Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Dýragarðurinn á Slakka í Laugarási í Biskupstungum var opnaður um helgina Morgunblaðið/Sig. Jóns. HEIMALNINGARNIR fengu mjólk úr pela. HELGI Sveinbjörnsson og kona hans Hólmfríður Björg Ólafsdóttir. Geit og lömbum gefíð, kisu strokið meðan han inn spókaði sig og gól Selfossi - Dýragarður var opn- aður laugardaginn 3. júní við garðyrkjustöðina Slakka í Laugarási í Biskupstungum. í dýragarðinum eru hænur, han- ar, endur, hvolpar, dvergkanín- ur og venjulegar kanínur, geit- ur, heimaalningar og kisur, svo eitthvað sé nefnt. Dýrin eru hvert um sig innan lítillar girðingar og hafa þar lítinn torfbæ sem skjól. I stórum torfbæ á svæðinu er veitinga- sala þar sem á boðstólum verður kaffi, mjólk og kökur. Staður- inn er tilvalinn fyrir þá sem leita að afþreyingu fyrir yngstu börnin um leið og þeir kaupa sér hollt grænmeti. Selt er inn í garðinn og er aðgangseyrir 100 krónur fyrir börn og 200 krónur fyrir fullorðna. Hjónin Helgi Sveinbjörnsson garðyrlgumaður og kona hans Hólmfríður Björg Olafsdóttir reyndu fyrir sér með þessa starfsemi í litlum mæli í fyrra og gafst vel. Þeir sem komu heim á garðyrkjustöðina til að kaupa grænmeti kunnu vel að meta nýbreytnina og það varð hvati að stækkun aðstöðunnar. Auk þess að rækta grænmeti fást þau við gerð minjagripa og munu hafa þá til sölu í veitinga- húsinu. Þeir sem voru viðstaddir opn- un Slakkadýragarðsins gátu ekki leynt hrifningu sinni og börnin kunnu vel að meta það að geta fengið að halda á dverg- kanínunum, gefið geitinni brauð og heimaalningunum pela eða klappað kisu sem vapp- aði um í rólegheitunum. Haninn úr hænsnahópnum spókaði sig á svæðinu og gaf karlmennsku sína til kynna með myndarlegu gali öðru hverju. Grísirnir voru frekar heimóttalegir og flýttu sér inn í bæinn sinn þegar ein- hver nálgaðist girðinguna þeirra. Þeir ráku síðan trýnið út um dyrnar til að kanna málið betur. Lítið leiksvæði er aftan við veitingahúsið og getur fólk fylgst með börnunum þar á meðan það fær sér kaffi og köku. Þau Helgi og Hólmfríður sögðu þessa stækkun eitt skref í. að þróa garðinn. Þau ættu sér ýmsar hugmyndir til að fram- kvæma í tengslum við þá að- stöðu sem komin er. Hátíðleg fermingar- guðsþjónusta á Flateyri FIMM drengir í Flateyrar- kirkju fermdust jt hvíta- sunnudag, 4. júní sl. Það voru þeir Atli Már Sigurðsson, Gunnar Páll Hálfdánarson, Grétar Öm Eiríksson, Halldór Gunnar Pálsson og Hólmar Jóhann Hinriksson. Viðstaddir guðsþjónustuna voru fjórir fermingardregngir sem nú héldu upp á það að 50 ár eru liðin frá fermingu þeirra. Þeir fermdust í Flat- eyrarkirkju á hvítasunnudag fyrir hálfri öld, hinn 20. maí 1945. Þeir sem nú vitjuðu kirkju sinnar í tilefni af ferm- ingarafmælinu voru Garðar Þorsteinsson, Hallur Stefáns- son, Óskar Magnússon og Snæbjöm Ásgeirsson. Þijár fermingarsystur þerira vom fjarstaddar, þær Dóróthea Guðmundsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Rakel Jóns- dóttir. Einn úr hópnum er látinn; Guðmundur B. Þor- láksson, jarðsettur í kirkju- garðinum á Flateyri. 50. ára fermingarbörnin færðu kirkjunni umbúnað um kaleik og patínu (velum og bursa) að gjöf og fermingar- drengjum vorið 1995 færðu þeir Passíusálmana áritaða. Þennan sama daga fermd- ust í Holtakirkju í Ónundar- firði þrir drengir; Hlynur Kristjánsson, Hörður Bjarna- son og Jónatan Magnússon. Morgunblaðið/Gísh Fnðnk ___ BÁTSLÍKÖN Gríms Karlssonar skipstjóravoru til sýnis í Kjarnanum og vöktu mikla athygli hátíðar- gesta. Þar mátti finna ólíkar skipategundir allt frá Iitlum bátum upp í stærstu togara. Líkönin og fjölmargar skipamyndir verða til sýnis í Kjarnanum út sumarið. FJÖLMENNT var á mar- hnútaveiðikeppninni í Njarð- víkurhöfn. Sumarvaki á Suðurnesjum Velheppnuð fjölskylduhátíð FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Sumarvaki á Suðurnesjum var haldin í fyrsta sinn um hvíta- sunnuhelgina og heppnaðist hún mjög vel að mati skipu- leggjenda hátíðarinnar. Hátíð- arhöldum sem þessum er að sögn skipuleggjenda ætlað að efla menningarlíf á svæðinu og laða að ferðamenn á Suður- nesjasvæðið, jafnt innlenda sem erlenda. Að líkindum fundu allir eitt- hvað við sitt hæfi en hátíðar- gestir gátu reynt sig í mar- hnútaveiðikeppni, skoðað báts- líkön Gríms Karlssonar skip- stjóra og farið í útsýnisferðir um Keflavíkurflugvöll, í göngu- ferð um nágrenni Keilis og fjöruskoðunarferð um Fitjar. Hitaveita Suðurnesja var með opið hús og kynnti starfsemi sína. Málverkasýningar var opnaðar af þessu tilefni og kór Keflavíkurkirkju hélt tónleika í Keflavíkurkirkju. Ungu kyn- slóðinni var loks boðið á popp- tónleika í Félagsbíói og á dans- leik í Stapa. AHUGAMENN um flugvélar og módelsmíði komu saman á íþróttavellinum í Keflavík og fylgdust með flugsýningu Flugmódelklúbbsins. f skóla í 50 ár Skagaströnd - Við skólaslit Höfðaskóla 31. maí voru Elín- borgu Jónsdóttur þökkuð heilladijúg störf fyrir skólann í hálfa öld. Elínborg hefur verið starfs- maður skólans í 50 ár nú í vor, lengst af sem kennari en síð- ustu ár sem bóka- vörður og bókasafnskennari. Á skólaslitunum var henni afhent gjöf sem þakklætis- vottur frá Skagstrendingum og á eftir var haldið kaffisam- sæti henni til heiðurs. Hefur kennt þremur ættliðum í ávarpi skólastjóra, Ingi- bergs Guðmundssonar, til Elínborgar kom fram að hún hefur nú kennt allt upp í þremur ættliðum Skag- strendinga. Þar á meðal hon- um sjálfum og töluverðum hluta af núverandi kennaral- iði skólans. Sagði hann það styrk skólans að njóta enn starfskrafta Elínborgar og reynslu, væri hún víðlesin og margfróð. Elínborg þakkaði hlýhug í sinn garð en sagðist þó vera í vafa hvort ekki væri nær að hún þakkaði Skagstrend- ingum fyrir að hafa treyst sér fyrir hluta af uppeldi barna sinna svo lengi. Elinborg Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.