Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Atvinna er mannréttindi ATVINNUUPPBYGGING þolir enga bið því atvinnuleysi er mein- semd sem grefur undan þjóðfélag- inu og því óverjandi í upplýstu samfélagi. Uppskera langvinns atvinnuleysis er sjúkt samfélag þar sem lífsafkoma fjölda heimila er í húfi. Nú stefnir í það á ís- landi að fólk á besta aldri geti ekki framfleytt sér og sínum en þurfi í þess stað að treysta á opin- berar bótagreiðslur vegna lágra launa og atvinnuleysis. Ungt fólk sem hefur lagt á sig langskólanám bæði hér heima og erlendis eygir nú litla von um atvinnu hér heima og á oft takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta. Landflóttinn í atvinnuleysinu á sjöunda áratugnum þegar fólk flutti í stórum stíl til Ástralíu og Svíþjóðar má aldrei endurtaka sig því að íslenska þjóðin er fámenn og mun í framtíðinni líða fyrir slíka blóðtöku. Við þurfum því að spyrna við fótum og skapa hér líf- vænlegt þjóðfélag svo hver vinnuf- ús hönd geti lagt sitt af mörkum. ísland er fámennt land miðað við erlendar stórþjóðir, aðeins kvart milljón, og því fáránlegt að telja að atvinnuleysi sé óumflýjanlegt. Ein meginorsök þess að framleiðni og afköst fyrirtækja er lág má rekja til lélegrar stjómunar sem ber þess merki að tjaldað hafi verið til einnar nætur og að ekki sé lengur hirt um verkmenntun og starfsreynslu né þetta metið til launa. Tíð mannaskipti vegna upp- sagna eða þegar hluti starfsfólks er ráðinn aftur oft á lægri launum en umsvif, yfirbygging, risna og fríðindi yfirmanna í fílabeinsturn- um helst óbreytt. En verum minn- ug þess að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Sérhver vinnustaður og framleiðslufyrir- tæki er ein heild þar sem þarf að ríkja eining innan- dyra. Atvinnurekend- ur og forstöðumenn opinberra stofnana þurfa að sýna sann- girni og heilindi bæði í viðskiptum og eins í samskiptum við starfsfólk sitt og láta það njóta þess þegar vel gengur. Slagorðin, veljum íslenskt! hljóma hjáróma njóti viðkomandi fyrirtæki ekki jafnframt trausts og velvildar almenn- ings sem er stærsti neytendahópur á ís- landi. Atvinnuöryggi er ekkert hjá al- mennu launafólki og nýtur það þó engra vildarkjara af þeim sökum. Hér er vegið að heimilum í landinu því að uppsagnir í nafni svokall- aðrar hagræðingar bitna oftast á láglaunafólki. Hinn almenni launa- maður á ekki rétt á biðlaunum né bíða hans önnur störf. Iðnaður og verslun hafa dregist saman og verður þetta keðjuverkandi því neysla heimilanna dregst einnig saman vegna víðtæks atvinnuleys- is. Þá er gripið til þess ráðs að segja þeim lægst launuðu upp, þolendur þess eru oftast konur. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni, því niðurskurður- inn nær ekki til launa yfirmanna né fríðinda en þar má ekki hrófla við neinu. Starfsfólk sem eftir er hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun verður að bæta á sig störf- um hinna. Kannanir sýna að þetta hefur í för með sér aukið vinnuá- lag, aukna yfirvinnu og hærri slys- atíðni hjá þeim sem eftir eru. Þar sem ekki ríkir gagnkvæmt traust verður starfsfólk óöruggt um sinn hag sem leiðir af sér streitu, og rýrari afköst. Þannig hagræðing leiðir ekki til hagsældar fyrir þjóðarbúið. Hjá opin- berum stofnunum er ávinningurinn enginn því ríkið er einnig greiðandi atvinnu- leysisbóta. Koma þarf á fót atvinnumálaráðuneyti sem fyrst sem yrði hluti af iðnaðar- eða víðskiptaráðuneytinu og því falið það hlut- verk að vinna úr upp- lýsingum á sviði at- vinnumála og reyni að sjá fyrir þróun á þeim vettvangi. Einnig sé skipað í nokkurs konar atvinnuráð, þar sem verkalýðsfé- lögin ættu einnig sína fulltrúa og þess sé gætt að tollur á hráefni til iðnaðar verði aldrei hlutfalls- lega hærri en tollur á sambærileg- um innfluttum fullunnum vörum. Einnig þarf að vera hægt að grípa inn í áður en allt er komið í óefni. Iðnaður og atvinnumál hafa verið olnbogabörn þjóðarinnar. Til að iðnaður njóti hagsældar þarf þekk- ing genginna kynslóða að ganga mann fram af manni. Atvinnumiðlun sé rekin á veg- um ríkis og sveitafélaga og stað- sett þar sem atvinnulausir mæta til skráningar. Auglýsa ber strax stöður sem losna hjá opinberum stofnunum til að hamla því að ráðnir séu vinir og venslamenn til bráðabirgða og síðan af sýndar- mennsku störfin auglýst síðar. Jafna þarf laun í landinu og láta koma upp á yfirborðið fríðindi og aðrar launagreiðslur svo sem í formi óunninnar yfirvinnu. Starfs- menn ríkis og Reykjavíkurborgar séu ekki í mörgum launuðum störfum án sýnilegrar viðveru- Almennur launamaður á ekki rétt á biðlaunum, segir Stefanía Eyjólfs- dóttir, né bíða hans önnur störf. skyldu. Slíkt á ekki að líðast hjá opinberum stofnunum því að hér á landi er nóg af hæfu vel mennt- uðu fólki á atvinnuleysisskrá. Leita þarf nýrra atvinnutækifær íslendingar eru vel menntuð þjóð. Það þarf að kynna betur er- lendis það sem landið hefur upp á að bjóða. Við eigum raforku og hæft, vel menntað vinnuafl og þörfnumst þess að fá iðnað inn í landið sem skapar atvinnu til lengri tíma. Hafna ber þeirri stefnu að selja orkuna úr landi því að íslendingar lifa ekki á loftinu einu saman þótt það sé heilnæm- asta loft í heimi. Hér heima má fullvinna hráefni bæði til sjávar og sveita og selja á erlenda neytendamarkaði kjöt- vörur, osta, jógurt og vatn og kynna sem heilnæmar heilsuvörur. Einnig vistvænar villtar jurtir í heilsu- og snyrtivörur og kynna þessar afurðir sem ómengaðar eðalvörur, lausar við skordýraeit- ur, súrt regn og mengun. I landinu eru margir lítt nýttir glæsilegir heimavistarskólar, þar sem grunn- skólar í heimabyggð hafa tekið við þessum nemendum en víða í skóla- húsnæði þessu er nú í sveitum landsins starfrækt hótel á sumrin. í samvinnu við þau má reisa litla heilsugarða fyrir erlenda ríkis- borgara og bjóða upp á megrunar- kúra og lífrænt ræktað heiisufæði Stefanía Eyjólfsdóttir Vinnuskóli á breyttum tímum SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn hafa verið stóryrtir í garð Reykjavíkurlistans vegna breytinga á vinnutíma Vinnuskóla Reykjavík- ur. Þeir hafa ásakað okkur um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og að við séum að skaða félagslegar aðstæður og fjárhag reykvískra fjölskyldna svo eitthvað sé nefnt af ummælum þeirra. Þetta eru auðvitað fjarstæðukenndar, rangar og ósanngjamar ásakanir. í stað átta vikna sumarvinnu fá unglingamir nú sex vikna vinnu og daglegur vinnutími 14 ára unglinga styttist úr fjórum tímum í 3,5 tíma á dag og 15 ára unglingar fá 7 tíma vinnu í stað 8 tíma. Skerðing á heildarlaunum unglinganna í Reykjavík er ekki meiri en svo að nú verða þeir með svipuð laun og gerist og gengur meðal unglinga í nágrannasveitarfélögunum. En reykvískir unglingar hafa til þessa verið með mun hærri laun en jafn- aldrar þeirra í sveitarfélögunum í kringum okkur. Aðgerðaleysi sjálfstæðismanna Getuleysi sjálfstæðismanna í borgarstjóm og ríkisstjórn síðast liðin ár í atvinnumálum hefur orðið þess valdandi að atvinnuleysi hefur aukist mjög í Reykjavík. Er nú svo komið að um 3.300 manns em atvinnulaus- ir í borginni. Reykja- víkurlistinn vill taka á þessum vanda af fullri ábyrgð og leggja sitt af mörkum til að skapa fleiri störf í Reykjavík. Er meðal annars verið að stofna Atvinnu- og ferðamálastofu Reykja- víkur sem er að taka til starfa um þessar mund- ir, efla stuðning við fólk með viðskiptahug- myndir og átaksverk- efni eru að fara af stað. Þessum verkefnum hef- ur ekki verið sinnt af fyrri valdhöf- um í borginni. Dregið úr lántöku Erfið mál krefjast oft óvinsælla ákvarðana og það er hluti af ábyrgri pólitík að velja og hafna. Reykjavík- urlistinn hefur valið að styðja mark- visst við bakið á ungu atvinnulausu fólki á aldrinum 16-25 ára. Alls eru það 830 einstaklingar á aldrinum 16-25 ára sem eru atvinnulausir í Reykjavík en það eru 24% af öllum atvinnuláusum í borginni. Það er fyrst og fremst þetta fólk sem þarfnast aðgerða og stuðnings og það strax. Vinnumiðlun Reykjavík- ur og íþrótta- og tóm- stundaráð hafa þegar tekið upp aukið sam- starf til að bæta at- vinnuástand þessa fólks með átaksverk- efnum, námskeiðum, upplýsingastreymi, áhugasviðskönnunum o.fl. Ég tel það mikil- vægara að styðja við bakið á atvinnulausu fólki en að tryggja 14 og 15 ára unglingum fulla vinnu í sumar. Vissulega væri hægt að feta í fótspor sjálf- stæðismanna og taka lán til að koma sér hjá óvinsælum ákvörðun- um og láta unglingana borga síðar meir þegar þeir eldast. Reykjavíkur- Ég tel það mikilvægara að styðja við bakið á atvinnulausu fólki, segir Hulda Ólafsdóttir, en að tryggja 14 og 15 ára unglingum fulla vinnu í sumar. listinn ákvað að forgangsraða upp á nýtt, spara og hagræða. Enn betri Vinnuskóli Eitt fyrsta atriði við endurskoðun á starfsreglum Vinnuskólans var að átta sig á því hvaða kröfur ætti að setja til skólans og eftir hvaða hugmyndafræði skólinn starfar. Fjárframlög borgarinnar til Vinnu- skólans voru skert úr 176 milljónum í 130 milljónir. Til þess að dæmið gengi upp var hagrætt í Vinnuskól- anum, vinnutími unglinganna stytt- ur en fræðsla aukin og kröfur til leiðbeinenda auknar. Vinnuskólinn mun raunverulega standa undir nafni sem skóli, einn dagur í viku verður notaður fyrir fræðslu. Fræðsludagskráin hefur fengið nafnið „Reykjavík - borgin mín“ og verður víða komið við um menn- ingu og sögu Reykjavíkur o.fl. Reykjavíkurlistinn styður við bakið á unglingum og fjölskyldum þeirra þótt dregið hafi verið úr vinnu unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Skólinn hefur verið ágætlega rekinn í mörg ár en við teljum að nú verði hann enn betri með aukinni áherslu á markvisst fræðslu- og uppeldisstarf með góð- um leiðbeinendum. Það verður spennandi að fylgjast með viðbrögð- um unglinganna á þessu nýja fyrir- komulagi ekki síst með tilliti til fræðslunnar, en starfið verður að sjálfsögðu endurskoðað í ljósi reynslunnar. Vindhögg íhaldsins Upphlaup sjálfstæðismanna vegna vinnuskólans er bara enn eitt dæmið um ráðaleysi þeirra yfir því að vera í minnihluta og vilja- leysi þeirra til samstarfs við Reykja- víkurlistann um góð mál og ábyrga pólitík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og á sæti í stjórn Vinnuskólans og atvinnumálancfnd Reykjavíkur. Hulda Ólafsdóttir auk ýmiss konar meðferðar jafn- vel heilsuferðaþjónustu í samvinnu við Bláa lónið með sérhæfíngu í smærri læknisaðgerðum og þann- ig skapa í landinu aukna atvinnu og gjaldeyristekjur. Hitastig hefur farið hækkandi víða í heiminum. Við þurfum því að gera langtíma- áætlun af raunsæi og reyna að sjá fyrir þessa þróun. ísland er auðugt af náttúruperlum og hingað mun erlent efnafólk sækja í auknum mæli til hvíldar og hressingar í svalara loftslag. Við þurfum að vera í stakk búin til að mæta þeirri eftirspurn. Stytting vinnutímans Til að minnka atvinnuleysið hafa margar þjóðir í Evrópu gripið til þess ráðs að stytta vinnutímann um 1-2 vinnustundir á dag án þess að lækka launin. Þessu úr- ræði mætti beita hér þar sem vinnulaun eru allt of lág hjá þorra íslenskra starfsstétta, enda hafa verkalýðsfélögin verið lítils megn- ug, múlbundin vegna vísitöluvægis launa. Þetta mætti bæta með því að hluti fólks ynni til skiptis frá 8- 15 en annar hluti starfsfólks frá 10 til 17, skipt væri um vaktir vikulega eða starfsmenn veldu sjálfir annan hvorn tímann. Kröfur væru settar um viðveru allra starfsmanna og það gildi einnig um yfirmenn. Starfsfólk gæti þá sinnt einkaerindum í eigin frítíma eins og að fara í banka, klippingu og þess háttar, en með sveigjan- legum styttri vinnutíma skapast betri nýting vinnuafls og störf fyrir fleiri. Hjá ríki og sveitarfélögum þarf að fjölga hlutastörfum. Fyrir flest ung böm á leikskólaaldri er nóg að vera í 4-5 tíma pössun og lengja þarf jafnframt fæðingarorlofið í 9- 12 mánuði. Æskilegt er að fólk geti í aukn- um mæli farið á eftirlaun 62-65 ára. Þetta ákvæði gildir nú þegar hjá nokkrum starfstéttum hér á landi. Starfsmenn sem hafa kosið að fara á eftirlaun snemma ættu ekki að fá að ganga í önnur störf hjá ríkinu eða Reykjavíkurborg jafnframt því að fá greidd full eftirlaun. Afnema þarf áhrif launahækk- ana á vísitölutryggingu lána og stefna þarf að því að hér á landi verði aðeins einn öflugur sameig- inlegur lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Fólk getur verið meðlimir í allt að tíu lífeyrissjóðum og því erfitt að hafa heildarsýn yfir áunnin líf- eyrisréttindi, enda verður lífeyrir- inn hjá mörgum rýr þar sem ærinn kostnaður fer í að gera út alla þessa sjóði. Betra ísland þar sem verkin eru besti minnisvarðinn Atvinnuleysi er þjóðfélagsböl sem leiðir af sér upplausn fjöl- skyldna. Engin þjóð heldur sjálf- stæði sínu og reisn án landsvæðis og þeirra frumþarfa að heilbrigt fólk sé bjargálna. íslendingar eru harðir af sér eins og íslenski hest- urinn og hafa þurft á því að halda til að lifa af við hörð lífsskilyrði. Island má ekki verða útungunar- stöð fyrir ríkari þjóðir heims þar sem hæfasta fólkið flyst út vegna einhæfni og þröngsýni misvitra landsfeðra sem ráðið hafa ferð- inni. íslendingar eiga atgervisfólk sem skarar fram úr á sviði vís- inda, hugvits, verkmenntunar og íþrótta. Þetta á þjóðin að nýta sér á heimavelli. Sérhver hlekkur er þýðingarmikill, því þjóðin sem hyggir þetta land er dýrmætasta auðlindin. Landsmenn og nýkjörin ríkisstjórn þeirra bera vonandi gæfu til að vinna saman af heilind- um til hagsældar fyrir land og þjóð og sýna samhug og dug í verki. Höfundur er útvinnandi húsmóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.