Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 1

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 1
96 SIÐUR LESBOK/C/D 135.TBL.83.ÁBG. LAUGARDAGUR17. JÚNÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Faðir í fimm mín- útur á dag London. Daily Telegraph. KARLMENN heyrast oft og tíð- um guma sig af því hvað þeir taki virkan þátt í uppeldi barna sinna og þykir það bera vitni breyttum tímum. Hlutimir hafa hins vegar lítið breyst ef marka má nýja könnun, sem gerð var á Bretlandi og leiddi í ljós að á virkum degi veija karlmenn þar í landi að jafnaði ekki nema fimm mínútum með afkvæmum sínum. Samkvæmt könnuninni kjósa feður fremur að slappa af fyrir framan sjónvarpið, skreppa út á krá og svitna í íþróttasölum en að skipta á bömunum sínum, mata þau og svæfa. Ekkert er föðumum jafnkærkomið og hringing úr vinnunni þegar hann er að lesa sögu fyrir barnið sitt fyrir svefninn. Höfundur könnunarinnar, Rob Parsons, segir að karlar láti samkeppni á vinnustað ganga fyrir og hugsi með sér að þeir muni hafa tíma síðar. „Sá tími kemur hins vegar aldr- ei,“ segir hann. Arás Tsjetsjena á Budennovsk hefur kostað að minnsta kosti 117 manns lífið Algert ráðleysi ríkir hjá rússneskum yfirvöldum kvu, Budennovsk. Reuter. RÚSSNESKIR embættismenn virt- ust í gær vera algerlega ráðalausir gagnvart gíslatöku tsjetsjenskra skæruliða í rússneska bænum Bud- ennovsk. Talið er að gíslarnir séu um 2.000 en að minnsta kosti 117 manns hafa látið lífið. Þá myrtu skæruliðarnir fimm gísla í fyrri- nótt. Sagði Pavel Gratsjov, varnar- málaráðherra Rússlands, í gær að eina leiðin til að þess að bjarga gíslunum væri að beita hervaldi, „eins fljótt og auðið er“. Nikolaj Jegorov, aðstoðarforsætisráðherra, kvaðst hins vegar telja að ekki ætti að ráðast gegn skæruliðunum þar sem það stefndi lífum hundraða manna í hættu. Skæruliðarnir ítrekuðu í gær hótanir sínar um að sprengja sjúkrahúsið í loft upp eftir að samn- ingaviðræður við rússneska emb- ættismenn fóru út um þúfur. Að sögn Andrejs Tsjernenkos, emb- ættismanns stjórnarinnar í Bud- ennovsk, tókst ekki að ná sam- komulagi í viðræðum við skærulið- ana, sem fram fóru í gegnum síma. Vilja Jeltsín heim Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sem hélt í gær til Kanada þar sem hann situr fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims, sagðist hafa íhugað að hætta við för sína vegna gísla- tökunnar í Budennovsk en ákveðið að sækja fundinn. Hefur þessi ákvörðun vakið mikla reiði og er talin veikja stöðu ríkisstjórnarinnar en 21. júní nk. verða greidd at- kvæði um vantrauststillögu á hana. Kommúnistar og lýðræðisöfl á rússneska þinginu sameinuðust um ályktun þar sem segir að „atburðir í norðurhluta Kákasus, sérstaklega harmleikurinn í Budennovsk, sýni greinilega að yfirvöld séu óvirk og ófær um að fínna lausn á vandan- Reuter Shamil Basajev um í Tsjetsjníju". Ályktunin var samþykkt með 258 atkvæðum gegn engu. Jegor Gajdar, leiðtogi Valkosts Rússlands, sagði að „valdamikla ráðherra" ætti að reka, þeirra á meðal Gratsjov, Viktor Jerín, innanríkisráðherra og Sergei Step- hasjín, yfirmann leyniþjónustunn- ar. Rússar óttast mjög að Tsjetsjen- ar beri næst niður í Moskvu, en leiðtogi skæruliðanna, Shamil Basajev, sagði þá hafa verið á leið þangað, er þeir ákváðu að láta til skarar skríða í Budennovsk. Hefur hann ýjað að því að skæruliðarnir líti á gíslatökuna sem sjálfsmorðs- árás, segir þá alla reiðubúna að láta lífið. Basajev er einn af reynd- ustu stríðsmönnum Tsjetsjena. Er hann sagður svífast einskis til að ná sínu fram, en fullyrt er að ell- efu ættingjar hans hafi látið lífið í stríðinu í Tsjetsjníju. ■ Samningaviðræður/24 Bankaræningjar myrða lögreglumann Mikil leitá Jótlandi Herlið múslima tekur mikilvægan þjóðveg Pale, Sarajevo. Reuter. SVEITIR bosníska stjómarhersins náðu í gær á sitt vald þjóðvegi á hæð við Sarajevo, sem til þessa hefur ver- ið í höndum Serba. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að ef múslimum tækist að halda veginum milli Pale og Lukavica, væri um veru- legan hemaðarsigur að ræða. Serbar efndu hins vegar til gagnsóknar og var hart barist áfram um veginn. Bardagar brutust út við Sarajevo strax í dögun á föstudag og vom hörðustu átökin suður af borginni, þar sem vegurinn á milli Pale, sem er „höfuðborg“ Bosníu-Serba, og Lukevica, þar sem helsta herstöð Serba er. Stjómarhemum hefur tvisvar áður í stríðinu tekist að ná veginum á sitt vald, en í bæði skiptin vom sveitir þeirra hraktar til baka Serbar em sigurvissir, en viðurkenna þó að stjómarhemum hafi vaxið ásmegin að undanfömu. Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims, sem sitja á fundi í Halifax, hvöttu til þess í gær að öllum hernaðaraðgerð- um í Bosníu yrði hætt tímabundið. Muhamed Sacirbey, utanríkisráð- herra Bosníu, sagði slíka hvatningu gagnslausa. „Við teljum það vera fár- ánlegt af leiðtogunum að biðja um að öllum hemaðaraðgerðum verði hætt þegar umsátrið um Sarajevo 5 sjálfu sér er hemaðaraðgerð," sagði Sacirbey. Morgunblaðið/Golli Gleðilega þjóðhátíð! BÖRNIN á leikskólunum Jöklaborg, Seljaborg, Hálsa- borg og Hálsakoti héldu í gær sína eigin þjóðhátíð. Þau eru því vel undirbúin fyrir þjóð- hátíðina sjálfa, sem haldin er um land allt í dag. Spáð er austanátt í dag, allhvassri norðanlands, en hægari norð- austan annars staðar. Syðra og vestra á að verða úrkomu- lítið en annars staðar skúrir eða rigning. MÖRG hundmð lögreglumenn á mótorhjólum, í bílum og þyrlum tóku í gær þátt í leit að fjórum eða fímm mönnum sem rændu banka í Árósum á Jótlandi í gærmorgun og skutu rúmlega fertugan lögreglu- þjón á mótorhjóli til bana er hann reyndi að stöðva ræningjana, að sögn Berlingske Tidende. Hópur lögreglumanna á Sjálandi, vopnað- ur vélbyssum, handtók seint í gær- kvöldi þijá menn sem komu með feiju frá Jótlandi er þeir óku á land. Var talið að þeir tengdust málinu en ekki var búið að yfirheyra þá er síðast fréttist. Ránið var framið í útibúi Jyske Bank í Höjbjerg í suðurhluta Árósa. Mennirnir töluðu ensku með sterk- um hreim við starfsfólk bankans en erlent tungumál sín í milli, talið að það hafí ef til vill verið serbó- króatíska eða annað Balkanmál. Þeir báru grímur og voru allir vopnaðir. Aðstoðarmenn þeirra, sem biðu sinna manna í hvítum Renault-bíl, skutu lögregluþjóninn með öflugri skammbyssu, en flúðu síðan af vettvangi. Engir viðskiptavinir voru í bank- anum. Ræningjamir handjámuðu fjóra starfsmenn við miðstöðvar- ofna og komust undan með sem svarar sex milljónum ísl. króna. Á flóttanum rændu þeir bíl og tóku tvo gísla en slepptu þeim ósködduð- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.