Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 31
á síðasta ári
Morgunblaðið/Júlíus
ur m.a. til gagnkvæmrar
itarfsr éttindum.
Vinnuvernd
Berglind Ásgeirsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt-
inu, sagðist aðeins kannast við að
ráðuneytinu hefði borist athuga-
semdabréf frá ESA vegna tilskip-
ana um vinnuvernd, þ.e. hvernig
vinna skuli fara fram á vinnustað.
Verkefnið væri hins vegar geypi-
lega umfangsmikið. „Undirnefnd
stjórnar Vinnueftirlitsins hefur
unnið kappsamlega í þessu. En
vegna þess að við viljum tryggja
sátt um framganginn gengur verk-
ið hægar en ef þetta væri tekið,
þýtt og framkvæmt. Við höfum
ekki gert það þannig. Aðilar vinnu-
________ markaðarins fara yfir það
með stjóm Vinnueftirlits-
ins hvernig við fram-
kvæmum verkið. Við höf-
um sagt þeim úti hvernig
vinnuferlið er. Við höfum
ekki misst sjónar af markinu og
vinnan sé í gangi,“ sagði Berglind.
Gagnkvæm viðurkenning á
menntun
i fræ
alla á
gerð
Samkvæmt ársskýrslu ESA hef-
ur stofnunin sent menntamálaráðu-
neytinu fjórar athugasemdir vegna
tilskipana um viðurkenningu á
námi. Hins vegar segist Sólrún
Jensdóttir, skrifstofustjóri í
menntamálaráðuneytinu, ekki vita
betur en ráðuneytið hafi gert hreint
fyrir sínum dyrum með lögum um
viðurkenningu á menntun og próf-
skírteinum frá árinu 1993 og breyt-
ingu á lögunum frá árinu 1994.
Hún sagði að fyrri lögin næðu til
tilskipana um þriggja ára háskóla-
nám eða lengra. Þau síðari tækju
til víðtækari tilskipanar um styttra
nám.
Sólrún sagði að sér kæmu at-
hugasemdirnar ekki sist á óvart því
starfsmaður ESA hefði átt viðræð-
ur við starfsmann ráðuneytisins um
málið og eftir þann fund hefði hún
ekki fengið aðrar upplýsingar en
að allt væri í lagi. Hún sagði að
líklegasta skýringin væri að dregist
hefði að tilkynna breytinguna til
ESA.
Jörðin skalf enn undir
fótum í gær í bænum
Neftegorsk á Norður-
Sakhalíneyju en óttast
er, að meirihluti bæj-
arbúa, sem voru 3.500,
hafi farist þegar mjög
öflugur jarðskjálfti lagði
hann í rúst á sunnudag.
Bærinn á sér nokkuð
langa sögu og ekki alltaf
fagra. Hann er einhver
sá afskekktasti í öllu
Rússlandi og þótti svo
óvistlegur, að þangað
voru sendir þeir and-
stæðingar keisarastjórn-
arinnar, sem hún vildi
helst losna við
BJORGUNARMENN leita í rústunum. Líklegt þykir, að byggingarnar hafi ekki verið gerðar til að
standast öflugan jarðskjálfta og því ekki mikil von um, að margir fyndust á lífi.
Aðeins tvö eða þrjú hús uppistandandi eftir jarðskjálftann í Neftegorsk á Sakhalín
Á þriðja þúsund manna
grafnir undir rústunum
BJÖRGUNARMENN unnu
að því í gær að grafa lif-
andi fólk og látið úr
rústum 19 stórra fjölbýl-
ishúsa, sem hrundu til grunna þeg-
ar jarðskjálfti, sem var 7,5 á Ric-
hter, lagði olíubæinn Neftegorsk á
Sakhalíneyju í rúst snemma á
sunnudag. Talið var, að um 3.000
manns væru undir húsarústunum
og var óttast, að flestir hefðu látið
lífið. Olíuleiðslur fóru í sundur í
hamförunum en rússneskir emb-
ættis sögðu í gær, að ekki væri
hætta á miklu umhverfisslysi.
Jarðskjálftinn á Sakhalíneyju er
sá öflugasti, sem þar hefur orðið í
40 ár, en björgunarmenn töidu fyrst
hugsanlegt, að annar hver íbúi í
fjölbýlishúsunum hefði lifað af. Þær
vonir dofnuðu þó fljótt þegar farið
var að leita í rústunum og í gær .
sagði Vladímír Deyev majór og tals-
maður almannavarnanefndarinnar
á Sakhalín, að á þriðja þúsund
manna væru grafnir undir rústun-
um og lítii von væri til, að margir
fyndust á lífi. „Björgunarmennirnir
finna aðeins látið fólk,“ sagði hann.
Aðeins grjóthrúgur
Fyrstu fréttamennirnir komu til
Neftegorsk i gær og sögðu þeir,
að varla stæði steinn yfir steini í
bænum. „Þar sem fjölbýlishúsin
höfðu staðið voru aðeins grjóthrúg-
ur meðfram götunum en leikföng
og húsmunir sýndu, að þarna hafði
búið fólk,“ sagði einn þeirra. „Mað-
urinn minn, börnin mín og barna-
börnin eru þarna einhvers staðar,“
sagði öldruð kona grátandi. „Ég
ætla að bíða hér þar til þau hafa
fundist, iifandi eða látin.“
Rússneska stjórnin skipaði strax
fyrir um mikla aðstoð vegna hörm-
unganna í Neftegorsk en ekki var
ljóst hvenær hún bærist. Nefteg-
orsk er átta tímabeltum og 7.000
km fyrir austan Moskvu. Níkolaj
Loktyonov hershöfðingi og embætt-
JARÐSKJÁLFTINN
Á SAKHALÍN EYJU
Þúsundir manna eru taldar af
eftir jarðskjálfta á Sakhalín-eyju
í Rússlandi á sunnudag, sem
mældist 7,5 stig á Rictherkvarða
RUSSLAND
N.-Kórea.„^y / n„. ,
| / EYJA/
Kína VW- M___________________Japan
SAKHALÍN
ismaður í ráðuneyti, sem hefur með
neyðarhjálp að gera, sagði þó, að
meira en 40 flugvélar og 11 þyrlur
væru í flutningum með matvæli,
fatnað og lyf en nokkrir daga munu
líða áður sjúkraskip kemur á vett-
vang vegna þess hve mikill ís er
við ströndina.
Afþakka alþjóðlega hjálp
Japanir og Suður-Kóreumenn
buðu strax fram hjálp þegar frétt-
ist af afleiðingum skjálftans en
Oleg Soskovets, fyrsti aðstoðarfor-
sætisráðherra Rússlands, sem kom
til Sakhaiín í gær, kvað Rússa ekki
þurfa á alþjóðlegri hjálp að halda.
Sergei Khetagúrov, aðstoðarneyð-
Reuter
MYNDIRNAR eru af sjónvarpsskjá og því óskýrar en það leynir
sér ekki, að bærinn er í rúst. Langflestir íbúanna bjuggu í fjölbýl-
ishúsum, sem hrundu til grunna meðan fólk var enn í fastasvefni.
arhjálparráðherra, sagði þó, að lík-
iega yrði ýmiss konar aðstoð þegin.
Um 55.000 manns búa á því svæði
á norðurhluta Sakhalíneyjar, sem
jarðskjálftinn reið yfir, en Nefteg-
orsk varð langverst úti enda næst
upptökunum.
„Ástandið er skelfilegt. Bærinn
er rústir einar, aðeins tvær eða þijár
tveggja hæða byggingar standa
uppi,“ sagði Alexander Míkheyev,
starfsmaður almannavarna í héraðs-
höfuðborginni, Yúzhno-Sakhalínsk.
Gera lítið úr hættu á
mengunarslysi
Sergei Shoigu neyðarhjálpar-
ráðherra sagði í gær, að fyrir 1972
hefði ekki verið talið, að Norður-
Sakhalín væri á jarðskjálftasvæði
og styrkleiki bygginga hefði verið
í samræmi við það.
Eftir 1972 hefði reglugerðum
verið breytt og byggingar hafðar
traustari en ekki kom fram hjá
honum hvenær fjölbýlishúsin héfðu
verið reist.
Olíuleiðsla í Neftegorsk rofnaði
á 15 stöðum í jarðskjálftanum og
var óttast, að mikið mengunarslys
myndi hljótast af. Khetagúrov, að-
stoðarneyðarhjáiparráðherra, full-
yrti hins vegar, að lítil hætta væri
á ferðum. Sagði hann, að þrýsting-
ur hefði verið tekinn af leiðslunni
og lítið hefði lekið út.