Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nú á kynninqarverði! EXCLUSIVE 1400W 'FUTURA 1300W meb 6 föídu míkrófiiterkerfí. Kynningarverb kr. 13.600 eba kr. 12.920 stgr. Vib bjóbum nú þessar glæsilegu og vöndubu ryk- sugur frá einum stærsta og virtasta framleibanda Þýskalands á sérstöku kynningarverbi. EIO ryksugurnar erv tæknilega fullkomnar, lágvserar, með stillan- legum sogkrafti og mikrófilterkerfisem hreinsar burt smæstu rykagnir. Soghausinn er á hjólum, svo þab er leikandi létt ab ryksugal* meb 6 földu míkrófílterkerfi. Kynningarverb kr. 15.700 eba kr. 14.915 stgr. EXCLUS1VE PREMIER 1300W meb 5 földu míkrófílterkerfi. Kynningarverb kr. 9.400 eba kr. 8.930 stgr. * EXCLUSIVE og FUTURA PREMIER Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 © 562 2901 og 562 2900 BJARNI Hinriksson: Úr myndasögunni „Ég þoli ekki John Wayne“. Draumheimar myndasögunnar MYNPLIST Listasafn Reykjavík- ur — Kjarvalsstaöir TEIKNIMYNDASÖGUR Bjami Hinriksson Opið alla daga kl. 10-18 til 5. júní. Aðgangur (á allar sýningar) 300 kr. Sýningarskrá 500 kr. ÞAÐ kann að hljóma undarlega í eyrum margra, en með nokkrum rétti má halda því fram að mynda- sagan sé einn þeirra miðla myndlist- arinnar, sem lengst hefur fylgt nor- rænum þjóðum. í sögum okkar greinir oft frá listfengum veggtjöld- um sem skreyttu hýbýli höfðingja, og Bayeux-refillinn frá 11. öld hef- ur löngum verið nefndur sem eitt besta dæmi þeirrar sagnahefðar, sem sameinar hvoru tveggja í einum stað, bókmenntir og myndlist, sem er um leið höfuðeinkenni mynda- sögunnar. Þetta tvíeðli hefur verið undir- staða gífurlegra vinsælda mynda- sögunnar víða um lönd á þessari öld, og er einfaldast að benda til Japan, Belgíu og Frakklands í því sambandi. Meðal íslendinga hefur þessi listmiðill hins vegar átt erfitt uppdráttar, þó ýmsir hafi komið þar að; t.d. er sagan af Dimmalimm sem Muggur gerði á þriðja áratugnum að líkindum fyrsta myndasagan í íslenskri nútímalist. Vinsældir þeirrar útgáfu var undantekning; myndasagan hefur ekki notið virð- ingar sem bókmenntaverk (e.t.v. vegna myndanna) og ekki heldur náð að hasla sér völl innan mynd- listarinnar, e.t.v. vegna frásagnar- innar og tímaraðarinnar sem ein- kennir hana umfram aðra myndlist. A þessu hefur smám saman orðið breyting undanfarin ár, fyrst og fremst fyrir atbeina dugmikilla ungra myndlistarmanna, sem hafa hrifist af forminu og leitast við að hefja það til vegs. Jafnframt hafa sést þess ýmis merki að listheimur- inn hafi tekið miðilinn í sátt; Lista- safn Reykjavíkur hefur þar gengið lengst, m.a. með stórri fransk-ís- lenskri sýningu á myndasögum sem haldin var 1992, og nú með einka- sýningu á nokkrum teiknimyndasög- um frá hendi Bjarna Hinrikssonar. Bjarni hefur verið í fararbroddi í þessari þróun, enda mun hann eini listamaðurinn hér á landi sem hefur stundað sérnám á þessu sviði, en þá menntun sótti hann til Frakk- lands undir lok síðasta áratugar. Að öðrum ólöstuðum átti Bjarni einna drýgstan þátt í útgáfu myndablaðsins Gisp! (Guðdómleg innri spenna og pína) sem kom út á árunum 1990-92 og var helgað teiknimyndasögunni; sú útgáfa náði hámarki í sýningarskrá frönsk-ís- lensku sýningarinnar 1992, en hef- ur legið í dvala síðan. Er vonandi að þar sé um hlé að ræða fremur en endalok, því myndasagan þarf sinn vettvang ekki síður en önnur myndlist. Á sýningunni á vesturgangi Kjarvalsstaða getur að líta ýmsar stuttar teiknimyndasögur frá hendi Bjarna. Nokkrar þeirra hafa birst áður í dagblöðum eða tímaritum, en aðrar eru óbirtar. Sú staðreynd leiðir hugann að eðli miðilsins, því þó gaman sé að skoða myndirnar sjálfar er ljóst að þær eru gerðar fyrir annan vettvang, þ.e. hið prent- aða blað; sýning af þessu tagi getur aldrei komið í stað þeirrar útgáfu- starfsemi, sem er myndasögunum nauðsynleg. Þetta kemur berlega í ljós þegar sýningarskráin er skoðuð, því hún er afar virkur hluti sýningarinnar, en ekki aðeins skreyting eða minja- gripur um hana. Þar er að finna prentun á tveimur myndasögum, dæmi um ramma úr öðrum sögum og afar fróðlega greiningu og um- fjöllum um verk Bjama sem Jón Karl Helgason hefur ritað. Það er ef til vill besti vitnisburður áður- nefnds tvíeðlis myndasögunnar, að hér skrifar ekki listfræðingur held- ur annar nýráðinna ritstjóra tíma- ritsins Skírnis; hann leggur ekki síst út frá menningarlegum tilvísun- um í verkum Bjarna, hvort sem þær eiga uppruna sinn í bókmenntum eða myndlist. Þær teiknimyndasögur sem Bjarni sýnir hér eru af ýmsum toga, og má þar m.a. nefna stuttar sögur af „Mímí og Mána“ sem geyma skemmtilegar ábendingar um þver- sagnir mannlegs eðlis; hið sama gildir um sögurnar „Osýnileg“, „Mömmuskór“ og „Ég þoli ekki John Wayne“, þar sem viðbrögðin eru ekki endilega byggð á grunni skynseminnar. í þessum sögum koma vel fram ýmis séreinkenni Bjarna sem teikn- ara. Má þar nefna persónugerðina, þröngt myndsviðið, sem gjarna er sveigt til að loka því enn frekar, hina þöglu myndrafnma sem oft skipta miklu fyrir frásögnina, og loks fjölbreytt og oft óvenjuleg sjón- arhorn, þar sem myndefnið er sýnt að ofan, frá hlið, í útjaðri mynd- anna o.s.frv. Þetta síðastnefnda verður til þess að lesandinn/áhorf- andinn fær fremur á tilfinninguna að hann fái aðeins fyrir náð að fylgj- ast með úr felum, fremur en að hann sé í heiðurssæti, eins og al- gengast er um myndasögur. Skemmtilegustu verkin á sýning- unni eru úr draumaheimi lista- mannsins. Hann nefnir nokkrar sögur sínar „Mig dreymdi ...“, og hér ber hæst Barokkborgina, sem er ný saga frá hendi Bjarna. Þarna birtist minnimáttarkennd okkar ís- lendinga gagnvart menningarþjóð- um Evrópu ljóslifandi. Ferðalangar um landið sjá skyndilega ríkulega menningarborg við einhvem fjörð- inn á útnára veraldar, þar sem ekk- ert á að vera; hér standa frægar kirkjur við hlið kaupfélagsins, glæstar hallir andspænis frystihús- inu og nútíminn (í líki MacDonalds- veitingastaðar) reynir að laga sig að hinni tignarlegu borgarmynd. Hugmyndir um tékkneskrar teng- ingar við íslenska menningarsögu gerir þennan draum enn kostulegri en ella. Hér er á ferðinni áhugaverð sýn- ing á skemmtilegum þætti íslenskr- ar myndlistar, sem vert er að benda fólki á að láta ekki fram hjá sér fara. Undanfarin misseri hefur Listasafn Reykjavíkur haft for- göngu um sýningar á ýmsum list- greinum, sem ekki eru í miðjum straumi myndlistarinnar, og er þessi sýning hluti af því starfi. í fámenninu getur verið erfitt að finna tilverugrundvöll fyrir þennan listmiðil ekki síður en aðra, og því gefa sýningar af þessu tagi fólki nauðsynlegt tækifæri til að fylgjast með því sem áhugamenn um teikni- myndasögur eru þó að fást við. Eiríkur Þorláksson JuiAraJMÍMÍf ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 óaÝm'-' ík. kkinn t u ekki af maíbókunum! DÚF6N Bækurmánaðarinssamanípakka 2.120,- Saga mánaðarins ekki mmfal.n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.