Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikskólar bindast vináttuböndum ÞAÐ VAR vinalegt andrúmsloft í leikskólanum Hlíðabóii í gær, þegar leikskólarnir Klappir, Holtakot og Hlíðaból bundust vin- áttuböndum. Þá var skjalfest framtíðarsamvinna leikskólanna, samstarf barnanna, samvinna starfsfólks og foreldrafélaga og samnýting búnaðar og kennslutækja. Léku krakkarnir af öllum leikskólunum sér saman og virtist vináttan fara vel af stað. Átta þúsund í Laufás í fyrra GAMLI bærinn í Laufási var opn- aður fyrir ferðamönnum 1. júní og hefur þegar töluverður fjöldi lagt þangað leið sína, en síðastlið- ið sumar lögðu rúmlega átta þús- und manns land undir fót til að skoða kirkjuna og bæinn. Um þessar mundir er verið að endurbyggja hluta bæjarins, en auk þess er áætlað að þök bæjar- ins verði lagfærð í sumar. Um- hverfi kirkjunnar hefur verið tekið í gegn og er keppst við að hafa sem snyrtilegast kringum staðinn. Boðið upp á kaffi og kleinur Aðstaða er fyrir ferðafólk að setjast við borð á bæjarhlaðinu, þiggja hressingu og njóta um leið útsýnisins yfir Laufásshólmana og út á Eyjafjörð. Eins og undanfarin tvö sumur verður gestum boðið að kaupa sér kaffi og kleinur gegn vægu verði og börnum boðið upp á ávaxta- safa. Þegar stærri hópar eru á ferð er betra að tilkynna komu sína fyrirfram og auk þess er hægt að óska eftir baðstofusöng tveggja ungra stúlkna, sem sitja þá uppáklæddar við vinnu sína og syngja íslensk lög og sálma. Laufásbær og kirkjan verða opin alla daga í sumar frá kl. 10-18 eða allt til 15. september. Aðgangseyrir fyrir einstaklinga eldri en tólf ára er 200 kr., en hópum er veittur afsláttur. Fólk að norðan fer í störfin STEFNT er að því að Umbúðamið- stöðin hf, sem verður til húsa á tveimur neðstu hæðum Linduhúss- ins gamla, flytji hluta af starfsemi sinni norður með haustinu eða um leið og húsnæðið verður tilb'úið. „Þetta verður sjálfstæð fram- leiðslulína," segir Bjarni Lúðvíks- son, framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvarinnar. Þrjátíu starfsmenn verða hjá fyrirtækinu á Akureyri „Helmingur af vinnslulínu fyrir- tækisins verður fluttur norður. Við reiknum með að það verði að mestu leyti ráðið fólk fyrir norðan til þessara starfa og þá um fimmt- án til sextán manns.“ Eins og kom fram í Morgun- blaðinu fyrr í þessari viku er búist við að Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna flytji norður í lok ágúst, en hún verður til staðar á þriðju hæð Linduhússins gamla. Búist er við að fyrirtækið muni hafa um þijá- tíu starfsmenn í þjónustu sinni á Akureyri, þar af að minnsta kosti tuttugu og einn sem þegar eru starfsmenn SH og flytjast búferl- um til Akureyrar. Morgunblaðið/Rúnar Þór FRAMKVÆMDÍR standa nú yfir við gamla Linduhúsið. Glæsilegt skemmti- ferðaskip EITT glæsilegasta skemmti- ferðaskip í heimi, Royal Viking Sun, lagðist að höfn á Akureyri í gær, en það fær hæstu einkunn í nýútkominni yfirlitsbók yfir skemmtiferðaskip um allan heim. Ekki er nóg með að skipið sé glæsilegt heldur er þetta lengsta skip sem tekið hefur verið að bryggju á Akureyri eða 204 metrar að lengd. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frosti hf. festir kaupá SAMNINGAR voru undirritaðir 7. júní síðastliðinn vegna kaupa útgerðarfélagsins Frosta hf. á Grenivík á togaranum Jóhanni Gíslasyni af Útgerðarfélagi Akur- eyrar. „Við gerðum þetta til að styrkja stöðu okkar,“ segir Jakob Þorsteinsson skipstjóri, en Frosti hf. seldi togarann Frosta ÞÁ 229 togara í lok mars. „Við fáum rétt um átta hundruð þorskígildistonn með togaranum og tvöföldum þannig kvótann.“ Frosti hf. mun verða áfram í samstarfi við Útgerðarfé- lag Akureyrar, sem byggist á því að togarinn mun landa þar og síð- an verður hluta aflans ekið til vinnslu á Grenivík. Fimmtán fulltrúar frá Norðurlöndunum á samstarfsfundi á Akureyri Framtíð Mennta- smiðjunnar óviss Linda flyt- ur suður í september STARFSEMI Sælgætisgerðarinn- ar Lindu verður flutt suður í sept- ember, þar sem hún verður sam- einuð rekstri Sælgætisgerðarinnar Góu. Ástæðuna segir hann vera þá að Metró hafí sagt upp leigu Lindu fyrir norðan og bætir'við: „Stefnir ekki allt í átt að samruna í þjóðfélaginu." Það eru tólf manns sem vinna hjá fyrirtækinu fyrir norðan og verður þeim sagt upp vegna flutn- inganna. „Þeir fá auðvitað sinn löglega uppsagnarfrest. Það verða sumir á launum til áramóta,“ seg- ir Helgi. UM ÞESSAR mundir eru fímmtán fulltrúar frá Norðurlöndunum staddir á Akureyri á samstarfsfundi samnorræna verkefnisins „Voks nær“. Jafnframt munu þeir kynna sér framkvæmd verkefnisins hér á landi. Menntasmiðja kvenna á Akureyri var skipuð samstarfsaðili í verkefn- inu fyrir íslands hönd af mennta- málaráðuneytinu fyrir rúmu ári. Starf hennar hefur síðan falist í því að innleiða lýðháskólanám á íslandi og reyna jafnframt að tengjast öðr- um menntastofnunum, t.d. Tölvu- fræðslunni. Verkefnið „Voks nær“ er í umsjá Norræna lýðháskólans í Gautaborg og fjármagnað af Norrænu ráð- herranefndinni. Höfuðmarkmið’ verkefnisins er að finna nýjar leiðir í fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum, meðal annars til þess að bæta möguleika atvinnulausra á vinnu- markaðnum og jafnframt auka möguleika fólks sem þegar er á vinnumarkaðnum til að festa sig þar í sessi. Öflugast í Svíþjóð og Danmörku Undanfarið eitt og hálft ár hafa fulltrúar verkefnisins á Norðurlönd- unum kynnt sér framgang þess í hveiju landi fyrir sig og er Island síðasta landið sem þeir heimsækja. Þannig er ætlunin að miðla reynsl- unni af ólíkum leiðum á milli landa eða eins og Sturla Bjerkaker verk- efnisstjóri segir: „Norðurlöndin eru nógu lík til að skilja hvert annað, en líka nógu ólík til að hafa eitt- hvað til að tala um.“ Starf samstarfshópsins hefur verið hvað öflugast í Svíþjóð og Danmörku. Sænska verkefnið „Námskeðjan" er í Norrköping og miðast við að mennta ófaglærða eða þá sem ekki hafa lokið grunnskóla- prófí, en eru með vinnu. Þannig aukast líkur þeirra á að halda sér á vinnumarkaðnum. Feijuferðir munu að mestu leggjast niður í Korsör í Danmörku eftir byggingu Stórabeltisbrúarinnar. Þar er því unniðað því að mennta ferjufólkið áður en það missir vinnuna, svo það verði betur undir það búið að finna sér nýja atvinnu. „Stjórnvöld eru að vakna til með- vitundar um mikilvægi fullorðins- menntunar,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, jafnréttis- og fræðslu- fulltrúi Akureyrarbæjar. Til marks um það má nefna að Menntamála- ráðuneytið hefur ákveðið að styrkja Menntasmiðju kvenna sem þróunar- verkefni tvö næstu skólaár og verja til þess allt að þremur milljónum króna á hvoru ári, að því tilskildu að Félagsmálaráðuneytið og Akur- eyrarbær geri slíkt hið sama. „Við erum komin með vilyrði frá Akur- eyrarbæ, en svar á eftir að berast frá Félagsmálaráðuneytinu. Við vit- um því ekki enn hvort Menntasmiðj- an lifir eða deyr,“ segir Valgerður að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.