Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 1
88 SÍÐUR B/C/D
126. TBL. 83. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vatnsyfirborðið rís mun hægar í Mjosa og 0yaren. • Gagnrýna svartsýnar flóða-
spár. • Hætta á hlaupum og skriðuföllum talin víða fyrir hendi vegna asahláku
Morgunblaðið/Kristinn
Hugað að
húsinu
HJÓNIN Bjarne og Reidun Ha-
arberg, sem búa á Eyjunni í
Fetsund, skammt frá Lilleham-
mer, fylgdust í gær með því
hvernig flóðið í Gyaren hækk-
aði stöðugt og nálgaðist hús
þeirra. Flætt hafði inn í kjallar-
ann og vart líða nema tveir til
þrír dagar þar til fyrsta hæðin
fer undir vatn. Búist var við að
öll Eyjan, sem stendur afar lágt,
færi undir vatn og voru íbúarn-
ir skyldaðir til að flytjast á
brott.
Bjarne og Reidun hafa búið
á Eynni í fjörutíu ár og þetta
er því í þriðja sinn sem þau
upplifa flóð og verður að öllum
líkindum í annað sinn sem húsið
þeirra fer undir vatn. Árið 1967
náði flóðið upp á miðja glugga
á fyrstu hæð en gangi svartsýn-
ustu spár eftir nú, mun það ná
uppfyrir gluggana. Þrátt fyrir
þessi ósköp lá vel á hjónunum
og buðu þau blaðamönnum með
í bátsferð um hverfið, sem var
að fara í kaf. Þau eru þau einu
sem eftir eru og nú verða þau
að hverfa á braut.
„ Við erum hér til þess að
fylgjast með húsinu okkar. Við
höfum flutt öll húsgöngin upp
á loft tæmt eldhúsið og rúllað
gólfteppunum upp. Nú er ekk-
ert annað en að bíða,“ segir
Reidun.
Við blasir að húsið er mikið
skemmt en þau eru þó ekkert á
því að gefast upp.
„Við flytjum aftur inn. Það
er vissulega hræðilegt að sjá
hvernig húsin eru útleikin en
það er ekkert annað að gera
en halda áfram. Við viljum
hvergi annars staðar búa.“
Bosníu-Serbar neita að hafa fundið flugmanninn
108 gíslum var ekið
tíl Júgóslavíu í nótt
Pale, Sar^jevo, London. Reuter.
RÚTU með 108 gíslum úr röðum
friðargæsluliða Sameinuðu þjóð-
anna, sem Bosníu-Serbar höfðu í
haldi, var ekið í nótt til Mali Zvorn-
ik í Júgóslavíu. Ráðamenn Bosníu-
Serba sögðust í gærkvöldi vera í
þann mund að láta lausa 58, en
þeir hafa 148 manns á valdi sínu.
Fréttastofa Bosníu Serba
greindi frá því að búið væri að
flytja gæsluliðana til landamæra-
bæjarins Zvornic, en ekki var þess
getið hvenær þeir yrðu fluttir yfir
landamærin til Serbíu. Ekki hafði
fengist staðfest í gærkvöldi að gísl-
arnir hefðu verið látnir lausir.
Serbar hafa
148 enn í haldi
Fréttastofan sagði einnig að
fleiri gæsluliðar yrðu ef til vill
leystir úr haldi, en ekki var getið
um hve margir eða hvenær.
Utanríkisráðherra Grikklands,
Karolos Papúlías, hefur ásamt
varnarmálaráðherra landsins átt
viðræður við Slobodan Milosevic
Serbíuforseta til að fá hann til að
skerast í leikinn og þvinga þjóð-
bræðurna í Bosníu til að sleppa
gíslunum.
Enn er óljóst hvort bandarískur
flugmaður komst lífs af þegar
Bosniu-Serbar skutu þotu hans
niður í liðinni viku. Talsmaður
bandaríska flughersins sagði að
veik fjarskiptaboð hefðu heyrst frá
norðurhluta Bosníu sem vektu von-
ir þótt þau væru engin sönnun
þess að maðurinn væri á lífi. Að-
stoðarmaður Radovans Karadzics,
leiðtoga Bosníu Serba, sagði við
bandarísku sjónvarpsstöðina CNN
í gær að Bosníu Serbar hefðu ekki
náð flugmanninum.
Dregnr úr
ákefð Litla
ofsa í Noregi
Vonir eru bundnar við að vatnsyfir-
borðið í Lillestrom hafi náð hámarki
Ósló. Morgunblaðid.
FLÓÐIN í suðausturhluta Noregs virðast vera í rénun.
Spár um það hversu hátt vatnsyfirborðið í vötnunum Mjosa
og 0yaren nái eru mun lægri en í fyrstu og var jafnvel
búist við að yfirborð 0yaren myndi ná hámarki seinni
hluta gærdagsins eða í dag. Ekki er búist við að Mjosa
nái hámarki fyrr en á sunnudag. Yfirborð beggja vatna
hækkaði um 1 sm á klukkustund í gær. Þetta getur þó
breyst aukist úrkoma og hiti á flóðasvæðunum. Spár
norsku orkuveitnanna (NVE) hafa verið síbreytilegar og
segja talsmenn stofnunarinnar ástæðuna m.a. ónákvæmar
veðurspár og mælingar. Flóðunum hefur verið gefið nafn.
Það heitir „Litli ofsi.“ Stóri bróðir, „Stóri ofsi,“ varð árið
1789, og mældist 70 sentimetrum hærri en flóðið nú.
NVE-fyrirtækið hefur verið sak-
að um að hafa verið of svartsýnt í
spám sínum en talsmenn stofnunar-
innar neita því. Segja þeir ástæðuna
fyrir því að vatnsyfirborðið virðist
ætla að verða lægra en spáð var í
fyrstu vera meiri nákvæmni við
vatnamælingar, minni hita og úr-
komu en spáð var. Illmögulegt sé
að spá fyrir um flóðin af nokkurri
nákvæmni.
Gangi spár NVE eftir í Lille-
strom, fer miðbærinn þar ekki á
kaf, eins og talið var í fyrstu. Þá
var því spáð að yfirborð 0yaren
færi í 11 metra en það er að jafn-
aði 5,5 metar. Nú vonast menn til
að toppnum sé náð en vatnsyfir-
borðið í gærkvöldi var þá 7,85
metrar og hafði ekki breyst í sjö
stundir. Allt þar til í gær var talið
að flóðið næði hámarki í bænum
um helgina.
Eysteinn Hilmarsson, sem býr
ásamt konu og tveimur dætrum i
Lillestram, getur nú búið sig undir
að flytja uppþvotta- og þvottavélina
aftur á sinn stað en fjölskyldan var
viðbúin hinu versta um tíma, þrátt
fyrir að hún búi töluvert frá vatninu
og hafi ekki talist á mesta hættu-
svæði. Fluttu þau hluti úr kjallara
og stærstu heimilistækin á fyrstu
hæð í geymslu þar sem þau bjugg-
ust við að flæddi inn í kjallarann.
Gríðarstór drullupollur
Ástandið í Hamar við Mjosa var
ekki alveg eins gott en þó er talið
að vatnsyfirborðið fari ekki yfir 8,5
metra. Venjuleg vatnshæð er 5,25
metrar. Yfírborð Mjosa er nú í 7,4
metrum. Mikið skólp og spilliefni,
m.a. úr áburði sem bændur bera á
tún, hefur borist í vatnið, sem er
einna líkast gríðarstórum drullu-
polli. Hafa menn áhyggjur af því
að mörg ár líði áður en vatnið verð-
ur álíka hreint og það var fyrir flóðið.
í gær var milljónum lítra af vatni
dælt inn í Víkingaskipið í Hamar,
íþróttahöllina sem reist var fyrir
ólympíuleikana. Er þetta gert til
þess að þyngja húsið og koma á
þann hátt í veg fyrir að það fljóti
upp, hækki meira í Mjosa. Þá hefur
mikill varnargarður verið reistur í
miðbænum, verslanir tæmdar og
fólki ráðið frá að vera þar á ferð.
Eru eigendur margra fyrirtækja í
bænum æfír vegna þessa, segja
fólk hafa verið hrætt að óþörfu.
18 milljarða tjón?
Erfítt hefur reynst að fá yfirlit
yfír skemmdir af völdum flóðanna
og er ekki búist við að fyrstu áætl-
anir liggi fyrir fyrr en um mánaða-
mótin. Talsmaður tryggingafélag-
anna sagði í gær að upphæðin hefði
enn ekki farið yfir þá 18 milljarða
sem tiyggingafélögin reikna með.
Er Ijóst að norskir húseigendur
munu borga brúsann i formi hærri
tryggingaiðgjalda. Þá er talið að
bændur muni tapa um 1,2 milljörð-
um ísl. króna. en um 120.000 fer-
kílómetar ræktaðs lands muni fara
undir vatn. Að minnsta kosti 4.000
manns hafa neyðst til að yfirgefa
heimili sín.
Flóðin höfðu þau áhrif á verð-
bréfamarkaði í gær, að hlutabréf í
tryggingafélögum lækkuðu en bréf
í bygginga- og verktakafyrirtækj-
um hækkuðu.
í gærkvöldi rofnaði klakastífla í
á í Káfjord í Troms-fylki með þeim
afleiðingum að uppistöðulón hand-
an hennar hljóp fram. Nokkur hús
urðu fyrir flóðinu og flýðu íbúar
þeirra að heiman. Hætta af hlaup-
um af þessu tagi og skriðuföllum
er talin víða fyrir hendi vegna
skyndilegrar hlýnunar.
■ Flóðin í Noregi/22-35 og 32-33