Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1990 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson FYRSTU rekstrarfræðingar sem útskrifast með bachelor-gráðu frá Bifröst. Þrjátíu manna hópur nemenda sem útskrifuðust sem rekstrarfræðingar frá Samvinnuháskólanum á Bifröst. Samvinnuháskólinn á Bifröst slitið Fyrstu rekstrarfræðingar með BS-gráðu útskrifaðir Borgarnesi - NÝLEGA útskrifuð- ust 30 rekstrarfræðingar og 13 rekstrarfræðingar með BS-gráðu frá Samvinnuháskólanum á Bi- fröst. Þetta er í fyrsta skipti sem rekstarhagfræðingar eru útskrifað- ir með BS-gráðu frá skólanum en þetta er sjöunda starfsár skólans á háskólastigi. í ávarpi sínu sagði Vésteinn Benediktsson rektor meðal annars að Samvinnuháskólinn hefði út- skrifað slna fyrstu nemendur með bachelor-gráðu. „Ég býst við að mörgum hafi þótt það bjartsýni af Jóni Sigurðssyni, forvera mínum í þessu starfi, þegar hann lagði fyrst fram hugmynd um það 1989 að vorið 1995 yrðu fyrstu nemendurn- ir með þessa gráðu útskrifaðir," sagði Vésteinn. Tryggja starfsöryggi skólans Viðstaddir útskriftina voru m.a. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðhen-a og þingmenn Vesturlands. Björn flutti ávarp og sagðist myndu kynna sér þær tillögur sem lægju fyrir um almenn lög um háskólastarf. „Von- andi hef ég tækifæri til að beita mér fyrir því sem ráðherra í sam- vinnu við ágæta þingmenn sem hér eru og aðra að hrinda áformum um samræmda löggjöf yfir þessa skóla í framkvæmd þannig að starfsör- yggi þeirra sé tryggt og það tryggt að þeir fái að dafna áfram. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt að það sé fjölbreytt háskólanám hér á landi og það starfi skóiar víðar en í Reykjavík eða á Akureyri. Mér fmnst að sú starfsemi sem hér er stunduð beri merki þess að skólar geta dafnað við fjölbreytt skilyrði og ég mun stuðla að því í mínum störfum að svo verði áfram um Samvinnuháskólann á Bifröst," sagði Björn. Fram kom við skólaslitin að þeir sem útskrifuðust frá skólanum ættu mjög gott með að fá atvinnu við sitt hæfi. Dæmi munu vera um að nemi hafi þrefaldað laun sín eftir þriggja ára nám við skólann. Hann var með 70 þúsund krónur í mánaðarlaun er hann fór í skól- ann en voru boðin 210 þúsund að námi loknu. Björgunar- sveit í eggja- töku Fagradal - Björgunarsveitin Vík- verji í Vík í Mýrdal hefur um nokkurra ára skeið haft það sem tekjuöflun að fara út í Reynis- dranga og taka þar fýlsegg og svartfuglsegg. Farið er með nokkura daga millibili til að ná eggjunum nýorpnum. Fréttaritari Morgunblaðsins fór með í slíka ferð eina kvöld- stund dag einn fyrir skömmu. Farið var á hjólabát út að Reyn- isdröngum og síðan klifið upp i dranga. Að hluta til þarf að nota stuðningsband tii að ná eggjun- um. Ferðin tók tvo tíma og afrakst- urinn var um það bil 400 egg. Jónas Erlendsson Oryggið dýimætt ÖryggiS er ómetanlegt þegar ó reynir. VW Golf er öruggasti bíllinn í sínum flokki skv. árekstrarprófi hins virta tímarits AUTO MOTOR UND SPORT. Hann er einnig fallegur, rúmgóður og búinn þægindum sem auka enn á öryggið eins og höfuÖpúðum á aftursæti, lituðum rúöum og skiptanlegu aftursæti. VW Golf er örugg fjárfesting, viðhalds- og rekstrarkostnaSur er lágur og hann er öruggur í endursölu. VW Golf skutbíll m/útvarpi, tilbúinn á götuna kostar aðeins frá HEKLA -t/Y/eÆr 6es£S Laugavegi 170-174, sími 569 5500 Volkswagen Oruggur á alla vegu! ItS0< kr. 1.370.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.