Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Ný stefna í fiskisljómun ÞORSKURINN tapaði kosning- unum hér. Hann á sér nú engan vin nema Brian Tobin, — langt vest- ur í Kanada. Mesta áfall þorsksins í kosningunum var að fá ekki Ólaf Hannibalsson á þing, svo sem marg- ir höfðu vonast eftir. Tillögur fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir vestan fyrir kosningar gengu ekki nógu Iangt til útilokunar úthafs- veiðiskipa úti fyrir Vestfjörðum og þegar er komið í ljós, að uppskeran er aðeins nokkrir sóknardagar fyrir trillukarla, — og Ólafur fallinn, sem aldrei skyldi verið hafa. Vestfírð- ingar geta sjálfum sér um kennt. Samstaðan brást. Þeir voru upp- teknir að skemmta sér við að kjósa hþfunda kvótakerfisins, Framsókn- arfiokkinn. Menn uppskera það sem þeir sá til. Þorskveiðar úthafsveiðiskipa úti fyrir Vestfjörðum munu áfram verða 6-8 milljarðar króna á ári eins og áður, finnist einhver fiskur enn til að ganga á miðin, og trillu- karlarnir og bátaflotinn verða að sækja utar en úthafsveiðiskipin, ef þeir vilja halda lífi. Kvótakerfið drepur allt líf Efnahagsbatinn á sl. ári stafaði af auknum veiðum úthafsflotans á úthafinu, aðallega á Reykjarnes- hrygg og í Smugunni. Það vissu allir fyrir löngu síðan, að aukning þjóðarframleiðslunnar hlaut að byggjast á því, að djúpveiðiflotan- um yrði beitt á úthafinu og að nægilegur floti væri til í landinu til að ná minnkandi þorskveiðimagni í fiskilögsögunni. í 10 ár hefir kvótakerfið smám saman drepið alit líf á hrýgningarstöðvum þorsks- ins, þannig að nú er 9. árið, sem hrygning misferst þrátt fyrir gott ástand til sjávarins. En stórút- gerðin hefir ekkert lært og beitir nú td. 40-50 djúpveiðiskipum á hrygningarstöðvar þorsksins við Reykja- nes á þessari vertíð. Háværar kröfur aðild- arfélaga LÍÚ um aukna kvóta halda áfram, þrátt fyrir að augljóst sé, að þetta gengur þvert á þjóðar- hag. Því miður munu litlar vonir um breyt- ingu undir núverandi stjórnun fiskveiða nú. íslenzki málstaðurinn er krafa um að einungis sé beitt umhverfisvæn- um veiðum, fyrst og fremst króka- veiðum, innan fískilögsögunnar og að allur afli sé tekinn á land til fullvinnslu. Veiðar og frumvinnsla Einkenni kvótatímabilsins und- anfarin 10 ár er, að stöðugt eru keypt fleiri djúpveiðiskip, sem frum- vinna fiskinn um borð og selja síðan hálfunna vöru beint til erlendra kaupenda, sem sjá síðan um full- vinnslu fisksins þar. Þetta hefir flutt mikla atvinnu úr landi og valdið atvinnuleysi í fjölmörgum byggð- um. í raun er eins og þessi skip séu gerð út erlendis frá, nema að þau hafa íslenzkar áhafnir. Þessi starf- emi er því óþjóðholl og skáðar sam- félagið. Sama má einnig segja um starfsemi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna _(SH) og íslenzkra sjávarafurða (ÍS). Þessi fyrirtæki hafa sett upp fullvinnslur erlendis og berjst síðan innbyrðis um yfírráð yfir frumvinnslunni hér heima til að mæta þörfum fyrir erlenda fullvinnslu. Hvaðan kemur þessum félags- samtökum fé til slíkrar óþjóðhollrar starfsemi? ÍS er nýlegt fyrirtæki, byggt á rústum SÍS, en draugur SÍS hefir nú gert Landsbankann gjaldþrota 2 -ár í röð án þess að nokkur skýring sé gefin á því þrotabúi af hálfu Landsbankans. Lands- bankinn er þjóðareign og ætti því að gera eig- endum sínum grein fyrir þessum málum. Það getur ekki hvílt nein bankaleynd yfir gjaldþroti Landsbankans og því stendur upp á stjórnmálamenn að gera hreint í þessum málum. Þeir fara með umboð þjóðarinnar, og ekki bara upp á grín. Veiðigjaldavitleysan Gert er ráð fyrir að Hafró mæli með 120.000 tonna þorskkvóta fyr- ir næsta fiskiár, sem hefst 1. sept- ember nk. Það eru yfir 100 djúp- veiðiskip í flotanum og ef allir fengju jafnt kæmu rúm 1.000 tonn á skip úr fiskilögsögunni og aðrir fengju ekki neitt. „En það er nefni- lega vitlaust gefið,“ sagði Steinn Steinarr. Sumar stórútgerðir hafa næstum 10% kvótanna og allar segjast hafa of lítið. Við Nýfundna- land áttu 6 stórútgerðir alla kvót- ana og drápu allan þorskinn. Nú rísa upp hugsjónamenn, sem segja okkur að stórútgerðirnar séu tilbún- ar að borga veiðigjald, þrátt fyrir að kvótar séu nú um þriðjungur Þorskurinn tapaði kosn- — •• ingunum, segir Onund- — — ur Asgeirsson, sem vill vistvænar veiðar á nær- miðum en togveiðar að- eins á úthöfum. þess, sem upphaflega var úthlutað (og ekki var hægt að greiða neitt fyrir þá) og verði um fjórðungur á næsta fiskiári — bara ef þeir þurfi ekki að borga strax. Þetta gerist á sama tíma og aðrar þjóðir styrkja útgerðir með stórum íjárframlögum og dugir ekki til, því að fjöldi út- hafsveiðskipa liggur í aðgerðarleysi og eru óseljanleg. 650 spánskir tog- arar þurftu að hætta veiðum úti fyrir Marokkó 1. maí og bíða nýrra samninga, sem kannski fást'aldrei, eins og við Nýfundnaland. Það er víðar, sem vitlaust er gefið, Samkvæmt fréttabréfi Fiski- stofu' nam flutningur á þorskkvót- um 92/93 alls 105.000 tonnum eða um helmingi ársaflans, en 93/94 alls 69.000 tonnum eða um þriðj- ungi ársaflans. Þetta sýnir að út- hlutun kvótanna til skipa er ekki í neinu samræmi við þörf þeirra, en ekki er skýrt frá því, hversu mikið af þessum kvótum voru seldir. Gangverð á árskvótum mun nú um 80.000 kr/tonn, en á varanlegum kvótum 250.000 kr/tonn. Miðað við heildarkvóta núverandi fiskiárs 165.000 tonn nemur heildaríjárhæð árskvótanna 13,2 milljörðuum króna en verðmæti varanlegra kvóta alls 41,25 milljörðum króna. Önundur Ásgeirsson Þetta eru stórar Ijárhæðir, sem krefjast mikillar aðgæzlu í stjórnun, sem ekki sýnist vera að finna,eða ekki liggja fyrir nægilegar upplýs- ingar um, hvernig með er farið. Alþingi og stjórnvöld bera ábyrgð- ina á stjórnleysinu. Fiskistjórnun eftir veiðiaðferðum Sérfræðingar Hafró vara stöðugt við útrýmingarhættu á þorski og árleg minnkun stofnsins sannar þeirra mál. Heildarstofninn sl. ár var talinn um eða minni en 600.000 tonn, þar af hrygningarfiskur kannski 100.000 tonn. Þetta er minna en þriðjungur að eðlilegu ástandi. Það gagnar mönnum ekki lengur að tala gegn betri vitund. Staðreyndirnar tala sínu máli og áhættan er augljós og mikil. Það getur enginn mælt gegn því, að hin aukna tækni við togveiðarnar er að drepa niður allar þorskveiðar við landið og þessu verður að breyta áður en í meira óefni er komið. Þess vegna verður að byija á að stöðva allar úthlutanir á kvótum til djúpveiðiskipanna. Vestfjarðaáætl- unin var bara kák. Þar voru 310 milljónir teknar af almannafé og þeim úthlutað til nokkurra gæðinga í útgerðarfélögum undir blekking- arnafninu „hagræðing." Síðan er ætlunin að halda áfram að toga þar upp í ljörur. Það er óhjákvæmilegt, að teknar verði upp vistvænar veiðar innan allrar fiskilögsögunnar, fyrst og fremst krókaveiðar, sem gefa mætti algjörlega frjálsar, en jafnframt verður að takmarka allar togveiðar og netaveiðar minni skipa með mjög þrengdum kvótum, sem fljótlega myndi leiða til krókaveiða þessa hluta veiðiflotans. Lausnin er þann- ig einföld. Áframhaldandi togveiðar er helstefna. Höfundur er fyrrvcrand i forstjóri OLIS. A það að vera eina hlutverk foreldra að eignast börnin? SÚ SKÓLAMÁLAUMRÆÐA sem verið hefur í gangi hér á landi hin síðari misseri hefur nær ein- göngu snúist um afstöðu einhverra sjálfskipaðra „talsmanna" for- eldra. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir viðhorfum þeirra sem í skól- unum vinna að ekki sé minnst á nemendur. Engu er líkara en þess- ir svokölluðu „talsmenn" foreldra séu þeir einu sem álitið er að sitji uppi með þekkingu á því, hvernig skólahaldi skuli háttað í framtíð- inni. Mér sýnist allt benda til þess, að menntun nemenda muni í fram- tíðinni skipta minna máli en verið hefur, og kom hin nýja áhersla glöggt fram í fyrstu ræðu hins nýja menntamálaráðherra: „Foreldrar hljóta, næst á eftir börnum, að teljast stærsti hagsmunahóp- ur sem skólakerfið þjónar," sagði Björn Bjarnason mennta- málaráðherra í ræðu er hann flutti á aðal- fundi Samfoks nú fyrir skömmu. Hvað skyldi þetta þýða á venjulegu mannamáli? í mínum huga þýðir þetta ein- faldlega, að skólarnir eiga í stöðugt vaxandi mæli að laga sig að þörfum foreldranna. Svo hafa hinir sjálf- skipuðu „talsmenn" foreldra náð að rugla dómgreind þjóðarinnar, að sjálfur menntamálaráðherra landsins virðist telja að skólarnir eigi ekk- ert síður að vera þjónustustofnanir en menntastofnanir. Með þessa stefnu að leiðarljósi verður stutt í að litið verði fyrst og síðast á skól- Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum ana sem þjónustu- stofnanir við foreldra, þar sem menntun nemenda verður nokk- urs konar afgangs- stærð. Ef þetta verður sú skólastefna, sem hinn nýi menntamála- ráðherra ætlar . að framfylgja, þá líst mér ekki á blikuna. Aukum viðveruna, segja foreldrar Síðustu misseri hef- ur maður hlustað á „talsmenn" foreldra gera stöðugt kröfur um aukna viðveru bæði kennara og nemenda í skólunum. Ég hef sjálfur verið að velta fyrir mér hvernig standi á þessari kröfugerð. Satt best að segja, hef ég komist að þeirri nið- urstöðu, að hér liggi það eitt að baki, að foreldrar vilja umfram allt losna við börnin og koma þeim í umsjá einhverra annarra. Állur málatilbúnaður þessara „tals- manna“ foreldra er með þeim hætti, að erfitt er að sjá nokkrar aðrar ástæður. Skoðum þetta að- eins nánar. Uppeldið alfarið til skólanna Þessir „talsmenn“ foreldra segja: „Við viljum einsetinn skóla og lengri viðveru og helst svo langa, að við getum unnið allan daginn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af börnunum." Þetta þýð- ir í raun, að foreldrar eru smátt og smátt að koma uppeldi barna sinna alfarið á skólana. Það er vita- Foreldrar eru smátt og smátt, segir Guðmund- ur Oddsson, að koma uppeldi barna sinna al- farið á skólana. skuld með öllu vonlaust. Skólarnir munu aldrei og eiga aldrei að koma í stað foreldranna. Það verður að vera öllum þessum „talsmönnum" foreldra alveg ljóst. Aukum vinnuna, segja foreldrar Er það ekki dálítið kaldhæðnis- legt, að á sama tíma og krafa er um styttri vinnuviku, gera foreldr- ar stöðugt kröfu um lengri vinnu- viku skólabarna. í eldri bekkjum grunnskólans verða nemendur að mæta í 35 stundir á viku og nú hefur menntamálaráðherra boðað lengingu hjá þessum nemendum upp í 37 stundir á viku. Ef við gefum okkur nú, að nemendur þurfí að undirbúa sig í 2 stundir á dag, þá er vinnuvika þeirra þeg- ar komin upp í 47 stundir á viku. Er þetta það sem foreldrar vilja? Á sama tíma og þeir sjálfir gera kröfu um styttri vinnuviku, finnst þeim það nauðsynlegt að lengja til mikilla muna vinnutíma barna sinna. Þetta er dæmalaus hugsun- arháttur. Hver er skylda foreldra? Getur það verið, að sá tíðarandi sé kominn hér á Iandi, að foreldrum Guðmundur Oddsson finnist þeir hafi gert skyldu sína gagnvart börnum sínum með því einu að eignast þau? Þegar það er orðið megin markmið foreldra að koma börnum sínum alltaf í umsjá einhverra annarra, hlýtur maður að draga af því ákveðna ályktun. Hvaða skólamenn þekkja ekki þau svör foreldra þegar hringt er heim að morgni og spurt eftir nemanda: „Hvað, er hann ekki mættur? Ég skal athuga rnálið." Ég er ansi hræddur um að alltof margir for- eldrar viti lítið sem ekkert hvað unglingarnir þeirra eru að gera utan skólatima, og þess vegna er það orðin hin harða krafa þeirra, að viðveran í skólunum aukist. Alltof margir foreldrar eru stöðugt að koma sér undan ábyrgð, þeir virðast orðið Iifa í þeirri trú, að einhveijir aðrir en þeir eigi að sjá um börnin þeirra. Hafa foreldrar ekki orðið nokkrar skyldur við börnin sín? Hvaða kröfur gera skólarnir? Skólarnir eru í þeirri stöðu að þeir verða að taka við öllum nem- endum. Þeir geta ekki verið með einhveija kröfugerð á foreldra - eða hvað? Hvernig væri að skólarnir færu nú að gera þá kröfu til for- eldra, að þeir skiluðu skólunum stilltum og prúðum börnum, og að þau kunni öll a.m.k. almenna mann- asiði. Hvenær mun starfsfólk skól- anna missa þolinmæðina og hætta að láta bjóða sér hvað sem er? Hvers vegna geta skólarnir ekki gert kröfur á foreldra, sem væntan- lega bera ábyrgð á börnum sínum? Eigum við skólafólk að láta ein- hveija sjálfskipaða „talsmenn" for- eldra endalaust gera auknar kröfur á okkur, á sama tíma og þeir þvo hendur sínar af uppeldi barna sinna? Kröfugerðin getur og má aldrei vera bara frá foreldrum, skól- arnir verða líka að gera sínar kröf- ur. Höfundur er skólastjóri í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.