Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
HE5, AAAAM..
REMEMBER ME?
I WA5 IN HERE
A FEU) OMS A60
ANP B0U6HT A
BOOK OF POEM5
FOR A 6IRL IN
MY CLASS..
/2-17
SHE DION't
LIKE IT...
CAN YOU THINK
OF ANYTHIN6
EL5E I MI6HT
BUY F0R HER?
S0METHIN6 THAT WOULP
REALLY IMPRE55 HER,ANP
MAKE HER LIKE ME MORE THAN
ANYONE SHE'5 EVER KNOWN..
’FOR ABOUT
A POLLAR?
Já, frú... Ég var hérna Henni líkaði
manstu eftir fyrir nokkrum hún ekki...
mér? dögum og dettur þér
keypti ljóðabók eitthvað
handa stelpu í annað í hug
bekknum mín- sem ég gæti
um... keypt handa
henni?
Eitthvað sem hún yrði virki-
lega hrifin af, og gerði hana
hrifnari af mér en nokkrum
öðrum sem hún þekkti...
Fyrir svona
70 krónur?
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
GREINARHÖFUNDUR á milli „heilladísanna“ tveggja, Guðrúnar
Ásmundsdóttur og Eyglóar Stefánsdóttur, sem hann segir að
hafi beint honum af braut einangrunar.
Staðreyndir
um „mannránið“
á Vesturgötu 7
Frá Karli 0. Bang:
SVO BAR til að þolandi, aldraður
meinleysismaður, brá sér í mesta
sakleysi inn í samkomusal að Vest-
urgötu 7 þeirra erinda að fá sér í
rólegheitum kaffisopa við hóflegu
verði, eins og hann raunar hafði tví-
vegis áður gert, og allt farið hið
besta fram. Þetta var allra fyrstu
daga aprílmánaðar. En þolandi var
nýlega búinn að missa konu sína, en
það mun enginn í þessu húsi hafa
vitað þá. Þegar þolandi hefur lokið
kaffinu og setið einn og afskiptalaus
hóflega stund, gengur hann fram í
fordyrið, tekur hatt sinn og frakka,
en þegar hann er um það bil að hálfu
kominn í frakkann sinn, veit hann
ekki fyrr en það vindur sér að honum
ein snotur valkyija og segir: „Nei!
Hvað ertu að fara? Vertu ekki að
því, það á að fara að dansa - ég
hefí ekki séð þig áður.“ En nú tók
ekki betra við, af þvi að einmitt í
sömu svifum, bregður sér eins og
stormsveipur inn úr dyrunum ein
valkyija ekki minni né síður glæsileg
að vallarsýn; og sú var nú ekki sein,
en gellur: „Nei! Hvaða mann ertu
þama með?“ Sú fyrri ansar: „Hann
telur sig vera að fara.“ Báðar: „Nei,
þú ferð nú úr frakkanum." Síðan
höfðu þær snör handbrögð og færðu
gestinn úr frakkanum hvort sem
hann vildi eða ekki en þó ósköp vin-
samlega á yfírborðinu en með
ákveðnum blæ - þá gella þær nær
samtímis: „En hver ertu? Hvað heit-
irðu?“ Sú fyrri: „Ég heiti Eygló Stef-
ánsdóttir og er forstöðukona hér.“
Nú já, komdu sæl, ég heiti Karl 0.
Bang. Þá tjáði sú er síðar kom að
hún héti Guðrún Ásmundsdóttir.
Þolandi: „Nú já, komdu sæl og bless-
uð, ég kannast auðvitað við þig.“
En nú vildu þær þessar tvær glæsi-
legu dömur endilega fá nánari deili
á feng sínum, og nú dundi yfír Karli
hver spumingin af annarri, svo sem
ertu danskur, hefurðu dvalist lengi
á íslandi, hvemig getur það verið
að þú talar alveg einsog íslenskur
maður, hefurðu nokkuð fengist við
skriftir? Þannig létu þær dæluna
ganga, en sáu til þess að halda Karli
þéttingsfast á milli sín svo að hann
kæmist hvergi. - Það er nú svo um
karlmenn að þá er þeir verða fyrir
þéttum þrýstingi aðíaðandi kvenna,
er sem einhver dulin líkamsstarfsemi
segi til sín og blóðið tekur á rás og
gusast með feikna hraða um allan
líkamann, svo að menn bæði bleikna
og blána. Nú höfðu dömurnar þjarm-
að svo að bráð sinni að hann var
orðinn mjúkur og meðfærilegur nán-
ast sem nýstrokkað smjör. Þá tóku
þær hann hvor undir sinn arm og
færðu hann í eina stofu þar sem sat
hópur manna. Var nú sem á þær
legðist einhver sigurvíma og augu
þeirra urðu mild og gljáandi er þær
létu ijúfa hálfhring þann, er fólkið
sat í, um miðjuna og bæta þar þrem-
ur sætum við, settust nú sín hvorum
megin við Karl, sem nánast lak vilja-
laus og máttvana í sæti sitt. Nú tóku
þær til við að sefa hann og stilla
með því að vera honum ósköp Ijúfar
og blíðar sem móðir við bam. - Já,
ákaflega var það nú notalegt! - Þeg-
ar Eygló Stefánsdóttur og Guðrúnu
Ásmundsdóttur þótti sem Karl væri
orðinn sæmilega rólegur, afhentu
þær eða framseldu hann þriðju val-
kyiju til þess að laga hann og móta
að geðþótta. Sú heitir Þórann
Magnea og var að taka við stjóm á
þessum hóp af Guðrúnu Ásmunds-
dóttur. Þessari dömu, Þóranni
Magneu, hefur tekist með furðubrög-
um að þjálfa og aga Karl svo að nú
getur hún látið hann lesa upp bæði
sögur og ljóð fyrir hóp manna, sem
hann hefði ekki vogað sér áður nema
aðeins fyrir konu sína. Það er að
sjálfsögðu nokkur ráðgáta hvað veld-
ur því að svo glæsilegar konur skuli
taka sig til og ræna sér svo gömlum
gaur sem raun er á að þessu sinni.
Þótt svo sýnist sem téður Karl Oluf
sé nú frjáls úr fjötrum og fari allra
ferða sinna að geðþótta leikur nú
samt á því grunur að honum sé nú
enn haldið í nokkram viðjum þótt
ekkert slíkt hafi sannast.
„Fátt er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott!“
Karl Oluf má nú vel við una, af
því að þær heilladísimar, Guðrún
Ásmundsdóttir og Eygló Stefánsdót-
ir, áttu mestan þátt í því að beina
honum af braut einangrunar til meiri
samskipta við fólk, meðal annars í
leikhópinn „Fomar dyggðir" að Vest-
urgötu 7.
KARLO. BANG,
Dalbraut 27, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþýkkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.