Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 51
BRÉF TIL BLAÐSHMSS
Leikj avor dagur
aldraðra 26. maí sl.
Frá Þorsteini Einarssyni:
ALDRAÐIR komu saman í íþrótta-
húsi að Austurbergi í Reykjavík 26.
maí og héldu sinn leikjavordag. Þátt-
taka var frá þrettán heimilum aldr-
aðra í Reykjavík og að auki af Sel-
tjarnarnesi, Hafnarfirði og Kópa-
vogi. Alls voru mættir rúmlega 300
í hið vistlega hús þar sem ljúft starfs-
fólk undir stjórn Gunnars Hauksson-
ar hússtjóra bjó mótinu vistlega að-
stöðu.
En stjórn félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra hafði boðið fólkið
velkomið, leiddi Sigvaldi Þorgilsson
danskennari það til göngu um salar-
gólfið undir harmonikuleik Ernst
Bachmanns. Eftir það skiptust á
sýningar, almennur söngur og
fyndnisögur. Kaffihlé var tekið og
hinir öldruðu hvíldir, með því að
yngsti flokkur stúlkna í Umf. Stjörn-
unni í Garðabæ sýndi leikfimi og
stökk á dýnum. Stjórnendur: Gyða
Kristmanns og Áslaug Óskarsdóttir.
Stjórnendur flokkanna eru: Krist-
ín Einarsdóttir (Hvassaleiti og
Lönguhlíð); Jónas Þorbjarnarson
(Vesturgata, Hraunbær og Vita-
torg); Guðný Helgadóttir (Hæðar-
garði, Gimli, og Sléttuhlíð). Jenný
Ólafsdóttir (Seltjarnarnesbæ); Sig-
valdi Þorgilsson stjórnaði tveimur
dansflokkum; Sigríður Skúladóttir
(Hafnarfirði); Ingveldur Þorvalds-
dóttir sagði fyndnisögur og að lokum
stjórnaði Sigvaldi Þorgilsson al-
mennum dansi.
Veitingar komu frá dvalarheimil-
unum.
Stjórn söngsins og ýmsa fyrirgre-
iðslu önnuðust frá stjórn félagsins:
Guðrún Nielsen (form.), Soffía Stef-
ánsdóttir, Elísabet Hannesdóttir,
Ingveldur Þorvaldsdóttir, Ólöf Þór-
arinsdóttir og Ernst Backmann.
Margir urðu til að þakka hinum
öldruðu og félaginu fyrir þessa sam-
gleði.
ÞORSTEINN EINARSSON,
Laugarásvegi 47.
Ögeðfelldur fr éttaflutningur
Frá Norbert Muller-Opp:
ÉG VIL mótmæla fréttaflutningi
Ríkissjónvarpsins 27. maí sl. í frétt
um hótelbruna þar sem 7 eða 8
manns létu lífið. Þar var sýnd deyj-
andi kona sem var borin út í sjúkra-
bíl af hjálparmönnum. Hún lá á
börum og af henni sást aðallega
annað brjóstið.
Mér fannst þetta niðurlægjandi
og særandi. í fréttum er það sýnt
sem fréttamenn leggja áherslu á.
Konan í þessari frétt gat ekki
varið sig fyrir myndavélum eftir að
hjálparmenn höfðu gleymt að hylja
líkama hennar.
Tilhugsun um að líkami minh eða
aðstadenda minna verði til sýnis á
þennan hátt vekur óhug minn.
Ég bið alla sem sinna fréttaflutn-
ingi að hugsa um ábyrgðina sem
fylgir þessu starfi og bera virðingu
fyrir fólkinu sem verður fyrir áfalli
eða slysi.
NORBERT MULLER-OPP,
Grænumörk löf, Hveragerði.
Suzuki
Upplýsingar um
Internettengingu
við Morgunblaðið
VEGNA fjölda fyrirspurna varð-
andi Internet-tengingu við Morg-
unblaðið, skal eftirfarandi áréttað:
Tenging við heimasíðu
Morgunblaðsins
Til þess að tengjast heimasíðu
Morgunblaðsins, sláið inn slóðina
http://www.centrum.is/mbl/
Hér liggja ýmsar almennar upplýs-
ingar um blaðið, s.s netföng starfs-
manna, upplýsingar um hvernig
skila á greinum til blaðsins og
helstu símanúmer.
Morgunblaðið á Internetinu
Hægj; er að nálgast Morgun-
blaðið á Internetinu á tvo vegu.
Annars vegar með því að tengjast
heimasíðu Strengs hf. beint með
því að slá inn slóðina
http://www.strengur.is eða með
því að tengjast heimasíðu blaðsins
og velja Morgunblaðið þaðan.
Strengur hf. annast áskriftar-
sölu Morgunblaðsins á Internetinu
og kostar hún 1.000 krónur.
Sending efnis
Þeir kem óska eftir að senda
efni til blaðsins um Internetið noti
netfangið: mbl@centrum.is.
Mikilvægt er að lesa vandlega
upplýsingar um frágang sem má
finna á heimasíðu blaðsins. Það
tryggir öruggar sendingar og
einnig að efnið rati rétta leið í
blaðið. Senda má greinar, fréttir
og myndir eins og fram kemur á
heimasíðu blaðsins.
Mismunandi tengingar
við Internet
Þeir sem hafa Netscape/Mos-
aic-tengingu eiga hægt um vik að
tengjast blaðinu. Einungis þarf að
slá inn þá slóð sem gefin er upp
hér að framan.
Þeir sem ekki hafa Netscape/
Mosaic-tengingu geta nálgast
þessar upplýsingar með Gopher-
forritinu. Slóðin er einfaldlega
slegin inn eftir að forritið hefur
verið ræst.
Mótöld
Heppilegast er að nota a.m.k.
14.400 baud-mótald fyrir
Netscape/Mosaic tengingar. Hægt
er að nota afkastaminni mótöld
með Gopher-forritinu.
ABT - BAÐÞIUUR
Stórglæsilegar amerískar
flísabaöþiljur í miklu úrvali á
hreint ótrúlega lágu verði!
Stærð 122x244 cm.
t>. ÞORGRÍMSSON &CO
Ármúla 29,108 Rvik., slmar 91 -38640, 91 -686100.
Suzuki Baleno býðst 3ja eða 4ra dyra með vali um tvær
aflmiklar 16 ventla vélar, 86 hö eða 99 hö.
Val er um 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu f
öllum gerðum Suzuki Baleno.
BALENO
Nýr Japai^kur
fJðitEkyliIubfll í fullrl itari
Ótrúlega hagstætt verð
Mkr. 1.089.000.-
$ SUZUKI
Komið og
reynsluakið.
BALENO - AFL 0G ÖRYGGI
----*///.-----------------
SUZUKI BÍLAR HF.
SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100
Gutenberg