Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 9

Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 9 FRÉTTIR Glæðist í Norðurá - fyrstu laxamir úr Þverá LAXVEIÐIN hefur heldur glæðst í Norðurá og fyrstu laxarnir hafa komið á land úr Þverá. Báðar árnar hafa sjatnað nokkuð eftir að það kólnaði ögn í veðri á nýjan leik. Af því að dæma sem komið er, er tveggja ára laxinn mun smærri að jafnaði í sumarbyijun heldur en í fyrra, en ástandið í hafinu þykir ráða þar mestu um. Laxinn til þessa hefur verið 8 til 11 pund, en í fyrra var megnið af vorlaxin- um 11 til 16 pund. 24 úr Norðurá Hollið sem tók við af stjórn SVFR í Norðurá fékk 18 laxa og voru þar með komnir 24 laxar á land frá 1. júní. „Áin lítur prýði- lega út, en er heldur köld ennþá, aðeins 3 gráður,“ sagði Walter Lenz, einn veiðimanna sem var að hætta í Norðurá í gærdag. Walter sagði það skoðun sína að allnokkuð af laxi gæti verið gengið upp fyrir Laxfoss, t.d. hefði Stokkhylsbrotið verið besti veiðistaðurinn það sem af væri, en undarlega líflítið á frægum stöðum fyrir neðan fossinn, s.s. á Eyrinni og Brotinu. „Það ætti að loka stiganum til 1. júlí, því það er varla gerlegt að finna laxinn sem fer upp fyrir í svo miklu vatni,“ sagði Walter. Skoðun Walters hefur heyrst víðar og í vor, er veiði var í þann mund að heíjast var að sjá að hátt í 50 laxar væru farnir um teljarann efst í nýja stiganum. Leiðin er greiðari eftir að nýi stig- inn var opnaður fyrir þremur árum og laxinn rennur hraðar fram dalinn. Það sama gerðist fyrir um ára- tug, er laxastiginn í Glanna var opnaður. Fossinn sem áður var mikii fyrirstaða var svo ekki leng- ur og stórt veiðisvæði fyrir neðan hefur ekki verið svipur hjá sjón síðan. Þeir fyrstu úr Þverá Leigutakar Þverár veiddu eng- an lax fyrstu daganna sem veiði stóð, enda áin kolgruggug og i miklum vexti. Jón Olafsson, einn leigutaka, sagði að bændur sem tóku við þeim hefðu fengið tvo fyrstu laxana í veiðistaðnum Hól- matagli. „Þeir sáu fleiri, bæði þar og víðar á svæðinu. Áin hafði sjatnað talsvert og gruggið hreinsast að verulega leyti. „Kjarráin átti að opna 10. til 15. júní, en við gætum orðið að fresta því eitthvað, ástandið við ána er víða erfitt, himinháir skaflar skagandi fram í á og svo er tvísýnt með veginn fram eftir,“ bætti Jón við. Franskar prjónadragtir TBSS - Verið velkomin - X" neðst við Opifl virka^daga Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. Laxveiði við skaflana Morgunblaðið/Jón Sigurðsson. LAXVEIÐI hófst í Blöndu um helgina og er svo mikill snjór við ána á aðalveiðisvæðinu að menn muna ekki annað eins, stálið allt að tíu metra hátt að baki veiði- manna þar sem þeir standa og reyna að trúa því að komið sé sumar og veiðitími. Þrátt fyrir ótíðina veiddist fyrsti laxinn í gærmorgun, 10 punda hrygna, sem tók maðk á Breið- unni. Daginn áður lá einn hoplax í valnum. Á myndinni rennir veiði- maður í Blöndu og má glöggt sjá hvað vetur konungur hefur skilið eftir sig. Sérlega /andaðir stólar í miklu itaúrvali Ný sending af barnabíl- stólum og reiðhjóla- stólum frá bobob ALLT FYRIR BORNIN KLAPPARSTÍG 27 - SÍMI 55 22 522 '&NAVÞ&' Sjómannadaguri 58. hóf sjómannadagsráðs CL HÓtel íslandi íaugardaginn 10.júní 199 5 Dagskrá: ✓ Húsið opnað kl. 19.00. ✓ Guðmundur Hallvarðsson, íormaöui sjómarmadagsráös, setur hóíiö. ✓ Kynnir kvöldsins veröur Egill Ólafsson. ✓ Fjöldi glœsiiegra skemmtiatriða: Diddú, Egill Olafsson, Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Reynir Jónasson, Símon Kuran og Bjarni Sveinbjörnsson. Kvöldverður Laxapaté mcð sjávarréttasósu og fersku saCati. Lambavöðvi dijon með sfierry sveppasósu, IqyddsteilitumjarðepCum 0£gtjáðugrœnmeti. Ujommís ípönnuíjþku með heitri súktjulaðisósu. Gömlu brýnin leika fyrir dansi til kl. 03.00. Ver5 kr. 4.500 á mann. wibHiid HOTEI Miða- og borðapantanir í síma 568 7111. . ^ - * * i^' - ■ -'4 ^-' e ' RÍKISVtXILL Spariskírteini ríkissjóðs með mismunandi gjalddaga • Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 1 ár, 2 ár, 3 ár, 4 ár og 5 ár. • Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. • Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Helstu flokkai spaiiskírteina: 1991 1D5 Gjalddagi 1/2 1996 1992 1D5 Gjalddagi 1/2 1997 1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddagi 10/2 2000 Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsverðbréf sem eru skráð á Verðbréfaþingi Islands, og eru því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.