Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter KONUR hafa orðið tíðari gestir á ráðherraráðsfundum ESB með inngöngu Finnlands og Svíþjóðar. Hér brosa utanríkisráðherrar landanna, Lena Hjelm-Wallén (t.v.) og Taija Halonen, sínu breið- asta á fundi utanríkisráðherra sambandsins í Brussel í gær. Samningurínn við Rússland frystur ’ussel. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópu- sambandsins samþykktu á fundi sín- um í Brussel í gær að fresta gildis- töku viðskiptasamnings við Rússland í að minnsta kosti tvær vikur, til að þrýsta á um vopnahlé í Tsjetsjníu. Samningurinn verður tekinn aftur á dagskrá ráðherraráðsins 12. júní. Frestun samningsins hefur meiri táknræna þýðingu en ella vegna þess að samningur við Úkraínu var stað- festur á fundinum. Tillögur um opnari fundi Fjölmörg önnur mál voru á dag- skrá fundarins. Ráðherrarnir ræddu meðal annars tillögur Dana og Svía um að opna ráðherraráðsfundi sam- bandsins í auknum mæli, þannig að fjölmiðlar og almenningur geti fylgzt með umræðum. Mikið af umræðum ráðherranna snerist um ytri málefni sambandsins, til dæmis tengslin við Austur-Evr- ópu, undirbúning ráðstefnu með Mið- jarðarhafsríkjum í Barcelona í nóv- ember, gerð viðskiptasamninga við ísrael, Marokkó og Egyptaland og fjármögnun þróunaraðstoðar ESB. Ekki samkomulag við Kanada Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdastjóm ESB, útskýrði fyrir ráðherrunum hugsanleg áhrif bíla- viðskiptastríðs Japans og Bandaríkj- anna. Þá ræddu ráðherrarnir kröfur Kanadamanna um tímabundið sam- komulag tollfrjálsan kvóta fyrir prentað mál. Kanadamenn krefjast slíks samnings til að bæta upp missi viðskiptakjara vegna inngöngu þriggja EFTA-ríkja í ESB. Ráðherr- arnir tóku ekki ákvörðun í málinu, einkum vegna andstöðu Ítalíu, sem á í deilu við Kanada vegna pastainn- flutnings. Ráðherraráðið fær húsaskjól NÝ BYGGING ráðherraráðs Evr- ópusambandsins var formlega tekin í notkun í Brussel í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem ráð- herraráðið hefur yfir eigin bygg- ingu að ráða. Byggingin verður i notkun átta mánuði á ári og þar verða allir fundir ESB-ráð- herra haldnir auk nær daglegra funda embættismanna. Þá verð- ur 2.500 manna skrifstofulið ráð- herraráðsins hýst í byggingunni og rými er fyrir allt að þúsund blaðamenn. Byggingin, sem er grábleik að lit og klædd graníti, er tíu hæðir óg var sex ár í bygg- ingu. Hún kostaði 13,5 milljarða franka og afhenti belgíska stjórnin ESB lyklana að henni í gær gegn táknrænni greiðslu, einni ECU-mynt. Á myndinni má sjá Herve de Charette, utanríkis- ráðherra Frakka, sem vígði bygginguna. Væntanlegum aðildar- ríkjum boðið til Cannes • JACQUES Chirac, forseti Frakklands og forseti leiðtoga- ráðs ESB, hefur ákveðið að bjóða ellefu ríkjuin, sem sýnt hafa áhuga á aðild að Evrópusambandinu, til leiðtogafundar sambandsins í Cannes í næsta mánuði. Ríkin eru Kýpur, Malta, Pólland, Ungverja- land, Búlgaria, Tékkland, Slóvak- ía, Rúmenía, Litháen, Eistland og Lettland. Þetta er í fyrsta sinn sem Miðjarðarhafs- og Eystrasaltsrík- in eru boðin á leiðtogafund ESB. • UTANRÍKISRÁÐHERRAR ESB samþykktu í gær gerð bráða- birgðasamkomulags um efnahags- samstarf og -aðstoð við Ukraínu. Sljórnvöld í Úkraínu fá um sjö mil(jarða króna lán gegn því að loka Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu fyrir aldamót, SUZIJKIBALINO Nýr hágœða japanskur fjölskyldubíll Verðfrá kr. 1.089.000 3jadyraGL 1.3 BALENO - Afl og öryggi $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SlMI: 568 5100 Skattframtal lögaðila: SkilajGrestur rennur út þann 31. maí Síðasti skiladagur skattframtals lögaðila er 31. maí. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RÍKISSKATTSTJÓRI ákomið á gólf fyrir kr. 21.488, - stgr. pr. hverja íbúð Það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigahúsið. Verðið að ofan er dæmi um kostnað á hverja ibúð i 8-íbúða stigahúsi fyrir 71 fm af Quattro-stigateppi ákomið á gólfið. Nýtt og slitsterkt u W _ ■ ■ W m Vk teppi a stigahusið QLJ/VTTRO-stigahúsateppin hafa svo sannarlega slegið í gegn hérlendis og sannað gildi sitt. Teppabúðin hefur lagt um 15.000 fermetra af þessum sígildu og fallegu álagsteppum hérlendis á stigahús, verslanir og skrifstofur. QLI/VTTRO-teppin eru einstök að því leyti að þau má þrífa með klór til að ná úr þeim blettum. Þau eru mjög slitsterk, með þéttri lykkjuáferð og fást í 15 hentugum og fallegum litum. Við bjóðum Leitið tilboða yður að kostnaðariausu. góð greiðslukjör, og mánaðar- Við mastum, sníðum og leggjum — fljótt og vel. Önnumst afrif og afborganir fyrir hverja íbúð fara TEPPABIJÐTN alit niður i förgun gamaita 1600 kr. , SUÐURLANDSBRAUT 26 - Símar: 568-1950 og 581-4850 teppa ef óskað er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.