Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 51 BRÉF TIL BLAÐSHMSS Leikj avor dagur aldraðra 26. maí sl. Frá Þorsteini Einarssyni: ALDRAÐIR komu saman í íþrótta- húsi að Austurbergi í Reykjavík 26. maí og héldu sinn leikjavordag. Þátt- taka var frá þrettán heimilum aldr- aðra í Reykjavík og að auki af Sel- tjarnarnesi, Hafnarfirði og Kópa- vogi. Alls voru mættir rúmlega 300 í hið vistlega hús þar sem ljúft starfs- fólk undir stjórn Gunnars Hauksson- ar hússtjóra bjó mótinu vistlega að- stöðu. En stjórn félags áhugafólks um íþróttir aldraðra hafði boðið fólkið velkomið, leiddi Sigvaldi Þorgilsson danskennari það til göngu um salar- gólfið undir harmonikuleik Ernst Bachmanns. Eftir það skiptust á sýningar, almennur söngur og fyndnisögur. Kaffihlé var tekið og hinir öldruðu hvíldir, með því að yngsti flokkur stúlkna í Umf. Stjörn- unni í Garðabæ sýndi leikfimi og stökk á dýnum. Stjórnendur: Gyða Kristmanns og Áslaug Óskarsdóttir. Stjórnendur flokkanna eru: Krist- ín Einarsdóttir (Hvassaleiti og Lönguhlíð); Jónas Þorbjarnarson (Vesturgata, Hraunbær og Vita- torg); Guðný Helgadóttir (Hæðar- garði, Gimli, og Sléttuhlíð). Jenný Ólafsdóttir (Seltjarnarnesbæ); Sig- valdi Þorgilsson stjórnaði tveimur dansflokkum; Sigríður Skúladóttir (Hafnarfirði); Ingveldur Þorvalds- dóttir sagði fyndnisögur og að lokum stjórnaði Sigvaldi Þorgilsson al- mennum dansi. Veitingar komu frá dvalarheimil- unum. Stjórn söngsins og ýmsa fyrirgre- iðslu önnuðust frá stjórn félagsins: Guðrún Nielsen (form.), Soffía Stef- ánsdóttir, Elísabet Hannesdóttir, Ingveldur Þorvaldsdóttir, Ólöf Þór- arinsdóttir og Ernst Backmann. Margir urðu til að þakka hinum öldruðu og félaginu fyrir þessa sam- gleði. ÞORSTEINN EINARSSON, Laugarásvegi 47. Ögeðfelldur fr éttaflutningur Frá Norbert Muller-Opp: ÉG VIL mótmæla fréttaflutningi Ríkissjónvarpsins 27. maí sl. í frétt um hótelbruna þar sem 7 eða 8 manns létu lífið. Þar var sýnd deyj- andi kona sem var borin út í sjúkra- bíl af hjálparmönnum. Hún lá á börum og af henni sást aðallega annað brjóstið. Mér fannst þetta niðurlægjandi og særandi. í fréttum er það sýnt sem fréttamenn leggja áherslu á. Konan í þessari frétt gat ekki varið sig fyrir myndavélum eftir að hjálparmenn höfðu gleymt að hylja líkama hennar. Tilhugsun um að líkami minh eða aðstadenda minna verði til sýnis á þennan hátt vekur óhug minn. Ég bið alla sem sinna fréttaflutn- ingi að hugsa um ábyrgðina sem fylgir þessu starfi og bera virðingu fyrir fólkinu sem verður fyrir áfalli eða slysi. NORBERT MULLER-OPP, Grænumörk löf, Hveragerði. Suzuki Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varð- andi Internet-tengingu við Morg- unblaðið, skal eftirfarandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægj; er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir kem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. ABT - BAÐÞIUUR Stórglæsilegar amerískar flísabaöþiljur í miklu úrvali á hreint ótrúlega lágu verði! Stærð 122x244 cm. t>. ÞORGRÍMSSON &CO Ármúla 29,108 Rvik., slmar 91 -38640, 91 -686100. Suzuki Baleno býðst 3ja eða 4ra dyra með vali um tvær aflmiklar 16 ventla vélar, 86 hö eða 99 hö. Val er um 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu f öllum gerðum Suzuki Baleno. BALENO Nýr Japai^kur fJðitEkyliIubfll í fullrl itari Ótrúlega hagstætt verð Mkr. 1.089.000.- $ SUZUKI Komið og reynsluakið. BALENO - AFL 0G ÖRYGGI ----*///.----------------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100 Gutenberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.