Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 17

Morgunblaðið - 30.05.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter KONUR hafa orðið tíðari gestir á ráðherraráðsfundum ESB með inngöngu Finnlands og Svíþjóðar. Hér brosa utanríkisráðherrar landanna, Lena Hjelm-Wallén (t.v.) og Taija Halonen, sínu breið- asta á fundi utanríkisráðherra sambandsins í Brussel í gær. Samningurínn við Rússland frystur ’ussel. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópu- sambandsins samþykktu á fundi sín- um í Brussel í gær að fresta gildis- töku viðskiptasamnings við Rússland í að minnsta kosti tvær vikur, til að þrýsta á um vopnahlé í Tsjetsjníu. Samningurinn verður tekinn aftur á dagskrá ráðherraráðsins 12. júní. Frestun samningsins hefur meiri táknræna þýðingu en ella vegna þess að samningur við Úkraínu var stað- festur á fundinum. Tillögur um opnari fundi Fjölmörg önnur mál voru á dag- skrá fundarins. Ráðherrarnir ræddu meðal annars tillögur Dana og Svía um að opna ráðherraráðsfundi sam- bandsins í auknum mæli, þannig að fjölmiðlar og almenningur geti fylgzt með umræðum. Mikið af umræðum ráðherranna snerist um ytri málefni sambandsins, til dæmis tengslin við Austur-Evr- ópu, undirbúning ráðstefnu með Mið- jarðarhafsríkjum í Barcelona í nóv- ember, gerð viðskiptasamninga við ísrael, Marokkó og Egyptaland og fjármögnun þróunaraðstoðar ESB. Ekki samkomulag við Kanada Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdastjóm ESB, útskýrði fyrir ráðherrunum hugsanleg áhrif bíla- viðskiptastríðs Japans og Bandaríkj- anna. Þá ræddu ráðherrarnir kröfur Kanadamanna um tímabundið sam- komulag tollfrjálsan kvóta fyrir prentað mál. Kanadamenn krefjast slíks samnings til að bæta upp missi viðskiptakjara vegna inngöngu þriggja EFTA-ríkja í ESB. Ráðherr- arnir tóku ekki ákvörðun í málinu, einkum vegna andstöðu Ítalíu, sem á í deilu við Kanada vegna pastainn- flutnings. Ráðherraráðið fær húsaskjól NÝ BYGGING ráðherraráðs Evr- ópusambandsins var formlega tekin í notkun í Brussel í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem ráð- herraráðið hefur yfir eigin bygg- ingu að ráða. Byggingin verður i notkun átta mánuði á ári og þar verða allir fundir ESB-ráð- herra haldnir auk nær daglegra funda embættismanna. Þá verð- ur 2.500 manna skrifstofulið ráð- herraráðsins hýst í byggingunni og rými er fyrir allt að þúsund blaðamenn. Byggingin, sem er grábleik að lit og klædd graníti, er tíu hæðir óg var sex ár í bygg- ingu. Hún kostaði 13,5 milljarða franka og afhenti belgíska stjórnin ESB lyklana að henni í gær gegn táknrænni greiðslu, einni ECU-mynt. Á myndinni má sjá Herve de Charette, utanríkis- ráðherra Frakka, sem vígði bygginguna. Væntanlegum aðildar- ríkjum boðið til Cannes • JACQUES Chirac, forseti Frakklands og forseti leiðtoga- ráðs ESB, hefur ákveðið að bjóða ellefu ríkjuin, sem sýnt hafa áhuga á aðild að Evrópusambandinu, til leiðtogafundar sambandsins í Cannes í næsta mánuði. Ríkin eru Kýpur, Malta, Pólland, Ungverja- land, Búlgaria, Tékkland, Slóvak- ía, Rúmenía, Litháen, Eistland og Lettland. Þetta er í fyrsta sinn sem Miðjarðarhafs- og Eystrasaltsrík- in eru boðin á leiðtogafund ESB. • UTANRÍKISRÁÐHERRAR ESB samþykktu í gær gerð bráða- birgðasamkomulags um efnahags- samstarf og -aðstoð við Ukraínu. Sljórnvöld í Úkraínu fá um sjö mil(jarða króna lán gegn því að loka Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu fyrir aldamót, SUZIJKIBALINO Nýr hágœða japanskur fjölskyldubíll Verðfrá kr. 1.089.000 3jadyraGL 1.3 BALENO - Afl og öryggi $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SlMI: 568 5100 Skattframtal lögaðila: SkilajGrestur rennur út þann 31. maí Síðasti skiladagur skattframtals lögaðila er 31. maí. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RÍKISSKATTSTJÓRI ákomið á gólf fyrir kr. 21.488, - stgr. pr. hverja íbúð Það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigahúsið. Verðið að ofan er dæmi um kostnað á hverja ibúð i 8-íbúða stigahúsi fyrir 71 fm af Quattro-stigateppi ákomið á gólfið. Nýtt og slitsterkt u W _ ■ ■ W m Vk teppi a stigahusið QLJ/VTTRO-stigahúsateppin hafa svo sannarlega slegið í gegn hérlendis og sannað gildi sitt. Teppabúðin hefur lagt um 15.000 fermetra af þessum sígildu og fallegu álagsteppum hérlendis á stigahús, verslanir og skrifstofur. QLI/VTTRO-teppin eru einstök að því leyti að þau má þrífa með klór til að ná úr þeim blettum. Þau eru mjög slitsterk, með þéttri lykkjuáferð og fást í 15 hentugum og fallegum litum. Við bjóðum Leitið tilboða yður að kostnaðariausu. góð greiðslukjör, og mánaðar- Við mastum, sníðum og leggjum — fljótt og vel. Önnumst afrif og afborganir fyrir hverja íbúð fara TEPPABIJÐTN alit niður i förgun gamaita 1600 kr. , SUÐURLANDSBRAUT 26 - Símar: 568-1950 og 581-4850 teppa ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.