Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 12

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 12
12 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hátíðahöld á þjóðhátíðardeginum 17. júní með hefbundnu sniði í höfuðborginni Miðbærinn þungamiðja hátíðahaldanna HÁTÍÐARDAGSKRÁ þjóðhátíðar- dagsins í Reykjavík verður með hefðbundnum hætti fram að há- degi. Forseti borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hefst at- höfnin kl. 10. Hátíðardagskrá við Austurvöll hefst kl. 10.40 með ávarpi formanns Þjóðhátíðar- nefndar, Steinunnar V. Óskarsdóttur. Því næst leggur forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ávarp. Fjall- konan flytur ávarp sitt, Kvennakór Reykja- víkur syngur og Lúðrasveitin Svanur leikur. Skátar standa heiðursvörð að venju. Klukkan 11.15 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir predikar, Dómkórinn syngur og Sigrún Hjálmtýsdótt'r syngur einsöng. Skrúðganga leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.30 og önnur frá Hagatorgi kl. .13.45. Lúðrasveitir og skátar fara fyrir göngunum. Skemmtidagskrá í miðbænum Skemmtidagskrá hefst á þremur leiksviðum í miðbænum kl. 14; á Ingólfstorgi, í Lækjar- götu og í Hljómskálagarði. Fram koma ýms- ir skemmtikraftar og listamenn. Einnig er boðið upp á fjölmörg skemmtiatriði um allan miðbæinn sem hátíðargestir geta tekið þátt í og fylgst með. í Hallargarðinum og Hljóm- skálagarðinum eru leiktæki og sýningaratr- iði, árabátar og kanóar verða á Tjörninni og Sautjánda júní lestin ekur um Vonar- stræti. Götuleikhúsið fer um hátíðarsvæðið, Brúðubíllinn sýnir við Tjarnarborg, teikni- listaverk verða í Austurstræti, Forn- bílaklúbburinn verður með sýningu í Vonar- stræti og þannig mætti lengi telja. í Tjarnar- sal Ráðhússins verður kórsöngur, óperusöng- ur og fleira. Uppákomur víðs vegar um bæinn Á Kjarvalsstöðum verður opnuð sýningin íslensk myndlist kl. 14. Á sama tíma hefst sérstök dagskrá í Árbæjarsafni, þar sem ljós- myndari mun taka gamaldags svarthvítar myndir af þeim gestum sem þess óska og kynning verður á þjóðbúningum og búninga- silfri. Eldri borgarar gera sér glaðan dag á Hótel íslandi milli kl. 14 og 18. í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal verður ýmislegt til skemmtunar og dagskrá- in hefst kl. 15. Trúðar, tröll og eldgleypar verða á staðnum, Furðuleikhúsið verður með sýningu kl. 16 og farið verður í skrúðgöngu. Þá mun Trítiltoppur heimsækja barnadeildir Landakots- og Landspítala. Við höfnina, á miðbakka eru sælífsker, árabátur, eimreið og leiktæki og þar er úti- vistartjald, þar sem hægt er að setjast niður og borða nestið sitt. Þá er sýningin ísland og hafið í Hafnarhúsinu og er hún opin milli 13 og 17. Kvölddagskrá í miðbænum Um kvöldið verður skemmtun á tveimur sviðum í miðbænum. Á Ingólfstorgi verða gömlu dansarnir stignir fram eftir kvöldi en rokkið tekur við um miðnætti. í Lækjargötu verða tónleikar vinsælla hljómsveita. Á báð- um stöðum lýkur dagskrá kl. 2 eftir mið- nætti. Strætisvagnar Reykjavíkur verða með ferðir úr miðbænum að skemmtun Iokinni. Hafnarfj örður Hafnfirðingar hefja hátíðarhöld kl. 8 þegar skátar draga fána að húni. Dagskrá hefst í Hellisgerði kl. 13 og þaðan fer skrúðganga af stað kl. 13.45. Gengið verður upp Reykja- víkurveg, inn Hraunbrún og inn á Víðistaðat- ún. Hátíðarsamkoma verður sett á Víðistaða- túni kl. 15. Hátíðarræðu flytur Lúðvík Geirs- son og fjallkonan flytur ávarp. Kvöldskemmtun í miðbæ Hafnaríjarðar hefst kl. 20.30 og þar munu koma fram Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Pez, Stólía, Botn- leðja, Laddi, Bubbleflies og Svala Björgvins- •dóttir, Radíusbræður og Jet Black Joe. Á Ráðhústorgi verða gömlu dansarnir stignir frá kl. 21 við undirleik Guðmundar Stein- grímssonar og félaga. Garðabær Hátíðahöldin í Garðabæ eru í umsjá skátafé- lagsins Vífils. Við Garðabæjarhöfn verður boðið upp á útsýnissiglingu og koddaslag milli 9.30 og 11.30. Fjársjóðsleit verður við skátaheimilið milli 10 og 12 og á sama tíma verður gróðursetning í Sandahlíð í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar. Hátíðarstund verður í Vídalínskirkju kl. 13 og skrúðganga leggur af stað þaðan kl. 13.30. Sigrún Gísladóttir forseti bæjarstjóm- ar setur hátíðina við Flataskóla kl. 14. Fjall- konan flytur ávarp og Lúðrasveit Garðabæj- ar leikur. Ymiss skemmtiatriði verða við Flataskóla og Garðaskóla milli 14.30 og 16. Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðbæjar verður í Garðalundi kl. 15 og skemmtun verður í íþróttamiðstöðinni milli 16 og 17. Hátíðahöldum dagsins lýkur með diskóteki fyrir yngstu kynslóðina sem haldið verður í Garðalundi kl. 20.30 og stendur það til kl. 22.30. Seltjarnarnes Skrúðganga leggur af stað frá dælustöðinni við Lindarbraut kl. 13.30. Gengið verður upp Hofgarða, eftir göngustígum Strandahverfis og niður Nesveg að Eiðistorgi. Hátíðin verður sett kl. 14 á Eiðistorgi. Þar mun Lúðrasveit Seltjarnamess flytja ættjarðarlög og fjallkonan flytur ávarp. Sel- kórinn mun syngja nokkur lög og leikþátt- urinn Mókollur á þjóðhátíð verður fluttur kl. 14.45. Sýndir verða fimleikar og Brass- bandið kemur fram. Hátíðinni verður slitið kl. 15.30, en kl. 22 hefst ball á Eiðistorgi. Kópavogur Hátíðahöldin í Kópavogi hefjast með því að skólahljómsveit Kópavogs leikur við Kópa- vogshælið og á sama tíma hefst víðavangs- hlaup fyrir 16 ára og yngri við Vallargerði- svöll. Áð því loknu verða verðlaun afhent klukkan 11 á Rútstúni. Eftir hádegi fer skrúðganga frá Mennta- skólanum í Kópavogi klukkan 13.30 áleiðis á Rútstún. Skólahljómsveit Kópavogs og skátar fara fyrir göngunni. Á milli 14 og 18 verður útihátíð á Rútstúni og meðal efn- is verða ræðuhöld og kórsöngur, ávarp fjall- konunnar, danssýning barna, Spaugstofan verður með skemmtiatriði og fluttur verður leikþáttur um Línu langsokk. Þá spila þrjár hljómsveitir, tívolí verður á staðnum, félaga- samtök verða með veitingasölu, Hjálparsveit skáta verður með hjólarall, fjársjóðsleit og fleira og félagar úr Leikfélagi Kópavogs verða með götuleikhús. Klukkan fimm verð- ur síðan knattspyrnuleikur á Kópavogsvelli. Mosfellsbær Skrúðganga heldur frá íþróttahúsinu kl. 14 og setning hátíðardagskrár verður við úti- svið kl. 14.20. Þar verða fluttar hátíðarræð- ur og menningarverðlaun Mosfellsbæjar verða afhent. Boðið verður upp á skoðunarferðir um Mosfellssveit og fara rútur frá Álafossvegi kl. 15, 16 og 17. Hátíðardagskrá stendur fram eftir degi og ýmislegt verður á döf- inni; spákona, tívolí, andlitsmálun, reiptog ofl. Sigrún Hjálmtýsdóttir kemur fram í Teppasal í Álafosskvos kl. 21 og karaokee- keppni verður á útisviði. Sniglabandið tekur við kl. 21 og dagskrárlok verða kl. 2. Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á áttatíu og tveimur stöðum á landinu á morgun Fundur um 15 þúsund konur skráðar í hlaupið KVENNAHLAUP ÍSÍ er orðinn ár- legur viðburður í íslensku íþróttalífi. Næstkomandi sunnudag kl. 14.00 hlaupa konur af stað víðs vegar um landið en stærsta hlaupið er í Garðabæ. Þátttaka í Kvennahlaupinu hefur aukist ár frá ári. í fyrra hlupu 13.800 konur og í ár hafa 15.000 konur þegar skráð sig. Vonast að- standendur hlaupsins til þess að fjöldinn verði ekki undir 16.000 þetta árið. Þær konur sem ekki hafa skráð sig en langar að hlaupa með geta skráð sig sama dag og hlaupið fer fram. Fyrir fimm árum, þegar hlaupið var fyrst haldið, fór það fram í Garðabæ og á 7 stöðum víðs vegar um landið en nú eru staðirnir orðnir 82. íslenskt kvennahlaup í útlöndum Nú ber svo við að íslenskar konur í útlöndum munu ekki láta sitt eftir liggja þrátt fyrir fjarlægðir frá Fróni. Þannig hlaupa íslenskar kon- ur m.a. í Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum. Leikhópurinn Perlan er staddur í Belgíu og ætla leikkonur hópsins að hlaupa þar. Allar íslensku konumar sem búsettar eru í Namíb- íu ætla að hlaupa. Hópur þarlendra kvenna er reyndar heillaður af uppá- tæki íslensku kynsystra sinna og ætlar að slást í hóginn. íþróttasamband ísland stóð fyrir fyrsta kvennahlaupinu árið 1990. Þremur árum síðar voru landssam- tökunum íþróttir fyrir alla falin framkvæmd hlaupsins en markmið samtakanna var að auka þátttöku landsbyggðakvenna. Kvennahlaupið á sér skandínav- íska fyrirmynd en markmið þess er að efla þátttöku kvenna í almenn- ingsíþróttum og hvetja þær til að ástunda holla lífshætti, segir Helga Guðmundsdóttir _ framkvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ. Fyrirkomulag hlaupsins virðist þjóna markmiði þess vel, eins og þátttakan sýnir, enda geta bæði byrjendur og þær sem eru lengra komnar fundið vega- lengdir við hæfi, segir Helga enn- fremur. Morgunblaðið/Sverrir UNGAR OG gamlar, byrjendur og þrautþjálfaðar, í borg og sveit taka konur út um allt land þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ. Alþjóðahval- veiðiraðið ALMENNUR opinn fundur verður haldinn mánudaginn 19. júní nk. á Grand Hótel kl. 20.30 á vegum Sjáv- amytja og Lífs og lands. Fundarefn- ið er Alþjóðahvalveiðiráðið og starf samtakanna framundan. Þá mun Þórður Hjartarson, full- trúi samtakanna á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Dublin, fjalla um fundinn og sjónarmið þeirra sem standa með okkur í baráttunni fyrir því að sjálfbær nýting náttúruauð- linda njóti skilnings almennings og stjórnvalda sem víðast í heiminum, segir í fréttatilkynningu frá stjórn Sjávamytja. ------»■■♦ ♦--- Nýr sveitar- stjóri í Grund- arfirði Grundarfirði. Morgunblaðið. BJÖRG Ágústsdóttir lögfræðing- ur verður ráðin sveitarstjóri í Grundarfirði frá 15 júlí nk. Hún kemur í stað Magnúsar Stefánsson- ar, sem kosin var á þing í Alþingis- kosningunum nú í vor. Björg starf- aði áður sem fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnessýslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.