Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 25
LISTIR
Morgunblaðið/Silli
FRÁ söngmessunni á Húsavík
Söngmessa á Húsavík
Húsavík. Morgunblaðið.
Norræna menningarhátíðin á Spáni
Islenskur
skellihlátur
Nýjar bækur
• MANNRÉTTINDI biirnn er
yfirskrift fyrsta heftis í nýrri ritröð
Barnaheilla, sem fjalla mun um
málefni barna frá mörgum sjónar-
hornum. í þessu fyrsta riti eru birt
erindi, sem flutt voru á ráðstefnu
samtakanna um mannréttindi
barna sl. haust, þegar Barnaheill
fagnaði fimm ára afmæli sínu.
í þessu hefti eru fjórtán erindi
og greinar um mannréttindi barna,
barnavernd og viðhorf til barna.
Höfundar eru Arthur Morthens,
formaður Barnaheilla, Vigdís Finn-
bogadóttir forseti íslands - sem
varð fyrsti félagi samtakanna og
er jafnframt heiðursfélagi - Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra,
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv.
utanríkisráðherra, Lars H. Gu-
stafsson, varaformaður Barna-
heilla í Svíþjóð, Loftur Guttorms-
son, prófessor við Kennaraháskóla
íslands, Bragi Guðbrandsson, for-
stöðumaður Barnaverndarstofu,
Karl Steinar Valsson, afbrotafræð-
ingur og lögreglumaður í Reykja-
vík, Aðalsteinn Sigfússon, félags-
málastjóri í Kópavogi, dr. Guðrún
Jónsdóttir, stjórnarmaður í Stíga-
mótum, Hrefna Friðriksdóttir hér-
aðsdómslögmaður, Hrólfur Kjart-
ansson, deildarstjóri í menntamála-
ráðuneytinu og Agúst Þór Árna-
son, framkvæmdastjóri Mannrétt-
indaskrifstrofu íslands.
Mannréttindi barna má fá á
skrifstofu Barnaheilla, Sigtúni 7 í
Reykjavík, og kostar 600 krónur.
AÐ TILHLUTAN söngstjóra,
organista og sóknarprests
flutti Kirkjukór Húsavíkur há-
tíðlega söngmessu í Húsavíkur-
kirkju nýlega og var hún vel
sótt.
Flutt voru þekkt kirkjuverk
eftir innlenda og erlenda höf-
unda. Sóknarpresturinn sr. Sig-
hvatur Karlsson flutti hugvekju
og á milli tónlistaratriða las
Kristbjörg Lilja Jakobsdóttir
upp úr ritningunni.
Stjórnandi kirkjukórsilis var
Natalia Chow og undirleikari
Helgi Pétursson. Einsöngvarar
Hólmfríður Benediktsdóttir,
Natalia Chow og Matthildur Rós
Haraldsdóttir, einleikari á
klarinett var Baclay Anderson.
LEIKBRÚÐULAND sýndi Bannað
að hlæja á Norrænu menningarhá-
tíðinni á Spáni og voru sýningarn-
ar fjölsóttasta atriðið á hátíðinni
ef myndlistarsýningar eru frátald-
ar. Þess má geta að Caput-hópur-
inn lék fyrir 300-400 manns á
tónleikiim í Auditorio Nacional í
Madríd.
Dagblaðið E1 Pais birti 22. apríl
umsögn um sýningu Leikbrúðu-
lands og skrifaði m.a.:
„Það er mjög sjaldgæft að sýnd
séu barnaleikrit frá öðrum löndum
í höfuðborginni. Menningarhátíð
Norðurlanda, sem haldin er í
Madrid, Katalóníu og Valencíu um
helgina, er undantekning: þar gef-
ast tvö einstök tækifæri til að sjá
sýninguna Bannað að hlæja eftir
íslenska hópinn Leikbrúðuland,
sem sýnir í Madrid í fyrsta skipti
á 25 ára ferli sínum. Þýtt yfir á
spænsku gæti nafn leikhópsins
útlagst Land brúðanna eða Leik-
brúðuland (!!), en ekki neitt atrið-
anna (24) er sýning með (leikbrúð-
um). í Bannað að hlæja eru mögu-
leikar lýsingar notaðir af mikilli
fimi og fínleika sem leyfir lausnir
eins og þá að ein persóna verksins
er að hálfu leyti brúða (bolur og
útlimir) og að hálfu leyti mann-
eskja (höfuðið). Útkoman er fígúra
sem minnir mjög á skopmyndir
sem teknar eru á útihátíðum þar
sem andlitið virðist áfast við lík-
ama nautabana eða flamengó-
dansara. Óhætt er að segja að í
fyrsta skiptið sem fígúran kemur
fram á sviðið fara öll börnin að
hlæja og bijóta þannig bann titils-
ins. En hlátrasköllin þagna fljótt
þegar í ljós kemur að fígúran er
ljóti kallinn í sögunni. Þetta er
Loki, illgjarn guð sem vill eyði-
leggja það sem góðir félagar hans
hafa skapað: Jörðina.
Leikfléttan er byggð á fornu
norrænu ljóði sem með hjálp goð-
sögunnar segir frá sköðun heims-
ins og íbúa hans.
Fyrir utan umhverfísmál fjallar
verkið, sem er fyrir börn sex ára
og eldri um stórfengleik vinátt-
unnar og hlátursins.
Að syngja til sín ham-
ingjuna og fegurðina
TONLIST
Vídistaöakirkju
SÖNGTÓNLEIKAR
Kór Öldutúnsskóla eldri og yngri
félagar halda upp á 30 ára starfs-
afmæli kórsins. Laugardaginn
27. maí 1995.
ÞEGAR Egill Friðleifsson lítur
yfir farinn veg, sér hann hóp af
syngjandi fólki, sem á honum þökk
að gjalda fyrir góðar stundir, og
ekki minni hóp, sem vissi, að þar
sem hann og söngvarar hans fóru,
var boðið upp á góðan söng. Á
þessum vettvangi hefur hann alið
upp sitt fólk í Hafnarfirði með
þeim glæsibrag, að bergmálað
hefur um heim allan, svo að Kór
Öldutúnsskóla nýtur mestrar
frægðar þess sem Hafnfirðingar
geta státað af, þ.e. að eiga barna-
kór, sem sómir sér vel í samfélagi
slíkra kóra alls staðar að úr heim-
inum og stendur í fararbroddi ís-
lenskra barnakóra. Árangur Egils
er aðdáunarverður en líklega eru
uppeldislegu áhrifin þó merkileg-
ust, að kenna ungu fólki að syngja
til sín hamingjuna og fegurðina.
Kór Öldurtúnsskóla hóf tónleik-
ana og söng nokkra gamla vini
en einnig nýlegt lag eftir Hildi-
gunni Rúnardóttur, Maríuljóð, við
kvæði eftir Vilborgu Da^bjarts-
dóttur, fallegt og vel mótað tón-
verk, er kórinn söng mjög vel, eins
og reyndar öll hin sönglögin, þó
sérstaklega megi nefna gelíska
þjóðlagið Dagur er risinn og Senn
kemur vor, eftir Kabalevskí, þar
sem stílhreinn og agaður söngur
kórsins naut sín einkar vel.
Valgerður Andrésdóttir, fyrrum
kórfélagi, lék Ballöðu í g-moll,
eftir Chopin af töluverðri leikni
og músíkalskri innlifun. Þá tók
„Litli kór“ lagið og þá mátti heyra
hvernig sáð er fyrir góðum kór
og hversu sá sproti getur vaxið
og blómgast, sé vel vakað yfir og
hlúð að, eins og kom fram í fal-
legu lagi eftir Atla Heimi Sveins-
son, Það kom söngfugl að sunnan,
við texta eftir Þorstein Gylfason.
„Skot 92“ nefnist sönghópur sá
sem fór til Skotlands 1992 og söng
m.a. Aglepta, eftir Mellns, sem
kórinn hefur flutt víða, hlotið mik-
ið lof og verið verðlaunaður fyrir
afburða góða útfærslu þessa
vandasama nútímaverks.
Hanna Björk Guðjónsdóttir
sópransöngkona söng Vilja-ljóðið
eftir Léhár en með henni lék Ing-
unn Hildur Hauksdóttir, sem báð-
ar eru aldar upp í kór hjá Agli.
Hanna Björk er efnileg söngkona,
er hefur undanfarið stundað fram-
haldsnám í söng og söng hún
Vilja-ljóðið mjög fallega.
í Kvennakór Reykjavíkur eru
nokkrar sem sungu með Agli og
þar fór fyrir hópnum Margrét
Pálmadóttir, söngvari og stjórn-
andi Kvennakórsins og sungu þær
nokkur lög við undirleik Svönu
Víkingsdóttur. Svo nefndur
„Mömmukór", undir stjórn Bryn-
hildar Auðbjargardóttur, kom
næst fram en hún stjórnar einnig
unglingakór í Firðinum. Að síðustu
komu allir kóranir saman og sungu
Þú hýri Hafnarfjörður, eftir Frið-
rik Bjarnason og Þjóðsönginn.
Þessir afmælistónleikar voru
skemmtilegir og aðalsmerki þeirra
var góður tónflutningur og sýndi,
að þar sem vel er lagt til undirstöð-
urnar, rís af traust mynd, er vísar
mönnum veginn allt lífið.
Jón Ásgeirsson
24 klukkutímar
Lánareglur okkar eru einfaldar og
óþarfa bið vegna umsókna þekkist ekki.
Ef öll gögn liggja fyrir af þinni
hálfu, er umsóknin því
afgreidd innan sólarhrings.
SUÐURIANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK
SÍMl 568 9050, FAX 581 2929
Fáðu ítarlegan uppjýsingabækling í næsta
útibúi Landsbanka Islands, Búnaðarbanka
Islands eða hringdu beint í okkur.
Kynntu þér þá margvíslegu möguleika
sem fjármögnunarleiga hefur umfram
aðra kosti á lánamarkaðinum.
y\