Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 64

Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 64
 *« •« <1 immm.- *■' ■• * a.lltaf á MiövikudögTon MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kjarasamningar leikskólakennara Samninganefndir sjómanna og LÍÚ boðaðar til fundar Sjómenn geti krafist samninga um verð FORYSTUMENN sjómannasam- takanna og LÍÚ samþykktu í gær- kvöldi að taka upp viðræður til lausnar kjaradeilu sjómanna á grundvelli óformlegrar sáttatillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í gærmorgun. Forystumennimir náðu saman um samningstexta og verður hann lagður fyrir samninga- nefndir beggja aðila í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í tillögu ríkissáttasemj- ara gert ráð fyrir að sjómenn geti ■krafíst samninga um viðskipti með afla hvort sem um er að ræða við- skipti milli aðila þar sem útgerð og fískvinnsla er á sömu hendi eða í viðskiptum óskyldra aðila. í tillögum sem ræddar voru fyr- ir helgi var gert ráð fyrir að sjó- menn gætu krafist samninga milli skyldra aðila og að lágmarksverð yrði ákveðið til að koma í veg fyr- ir að brotið yrði á sjómönnum í viðskiptum milli óskyldra aðila. Tillagan gerir ráð fyrir að ef ekki náist samningar um fiskverð geti sjómenn leitað eftir áliti eða úr- skurði nefndar. Bjartsýni ríkjandi Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Farmanna- og fískimannasam- bandsins, sagði að deiluaðilar hefðu samþykkt að reyna að feta sig í átt til lausnar deilunni um verð- myndun á físk á grundvelli tillögu sáttasemjara. Hvort það tækist kæmi í ljós í dag. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að þokast hefði í rétta átt og að hann væri bjartsýnni um lausn en áður. Hann sagði áður en samningafundi lauk í gær að samn- inganefndirnar yrðu ekki boðaðar saman til fundar nema að líkur bentu til að skriður væri að komast á viðræður. Forystumenn sjómanna og LÍÚ gengu á fund sjávarútvegsnefndar Alþingis í gær og gerðu henni grein fyrir stöðu viðræðnanna. ■ Sérsamningar til skoðunar/4 Byijunarlaun um 80 þúsund kr. á mánuði FÉLAG íslenskra leikskólakennara hefur lokið gerð kjarasamnings við ríkið og borgina en í gærkvöldi var haldinn samningafundur félagsins með launanefnd sveitarfélaga. Að sögn Bjargar Bjarnadóttur, varaformanns Félags íslenskra leik- skólakennara, er kjarasamningurinn sem gerður var við ríkið og Reykja- víkurborg hliðstæður kjarasamning- um landssambanda ASÍ. Honum til viðbótar er komið til móts við einstakar sérkröfur leik- skólakennara. Sagði hún samning- ana fela í sér umbun til starfsmanna sem eru í fullu starfi. Einnig eru gerðar leiðréttingar á kjörum leik- skólastjóra þar sem tekið er aukið tillit til náms þeirra í sambandi við starfsaldurshækkanir. í launalið samningsins er kveðið á um krónutöluhækkanir frá 1. maí og aftur um næstu áramót, mismun- andi miklum eftir einstökum hópum en nýliðar fá þó mestu hækkanirnar að sögn Bjargar og eiga byrjunar- laun að vera komin í um 80 þúsund kr. á mánuði innan ákveðins tíma. Tveir drengir fluttir rænulausir og með uppköst á bráðamóttöku Landspítalans Morgunblaðið/Kristinn Sól og sumarís Það hefur verið sumarlegt um að litast í Reylyavík undanfarið. Þessar ungu hnátur notuðu tækifærið einn góðviðrisdaginn og fengu sér gómsætan ís með dýfu og hrís sem aldrei bragðast bet- ur en í hlýrri sumarsól. Landsmenn vona að suðrænir vindar reki kulda og nepju norður í höf svo ylur sum- arsins megi umvefja landið allt. í dag var gert ráð fyrir hægri vestlægri átt eða breytilegri um landið, skýj- uðu veðri með köflum vestan til en víðast léttskýjuðu austanlands. Fárveikir af landadrykkju TVEIR drengir, 11 og 13 ára, veiktust alvar- lega í gær eftir hafa drukkið landa en sam- kvæmt upplýsingum lögreglu er ekki hægt að útiloka að einhver hættuleg efni hafi myndast í vökvanum. Drengirnir höfðu báðir kastað upp og voru fluttir meðvitundarlausir á bráðamót- töku Landspítalans. Eftir læknisskoðun var annar drengurinn lagður á gjörgæsludeild Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum læknis á bráðamót- töku Landspítalans voru drengirnir mjög illa haldnir eftir landadrykkju þegar komið var með þá svo ástæða þótti til að leggja þá báða inn. Var líðan piltanna eftir atvikum í gær- kvöldi. Lá veikur á skólalóð Lögreglunni barst síðdegis tilkynning um að ungur drengur lægi veikur á lóð Austurbæjarskóla. Þegar lögreglan kom á staðinn var ljóst að ástand drengsins var ekki eðlilegt. Hann var rænulaus og var hann þegar í stað fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Nærstödd börn gátu gefið lögreglu upplýs- ingar um að annar piltur hefði einnig veikst og væri kominn heim til sín. Brutust inn Þegar lögregla og sjúkraflutningsmenn komu að heimili hans var ekki svarað þegar þeir reyndu að komast inn og þurftu sjúkraflutningamenn að bijótast inn í húsið til að finna drenginn. Komu þeir að honum einum og illa höldnum uppi í rúmi og hafði hann kastað upp. Var drengurinn þegar í stað fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan fann plastbrúsa á lóð Austur- bæjarskóla sem talið er að drengirnir hafi drukkið úr og var megn spíralykt úr brúsan- um. Innihald brúsans var sent í greiningu í gærkvöldi en samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki útilokað að um illa gerðan og hættuleg- an landa hafí verið að ræða. Landi ” bruggaður á salernum Lögreglan varar mjög við drykkju unglinga og barna á landa sem er í umferð og bendir á að hann sé mjög misjafn að gæðum og geti verið stórhættulegur heilsu fólks. Nokkur tilfelli, mismunandi alvarleg, hafa komið upp þar sem unglingar hafa veikst eftir landadrykkju. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns sanna dæmin að landi sem er í umferð getur verið mjög varasamur og oft framleiddur við aðstæður þar sem þrifn- aði er ábótavant. Ómar sagði að dæmi væru um að landi hefði verið bruggaður inni á salernum, í ílátum sem ekki hefðu verið hreinsuð. Sagði hann lögregl- una hafa verulegar áhyggjur af þessu því allt- af væri sú hætta fyrir hendi að einhver ólyfjan kæmist í vökvann. Morgunblaðið/Golli FRIÐRIK Björgvinsson lögreglumaður með landabrúsann sem fannst við Austur- bæjarskóla. Talið er að drengirnir hafi drukkið úr brúsanum. Bjargaði 8 ára dótt- ur sinni ór sjónum ÁTTA ára gömul stúlka féll í sjóinn við höfnina á Suðureyri í gær en faðir stúlkunnar, sem var við vinnu skammt frá, stökk á eftir henni í sjóinn og náði henni fljótt upp úr. Stúlk- - an var á reiðhjóli og hjólaði á bryggjukantinn með fyrr- greindum afleiðingum og féll milli skips og bryggju. Lög- reglu var tilkynnt um slysið kl. 18.40. Að sögn lögreglu varð faðir stúlkunnar fyrst áskynja um slysið þegar hann heyrði skvamp í sjónum. Höfuð stúlk- unnar slóst utan í bát þegar hún féll fram af bryggjunni og skarst hún á höfði. Stúlkan var flutt á sjúkrahúsið á ^ísafirði. Þar var gert að sárum hennar og m.a. saumuð fímm spor í skurð á höfði hennar. Önnur meiðsl hennar voru smávægileg. Að sögn lögreglu hjólaði stúlkan utan í bryggjukantinn og svo virðist sem hún hafí farið kollhnís fram af og í sjó- inn. Kólerusótt í kúmí Eyjafirði Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðid. BLÓÐKREPPUSÓTT, sem er smitandi veirusótt, heijar nú á eyfírskar kýr. Að sögn Ármanns Gunnars- sonar héraðsdýralæknis Aust- ur-Eyjafjarðarumdæmis hefur veikin verið að stinga sér niður á nokkrum bæjum á Svalbarðs- strönd og í Eyjafjarðarsveit. Þegar pestin berst í fjósið smit- ast flestar kýrnar og missa veruleg nyt. Sumar kýr fara illa útúr veikinni og ná sér ekki fyrr en á næsta mjólkurskeiði. Því getur verið um verulegt tjón að ræða fyrir kúabændur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.