Morgunblaðið - 17.06.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ1995 23
ÚRVERIIMU
Ahrif verkfallsins á fiskmarkaði
Fiskverð töluvert
hærra en venjulega
VEGNA verkfalls sjómanna hefur
verið rhun minna selt af físki á fisk-
mörkuðum landsins að undanfömu
en ella. Uppistaðan í þeim afla sem
verið er að bjóða upp er færafiskur
og verð hefur jafn og þétt farið hækk-
andi. Sérstaklega hefur fengist gott
verð fyrir ýsu á mörkuðunum en lítið
hefur veiðst af henni undanfarið.
A Faxamarkaðnum hefur að mestu
verið boðinn upp fiskur af krókabát-
um og litlum netabátum. Einnig hef-
uí verið boðið í fisk sem vestfírskir
línu- og dragnótabátar hafa fengið
fyrir Suðurlandi og landað í Þorláks-
höfn. Á Faxamarkaðnum hefur líka
verið boðið í físk frá Patreksfirði en
þar hefur verið þokkalegur afli hjá
krókabátum, þó brælur og hvítasunn-
an hafí sett strik í reikningin. Að
sögn Ólafs E. Ólafssonar hjá Faxa-
markaðnum hafa það mest verið
smærri verkendur sem kaupa fiskinn,
aðallega saltfískverkendur.
Verðið hefur rokið upp
Ólafur sagði að fiskur hafi óneit-
anlega rokið upp í verði í verkfall-
inu. Vanalega væri mikill ýsuafli í
net á Breiðafirði á þessum tíma en
væri í algeru lámarki núna. Netaýsa
á Breiðafirði hafí því verið að fara
á allt upp í 235 krónur á kílóið.
Þorskur hefur einnig hækkað um
15-20 krónur í verkfallinu. Hann var
á um 85 krónur á Faxamarkaðnum
fyrir verkfall en er núna um hundrað
krónur að sögn Ólafs.
Hjá Fiskmarkaði Breiðafjarðar
fengust þær upplýsingar að hjá þeim
hafí verið nægur fískur í verkfallinu
og farið mest upp í 200 tonn á dag.
Fiskurinn kemur mest frá trillum
og dragnótabátum, en eigendur
þeirra róa á fulium dampi því þeir
voru ekki í verkfalli.
Hallgrímur Guðmundsson hjá
Fiskmarkaði Breiðafjarðar sagði að
verðið væri alltaf að síga upp á við.
Meðalverðið á þorski væri nú rúm-
lega 100 krónur og verð á kola hafi
einnig hækkað, ekki endilega vegna
verkfailsins heldur vegna þess að
kolinn væri nú að fíta sig eftir hrygn-
ingu. Hallgrímur sagði að glimrandi
verð væri á ýsunni, en sáralítið
magn. Það væru mest fisksalar sem
keyptu ýsuna en einnig útflytjendur
sem þurfa að selja upp í samninga.
Þorskverð hækkað
um 30-35 krónur
„Þetta hefur verið lélegt. Frá
nokkrum tonnum uppí 10-15 tonn á
dag í verkfallinu," sagði Grétar Frið-
riksson hjá Fiskmarkaði Hafn-
arfjarðar. Hann sagði að fískurinn
væri aðallega frá smábátum og neta-
bátum sem eigendumir róa sjálfír á.
Grétar sagði að verð hafí farið
hækkandi og verð á þorski hafí
hækkað um 30-35 krónur í verkfall-
inu og væri nú um hundrað krónur.
Hátt verð væri á ýsu og nýlega hafi
selst nokkur hundruð kíló af netaýsu
á 219 krónur kílóið sem færi líklega
á Ameríkumarkað. Einnig væm físk-
salar mikið að kaupa físk sem og
litlir saltfískverkendur til að halda
sér gangandi.
Ertu að hugsa um
Mnifáiii?
HWW10IHS9ÍIHh6
Þú hefur 4 mismunandi möguleika
Aö fara í TVÍ (krefst stúdentsprófs)
og læra kerfisfræði og forritun í 2 ár
(um 50% falla eftir 1. önn).
Að fara i tölvunarfræði í HÍ (krefst
stúdentsprófs) og læra kerfisfræði og
forritun í 3-4 ár (um 40% falla í lok 1. árs).
Að fara á mörg stutt tölvunámskeið hjá
tölvuskólum og læra ýmislegt hagnýtt
(en þú færð ekki samhengi og yfirsýn).
Að fara í námiö TÖLVUNOTKUN í
FYRIRTÆKJAREKSTRI hjá okkur.
Á 19 vikum muntu öðlast heildaryfirsýn og
ítarlega þjálfun í notkun þess búnaðar sem
algengastur er í dag og um næstu framtíð.
Námið okkar er einnig ágætis undirbúningur
fyrir frekara nám í tölvufræðil
Þegar þú útskrifast getur þú nýtt þér tölvur
til aö leysa fjölbreytt og spennandi verkefni
og veitt öðrum ráðgjöf og aðstoö.
Þú verður sá starfskraftur sem flest
tölvuvædd fyrirtæki sækjast eftir.
Unnt er aö stunda námið með vinnu.
569 77
<Q>
NÝHERJI
69
STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS
OG NÝHERJA
10 66
SuúrnunarTtíag
ísiancb
Velkomin um borð i Boeing 737 vél Emerald Air til Englands. 30 júní hefst reglu-bundið flug frá ffeflavík alla
þriðjudaga og föstudaga. Nýr valkostur i farþegaflugi og laegri fargjöld. Petta verð gildir til 24.06/95. Góða ferð!
Sölustaðir:
Feröaskrifstofan Alis, simi 565-2266
Ferðaskrifstofan Ferðabær, simi 562-3020
öiigjöidinnifaiin iverði Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, sími 552-3200
Ferðaþjónusta bænda, sími 562-3640
Ferðaskrifstofa Stúdenta, simi 561-5656
Norræna ferðaskrifstofan, simi 562-3632
Ferðaskrifstofa íslands, sími 562-3300
EMERALD AIR
- lengra fyrir lægra verö
WÍKRJ/GP