Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Þarf meiri ofstjórn? ÁRIÐ 1975 kom „svaita skýrslan" út. Þar var fullyrt að ef veidd væru meira en 230 þúsund tonn af þorski árið 1976 og áfram væru yfirgnæf- andi líkur á hruni þorskstofnsins. Ekki var farið að tillögum ráðgjafa og samt snarstækkaði þorskstofninn úr 890 þús. tonn 1975 í um 1.600 þús. tonn 1980. Samt voru veidd að meðaltali um 360 þús. tonn á ári frá 1975-1980. Þetta hef ég margbent á en stórfurðulegt áhugaleysi er ríkj- andi um þessar mikilvægu stað- reyndir. Hafrannsóknastofnun hefur svarað því að „grænlandsganga" hafi stækkað stofninn á þessum tíma. Þetta et' villandi útúrsnúningur. Nefnd grænlandsganga kom ekki fyrr en á árinu 1980. Þorskstofninn sem var um 800 þús. tonn 1973 stækkaði í 1.300 þús. tonn 1979 við mikið veiðiálag langt umfram ráð- gjöf. Veiðiálag á þorskstofninn var mest 43% af stofnstærð 1972-1976 og leiddi til stækkunar stofnsins og mokveiði á þorski. Meðalveiðiálag frá 1972 er um 35% en mesta veiðilá'ag á einu ári var 1973 um 47%. Þetta eru allt blákaldar staðreyndir úr skýrslum Hafrannsóknastofnunar. Vísindalegar forsendur Fiskifræði og fískihagfræði sú sem veiðistjómin í dag miðar við er alls ekki sönnuð vísindi eins og sumir halda, heldur er um að ræða afar veika vísindatilgátu. Kjami tilgát- unnar er reiknilíkan sem byggir á afskaplega hæpnum forsendum sem stangast í meginatriðum á við grund- vallaratriði í fiskilíffræði. Grundvall- aratriði í fiskilíffræði er: - að sé fisk- ur veiddur úr afmökuðu umhverfi, þ4.örvist vöxtur fískanna sem eftir eru (meiri fæða á einstakling) og þannig sé veiði forsenda aukins af- raksturs fiskistofns. Nokkrir fræði- menn komu með þá tilgátu fyrir um 30 árum að hafíð væri svo „flókið" vistkerfi vegna fjölda fiskistofna, að gmndvallaratriði í fiskilíffræði ætti þar ekki við. Þannig varð reiknilíkan- ið til sem byggir á þeirri ágiskun að fæða í hafinu sé nánast ótakmörkuð og að sjálfdauði fiska sé föst stærð árlega (20%) burtséð frá sjávarskil- yrðum, fæðuframboði eða veiði. Samkvæmt þessum ásgiskuðu for- sendum á að vera hægt að „byggja upp“ fískistofna með því að draga úr sókn og ná ennþá meiri veiði. Þessi „vísindi" voru sett í kennslu- bækur og hafa síðan verið kennd í háskólum út um allan heim. Vísindatilgáta þessi, sem veiðiráð- gjöf styðst við, er keimlík hugdetta og að menn gæfu sér þá forsendu, að þótt þyngdarlögmálið virkaði á einn veg í aðfluginu við Egilsstaða- flugvöll, væri samt tilefni til að ætla að í aðfluginu við Heathrow-flugvöll við London virkaði þyngdarlögmálið „flókið“ og „allt öðruvísi" þegar margar flugvélar væru í aðflugi í einu á mörgum brautum, smáar og stórar. Ágiskað reiknilíkan væri ný forsenda aðflugs margra flugvéla í röð án nokkurra sannaðra tilrauna. Þegar svo aðflugið mistækist með brotlendingu væri flugmanninum kennt um „of glannalegan flug- hraða“ (ofveiði). Mikill og djúpur ágreiningur er í reynd meðal fræði- manna um núverandi veiðiráðgjöf í þorskveiðum þótt sífellt sé reynt að fela það og kæfa alla umræðu niður. Veiðiráðgjöfin í dag hafnar grund- vallaratriðum í fiskilíffræði um að þrif og vaxtarhraði séu aðalatriði við veiðistjómun þótt veiðireynslan sýni að vöxtur örvist við aukna veiði eins og til dæmis gerðist 1973-1979. Sú reynsla sýndi með afgerandi hætti að vöxtur í þorskstofninum óx við aukið veiðiátag og meðalvigt hækk- aði þrátt fyrir mikinn sjávarkulda á Ég fullyrði, segir Krist- inn Pétursson, að 250-300 þúsund tonna veiði er hófleg miðað við ríkjandi aðstæður. hafísárunum 1965-1971 þegar hluti af þessum fiski var að synda fyrstu metrana. Lengst hefur verið gengið í til- raunastarfseminni í Kanada. Þar var beitt „kjörsókn", 20% veiðiálagi, frá 1977. í viðtali við Jakob Jakobsson í Fiskifréttum 10. nóvember 1989 staðfestir hann þetta. Þar kemur fram að áætlanir Kanadastjórnar voru með „kjörsókn" að byggja upp stofninn og veiða eina milljón tonna á ári 1990. Það ár mældist veiðistofn- inn hins vegar allur ein milljón tonna. Ekki nóg með það. Svæðum var lok- að og togarar reknir út fyrir 100 mílur og stórum veiðisvæðum lokað til að „byggja upp stofninn". Tveim árum síðar (1992) höfðu horfið 500 þúsund tonn af þorski af lokuðum svæðum. I fyrra var svo stofninn talinn hruninn. Við Labrador vigtaði sex ára þorskur aðeins 0,82 kg 1991 og var orðinn kynþroska. Jafngam- all þorskur var hér við land 3 kg 1990 (en 4,5 kg 1973 eða 50% þyngri). Samt finnast menn í dag sem rýna enn í reiknilíkanið og tauta: „ofveiði", „ofveiði", ofveiði... 50 vísindamenn víðs vegar að úr heiminum komu saman til fundar á Bartery hótelinö í St. Johns til þriggja daga fundar í janúar 1993. (Fisheries News. Vol. 2 No. 5. June/93) til þess að fjalla um hvað hefði orðið um 500 þús. t af týndum norðurþorski (Labradorsvæðið). Um- ræðuefnið var m.a. hvort þorskurinn hefði dáið úr umhverf- isstreitu eða orkuskorti (feluorð um hungur- dauða?). Því miður er pláss til að fjalla meira um þetta hér en flest bendir til þess að þorsk- stofninn við Kanada hafi hrunið niður úr hungri m.a. vegna stefnunnar um að draga úr veiði og veiða aðeins 20% af veiði- stofni. Dæmi frá Kanada bendir til þess að grundvallaratriðin í fiskilíffræðinni um - að veiðar örvi vöxt og af- rakstur veiðistofns eigi einnig við um hafið. Séu veiðar stöðvaðar eins og gert var við Labrador skapar náttúr- an að öllum líkindum nýtt jafnvægi með minnkun stofns í lágmarksstærð í samræmi við fæðuframboðið. Ýkt samlíking er túnblettur sem skyndi- lega er hætt að slá og hirða, og allt fer í sinu og órækt. Náttúran tekur í taumana og skapar nýtt jafnvægi miðað við ríkjandi aðstæður hverju sinni, hvar sem er í náttúrunni. Þetta er viðurkennt grundvallaratriði í allri nátiúnifræði nema þessari svoköll- uðu fiskifræði. Aukinn afrakstur þorskstofnsins við ísland við hátt veiðiálag frá 1973-1979 sýnir við- brögð náttúrunnar við auknu veiði- álagi. Þetta er staðreynd. Aukin frið- un smáfisks hér við land gefur til kynna hnignun þorskstofnsins með lækkandi meðalvigt eftir aldri og minnkun stofnsins. Stofninn hefur minnkað með vaxandi stjórnunarað- gerðum. Þetta er staðreynd. Margar fleiri staðreyndir benda í sömu átt. Aukin sókn í rækju sl. ár hefur leitt af sér örari vöxt í stofninum og rækjuveiðin vex. Allar fullyrðingar um að þorskurinn hafi ekki verið friðaður nóg eru með ólíkindum. Vaxtarhraði þorsks við ísland féll um 50% í þunga á sex ára þorski sem vigtaði 4,5 kg 1973 en einungis 3 kg 1991. Það atriði að vöxtur hægi á sér er staðfesting á að of- veiði er beinlínis röng skýring á litium þorsk- stofni hér við land nú. Þetta er kjarni málsins. Tölfræðilegar getgátur og fullyrðingar um „hættuástand" vegna veiði nú eru í reynd stór- hneyksli í ljósi stað- reynda þeirra sem hér hafa verið raktar og flestar fengnar úr skýrslum Hafrann- sóknastofnunar. Ekki er ég að mæla með stjórn- lausri veiði svo sérfræð- ingum í útúrsnúnirigi sé það ljóst. Ég fullyrði hins vegar að 250-300 þúsund tonna veiði nú er hófleg veiði miðað við ríkjandi aðstæður samkvæmt reynsl- unni miðað við skýrslur Hafrann- sóknastofnunarl! Smábáta í kvóta? Nýjasta hugdettan 1 aukinni stjómun er að setja krókabáta á afla- mark og herða nú enn á ofstjórninni. Forsendan er enn og aftur ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um „að draga úr veiði til að byggja upp stofn- inn“. Verði krókabátar settir á afla- mark er nánast öruggt að hent verð- ur a.m.k. 10 þúsund tonnum til við- bótar því sem þegar er hent. Alþingis- menn eru skyldugir til þess að kynna sér þessi málefni vandlega áður en lengra verður gengið. „Eg hef ekki vit á þessu," eru algengustu viðbrögð- in, þegar maður reynir að fá þetta rætt. Eg spyr: Hvers vegna er fólk að gefa kost á sér í ábyrgðarstöður ef það treystir ekki eigin dómgreind til þess að reyna að skilja grundvall- aratriðin í þessu máli. Skilji menn og konur í ábyrgðarstöðum í reynd ekk- ert hvað verið er að gera þá er um tvennt að velja að mínu mati: Kynna sér málið vandlega og taka síðan af- stöðu byggða á staðreyndum - eða - að fá sér aðra vinnu. Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Kristinn Pétursson Fitusprenging opin dauðagildra? MÉR ÞYKIR fyrir að þurfa að rita um þetta mál á opinberum vett- vangi, en finn mig til knúinn af afli sem lætur mig ekki í friði. Dauði Jóns Páls hryggði mig á sínum tíma. Myndin af hinum glæsi- lega, hjartahreina fullhuga, lýsir enn í hugskoti okkar. í sjónvarpsauglýsingu hélt hann mjólkurfernu hátt á loft af því að honum var borgað fyrir að taka þátt í áróðri undir yfirskriftinni mjólk er góð. Þetta varð kveikjan að því að ég ritaði framkvæmdastjóra MS bréf iReykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500f j Akureyri: Lónsbakka - Sími 96-11070 j karatawwMM—— <ttm hið viðkvæma efni, sem glögg- lega greinir frá í þýddum kafla undir lok greinarinnar, sem hér birt- ist. Sá kafli var mér ekki handbær þá, af því að henn birtist ekki fyrr en í nýútkomnu maíhefti lækna- tímarits 1995. Þekkingarinnar hafði ég aflað mér eftir öðrum til- tækum leiðum. Kurteislegt svarbréf barst mér í hendur. Vinsamlega var í málið tekið. Síðan ekki söguna meir, nema ef vera skyldi að sami aðili hafí ráðið næringarfræðing og matvælafræðing, tvær ungar kon- ur, til að skrifa grein, sem birtist í Morgunblaðinu 29. mars 1994 undir yfírskriftinni „Vinnsla mjólk- ur er nauðsynleg og ekki hættu- leg“. Sjónarmið mjólkurvinnslunnar eru þar einhliða varin eins og eftir forskrift. Greinin er svo óvönduð að hún hefði betur verið óskrifuð. Dauðagildran stóð opin eftir sem áður, og trúlega hafa margir fallið I hana síðan. Þegar um svona alvar- legt mál er að tefla, á að athuga málavexti í fullri alvöru og forðast að stofna mannslífum í hættu með- an á þeirri athugun stendur. Röksemdir sem ekki hafa verið hraktar Eftirfarandi greinarkorn úr er- lendu læknatímariti gefur ástæðu til að ætla að um raunverulega hættu sé að ræða og knýr á um skjóta lausn. Það er einfaldlega ekki hægt að horfa upp á það þegj- andi að fólk gangi í dauðagildru fyrir mistök sem leiðrétta má með því að skrúfa fyrir krana. Kaflinn er tekinn upp úr læknatímaritinu Townsend Letter for Doctors, maí- hefti 1995. Til glöggvunar hef ég sumstaðar látið frumtextann fylgja innan sviga. Það er einfaldlega ekki hægt að horfa upp á það þegjandi, segir Ulfur Ragnarsson, að fólk gangi í dauðagildru fyrir mistök sem leiðrétta má. Hættur tengdar kúamjólk (The Dangers of Cow’s Milk) Útdráttur gerður af Julie Klotter (þýð. Ú. R). Auglýsingar hafa gert mikið til að sannfæra okkur um að mjólk sé nærandi og mikilvægur þáttur við- urværis okkar. Flest höfum við alist upp við að hugsa um mjólk sem hina fullkomnu fæðu. Raunveru- leikinn er sá að kúamjólk, einkum unnin kúamjólk, hefur tengst ýms- um heilbrigðisvandamálum. Sumir foreldrar hafa komist að því af eigin raun, að kúamjólk eyk- ur slímmyndun og stuðlar að því að ofnæmi myndist. Færri vita að mjólkin getur komið við sögu í sam- bandi við lækkun blóðrauða og ákveðna tegund sykursýki sem sum börn verða fyrir. The American Academy of Pe- diatrics (Lauslega þýtt:„Ameríska barnalækningastofnununin") varar við að gefa börnum yngri en eins árs óblandaða kúamjólk af því að hún getur valdið blóðmissi frá melt- ingarveginum. Rannsóknir í ýmsum löndum benda til tengsla milli neyslu kúamjólkur og sérstakrar tegundar sykursýki (insulin- dependant diabetes) sem oft kemur fram í börnum. Svo er að sjá sem prótínin í kúa- mjólkinni örvi líkam- ann til að mynda mót- efni. Þessi mótefni (antibodies) ráðast ekki aðeins gegn prót- íninu. Þau skemma líka frumur í briskirtl- inum sem framleiða insúlín. Gerilsneyðing mjólk- ur skerðir innihald mjólkurinnar af bæti- efnum, steinefnum og efnaskiptahvötum (en- símum), þannig að ófullkomin fæða verður enn ófullkomnari næring fyr- ir böm. Hlálegt er að gerilsneyðingin drepur ekki aðeins gerla, heldur eyðileggur samhliða náttúrleg vam- arefni gegn sýklum, sem í mjólkinni em. Það em ekki aðeins börnin sem orðið geta fyrir skaðlegum áhrifum unninnar kúamjólkur. Kurt A. Osl- er, MD, fyrmm yfirlæknir hjarta- deildar Park City Hospital, Bridge- port, Connecticut, U.S.A., álítur að xanthin oxidasi (XO), hvati sem fínnst í mjólkurfítu, lirindi af stað yfír 50% allra hjartasjúkdóma. (orð- rétt: „initiates over 50% of all heart disease.") Fitusprenging sem splundrar mjókurfitu í örsmáar kúl- ur, greiðir fýrir að XO frásogist gegnum gamaveggina inn í blóðrás- ina. Vitað er að þessi hvati eyðilegg- ur plasmalogen, sem er nærfellt þriðji hluti frumuhimnunnar í slag- æðum. (á ensku :„This enzyme is known to destroy plasmalogen, which makes up nearly a third of an arterial cell membrane") XO er venjulega að finna í lifur og mjó- girni mannslíkamans, þar sem plasmalogen fyrirfínnst ekki að öllu eðlilegu. En við rannsóknir hefur X0 fundist á sjúkum svæðum hjarta og slagæðaveggja hjá fólki sem orð- ið hefur fyrir hjartaáfalli. Hjartasér- fræðinguririn Kurt Oster og dr. Ron- ald J. Ross notuðu mótefni (antibodi- es) til að sýna fram á að XO sem þarna fannst í vefjum hjarta og æða kom úr kúanrjólk, en ekki úr iíkama sjúklingsins sjálfs. Aðeins fitu- sprengd mjólk, en ekki hrámjólk, greiðir XO veg inn í blóðrásina. Oster og samstarfs- hópur hans hafa rann- sakað samhengið milli fitusprengdrar mjólkur og hjartasjúkdóma áratugum saman. (Sagan af því er sögð í „The XO Fact- or“, bók gefín út af Park City Press, 200 Park Ave. , Suite 5012, New York. NY 10017, USA. ) Eftirmáli Þarna er dauðagildra, sem hefur staðið of lengi opin. Alltof margir hafa í hana fallið. Ekki hefur verið vakin nægileg athygli á hættunni. Þvert á móti hafa vaðið uppi vill- andi auglýsingar um gæði fitu- sprengdrar mjólkur. Hver kannast ekki við vígorðið mjólk erjróð sem hefur sefjað landslýðinn árum sam- an ti! blindrar trúar á ósannað ágæti vöru sem í boði er. Skaðinn gæti verið drjúgum meiri en sem svarar öllum banaslysum í umferðinni, auk þess sem óheyrilegur tilkostnaður kann að hafa hlotist af í heilbrigðis- kerfinu, sem hefði mátt spara með því að skrúfa fyrir krana. Þess ber þó að gæta, að margir þættir eru samverkandi, svo sem reykingar, hreyfingarleysi, streita, ofát og- neysla óheppilegra tegunda af fítu, ekki síst „transfitu" sem kemur fram við herslu á olíum, jurtaolíum ekki síður en öðrum. Transfitur fyrirfinnast í öllum tegundum smjörlíkis, einnig þeim, sem sér- staklega eru auglýstar sem „góðar fyrir hjartað“. Smjörið er það sem blívur. Það er náttúrleg fæða, sem að skaðlausu má neyta í hófi. Að síðustu eitt heilræði: Varið ykkur á lævíslegum auglýsingum! Höfundur er læknir. Úlfur Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.