Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 7 FRÉTTIR Lj ósmyndasýning Morgunblaðsins Flóðin í Noregi NY ljósmyndasýning með yfirskrift- inni Flóðin í Noregi hefur verið sett upp í anddyri Morgunblaðsins í Kringlunni 1. Fyrir skömmu fóru Urður Gunn- arsdóttir blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari frá Morg- unblaðinu á flóðasvæðin í Noregi og eru myndir sýningarinnar frá þeirri ferð og sýna hinar miklu náttúru- hamfarir. Mestu flóð frá 1789 Flóðin hófust um síðustu mánaða- mót í austurhluta Noregs og eru ein mestu flóð sem orðið hafa frá árinu 1789. Þúsundir manna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og að minnsta kosti 120.000 ferkílómetrar ræktaðs lands hafa farið undir vatn. Flóðin eru nú í rénun víðast hvar að stöðuvatninu Mjösa frátöldu en talið er að flóðin þar muni standa fram í júlí. Myndasafn Morgunblaðsins hefur að geyma ijöldann allan af ljósmynd- um, bæði litmyndir og svarthvítar. Einstaklingar og fyrirtæki geta keypt myndir úr safninu, sem birst hafa í blaðinu, og eru því allar mynd- irnar á sýningunni til sölu.“ Sýningin stendur til föstudagsins 30. júní og er opin kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Morgunblaðið/Kristinn EYÐILEGGING er yfirskrift þessarar myndar sem er á sýningnnni í anddyri Morgunblaðsins. Breytt götuheiti BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögur bygginganefndar um að breyta götuheiti við Sigtún og taka upp nýtt götuheiti í Borgarhverfi. Samþykkt var að fella niður götuheitið Sigtún á þeim hluta göt- unnar sem liggur vestan Kringlu- mýrarbrautar og taka upp nýtt nafn Sóltún á götu sem liggur milli Nóatúns og Borgartúns. Þannig verður Sigtún 1 að Sól- túni 1, Sigtún 3 að Sóltúni 3, Sig- tún 7 að Sóltúni 24, Sigtún 9 að Sóltúni 20 og Sigtún 10 að Sóltúni 16. Þá verður ný gata sem liggur milli Sóltúns og Borgartúns nefnd Mánatún. Jafnframt verður götu- heitið Laugarnesvegur milli núver- andi Sigtúns og Laugavegar fellt niður og sá hluti götunnar nefndur Hátún. Laugamesvegur 13 verður Hátún 49. Fyrirhuguð breyting hefur verið kynnt húseigendum og bárust skrif- leg mótmæli frá einum aðila. Þá hefur verið samþykkt tillaga um ný götuheiti í Borgarhverfi A og B hluta, sem verða Vættaborg- ir. Götuheitið Malarvegur fellur jafnframt niður. Prince Polo I nýjum búnlngi! Nú er hið eina sanna Prince Polo komið í nýjar og betri umbúðir. Fullkomnari framleiðsluaðferðir tryggja þér alltaf nýtt og ferskt Prince Polo. Mundu eftir því næst þegar þú vilt taka þér góða Prince Polo pásu! ------»■ ------- Ahtisaari í heimsókn FORSETI Finnlands, Martti Ahtis- aari, hefur þegið boð forseta ís- lands um að koma ásamt eiginkonu sinni Eevu Ahtisaari í opinbera heimsókn til íslands dagana 26.-28. september nk. Laus emb- ætti og störf aug- lýst til um- sóknar BISKUP íslands hefur auglýst nokkur embætti og störf hjá þjóðkirkjunni laus til umsókn- ar. Skeggjastaðaprestakall í Múlaprófastsdæmi. Sérá Gunnar Sigurjónsson, sókhar- prestur, hefur fengið veitingu fyrir Digranesprestakalli. Prestakallið verður veitt frá 1. ágúst. Seyðisfjarðarprestakall í Austfjarðaprófastsdæmi. Séra Kristján Róbertsson, sóknar- prestur hefur fengið lausn frá störfum fyrir aldurs sakir frá 1. ágúst og verður prestakallið veitt frá þeim tíma. Bjarnarnesprestakall í Skaftafellsprófastsdæmi. Séra Baldur Kristjánsson, sóknar- prestur, hefur verið ráðinn biskupsritari. Prestakallið verður veitt frá 1. september. Staða fræðslustjóra við fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar á Biskupsstofu. Séra Bernharður Guðmunds- son sem hefur verið í leyfi frá starfi fræðslustjóra síðan 1991 vegna starfa sinna fyrir Lút- herska heimssambandið í Genf hefur sagt starfi sínu lausu. Staðan veitist frá 1. október. Staða verkefnisstjóra í safn- aðaruppbyggingu við biskups- embættið. Staðan veitist frá 1. ágúst. Ásbjörn Ólafsson hf. Skútuvogi 11A Sími: 588 7900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.