Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 41 + Þuríður Tómas- dóttir Bjarna- son fæddist í Reykjavík 1. des 1901. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi 31. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Vilhelmína Soffía Sveinsdóttir, f. 13.4. 1870, d. 3.5. 1939, og Tómas Jónsson skipstjóri, f. 16.3. 1872, d. 8.4. 1956, en þau bjuggu allan sinn búskap i vesturbænum í Reykjavík. Systkini hennar voru: Louisa, f. 21.9. 1895, d. 16.10. 1973, Oddur Júlíus, f. 14.7. 1897, d. 12. 10. 1991, Sveinn, f. 12.8. 1898, d. 23.7. 1960, Vilhelmína Soffía, f. 21.9. 1908, d. 13.11. 1987. Eftirlifandi er Jóna Guð- björg, f. 14.8. 1904. Hinn 30. október 1926 giftist Þuríður Camillusi Wich Bjarnasyni málarameistara, f. ELSKULEG amma okkar, Þuríður T. Bjarnason, hefur nú fengið hvíld- ina eftir langan ævidag. Andlát ömmu Þuru bar ekki snöggt að, engu að síður er erfitt að trúa að hún sé dáin. Við systkinin eigum margar góðar minningar um ömmu. Eftir að afi Cammi dó sótti pabbi yfirleitt ömmu til að borða kvöld- matinn með okkur og ef hann var ekki farinn að stað þegar maturinn var kominn í pottana var farið að forvitnast um hvort að amma ætl- aði nú ekki að koma í kvöld. Fyrir matinn náðu Haukur og amma oft að slappa af eftir daginn með því að spila marías og viðkvæði ömmu, ,Spaði, sprengjan úti á hlaði“, lýsir vel hversu stutt var alltaf í húmor- inn hjá ömmu og oft urðu ansi fjör- legar umræður við spilaborðið. Ófá voru jólin, þar sem pakkarn- ir undir jólatrénu voru ,svakalega“ margir og var eftirvæntingin hjá okkur krökkunum oft gífurlega mikil en þegar byijað var að lesa á pakkana kom í ljós að þeir rötuðu 24.9. 1905, d. 12.9. 1976, og eignuðust þau fimm börn: 1) Þórir Jóhannes, f. 2.2. 1927, d. 15.3. 1993. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðfríður Her- mannsdóttir. 2) Jarþrúður, f. 2.4. 1928, d. 1.2. 1978. Eiginmaður henn- ar var Óli Ragnar Georgsson. 3) Rafn, f. 10.9. 1928. Eiginkona hans var Magnfríður Perla Gústafsdóttir. 4) Benedikt Bjarni, f. 7.1. 1936. Eiginkona hans er Matta Friðriksdóttir. 5) Tómas Halldór, f. 31.3.1938, d. 2.2. 1941. Alls eru afkom- endur Þuríðar og Camillusar orðnir 67. Auk fimm barna eru 19 barnabörn, 40 barnabarna- börn og þrjú barnabarna- barnabörn. Utför Þuríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. nú flestir í hendurnar á ömmu. En við nutum nú samt góðs af, því að í flestum þessara pakka var eitt- hvert góðgæti sem hún var dugleg við að halda að okkur. Og úr því við erum að tala um jólin, þá má ekki gleyma öllum þeim stundum sem fóru í að skrifa kveðjur á jóla- kort til útlanda. Amma hafði verið mikið á faraldsfæti, sérstaklega á Norðurlöndunum, þar sem hún eignaðist marga kunningja, sem hún hélt ævinlega góðu sambandi við. Hennar sjálflærða skandinav- iska dugaði henni vel í samskiptum við þessa kunningja sína, þótt okk- ur sem vorum skólagengin í dönsku fyndist hún oft dálítið heimatilbúin, þegar hún las okkur fyrir við jóla- kortaskriftirnar, og höfðum gaman af. Danmörk var alltaf ofarlega í huga ömmu og þegar Þyrí kom heim í frí frá Danmörku gat amma setið og talað um dvöl sína í Dan- mörku, eins og hún hefði verið þar í gær. Hún mundi greinilega götu- heiti og þá staði sem hún hafði komið á, svo að hægur vandi var að finna þá eftir lýsingum hennar þegar til Danmerkur var komið. Með þessum fáu orðum viljum við systkinin kveðja ömmu okkar og minningin um góða ömmu mun geymast í hjarta okkar það sem eftir er. Elsku amma, við þökkum þér allar góðu stundirnar og munum við búa að því, að hafa verið svo lánsöm að hafa kynnst þér svona vel. Megi góður guð geyma þig. Blessuð sé minning hennar. Þyrí, Sigurður og Haukur. Lokið hefur lífshlaupi sínu Reykjavíkurmærin Þuríður Tómas- dóttir. Hún var fædd og uppalin á Bræðraborgarstíg 35, dóttir Tóm- asar Jónssonar skútuskipstjóra og eiginkonu hans Vilhelmínu Sveins- dóttur. Hún sá bæinn vakna. Hún sá breytingarnar og framfarirnar. Við urðum góðar vinkonur og áttum margar góðar stundir saman. Fimmtíu og fimm ár skildu okkur að árum en ekkert í anda. Hún var alltaf ung. Hún var af þeirri kyn- slóð sem þurfti að hafa fyrir lífinu, en hún tók lífinu mátulega létt. Við spjölluðum mikið þegar við hitt- umst. Hún sagði mér frá uppvaxtar- árunum sínum og dró ekkert und- an. Hlutirnir voru sagðir eins og þeir voru og fyrir vikið var gaman að hlusta á hana. Hún ferðaðist eins mikið og hún hafði tök á og sagði mér margar ferðasögur. Hún var glaðlynd og skemmtileg. Á ár- unum í kringum 1925 bjó hún með foreldrum og systkinum í Viðey þar sem faðir hennar var fiskmatsmað- ur og á ljósmyndasýningu í gamla skólahúsinu í Viðey í fyrrasumar voru myndir af Þuru frænku ásamt systrum og þó myndirnar væru ekki mjög skýrar þá þekktist hún af glettninni í andlitinu Eg og mín fjölskylda þökkum Þuru frænku fyrir allt sem hún gaf okkur og vottum við börnum henn- ar og þeirra fjölskyldum samúð okkar. Einnig fylgja innilegar sam- úðarkveðjur frá ættingjum í Banda- ríkjunum. Louisa Okkur langar að minnast ömmu okkar með fáeinum orðum. Amma var alltaf mjög heilsuhraust og minnumst við hennar sem atorku- mikillar konu. Hún hafði mjög gam- an af því að ferðast og átti skemmti- legt myndasafn sem oft var blaðað í þegar við sóttum hana og Camma afa heim í Kópavoginn. Ferðasögur hennar voru einnig skemmtilegar því hún lenti í ýmsu á ferðalögum sínum. Minnust við sérstaklega einnar sögu en amma var þá stödd á Spáni þegar piltar á mótorhjóli reyndu að hrifsa af henni handtösk- una sem hún bar á öxlinni. Þeim tókst ekki ætlunarverkið þar sem amma hafði vafið töskunni svo dug- lega um hendina og fyrr hefði eitt- hvað annað þurft að gefa sig en að amma léti ræna sig um hábjart- an dag. Þessi saga er einmitt svolít- ið lýsandi fyrir hana og hverskonar kjarnorkukona hún var. Hin síðari ár var heilsan ekki alltaf í lagi en aldrei heyrðist hilír kvarta frekar en venjulega. Það var aldrei mikil lognmolla í kringum ömmu og efumst við um að svo sé hinum megin við móðuna miklu þar sem hún er sjálfsagt strax byijuð að heilsa upp á alla ættingja og vini. Elsku amma, með þessum fátæk- legu orðum fylgir okkar hinsta kveðja og hvíl þú í friði. Rafnsbörn. t Faðir okkar, SÆMUNDUR SÆMUNDSSON, SkarSi, áðurtil heimilis á Kleppsvegi 30, Reykjavik, andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi mánudaginn 5. júní. Sigriður Theodóra Sæmundsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Sæmundur Sæmundsson. t Amma okkar, SIGURBJÖRG HELGA SIGURVINSDÓTTIR, Flúðaseli 40, áður Hagamel 43, lést í Landspítalanum laugardaginn 3. júní. Ingibjörg S. Karlsdóttir, Sigurbjörg K. Karlsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MATTHÍAS GUÐMUNDSSON vélsmiður, Þingeyri, sem lést 3. júní sl. verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju þriðjudaginn 13. júní kl. 14.00. Camilla Sigmundsdóttir, Jónas Matthíasson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gerður Matthiasdóttir, Ólafur Bjarnason, Guðmundur Jón Matthiasson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞURIÐUR T. BJARNASON Síðumúla 23 • 108 Reykjavík Sími: 533-5000 • Fax: 533-5330 SECÚRITAS Óbrigðul aðferð til að muna nýja númerið okkar Seinni helminginn manstu þegar þú hugsar um stærsta íslenska peningaseðilinn. Þá er bara fremri hluti númersins eftir. Fyrsti stafurinn er fimm eins og í öllum öðrum númerum á höfuðborgarsvæðinu, svo nú er bara 33 eftir. Þá þarf aðeins að leggja á minnið aðra töluna því hin er nákvæmlega eins. Og svo þú gleymir henni ekki, er eitt ráð - bara til öryggis. Teldu punktana í Securitas merkinu. 5 33-5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.