Morgunblaðið - 17.06.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
CQ>
NYH E RJI er innflutnings- og dreifingar-
aðili fyrir Lotus hugbúnað á Islandi.
Hugbúnaðardeild Nýherja hefur hannað
fjölda staðlaðra verkefna í Lotus Notes.
Hér má nefna:
Samskiptagrunn
upplýsingar um samskipti við viðskiptavini og samstárfsaðila
Funda- og verkferlagrunn
Dagskrár, fundagerðir og verkefni
CIBISaL
skráning tækja- og búnaðar, viðhald- og viðgerðir
CSEEISS
ISO 9000 Gæðahandbók, Upplýsinga- og uppsláttarbækur
Starfsmannagrunn
Starfslýsing og -mat, náms- og starfsferill ofl
Auk staðlaðra
verkefna gerum
við tilboð í og
sérsmíðum
Notes verkefni.
Hafið samband
og leitið upplýsinga
hjá okkur.
NÝHERJI
Hugbúnaðardeild
Símar: 569 7742 og 569 7743
Fax: 568 0377
VIÐSKIPTI
Blöðíhættu vegna
hærra verðs á pappír
VERÐ á dagblöðum og auglýsingum
hefur verið hækkað í Asíu vegna
hækkandi verðs á pappír og útgáfa
margra minni blaða kann að stöðv-
ast að sögn Intemational Herald
Tribune.
Einn aðstoðarritstjóra stærsta
dagblaðs Malajsíu, New Straits Tim-
es, segir að verð á dagblaðapappír
hafi tvöfaldazt síðan 1995, en lesend-
ur og auglýsendur hafi ekki tekið á
sig nema lítinn hluta hækkunarinn-
ar. Skortur á dagblaðapappír veldur
einnig áhyggjum.
Fyrr á þessu ári var verð á blöðum
í Singapore, Thailandi, Hong Kong
og Malajsíu hækkað um 10-100%
vegna hærra pappírsverðs. Flest
blöðin reyndu að halda hækkunum
sínum í skefjum vegna samkeppni
við önnur blöð og af ótta við að missa
lesendur.
Blöð í Asíu íhuga fleiri leiðir til
að varðveita hagnað, meðal annars
með því að hækka verð á auglýsing-
um, minnka blöðin og segja upp
starfsfólki. Hækkunin á pappírsverð-
inu kann einnig að flýta fyrir því að
tölvufréttaþjónusta verði tekin upp.
í þessu sambandi er mikilvægt að
Aiþýðudagblaðið í Peking og fjölm-
iðlafyrirtæki Rupert Murdochs,
News Corp., hafa ákveðið að stofna
sameiginlegt fyrirtæki til þess að
kanna og nýta möguleika á sviði
upplýsingatækni í Kína, meðal ann-
ars stafræna úttgáfu og beinteng-
ingu við gagnastöðvar.
Fleiri blöð í Asíu, þar á meðal The
Nation og Bangkok Post fást við til-
raunir á þessu sviði, en ólíklegt er
að um arðbæra starfsemi geti orðið
að ræða á næstunni.
Hundruð blaða í hættu
Blöð í Kína, Indónesíu, Hong Kong
og á Filippseyjum verða sennilega
mest fyrir barðinu á hækkuðu verði
á dagblaðapappír og skorti á honum.
I Indónesíu er talið að næstum því
100 dagblöð og tímarit, tæplega tveir
þriðju þeirra sem gefin eru út í land-
f i-ynr pa
tem gera
kröfur ,
r
inu, geti orðið gjaldþrota fyrir árslok
1996, ef verð á dagblaðapappír held-
ur áfram að hækka.
Nýlega stöðvaðist útgáfa tveggja
lítillla dagblaða í Hong Kong, Wah
Kiu og Hongkong Today.
Sérfræðingar í Hong Kong segja
að verð á dagblaðapappír hefði ekki
getað hækkað á verri tíma, því að
verktakinn Jimmy Lai er að hleypa
af stokkunum nýju blaði, Apple Da-
Uy■
Tekjur af auglýsingum í Hong
Kong fara lækkandi og auglýsingum
mun fækka ennþá meir, þar sem
smásöluverzlun dregst saman að
mun.
Minni tekjum spáð
Verðbréfafyrirtæki hafa leiðrétt
spár um tekjur fjölmiðlafyrirtækja í
Asíu og gera ráð fyrir að þær verði
mun minni en samkvæmt fyrri spám
HG Asia í Singapore ráðleggur
viðskiptavinum að selja hlutabréf í
Singapore Press Holdings Ltd, vold-
ugustu blaðaútgáfu borgríkisins.
Möguleikar á aukinni útbreiðslu eru
taldir takmarkaðir vegna þess að
íbúar eru fáir og lítil líkindi á aukn-
um umsvifum erlendis.
Afkoma Singapore Press Holdings
á sex mánaða tímabili til febrúarloka
olli vonbrigðumm. Þá jókst nettó-
ohagnaður um 4% í 149 milljónir
Singaporedala.
Einn sérfræðinga HG Asia segir
að gert sé ráð fyrir minni tekjuaukn-
ingu Singapore Press Holdings en
áður, þar sem auglýsingatekjur auk-
ist ekki að eins miklum mun og hing-
að til, fjárfestingar gefi minna af sér
og rekstrarkostnaður aukist, einkum
vegna pappírskostnaðar.
Pappír 1/3 kostnaðar
Dagblaðapappír er tæplega einn
þriðji rekstrarkostnaðar Singapore
Press Holdings. Fyrirtækið hækkaði
nýlega auglýsingaverð í annað sinn
á skömmum tíma.
Auglýsinga- og markaðsstjóri Sin-
gapore Press segir að verð á dag-
blaðapappír hafi tvöfaldazt á sex
mánuðum í rúmlega 1.000 doilara
tonnið.
t3ttifR't f8Í
f
5ÍÖUSTU
Bíllinner
inniíalinn 1
verðinu.
VERÐDÆMI
Per mann.
29.600 kr.
34.895 kr.
15.795 kr.
Þú ^
tgS^eyman^a toíferðasl írftt.
Böm yngo Rókaðu strax,
sumarferðir
eru að íy'last
2 Fullorðnir + 2 börn yngri en 15 ára í fjögurra
manna klefa ( Út í júlí til Danmerkur og heimferð
frá Bergen / Noregi í ágúst.)
4 Fullorðnir/Tvenn hjón í fjögurra manna klefa
um borð. ( Út í júlí til Danmerkur og heimferð frá
Bergen / Noregi í ágúst.)
Vikuferð til Færeyja. 4 saman í bíl. Gisting á
farfuglaheimili.
ÖLL AUWENN
FERÐAÞJONÚSTA
NORRÆNA
ERÐASKRIFSTOFAN
.augavegur 3, sími: 562 6362
AUSTFAR HF.
Seyðisfirði, sími: 472 1111
Verð miðast við gengi 17.06.95. Forfallatrygging ekki innifalin.