Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimanmundur brúðarinnar gefur ekki mikla von um friðsæld í hjónabandinu... Morgunblaðið/Sverrir ÁTTA nemendur skólans hlutu bókaverðlaun fyrir einkunnir yfir 8,50. Þeir voru: dúx skólans, Elva Ósk Sigurðardóttir, Stein- ar Páll Landro semidúx, Ásdís Margrét Rafnsdóttir, Bragi Páls- son, Hanna Lilja Jóhannsdóttir, Guðrún Björk Stefánsdóttir, Margrét Eva Árnadóttir og Sigríður Rut Júlíusdóttir. Verzlunarskóli íslands lýkur nítugasta starfsári sínu Útskriftarathöfn sjónvarpað á Sýn Fékk opið kjálkabrot í tilefnis- lausri árás TVEIR 21 árs menn voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald í gær, að kröfu Rannsóknarlög- regiu ríkisins, grunaðir um fjórar líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dags. Einn þeirra, sem ráðist var á, meiddist sýnu mest og hlaut opið kjálkabrot. Ráðist var á 21 árs mann á lóðinni á bak við Rammagerð- ina við Hafnarstræti um kl. 3 um nóttina. Manninum segist svo frá að hann hafi lagt bíl sínum í stæði, gengið frá hon- um, en skyndilega hafi menn- irnir ráðist á sig, algjörlega að tilefnislausu. Hann hlaut opió kjálkabrot vegna barsmíðanná. Ráðist var á þrjá aðra unga menn á þessum slóðum um svipað leyti og handtók lög- reglan þijá, grunaða um aðild að líkamsárásunum. Tveir þeirra voru svo úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær til föstu- dags. VERZLUNARSKÓLI íslands brautskráði 198 nemendur" síð- astliðinn sunnudag. Stúdentar voru 142,42 útskrifuðust. með verslunarpróf, og 13 stúdentar komu úr öldungadeild. Einn nemandi var utanskóla. Steinar Páll Landro, 6.X, náði bestum árangri í við- skiptagreinum á stúdentsprófi. Hann hlaut einkunnirnar 10 í bókfærslu, 9,5 í rekstrarhag- fræði og 9,5 í þjóðhagfræði. Hæstu einkunn á verslunar- menntaprófi hlaut Hannes Páll Guðmundsson, 6.Q, 7,97. Verzlunarskólinn er nú að ljúka 90. starfsári sínu og fór athöfnin fram í Borgarleikhús- inu í fyrsta sinn og var send út á Sýn. Þorvarður Elíasson skólasljóri afhenti nemendum prófskírteini sín og verðlaun- aði fjölmarga sem skarað höfðu fram úr í námi. Dúx skólans í ár er Elva Ósk Sigurðardóttir Wiium, 6.S, sem fékk 9,22 í aðaleinkunn, og semidúx er Steinar Páll Landro, sem hlaut aðaleinkunnina 9,17. Fyrstu stúdentar braut- skráðir frá Verslunarskóla ís- lands voru heiðursgestir sam- komunnar en þeir eiga 50 ára stúdentsafmæli um þessar mundir. Að athöfn lokinni efndu skólasljórahjónin til mót- töku á heimili sínu fyrir þá, kennara og annað starfsfólk skólans. Bæklingar fyrir krabbameinssjúka Skrifaðir til að gagnsist öllum Jóhanna Bernharðsdóttir Hjúkrunarstjórn St. Jósefsspítala, Landakoti, kynnir í dag útgáfu. tveggja fræðslubæklinga fyrir krabbameinssjúklinga en í þeim er fjallað um þekktar aukaverkanir krabba- meinsmeðferðar er snerta daglegt líf sjúklinga og aðstandenda' þeirra. Jó- hanna Bernharðsdóttir, lektor og stoðhjúkrunar- fræðingur, ritstýrði gerð bæklinganna auk þess að vera einn af höfundum þeirra ásamt sjö hjúkrun- arfræðingum Landakots- spítala og næringarráð- gjafa sjúkrahússins. Efni bæklinganna byggist m.a. á niðurstöðum rannsókn- ar, sem gerð var að frum- kvæði hjúkrunarstjórnar á konum sem greinst höfðu með bijósta- krabbamein og fengið krabba- meinsmeðferð, ásamt reynslu af starfi og fræðilegri þekkingu höf- unda. Tilgangur útgáfunnar er að sögn Jóhönnu að hvetja til heilsusamlegra lífs og betri líðan fólks í krabbameinsmeðferð, efla færni krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra til sjálfs- bjargar, stuðla að gagnkvæmum skilningi sjúklinga og aðstand- enda og búa þá undir ýmislegt það sem tengist krabbameini, m.a. hvenær ástæða sé til að leita til fagfólks. — Hvaðan kertmr frumkvæðið að þessari útgáfu? „Krabbameinssjúklingar fá mjög gjarnan meðferð á Landa- koti í gegnum árin og þaðan kem- ur frumkvæðið. Miklar breyting- ar hafa orðið í heilbrigðisþjón- ustunni gegnum árin og hlutirnir ganga afar hratt fyrir sig, sem hefur m.a. aukið þörfina á að aðstandendur fái upplýsingar þótt að miðlun þeirra hafi einnig aukist seinustu ár. Hjúkrunar- stjórn spítalans vildi hins vegar taka markvisst á þessum málum og fór þess á leit við mig að hafa umsjón með verkefninu. Það varð að samkomulagi að hefja starfið með rannsóknarvinnu eins og áður er getið. Rannsóknin var gerð til að kanna líðan þeirra kvenna sem höfðu greinst með bijóstakrabbamein og hvernig þeim farnaðist meðan á meðferð stóð, hvaða vandamál og fylgi- kvillar komu upp, hvaða tilfinn- ingar og einnig á hvern hátt þær gætu sjálfar tekist á við sjúkdóm- inn í amstri daglegs lífs, ásamt fjölskyldu. Ég skoðaði í raun hvað það þýðir að hafa krabbamein og gangast undir viðamikla meðferð því samfara og þaðan koma nið- urstöðurnar úr rann- sókninni sem bækling- arnir styðjast við að hluta. Hjúkrunar- stjómin á Landakoti yfirfór vandlega ásamt mér og nokkrum útskriftarnem- um af námsbraut í hjúkrunar- fræði niðurstöðurnar. Því næst setti ég upp námskeið fyrir ann- ars vegar hjúkrunarfræðinga og hins vegar sjúkraliða á Landa- koti og kynnti niðurstöðurnar ít- arlega og farið var vandlega yfir heilsufarsmat, ekki síst með tilliti til andlegrar líðanar sjúklinga. Einn stærsti þátturinn var jafn- framt að finna leiðir til að styðja bet.ur við bakið á sjúklingum og aðstandendum þeirra, t.d. með heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf, ► Jóhanna Bernharðsdóttir er fædd árið 1954 og lauk námi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1973, BS-prófi í hjúkrunar- fræði frá HÍ 1977, prófi frá HÍ í kennslu- og uppeldisfræði til kennsluréttinda 1979 og MS- prófi.í hjúkrunarfræði frá Minnesota-háskóla í Banda- ríkjunum 1982. Hún var náms- stjóri í hjúkrunarskólanum og starfað sem hjúkrunarfræð- ingur. Hún er nú stoðhjúkrun- arfræðingur á Landakotsspít- ala og var skipaður lektor við námsbraut í hjúkrunarafræði í Háskóla íslands frá 1990. slökunaraðferðum, tilfinninga- legum stuðningi með samskiptum o.fl. í kjölfarið var samstarfshóp- urinn myndaður, sem stendur að bæklingunum, en rannsóknar- skýrslan verður kynnt betur síð- ar.“ — Endurspegiar útgáfa bækl- inganna þörf sjúklinga og að- standenda fyrir siíka fræðslu? „Ég held að það sé mjög mikil þörf á útgáfu sem þessari. Hjúkr- unarfræðingar hafa í auknum mæli tekið að skoða hvaða áhrif veikindi og meðferð hafa á lífið og hvernig fólk tekst á við sjúk- dóma og afleiðingar þeirra, jafn- framt því hvernig við eigum að nálgast hvert tilvik sem fagaðilar og hvernig við getum stutt sjúkl- inga og aðstandendur. Bækling- arnir eiga ekki að koma í staðinn fyrir samskipti við fagfólk, heldur efla færni fólks og auka upplýs- ingar um við hveiju megi búast. Æði margir hafa gagn af þess- um bæklingum, þótt að sama fólkið notfæri sér ekki alltaf báða bæklingana, en þeir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir þá sem þurfa að glíma við krabbamein. Þeir sem eru í ögn meiri fjarlægð, t.d. í vinahóp, eiga einnig að hafa gagn af lestri þeirra. Hvor bæklingar kemur út í 1.000 ein- tökum og ég á von á að þeir rati fljótt til sinna, í samræmi við þörfina.“ Jóhanna segir að bæklingarnir geti einnig nýst sem kennsluefni, þ. á m. fyrir nema á hjúkrunar- braut og aðra þá sem þurfa og vilja vita meira um krabbamein og meðhöndlun þess. „Við skrifuðum bæklingana með það í huga að efni þeirra væri aðgengilegt öllum, en ekki væri verið að taka á einhveiju fjarsta-ðukenndu eða gefa ráð sem erfitt væri að fylgja eftir.“ Efla betri líð- an og sjálfs- björg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.