Morgunblaðið - 30.05.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 37
I
Dönskum
stórmeisturum
fjölgar
SKAK
Al þjóðamót K-4 1
skákfclagsins
Kaupmannahöfn
19.-28. maí
DANIR eiga flesta alþjóðlega
meistara af Norðurlandaþjóðunum
en í tölu stórmeistara standa þeir
Islendingum og Svíum langt að
baki. Þetta kann þó að breytast
senn. Danir eiga fjölda öflugra
skákfélaga sem standa fyrir mörg-
um alþjóðlegum mótum á hveiju
ári. K-41 klúbburinn í Kaupmanna-
höfn gekkst fyrir einu slíku í maí-
mánuði. Undirritaður náði að sigra
nokkuð örugglega, en gleði heima-
manna var mikil þegar Henrik
Danielsen, meðlimur í K-41, náði
sínum þriðja og síðasta áfanga að
stórmeistaratitli. Hann vantar nú
aðeins örfá skákstig uppá að verða
fimmti stórmeistari Dana á eftir
Bent Larsen, Curt Hansen, Lars
Bo Hansen og þeim unga Peter
Heine Nielsen sem varð stórmeist-
ari á Ólympíumótinu í Moskvu.
Svíinn Ralf Ákesson náði einnig
áfanga. Hann er afar mistækur
skákmaður. í Kaupmannahöfn tap-
aði hann ekki skák, en á svæðamót-
inu í Reykjavík í mars varð hann
neðstur. Kínversku landsliðsmenn-
irnir tveir á mótinu stóðu ekki und-
ir væntingum. Stórmeistarinn Ye
Rongguang tapaði fjórum fyrstu
skákunum og náði sér ekki á strik
fyrr en í síðustu umferð að hann
þjarmaði lengi að mér áður en hann
sættist á jafntefli. Wang Zili gat
náð stórmeistaraáfanga en tapaði
fyrir lettneska stórmeistaranum
Rausis í síðustu umferð.
Urslit mótsins:
1. Margeir Pétursson 6V2 v.
2. -3. Henrik Danielsen og Ralf
Ákesson 6 v.
4. Wang Zili 5 v.
5. Igor Rausis, Lettlandi, 4'/2 v.
6. -7. Erling Mortensen og Mikkel
Antonsen 4 v.
8. Jens Kjeldsen 3‘/2 v.
9. Lars Schandorff 3 v.
10. Ye Rongguang 2lh v.
Við skulum líta á eina spennandi
skák frá mótinu í Kaupmannahöfn.
Hvítur fórnar tvívegis manni:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Lars Schandorff
Caro-Kann vörn
1. c4 - c6 2. e4
Leikið til að losna við Slavnesku
vörnina.
2. - d5 3. exd5 - cxd5 4. cxd5 -
Rf6 5. Rc3 - Rxd5 6. Rf3 - Rc6
7. d4 - e6 8. Bc4!?- Be7 9. 0-0 -
0-0 10. Hel - a6!? 11. Dd3!? -
Rxc3! 12. bxc3 - Ra5 13. Bb3 -
Rxb3 14. axb3 - b5?!
Það var rétt hjá svarti að taka
biskupaparið af hvíti, en eftir þessa
ónákvæmni nær hvítur furðuhættu-
legum færum.
15. De4! - Hb8 16. Re5 - Bb7
17. Dg4 - Kh8?
17. - Bf6 var líklega skást, en
ekki 17. - Hc8?! 18. Bh6 - Bf6
19. He3 - Kh8? 20. Hg3! - gxh6
21. Dg8+! - Hxg8 22. Rxf7 mát.
18. He3 - f6
19. Rg6+! - hxg6 20. Dxe6 - f5
21. Dxe7 - Dd5 22. Hg3 - Hbe8
23. Dh4+ - Kg8 24. Bf4 - He6
25. b4 - De4 26. h3 - Kf7 27.
Dg5 - Dd5 28. Be5 - Hh6 29.
Df4 - De4
Sneiðir hjá gildrunni 29. - Hxh3?
30. c4!
30. Dd2 - Dd5 31. Df4 - De4
32. Dcl - Dd5 33. Kh2 - Hc8
34. Dg5 - Hh8 35. Df4 - De4
36. Dd2 - Dd5 37. Hel - Hh5
38. Hg5 - Hh4 39. He3 - He8
40. Heg3! - He6
Eftir mikið þóf er tímamörkunum
náð og hvítur finnur nýja manns-
fórn:
41. f3! - Hxe5 42. Hxg6 - Hh7
43. Dg5 - He7 44. Hxg7+ -
Hxg7 45. Dxg7+ - Ke8 46. Dh8+
- Kd7
í þessari stöðu á hvítur að skipta
upp á hrókum og tefla upp á frípeð-
ið á h línunni, en svartur ætti hins
vegar að stefna að uppskiptum á
drottningum. En hvítur heldur
áfram að tefla upp á mát, í staðinn
fyrir að velja réttu áætlunina 47. h4!
47. Db8? - Dc6! 48. Df8 - De6?
Rétt var 48. Dxc3! því eftir 49.
Dxf5+ Kc7 á hvítur tæplega meira
en jafntefli með þráskák.
49. h4!
Betra er seint en aldrei!
49. - Bd5 50. Hg7! - Hxg7 51.
Dxg7+ - Ke8 52. h5 - f4 53. h6
- Df7 54. De5+ - Kf8 55. Kh3!
Kóngurinn ræður nú úrslitum.
Hvítur undirbýr í rólegheitum að
skipta upp á drottningum.
55. - Kg8 56. Kg4 - Be6+ 57.
Kg5 - De7+ 58. Df6 - Dxf6+
59. Kxf6 - Bc4 60. Kg5 - Kh7 61.
Kxf4.
Svartur gafst upp.
Helgarskákmót í TR
Taflfélag Reykjavíkur gengst
fyrir helgarskákmóti um næstu
helgi, 1.-5. júní. Tefldar verða sjö
umferðir eftir Monrad kerfí. Fyrstu
tvær umferðirnar verða með 30
mínútna umhugsunartíma, en hinar
fimm með \'h klst. á 30 leiki og
síðan 30 mínútum til að ljúka skák-
inni. Keppnin hefst fimmtudaginn
1. júní kl. 20 og lýkur mánudaginn
2. í hvítasunnu.
Verðlaun eru kr. 20 þús., 12
þús. og 8 þús., en hækka ef þátt-
taka verður góð. Öllum er heimil
keppni og fer mótið fram í félags-
heimili TR í Faxafeni 12. Helgar-
mót TR í vetur með svipuðu sniði
hafa verið vinsæl og vel sótt.
Margeir Pétursson
kjarni mákins!
Fáðu Moggann
til þín í fríinu
Morgunblaðið þitt sérpakkað
á sumarleyfisstaðinn
Viltu fylgjast með í allt sumar?
Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað
og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands.
Hringdu f áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn
og þú fylgist með í allt sumar.
- kjarni málsios!
Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblabsins og fá
blaðib sent á eftirfarandi sölustab á tímabilinu
frá________________________til
□ Esso-skálinn, Hvalfirbi
□ Ferstikla, Hvalfiröi
□ Sölustaöir í Borgarnesi
□ Baula, Staflroltst., Borgarf.
□ Munaöarnes, Borgarfirði
□ Bitinn, Reykholtsd., Borgarf.
□ Hvítárskáli v/Hvítárbrú
□ Sumarhótelið Bifröst
□ Hreöavatnsskáli
□ Brú í Hrútafirði
Q Staðarskáli, Htútafiröi
□ Illugastaöir
□ Hrísey
□ Grímsey
□ Grenivík
□ Reykjahlíð, Mývatn
□ Laufiö, Hallormsstaö
□ Söluskálar, Egilsstööum
□ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri
□ Víkurskáli, Vík í Mýrdal
□ Hlíðarlaug, Úthlíö, Biskupst.
□ Laugarás, Biskupstungum
□ Bjarnabúð, Brautarhóli
□ Verslun/tjaldmiöstöö, Laugarv.
□ Verslunin Grund, Flúöum
□ Gósen, Brautarholti
Q Árborg, Gnúpvérjahreppi
Q Syðri-Brú, Grímsnesi
Q Þrastarlundur
□ Ölfusborgir
□ Shellskálinn, Stokkseyri
□ Annað________________________
NAFN_________________________________________________
KENNITALA____________________________________________
HEIMILI______________________________________________
PÓSTNÚMER______________________SÍMI__________________
Utanáskriftin er:
Morgunblabið, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.