Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær systir okkar, RANNVEIG LÁRA LÁRUSDÓTTIR, Karlagötu 6, Reykjavík, sem lést 22. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 31. maí kl. 15.00. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Ágúst Lárusson, Sveinborg Lárusdóttir. t Ástkær móðir okkaf, tengdamóðir og amma, ÓLÖF KR. ÍSFELD, lést að morgni 29. maí á Droplaugar- stöðum. Jarðarför hennar fer fram frá Fossvogs- kÍFkju föstudaginn 2. júní kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Rafn Kristjánsson, Margrét Kristjánsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, FRÍÐA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, (DÍDÍ) Öldunarheimilinu Viðihlið, Grindavík, áður til heimilis f Steinholti, Vestmannaeyjum, lést að kvöldi 26. maí. Jarðarförin auglýst síðar, Ebba Unnur Jakobsdóttir, Jónas Guðjónsson, Guörún Halldóra Jóhannesdóttir, Guðmundur Einarsson, Jón Ólafur Jóhannesson, Ólöf S. Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, JÓNAS G. HALLDÓRSSON rakarameistari, frá Siglufirði, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 26. maí. Hermína Jónasdóttir Lilliendahl, Guðný Jónasdóttir, Stefán Jónasson, Dagný Jónasdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLÍN ÓLAFSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt 29. maí. Jarðaförin auglýst síöar. Einar Kristjánsson, Auðunn Karlsson, Hilmar Sigurðsson, Guðrún G. Matthíasdóttir, og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGRÍÐAR KJARTANSDÓTTUR, Selvogsgrunni 11. Ásdís Kjartansdóttir, Kjartan Haraldsson, og aðrir aðstandendur. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar MÁS EGILSSONAR frá kl. 9-13. Lífstykkjabúðin, Laugavegi4. Sólrún Gestsdóttir, Fríður Jónsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Baldur Jónsson, barnabörn JÓNAS JÓHANNSSON -4- Jónas Jóhanns- * son var fæddur í Skógum í Fells- strönd í Dalasýslu 18. desember 1899. Hann lést 25. febrúar sl. ÞEIM fækkar nú bændunum á íslandi sem fæddir voru fyrir og um sl. aldamót og lifðu tvenna tímana. Menn sem ólust upp við vinnubrögð og at- vinnuhætti sem við- gengist höfðu allt frá upphafi byggðar í landinu, með fábreyttan búnað, lítil þægindi en mikið strit á tímum þegar baráttan fyrir afkomu fólksins var þrotlaus og hörð en þó aldrei trygg. Þó var aldrei farið fram á meira en að hafa fyrir nauðþurftum, fæði, klæðum og einhveiju húsaskjóli. Á þeirri tíð var ekki amast við vinnu barna og því síður unglinga, frek- ar að lagt væri að þeim að duga sem best, það gæti komið sér vel síðar á lífsleiðinni að hafa lært að taka til hendi og það gerði það líka. Einn úr hópi þessara aldamóta- manna, sem svo eru nefndir, var Jónas Jóhannsson frá Skógum, síðan bóndi á Valþúfu á Fells- strönd. Kynni okkar hófust reynd- ar ekki fyrr en hann var að mestu hættur allri búsýslu og sonur hans og tengdadóttir tekin við búi á Valþúfu. I nokkra áratugi höfðum við þó vitað hvor af öðrum því lífs- förunautur hans hún Guðbjörg var mér að góðu kunn frá því hún dvaldi í Kollafirði á Ströndum al- veg fram á fullorðinsár eða til ársins 1951 þegar fjölskylda henn- ar tekur sig upp frá búi í Þrúðar- dal þar sem þau voru leiguliðar. Ég tel mig vita að Jónas hefði verið sáttur við þau orð mín að þegar Guðbjörg kemur til hans þá fer hamingjusól hans að skína fyr- ir alvöru. Ég tel að þau hafi átt vel saman, bæði orðin nokkuð full- orðin og þroskaðar manneskjur þegar þau taka saman. Jónas kom- inn rétt yfir fimmtugt. Mér er næst að halda að árekstrar og misklíð- arefni hafi verið fá eða nær engin á lið- lega fjörtíu ára sam- búðartíma þeirra. Á heimili þeirra voru í heiðri höfð gömul sannindi sem þó verða ætíð ný, að líta á öll störf sem vinna þurfti og vinna varð jafn merkileg og nauðsynleg, rækja hvert þeirra af alúð hugans og kostgæfni og alltaf með jákvæðu hugarfari, jafnvel hin smáu sem mörgum hættir til að líta á sem ómerkileg en eru það ekki. Fara vel með alla hluti og sína aðhald og fyrirhyggju í meðferð fjár- muna, nokkuð sem virðist ætla að vera eiginleiki þeirrar kynslóðar, sem komin er á efri ár, en gætir síður hjá þeim sem yngri eru þó að hún verði ætíð gullvæg regla og sannindin mestu. Jónas var mjög félagslyndur maður og tók mikinn þátt í starfi margra félaga í sinni sveit. Hann var einn af stofnendum UMF Dög- unar og var sá félagsskapur hon- um einkar kær, sú hugsjón og stefna sem sú hreyfing helst hafði á oddinum átti samhljóm í skap- gerð hans og sál. Hann hafði for- göngu um stofnun bæði sauðfjár- ræktar- og nautgriparæktarfélags í sveitinni, var lengi í stjórn búnað- arfélags sveitarinnar og sat í hreppsnefnd um árabil. Þá nutu málefni bókasafns sveitarinnar á Staðarfelli lengi orku huga hans og handa. Margt er starfið hjá einyrkjan- um og næðisstundir færri en oft er á kosið. Á Valþúfu var þó aldr- ei vanrækt að sinn^ gestum sem að garði bar jafnvel um hábjarg- ræðistímann. Jónas og Guðbjörg áttu marga kunningja og vini sem sóttu þau heim tl að njóta gest- risni þeirra og hlýju. Jónas naut þess að blanda geði við fólk. Hann hafði þá gjarnan uppi gamanmál og skemmti gestum sínum með t Við þökkum alla þá einlægu samúð, hlýju og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS JÓNSSONAR, Höfðabraut 6, Akranesi. Lilja Pétursdóttir, Trausti Vilhjálmsson, Jóhanna Cardenas, Gunnar Guðjónsson, Elsa Jónasdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Birgir Sigdórsson, Helgi Pétur Guðjónsson, Dóra María Elíasdóttir, Sævar Guðjónsson, Þuríður Þórðardóttir, Guðjón Viðar Guðjónsson. skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið. Samvinna við Burda. Sparið og saumió fðtin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. tölvur ■ Tölvuskóli f fararbroddi Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. tónlist ■ Píanókennsla Reyndur píanókennari tekur að sér píanókennslu frá 1. júní. Skemmtilegt námsefni! Innritun í síma 561-3655. ■ Pianókennsla Kenni í sumar, fólki á öllum aldri. Tónfræði innifalin. Einnig sértímar í tón- fræði, tónheyrn, og undirleik með söng- nemum og hljóöfæranemum. Kennsla hefst 6. júní. Upplýsingar í síma 55 73277 kl. 10.00 - 12.00 og 18.00 - 20.00. Guðrún Birna Hannesdóttir. frásögnum og fór með vísur. Sjálf- ur sinnti hann nokkuð ljóðagerð og batt þá gjarnan bagga sína ekki sömu hnútum og samferða- mennirnir heldur fór sínar eigin leiðir. Margar vísna hans segja hlutina umbúðalaust og eru kjarn- yrtar þó oft sé farið nokkuð fijáls- lega með formið. Jónas var alla tíð mikill ræktun- armaður í sér. Eins og svo margir af hans kynslóð unni hann landi og gróðri. Eftir tveggja vetra dvöl í bændaskólanum á Hvanneyri vann hann mikið við plægingar og aðra túnræktun bæði í Dala- sýslu og á bæjum á Snæfellsnesi. Ekki munu þau hafa búið neinu stórbúi á nútímamælikvarða en afrakstur þess gaf þeim það sem dugði vel til framfærslu fjölskyld- unni. Það nægði þeim, meira kröfðust þau ekki. Nokkuð fullorð- in drógu þau sig í hlé frá allri búumsýslu og fluttu í framhaldi af því til Búðardals og eru með þeim fyrstu sem eignast þar íbúð í sambýli fyrir aldraða, sem þar var þá verið að byggja. Líkami Jónasar og þrek er þá farið að gefa sig eftir langferð lífsins. Þau voru því sátt við umskiptin og höfðu síður en svo á móti því að fá nú að njóta náðugri daga en þau höfðu áður upplifað á æviferð sinni. Það var ánægjulegt að koma til þeirra og notalegt að njóta þeirra hlýja viðmóts, sem var þeim svo eðlilegt og þau voru svo rík af. Nú höfðu þau í fyrsta sinn nægan tíma og sem meira var voru sátt við líf sitt og umhverfi allt. Við Jónas áttum a.m.k. eitt sameiginlegt áhugamál sem leiddi af sér nokkur samskipi okkar á milli þótt samfundir okkar yrðu færri en mér finnst nú að æskilegt hefði verið, en það var áhugi okk- ar á pappír og þá sér í lagi þeim sem eitthvað var á prentað. Við skiptumst á vísum og stuttum frá- sögnum úr nokkuð ólíku reynslu- umhverfi og oft frá ólíkum tíma. Það var mér mikils virði að eign- ast slíkan kunningja og mér fannst einkar notalegt í návist hans og þeirra hjóna. Þess er gott að rninn- ast. Jónas mat konu sína mikils, hún var sólargeislinn besti sem lífið gaf honum. Fyrir þann sólargeisla var hann tæíð þakklátur, það bæði sagði hann og sýndi vel. Þau eignuðust tvo syni, Andra, sem er lyfjafræðingur að mennt og starfar í Reykjavík, og Rúnar sem er bóndi á Valþúfu. Á fyrri hluta síðasta árs fer slappleiki Jónasar að ágerast og dvelur hann á sjúkrahúsi um skeið. í framhaldi af því flytja þau sig um set og setjast að í Barmahlíð á Reykhólum. Þar lést hann 25. febrúar sl. Hann hafði búið í Dala- sýslu alla sína ævi utan þetta síð- asta ár. Blessuð sé minning hans. Guðfinnur S. Finnbogason. -----♦ » ♦----- BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Jakob Kristinsson - Matthías Þorvaldsson 904 SverrirÁrmannsson-JónasP. Erlingsson 760 Örn Amþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 752 GuðmundurPáll Amarson — Þorlákur Jónsson 643 Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 639 JónBaldursson-SævarÞorbjömsson 591 ísak Örn Sigurðsson - Helgi Sigurðsson 542 Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 425 Páll Valdimarsson-RagnarMagnússon 408 Hæstu skor fjórða kvöldið fengu þessi pör: Bjöm Eysteinsson - Aðalsteinn Jörgensen 300 Páll Valdimarsson - Hrólfur Hjaltason 236 Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 182 Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson 172 Halldór Svanbcrgsson - Kristinn Kristinsson 140 Þar með lauk vetrarstarfinu og ekki annað eftir en að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður í húsi BSÍ nk. miðvikudagskvöld kl. 20.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.