Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR llnnfluttar landbúnaðarvörur verða 100 til 200 prósentum dýrari en innlendrar vegna ofurtolla I GATT-frumvarpi ríkisstjómarinnar „Ég var blekktur" Deilur í þingflokki framsóknarmanna um val í nefndir og ráð Nútímavæðingin ekki átakalaus VAL fulltrúa Framsóknarflokksins í ýmsar nefndir og ráð, sem Alþingi kýs að öllum líkindum síðar í vik- unni, hefur valdið nokkrum titringi í þingflokki framsóknarmanna. Gunnlaugur Sigmundsson, þing- maður Vestfjarða, gekk af þing- flokksfundi á sunnudag vegna óánægju með tillögu stjómar þing- flokksins og fleiri þingmenn eru óánægðir. Misklíðin ber vott um að „nútímavæðing" FVamsóknarflokks- ins gangi ekki átakalaust fyrir sig. Það markmið að fjölga konum í nefndum og ráðum stangast til dæmis á við önnur markmið, svo sem að öll kjördæmi fái nokkuð fyrir sinn snúð — og á við gamlar hefðir. Starf Framsóknarflokksins hefur löngum þótt einkennast nokkuð af því að þingflokkurinn og nokkrir lykilmenn í kringum hann hafí hald- ið valdaþráðum í hendi sér og skipt með sér embættum þeim og stöðum, sem fallið hafa flokknum í skaut. Þetta er að sjálfsögðu ekki einsdæmi meðal íslenzkra stjómmálaflokka, en hefur kannski átt við um Fram- sóknarflokkinn í meira mæli en aðra. Þetta hefur verið hluti af hinni gömlu ímynd Framsóknarflokksins. Undanfarin misseri hafatalsmenn nýrrar ímyndar sótt mjög í sig veðr: ið innan Framsóknarflokksins. í kosningabaráttunni lagði flokkurinn til dæmis áherzlu á að sýna breidd, og konur eru nú áberandi í forystu- sveit flokksins. Fleiri konur, færri þingmenn Segja má að tillaga stjórnar þing- flokksins um fulltrúa flokksins í opinberar nefndir, stjómir og ráð hafí miðað að því að halda áfram að breyta ímynd flokksins. Stjórnin, þau Valgerður Sverrisdóttir þing- flokksformaður, Ólafur Örn Har- aldsson og Siv Friðleifsdóttir, lagði fyrir þingflokksfund á fimmtudag Átök í þingflokki framsóknarmanna um kjör í nefndir og ráð bera vott um að „nútímavæðing“ flokksins gengur ekki átakalaust, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. tillögu, þar sem gat að líta færri þingmenn en áður, en fleiri konur og aðra utan þingflokksins. Nokkrum dögum áður hafði Samband ungra framsóknarmanna hvatt þingmenn flokksins til að setj- ast ekki í nefndir og ráð utan Al- þingis. Erfitt er að meta hvort ályktun SUF hafði einhver áhrif á tillögu þingflokksstjómarinnar; sennilega féllu viðhorf þeirra að einhveiju leyti saman hvort sem var. Jafnframt er ljóst að stjóm þingflokksins hafði í einhveijum til- fellum ráðfært sig við Halldór Ás- grímsson, formann flokksins, um það hveijum hún styngi upp á í þser nefndir, sem um ræddi. Þingmenn vanhæfir? Á þingflokksfundinum á fímmtu- dag kom fram andstaða við tillögu stjórnarinnar frá nokkrum þing- mönnum. Gunnlaugur Sigmunds- son og Stefán Guðmundsson gagn- rýndu einkum tillögu stjómar þing- flokksins og töldu að þar ættu að vera fleiri þingmenn. Gunnlaugur segist hafa hvatt til þess að þingflokkurinn ræddi uppá- stungu ungra framsóknarmanna til enda; hvort þingmenn væru yfirleitt vanhæfír til að sitja í nefndum og ráðum eða hvort taka ætti tillit til þekkingar og reynslu þeirra jafnt sem annarra. Gunnlaugur segist hafa sett tvennt á oddinn; að til trúnaðarstarfa veldist annars vegar fólk með faglega þekkingu á við- komandi málaflokki, og hins vegar að öll kjördæmi ættu fulltrúa í þeim hópi, sem velja ætti. Niðurstaðan á þingflokksfundin- um á fimmtudag var að fela stjóm þingflokksins, ásamt varastjórn sem skipuð er Isólfi Gylfa Pálma- syni, Hjálmari Ámasyni og Jóni Kristjánssyni, að endurskoða tillög- una. Þegar árangur þeirrar endur- skoðunar lá fyrir á sunnudag, ákvað Gunnlaugur Sigmundsson að ganga af fundi. Hann segir að tillagan hafí verið jafnlangt frá því að upp- fylla skilyrði sín tvö og áður, og hann hafi ekki séð ástæðu til að ræða málið frekar. Sumir samþingmenn Gunnlaugs segja ástæðuna fyrir óánægju hans vera þá, að nafn hans hafi ekki verið í tillögunni, en hann hafi ætl- að sér sæti í bankaráði Landsbank- ans. Gunnlaugur segir hins vegar að það hafi verið afgreitt fyrir löngu að hann myndi ekki taka þar sæti, og hafí ekki verið til umræðu nú. Horft á heildarmyndina Valgerður Sverrisdóttir bendir á að ekki verði kosið á þessu þingi nema í hluta þingkjörinna nefnda og ráða. Horfa verði á heildarmynd- ina, sem raðist saman næsta haust og jafnvel ekki fyrr en 1997. „Við höfum reyndar ekki unnið þannig að kjördæmin eigi ákveðna kvóta, þótt reynt sé að koma til móts við óskir sem flestra," segir hún. Verkfall hefur verið boðað í álverinu Neyðarúrræði til að knýja á Yerkfall hefur verið boðað í álverinu í Straumsvík frá og með næstkomandi laugardegi 10. júní hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna, segir að verkfallsboðunin sé neyðarúr- ræði sem gripið sé til til að knýja á eftir að viðræður um nýja kjarasamninga hafí stað- ið í fjóra mánuði án árangurs. Hveijar eru helstu kröfur starfsmanna? -Viðræðumar snúast fyrst og fremst um tvennt, launa- flokkatilfærslur annars vegar og hagræðingarsamkomulag hins vegar, en það síðar- nefnda á sér sögu allt frá árinu 1989, þegar gert var samkomulag um greiðslur vegna ákjósanlegra rekstrarskil- yrða og mikillar framleiðslu. Árið 1990 var gerður samningur á grundvelli þessa samkomulags og fyrir 15. júní það ár átti nefnd að hafa gengið frá rammasamkomu- lagi um skiptingu á ábata vegna framleiðniaukningar í fyrirtækinu. Nefndarvinnan gekk brösuglega. Hún tók ár í viðbót, þannig að það var ekki fyrr en 31. maí árið eftir sem nefndin hafði lokið störfum. Síðan gerðist það að þegar til kast- anna kom varð ágreingur um flest þau dæmi sem til álita komu, þann- ig að það var einungis í tveimur tilvikum af sjö þar sem fékkst nið- urstaða, um önnur varð ágreining- ur. Þannig að vonir okkar um að launaauki skilaði sér til starfs- manna rættist ekki. í kjarasamningunum 1993 var samkomulag um að leggja þessi mál til hliðar með tilliti til afkomu- erfíðleika fyrirtækisins og þessa ágreinings sem var stöðugt um öll málefni varðandi hagræðingu, en á samningstímanum átti að vinna að nýjum hugmyndum um form greiðslu vegna aukinnar hag- kvæmni í rekstrinum. Engar við- ræður hafa hins vegar fengist og þess vegna var það aðalkrafan núna með tilliti til þeirra miklu hagræðingar sem hefur átt sér stað að samkomulag í þessum efnum verði gert nú. Gylfí nefnir sem dæmi að fram- leiðslan árið 1989 þegar þessi um- ræða hafí hafíst hafí verið 88 þús- und tonn og það hafí verið met- framleiðsla. Samsvarandi fram- leiðsla hafí verið 98 þúsund tonn í fyrra. Starfsmönnum hefði samt sem áður fækkað úr 651 árið 1989 niður í 430 í fyrra að meðaltali. Fjöldi greiddra vinnustunda hefði lækkað úr 1.300 þúsund stundum á ári niður í 975 þúsund tíma og yfirvinnustundum hefði fækkað úr 80 þúsund í 18 þúsund tíma. Þetta teldi samninganefnd starfsmanna borðleggjandi staðreyndir um hag- ræðingu í fyrirtækinu og nú væru starfsmenn að gera kröfu til hlut- deildar í hagræðingu ---------- sem þeim hefði ítrekað verið gefin fyrirheit um. Það hefði verið klifað á því í undanfömum deil- um að forsendan fyrir auknum greiðslum til starfsmanna væri aukin hagræðing, en nú væri því haldið fram að þessi hagræðing hefði ekki Ieitt af sér virðisauka sem væri til skipta fyrir starfs- menn. Þetta sýndi að það hefði aldrei verið meining stjómenda fyr- irtækisins að standa við þetta sam- komulag. Fyrir nokkurum árum var talið að laun í álverinu væru verulega betri en almennt gerðist. Hefur það breyst? -Samningar í álverinu voru við- miðunarsamningar fyrir aðra starfshópa. Aðrir samningar hafa Gylfi Ingvarsson ►Gylfi Ingvarsson, aðaltrún- aðarmaður starfsmanna í ál- verinu í Straumsvík er fimm- tugur að aldri, kvæntur og fimm barna faðir. Hann er vélvirki að mennt og hóf störf í álverinu árið 1972, en hefur verið aðaltrúnaðarmaður starfsmanna frá árinu 1989. Ekki boðið þaö sama og aðrir hafa fengiA tekið miklum breytingum þannig að munurinn er orðinn miklu minni en áður var. Til viðbótar hafa tekju- möguleikar hrapað. Menn áttu möguleika á því með mjög mikilli vinnu að komast í góðar tekjur. Núna er yfirvinna nánast liðin tíð, þannig að þeir tekjumöguleikar eru ekki lengur fyrir hendi. Þetta er nú hörmungarsagan í kringum hagræðingarmálin. Varðandi kröfuna um breytta launaflokkun byggist hún á því að einfalda launakerfíð verulega og taka inn í það kaupauka. Við legg- um áherslu á launajöfnun í þessum efnum og við gerum okkur grein fyrir því að til þess að geta gert þetta að nokkuð góðum jafnlauna- samningi þá kostar það útgjöld. Við höfum bent á að lausn í launa- flokkamálinu tengist lausn í ha- græðingarmálinu. Það sem okkur hefur hins vegar verið boðið í þessum viðræðum er ekki sambærilegt við það sem sam- ið hefur verið um í öðrum verk- smiðjum, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar forstjóra fyrirtækisins á opinberum vettvangi þess efnis að okkur hafír verið boðið meira en öðrum. Það er mjög athyglisvert að athuga það að í hinum verk- smiðjunum hefur tekist að gera kjarasamninga í mjög jákvæðu andrúmslofti. Það er sama verka- lýðshreyfíngin sem á í hlut og í mörgum tilfellum meira að segja sömu formenn félaga og sambanda sem eiga hlut að máli og eru í samningum hér. Menn ættu að hafa þetta í huga þegar þeir tala um um hvað við suður í Straums- vík séum erfíðir. Skyldi ekki mun- urinn liggja í viðsemjandanum? Gylfi bendir á að 1992 hefðu verið gerðir þjóðarsáttarsamningar í kjölfar þess að ríkis- sáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Verka- lýðsfélögin í Straumsvík hefðu samþykkt tillöguna, en Vinnuveit- endasamband íslands hefði fellt miðlunartillögu ríkissájtasemjara gagnvart starfsmönnum í Straums- vík að kröfu ÍSAL og það hefði tekið starfsmenn 18 mánuði að ná samningum. Miðlunartillagan hefði verið felld vegna þess að ÍSAL gerði ekki sömu kröfur og aðrir atvinnurekendur í landinu og neit- aði að fallast á miðlunartillögu rík- issáttasemjara. Verkalýðshreyfíng- in suður í Straumsvík hefði ekki átt frumkvæði í þeim efnum heldur VSÍ/ÍSAL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.