Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 37 I Dönskum stórmeisturum fjölgar SKAK Al þjóðamót K-4 1 skákfclagsins Kaupmannahöfn 19.-28. maí DANIR eiga flesta alþjóðlega meistara af Norðurlandaþjóðunum en í tölu stórmeistara standa þeir Islendingum og Svíum langt að baki. Þetta kann þó að breytast senn. Danir eiga fjölda öflugra skákfélaga sem standa fyrir mörg- um alþjóðlegum mótum á hveiju ári. K-41 klúbburinn í Kaupmanna- höfn gekkst fyrir einu slíku í maí- mánuði. Undirritaður náði að sigra nokkuð örugglega, en gleði heima- manna var mikil þegar Henrik Danielsen, meðlimur í K-41, náði sínum þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli. Hann vantar nú aðeins örfá skákstig uppá að verða fimmti stórmeistari Dana á eftir Bent Larsen, Curt Hansen, Lars Bo Hansen og þeim unga Peter Heine Nielsen sem varð stórmeist- ari á Ólympíumótinu í Moskvu. Svíinn Ralf Ákesson náði einnig áfanga. Hann er afar mistækur skákmaður. í Kaupmannahöfn tap- aði hann ekki skák, en á svæðamót- inu í Reykjavík í mars varð hann neðstur. Kínversku landsliðsmenn- irnir tveir á mótinu stóðu ekki und- ir væntingum. Stórmeistarinn Ye Rongguang tapaði fjórum fyrstu skákunum og náði sér ekki á strik fyrr en í síðustu umferð að hann þjarmaði lengi að mér áður en hann sættist á jafntefli. Wang Zili gat náð stórmeistaraáfanga en tapaði fyrir lettneska stórmeistaranum Rausis í síðustu umferð. Urslit mótsins: 1. Margeir Pétursson 6V2 v. 2. -3. Henrik Danielsen og Ralf Ákesson 6 v. 4. Wang Zili 5 v. 5. Igor Rausis, Lettlandi, 4'/2 v. 6. -7. Erling Mortensen og Mikkel Antonsen 4 v. 8. Jens Kjeldsen 3‘/2 v. 9. Lars Schandorff 3 v. 10. Ye Rongguang 2lh v. Við skulum líta á eina spennandi skák frá mótinu í Kaupmannahöfn. Hvítur fórnar tvívegis manni: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Lars Schandorff Caro-Kann vörn 1. c4 - c6 2. e4 Leikið til að losna við Slavnesku vörnina. 2. - d5 3. exd5 - cxd5 4. cxd5 - Rf6 5. Rc3 - Rxd5 6. Rf3 - Rc6 7. d4 - e6 8. Bc4!?- Be7 9. 0-0 - 0-0 10. Hel - a6!? 11. Dd3!? - Rxc3! 12. bxc3 - Ra5 13. Bb3 - Rxb3 14. axb3 - b5?! Það var rétt hjá svarti að taka biskupaparið af hvíti, en eftir þessa ónákvæmni nær hvítur furðuhættu- legum færum. 15. De4! - Hb8 16. Re5 - Bb7 17. Dg4 - Kh8? 17. - Bf6 var líklega skást, en ekki 17. - Hc8?! 18. Bh6 - Bf6 19. He3 - Kh8? 20. Hg3! - gxh6 21. Dg8+! - Hxg8 22. Rxf7 mát. 18. He3 - f6 19. Rg6+! - hxg6 20. Dxe6 - f5 21. Dxe7 - Dd5 22. Hg3 - Hbe8 23. Dh4+ - Kg8 24. Bf4 - He6 25. b4 - De4 26. h3 - Kf7 27. Dg5 - Dd5 28. Be5 - Hh6 29. Df4 - De4 Sneiðir hjá gildrunni 29. - Hxh3? 30. c4! 30. Dd2 - Dd5 31. Df4 - De4 32. Dcl - Dd5 33. Kh2 - Hc8 34. Dg5 - Hh8 35. Df4 - De4 36. Dd2 - Dd5 37. Hel - Hh5 38. Hg5 - Hh4 39. He3 - He8 40. Heg3! - He6 Eftir mikið þóf er tímamörkunum náð og hvítur finnur nýja manns- fórn: 41. f3! - Hxe5 42. Hxg6 - Hh7 43. Dg5 - He7 44. Hxg7+ - Hxg7 45. Dxg7+ - Ke8 46. Dh8+ - Kd7 í þessari stöðu á hvítur að skipta upp á hrókum og tefla upp á frípeð- ið á h línunni, en svartur ætti hins vegar að stefna að uppskiptum á drottningum. En hvítur heldur áfram að tefla upp á mát, í staðinn fyrir að velja réttu áætlunina 47. h4! 47. Db8? - Dc6! 48. Df8 - De6? Rétt var 48. Dxc3! því eftir 49. Dxf5+ Kc7 á hvítur tæplega meira en jafntefli með þráskák. 49. h4! Betra er seint en aldrei! 49. - Bd5 50. Hg7! - Hxg7 51. Dxg7+ - Ke8 52. h5 - f4 53. h6 - Df7 54. De5+ - Kf8 55. Kh3! Kóngurinn ræður nú úrslitum. Hvítur undirbýr í rólegheitum að skipta upp á drottningum. 55. - Kg8 56. Kg4 - Be6+ 57. Kg5 - De7+ 58. Df6 - Dxf6+ 59. Kxf6 - Bc4 60. Kg5 - Kh7 61. Kxf4. Svartur gafst upp. Helgarskákmót í TR Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um næstu helgi, 1.-5. júní. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad kerfí. Fyrstu tvær umferðirnar verða með 30 mínútna umhugsunartíma, en hinar fimm með \'h klst. á 30 leiki og síðan 30 mínútum til að ljúka skák- inni. Keppnin hefst fimmtudaginn 1. júní kl. 20 og lýkur mánudaginn 2. í hvítasunnu. Verðlaun eru kr. 20 þús., 12 þús. og 8 þús., en hækka ef þátt- taka verður góð. Öllum er heimil keppni og fer mótið fram í félags- heimili TR í Faxafeni 12. Helgar- mót TR í vetur með svipuðu sniði hafa verið vinsæl og vel sótt. Margeir Pétursson kjarni mákins! Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu f áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni málsios! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblabsins og fá blaðib sent á eftirfarandi sölustab á tímabilinu frá________________________til □ Esso-skálinn, Hvalfirbi □ Ferstikla, Hvalfiröi □ Sölustaöir í Borgarnesi □ Baula, Staflroltst., Borgarf. □ Munaöarnes, Borgarfirði □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarf. □ Hvítárskáli v/Hvítárbrú □ Sumarhótelið Bifröst □ Hreöavatnsskáli □ Brú í Hrútafirði Q Staðarskáli, Htútafiröi □ Illugastaöir □ Hrísey □ Grímsey □ Grenivík □ Reykjahlíð, Mývatn □ Laufiö, Hallormsstaö □ Söluskálar, Egilsstööum □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Hlíðarlaug, Úthlíö, Biskupst. □ Laugarás, Biskupstungum □ Bjarnabúð, Brautarhóli □ Verslun/tjaldmiöstöö, Laugarv. □ Verslunin Grund, Flúöum □ Gósen, Brautarholti Q Árborg, Gnúpvérjahreppi Q Syðri-Brú, Grímsnesi Q Þrastarlundur □ Ölfusborgir □ Shellskálinn, Stokkseyri □ Annað________________________ NAFN_________________________________________________ KENNITALA____________________________________________ HEIMILI______________________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI__________________ Utanáskriftin er: Morgunblabið, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.