Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einkaþota á Reykjavíkurflugvelli Deila um leigu vænt anlega að leysast DEILA um leigu einkaþotu af gerðinni Cessna Citation, sem staðið hefur á Reykjavíkurflug- velli frá 2. maí sl. er að öllum líkindum að leysast, að sögn Ástþórs Magnússonar. Fyrirtækið Goldfeder Jet Ltd., sem Ástþór tengist, hefur haft þotuna á leigu af Medraco Lim- ited. Bæði fyrirtækin eru skráð í Karíbahafinu. Deilur risu á milli eigenda og leigutaka vegna leigu þotunnar og segist Ástþór hafa flogið henni hingað til lands eftir að deilurnar komu upp í því skyni að geyma hana hér þar til ágrein- ingurinn leystist. Þotan hefur lengst af staðið í flugskýli Helga Jónssonar. Flugmenn Medraco komu Þotan var tekin út úr skýlinu á miðvikudag en þá voru hingað komnir tveir flugmenn á vegum Medraco. í fréttatilkynningu frá Peace 2000, samtökum sem Ást- þór Magnússon er í forsvari fyr- ir, segir að flugmennimir hafi reynt að ná yfírráðum yfir vél- inni áður en samningar hafi ver- ið frágengnir að fullu og hafí þurft að kalla til lögreglu. Lögreglan í Reykjavík hefur staðfest að hún hafi verið kölluð á Reykjavíkurflugvöll vegna ágreinings í tvígang þetta kvöld en málin hafí verið afgreidd á vettvangi. Deiluaðilar munu báð- ir hafa kvatt til lögreglu, hvor í sitt skiptið. Það varð síðan að samkomulagi að fá menn til að gæta vélarinnar þar til deilan leystist. í fréttatilkynningu frá Peace 2000 segir að vélin sé undir eftirliti slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli en það hefur ekki fengist staðfest þar. Morgunblaðið/Kristinn ÞOTAN, sem ber einkennisstafina VR-CEB, var dregin út úr flugskýli á miðvikudag og var þá skoðuð af flugmönnum á vegum eigendanna. Deiluaðilar tjá sig ekki Ástþór vildi ekki tjá sig um málið frekar og lögmaður Medraco hefur einnig verið ófá- anlegur til þess en eftir því sem næst verður komist er verið að semja um uppgjör fyrir leigu vélarinnar. Í frétt Morgunblaðsins sl. laugardag var ranglega sagt að þotunni hefði verið flogið hingað í mars sl. Þá var haft eftir tals- manni Loftferðaeftirlits að vélin hefði verið kyrrsett að beiðni eig- anda en það mun ekki vera rétt, kyrrsetningarbeiðni var hafnað. Úrtökumót PCA í atskák Jóhann og Margeir standa vel AÐ LOKNUM fyrri _degi úrtöku- móts Atvinnumannasamtakanna PCA í New York standa stórmeist- ararnir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson nokkuð vel að vígi. Þeir hafa báðir hlotið fjóra vinn- inga eftir sex umferðir og_ eru í tíunda sæti ásamt fleirum. Á mót- inu eru tefldar 30 mínútna langar atskákir. Sex efstu komast áfram Stórmeistaramir Adams frá Englandi og Kharlov frá Rússlandi eru efstir og jafnir með fímm vinn- inga. Sex efstu skákmenn mótsins komast áfram. Á síðari degi móts- ins í gær átti að tefla síðustu fimm umferðimar. Eldri borgara íbúð til sölu Gullfalleg, mjög lítið notuð 2ja herb., ca 66 fm, íbúð á 2. hæð í þjónustu-fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi. íbúðin er til'afhendingar nú þegar. Upplýsingar í síma 555 2568. Opið hús sunnudag kl. 14-17 Laugateigur 34 Mikið endumýjuð risíbúð með 3 svefnherb. Grunnflötur ca 85 fm. Suðursvalir. Verð 7,3 millj. Áhvílandi langtlán ca 4,0 millj. Vilborg og Óli taka á móti ykkur. Borgir, fasteignasala, sími 588 2030. Til sölu í Þorlákshöfn Oddabraut 17 - einbýlishus Til sölu 190 fm einbýlishús á tveimur hæðum, ásamt bílskúr. Skemmtilegt hús á góðum stað. Skipti á höfuðborgarsvæðinu koma til greina. Básahraun 35 - einbýlishús Til sölu glæsilegt 183 fm einbýlishús ásamt 36 fm bíl- skúr. Eignin er á tveimur hæðum. Toppeign. Skipti á höfuðborgarsvæðinu koma til greina. Nánari upplýsingar gefur umboðsmaður Lögmanna Suðurlandi í Þorlákshöfn, Laufey Ásgeirsdóttir, í síma 483 3424. í þessu vatni veiðast þeir stóru! Örfáar vatnsbakkalóðir við friðsaelt veiðivatn I Borgarfirði, 85 km frá Reykjavík. Lóðirnar eru á móti suðaustri. Á svaeðinu er golfvöllur og sundlaug. Lóðirnar eru frá 0,75 ha uppí ha. Vatn og rafmagn á svæðinu. Upplýsingar í síma 552 3721. Verktaki í Keflavík sendir athugasemd til félagsmálaráðuneytis Telur sig ekki hafa sömu atvinnutækifæri BJÖRN Blöndal verktaki hjá Vík- ingaferðum sf. í Keflavík hyggst leita lögfræðiaðstoðar þar sem hann telur sig ekki sitja við sama borð og Sérleyfísbifreiðir Keflavík- ur, SBK, sem alfarið annast akstur á vegum sveitarfélagsins. Bjöm keypti eina hópbifreið af SBK árið 1993 og er með hópferða- leyfí. í september sama ár sendi hann bæjarstjóm Keflavíkur síðan erindi vegna þess að hann taldi sig ekki njóta atvinnutækifæra til jafns við SBK. „Þar óska ég þess að fá að njóta sömu fríðinda og Sérleyfísbifreiðir Keflavíkur, SBK, sem bærinn á og rekur. Bærinn kaupir allan akstur af þeim og greiðir fyrir úr bæjar- sjóði, svo sem skólaakstur og ann- að. Eg ræddi einnig við skólastjór- ann sem telur sig skuldbundinn til þess að skipta við SBK,“ segir Björn. Erindi hafnað Segir Björn bæjarráð hafa hafn- að erindinu skriflega á þeim for- sendum að þar sem bæjarsjóður greiði alfarið eða að langstærstum hluta kostnað vegna aksturs fyrir stofnanir bæjarins beri þeim að skipta við SBK. I nóvember í fyrra sendi Björn einnig erindi til nýrrar bæjarstjóm- ar Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sama efnis. „Þar bið ég um að fá verkefni hjá þeim, til dæmis ef mikið er að gera hjá SBK; að ég fái tækifæri sem undirverktaki á álagstímum. Erindið er tekið fyrir í bæjarráði, þar sem framkvæmda- stjóri SBK á sæti, og vísað til al- menningsvagnanefndar. Nefndin svarar þannig að eðlilegt sé að stofnanir bæjarins leiti til fyrirtæk- is í eigu bæjarsjóðs, eða SBK,“ segir Björn. Athugasemd til félagsmálaráðuneytis Bjöm sendi félagsmálaráðuneyt- inu bréf þar sem beðið er um rann- sókn og umsögn um meðferð bæj- aryfirvalda og almenningsvagna- nefndar á málefnum Víkingaferða. I svari þess segir meðal annars að ráðuneytið hafí ekki úrskurðarvald um hvort samkeppnislög hafi verið brotin. „Einnig segir að þótt fram- kvæmdastjóri SBK hafr greitt at- kvæði með fundagerðum almenn- ingsvagnanefndar, telji ráðuneytið að það brjóti ekki í bága við sveitar- stjórnalög því ekki sé um að ræða afgreiðslu á máli sem hann varðar svo sérstaklega að ætla megi að viljaafstaða hans mótist þar af,“ segir Björn. Hann segir jafnframt að SBK hafi keypt nýjar hópbifreiðir á und- anfömum árum gegn bæjarábyrgð- um og einnig hafí lánin verið boðin út. „Eg veit að þeir eru að fara að kaupa nýjan bíl og sendi inn ósk fyrir bæjarábyrgð fyrir fjórar millj- ónir því ég ætlaði að kaupa bíl með lyftu fyrir fatlaða sem ekki er til á svæðinu. Því var vísað til lög- manns sem afgreiddi málið þannig að ég hefði ekki nægt veð en ég hafði tekið fram að ég myndi leggja fasteign að veði. Ég sendi því bréf til bæjarstjómar þar sem ég óska eftir því að málið verði tekið upp að nýju þar sem mér hafi ekki gefíst kostur á að leggja fram nægar tryggingar en því var hafn- að. Ég sé ekki annað en að ég verði að leita ráða hjá löglærðum mönnum til þess að sjá hvað ég get gert,“ segir Bjöm loks. Deilt um aðgerðir í at- vinnumálum í borgarsljórn SJÁLFSTA^ÐISMENN gagnrýndu meirihluta R-listans í borgarstjórn harðlega fyrir aðgerðaleysi sitt og vanefndir á kosningaloforðum í at- vinnumálum, á fundi borgarstjómar Reykjavíkur s.l. fimmtudag. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, vísaði gagnrýninni á bug og sagði R-listann hafa sýnt frum- kvæði í þessum málaflokki. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, fullyrti að ein- staklingum á atvinnuleysisskrá hefði fjölgað um allt að 18% frá því að R-listinn tók við völdum fyr- ir réttu ári. Hann lýsti því yfir að skýringar R-listans um að nýir hóp- ar hafi komið inn á skrána, væru marklausar. Árni sagði að 14. júní í fyrra hafí 2.628 verið skráðir at- vinnulausir í Reykjavík en væru nú ríflega 3.100. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, vísaði fullyrðignum sjálfstæðismanna um dugleysi á bug. R-listinn hafí sýnt frumkvæði í þessum málaflokki, stofnuð hafí verið atvinnu- og ferðamálaskrif- stofa, blásið hafí verið lífi í Aflvaka og hlutafé aukið í Þórsbmnni, hlutafélagi um útflutning vatns, svo nokkuð væri nefnt. Hún benti á, að skömmu eftir að R-listinn tók við völdum hafí skráningarkerfi atvinnulausra verið tölvuvætt og þannig mættl búast við nákvæmari skráningu, m.ö.o. væru tölur um atvinnuleysi í ár og í fyrra ekki fyllilega sambærilegar. Betri tíð ekki í augsýn Ingibjörg Sólrún sagði að kæmi það í ljós að skýringar R-listans, um að rekja megi fjölgun á atvinnu- leysisskrá til skráningaraðferða, ættu ekki við rök að styðjast, yrði að draga í efa spár forsætisráð- herra um að betri tíð væri framund- an í atvinnumálum. Atvinnulausum fjölgaði þannig þrátt fyrir að fram- kvæmdaumsvif borgarinnar væru heldur meiri í ár en á síðasta ári og þrátt fyrir betri rekstrarafkomu fyrirtækja...............-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.