Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ fcv'- ' * Mfr,, ■' mm HVSraf - >• 1 í* í k 1 J ff| |É i 1 s y $ - 1 \ 1 Pl Wi K í ■ ‘ / f,: § Já " ,Y,^. J ^ {•] gk • 1 Morgunblaðið/Ámi Helgason NEMENDUR10. bekkjar sem útskrifuðust frá Grunnskólanum í Stykkishólmi. Umræða um stofn- un öldungadeildar Stykkishólmi - Um 50 manns mættu á fund til umræðu um að stofna til öldungadeildar við Grunnskólann í Stykkishólmi. Á fundinum mættu gestir frá Fjöi- brautaskóla Akraness, Eiríkur Guðmundsson aðstoðarskóla- meistari og Helga Guðmundsdóttir námsráðgjafi við sama skóla. Eiríkur kynnti möguleikana á að koma þessari deild á hér í Hólminum og hversu margt þyrfti að athuga áður en til úrslita kæmi í þessu máli. Hann sagði að nú væri verið að hætta við öldunga- deildina á Akranesi, og gæti það að sínum dómi komið til mála að koma slíkri deild upp við skólann hér. Að dómi þeirra sem sóttu fundinn virtist mestur áhugi fyrir að koma upp kennslu á sjúkraliða- braut og nokkrar konur væru þess fýsandi að sækja þann skóla nú, eða deild sem yrði stofnuð hér. Skólalok í Stykkis- hólmi Stykkishólmi - Grunnskólanum í Stykkishólmi var slitið miðviku- daginn 31. maí. í ræðu skóla- stjóra kom fram að skólastarfið gekk vel í vetur ef undan er skilið kennaraverkfall sem setti mjög strik í reikninginn. Nemendur í grunnskólanum í vetur voru 245. Framhaldsdeild frá Fjölbrautaskóla Vesturlands var starfrækt í vetur eins og undanfarin ár. Á fyrri önn stunduðu 48 nemendur nám í framhaldsdeild og 39 nemendur á þeirri seinni og er það betri aðsókn en oft áður. Því voru í skólanumum 290 nemendur og starfsfólk um 37. Nemendur komu nú í fram- haldsdeild frá Grundarfirði. Þeim var ekið daglega á milli og gekk það vel á meðan tíðar- farið var gott. Það komu kaflar í vetur hér eins og annars stað- ar og erfitt var að fara á milli. Verið er að kanna hvort mögu- leiki sé að hafa heimavist fyrir aðkomunemendur í framhalds- deild. Margir gestir heimsóttu skól- ann í vetur. Ræddu þeir m.a. um elstu nemendur grunnskól- ans og skaðsemi reikinga og annarra vímuefna. Búnaðar- bankinn sá um fjármálanám- skeið og verða slík námskeið árlega hjá 9. bekk. Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi er Gunnar Svan- laugsson og aðstoðarskólastjóra Eyþór Benediktsson. Vatna- vextir í Hrafnkelu Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NORRÆNIR skógræktarmenn í Guttormslundi í Hallormsstað. Norrænir skógræktarmenn funda á Hallormsstað Egilsstöðum - Um 30 manns funduðu á Hallormsstað á árlegum samstarfsfundi norrænna skóg- ræktarmanna. Fundur þessi er haldinn í fyrsta skipti á íslandi en hann hefur hing- að til verið haldinn til skiptis á hin- um Norðurlöndunum. Þema fundar- ins er „Innfluttar tjátegundir - ógnun eða ávinningur“ og þykir viðeigandi að halda fund um þetta málefni hér á landi þar sem íslend- ingar hafa meiri reynslu af notkun erlendra tijátegunda en aðrar Norð- urlandaþjóðir sem byggja sína rækt á eigin tegundum. Um 20 sérfræðingar sem sitja fundinn koma frá hinum Norður- löndunum en fjórir íslenskir sér- fræðingar í þessum málum sitja ráðstefnuna. Að sögn Þrastar Ey- steinssonar tijákynbótafræðings og fagmálastjóra Skógræktar rík- isins, er mikill ávinningur fyrir ís- lendinga að taka þátt í svona ráð- stefnu. Þar hitta þeir norræna kol- lega sína sem eru að vinna að svip- uðu. Auk þess opna slík samstarfs- verkefni möguleika á frekara sam- starfi sem hugsanlega getur notið stuðnings úr norrænum vfsinda- sjóðum. Ráðstefnan fer fram á ensku og er ekki opin almenningi. Vaðbrekku. Morgunblaðinu. ÁIN Hrafnkela í Hrafnkelsdal mældist í vatnavöxtunum nú vatnsmeiri en hún hefur nokkurn tíma áður mælst. Fréttaritari hitti að máli þá Óla Grétar Sveinsson og Karl Jensen Sigurðsson þar sem þeir voru að rennslismæla Hrafnkelu við beitar- húsin Þórisstaði í Hrafnkelsdal. Að sögn Óla Grétars er mikill munur á vatnsmagni Hrafnkelu eftir árstíðum og sem dæmi um það fer rennsli á vetuma ofan í nánast ekki neitt og hefur mælst allt niður í 0,9 rúmmetra á sek- úndu þegar það hefur mælst minnst. Núna mældist rennslið 103 rúmmetrar á sekúndu sem er jafnmikið rennsli og jafnan í vor- flóðum. En í flóðunum fyrr í vik- unni mældist það 140 rúmmetrar á sekúndu sem er mesta rennsli sem mælst hefur í ánni frá því mælingar hófst um 1970. BEINT LEIGUFLUG TIL BILLUND DANMÖRK Kr 30.900* FL0GIÐ ALLA MIÐVIKUDAGA í SUMAR. Barnaafsláttur kr. 9.000 *Verð pr. mann, flug og flugvallaskattar. Flug og farfugla- heimili í BILLUND Ódýrt og þægilegt. Kr30.640* Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára. Innifalið flug, gisting á farfuglaheimili í Billund í eina viku og öll flugvallagjöld. R SUMARS SUMARHUS I DANMÖRKU RIBE Sumarleyfisparadís með ótal möguleika. Kr 44.925* 'Staögreiðstuverð á mann miðað víð 2 fullorðna og 2 taðrn, 2ja-11 ára, í 2 vikur I júll-12. ágúst. Innilallð flug til Billund, Ibúð A1, ferð til og frá llugvelli erlendis og öll flugvallagjöld. KOLDING Glæsiíbúðir í miðjum bæ. Kr 46.370* 'Staðgrelðsluverð mlðað við 4 i Ibúð A4,2 fullorðna og 2 börn 2ja—11 ára í 2 vikur í |úll. Innilalið flug til Billund, fbúð, ferð til og frá flugvelli og öll llugvallagjöld. FLUG 0G BILL BILLUND - ÖRSTUTT í LEG0LAND Kr. 32.750* ‘Staðgreiðsluverð miðað við 4 í bíl í A-flokki, 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja—11 ára. Innifalið flug til Billund, bíll I A-flokki í 2 vikur, ótakmarkaður km. fjöldi og flugvallagjöld. KAUPAMANNAHÖFN Tívolí, Bakkinn-verðandi menningarborg Evrópu. Kr. 34.820* Staðgreiðsluverð miðað við 4 í bíl f A-flokki, 2 fullorðna og 2 börn 2ja—11 ára. Innffalið flug til Kaupmannahafnar, bíll I A-flokki f 2 vikur, ótakmarkaður kmfjöldi og flugvallagjöld. FERÐASKRIFSTOFAN SIMI 565 2266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.