye Neti og Disc- onzi da Silva, allir Brasilíu, 5 v. o.s.frv. Tveir efstu kom- ast á millisvæðamótið. Granda hefur tekið við af Mecking sem fremsti skák- maður Suður-Ameríku. Hann var trúlofaður Zsuzsu Polgar, elstu Polgarsystur- inni um nokkurt skeið, en uppúr því slitnaði. LEIÐRÉTT Víkverji skrifar... SÚ VAR tíðin, að hjónabönd voru ekki í tízku. Ungt fólk tók upp sambúð án þess að ganga í hjóna- band. Orðin sambýlismaður og sam- býliskona urðu fastur þáttur í orða- forða okkar. Þetta var að lang- mestu leyti fyrir áhrif frá hinni svonefndu ’68 kynslóð. Hið myndarlega brúðkaupsblað, sem fylgdi Morgunblaðinu í fyrra- dag, sýnir þá víðtæku þjóðlífsbreyt- ingu, sem orðið hefur á undanförn- um árum. Nú er það ekki lengur í tízku að ganga ekki í hjónaband. Þvert á móti virðist ungt fólk leggja áherzlu á hjónabandið. Það er vel. Með því skapast aukin festa í sam- félaginu. Hins vegar má vel vera, að fólk sveiflist öfganna á milli í þessum efnum sem öðrum. Er nauðsynlegt að leggja eins mikið í brúðkaup eins og nú tíðkazt? En fyrst og fremst er Víkveiji þó andsnúinn þeim bandarísku venjum, sem hér hafa verið að ryðja sér til rúms, þegar brúðhjónin aka um í bílum, sem búið er að hengja alls kyns drasl í eða þegar haldin eru svokölluð gæsa- og steggjasamkvæmi. Allt er þetta eins óíslenzkt og frekast má vera. Af hveiju þurfum við að taka upp verstu siðvenjur Banda- ríkjamanna? xxx EN HVAÐ sem því líður er ljóst af brúðkaupsblaði Morgun- blaðsins, að eins konar brúðkaups- vertíð stendur yfir sumarmánuðina. Nú eru brúðkaup ekki lengur haldin í heimahúsum heldur að langmestu leyti á veitingahúsum og í samkomu- sölum víðs vegar um borgina. Þau eru því orðin arðvænleg atvinnu- starfsemi alveg eins og fermingar. Þá fer ekki á milli mála, að ákveðnar verzlanir gera út á brúð- kaup, ef svo má að orði komast og sá útlenzki siður er einnig að ryðja sér til rúms, að brúðhjón láti lista liggja frammi í verzlunum til leið- beiningar fyrir væntanlega brúð- kaupsgesti. Brúðkjólaleigur og aðrar fata- leigur, fyrirbæri, sem ekki var til á Islandi fyrir tveimur áratugum, er nú lífleg þjónustustarfsemi. Blóma- verzlanir gera það gott á brúð- kaupsvertíðinni og ferðaskrifstofur sennilega líka. Við lifum í breyttu þjóðfélagi. xxx JARÐARFARIR voru lengi í föst- um skorðum. Nú bryddrc á samkeppni á milli þeirra, sem sjá um jarðarfarir og fleiri aðilar en áður taka að sér þá þjónustu. Erfi- drykkjur eru að verða umfangsmik- il starfsemi á veitingahúsum borg- arinnar. Ef tekið er mið af þeirri þróun, sem orðið hefur í brúðkaupum og líkist meir og meir því, sem tíðkazt erlendis og þá ekki sízt í Bandaríkj- unum er ekki ólíklegt að hið sama geti gerzt við skipulagningu jarð- arfara. En þá verður kannski mörg- um nóg boðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.