Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 24

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 24
24 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPA ERLEIMT Reuter DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norðurlandanna ásamt formanni Schengen- ráðsins við Egmont-höll í Brussel í gær. Frá vinstri: Jan-Erik Enestam frá Finnlandi, Robert Urbain frá Belgíu, Leif Blomberg frá Svíþjóð (að baki Urbains), Bjorn Westh frá Danmörku, Grete Faremo frá Noregi og Þorsteinn Pálsson frá íslandi. Bjartsýni á aðlögnn Norðurlanda að Schengen eftir fund í Brussel Viðræður hefj- ist 1 september Brussel. Reuter. Tsjetsjenskir skæruliðar halda 2.000 manns í gíslingu Samningaviðræður fóru út um þúfur Budennovsk. Reuter. Reuter OLEG Melnitsjenko læknanemi huggar móður sína áður en hann gengur inn á sjúkrahúsið þar sem um 2.000 manns er haldið í gíslingu. Mæðginin voru á sjúkrahúsinu þegar tsjetsj- enskir skæruliðar réðust þangað inn og fékk Oleg leyfi til að fylgja móður sinni út með því skilyrði að hann sneri aftur inn. BJARTSÝNI ríkti í hópi norrænna dómsmálaráðherra á að takast mætti að laga norræna samninginn um vegabréfsfrelsi að Schengen- samkomulaginu um niðurfellingu eftirlits á landamærum Schengen- ríkja eftir könnunarviðræður við Robert Urbain, Evrópumálaráð- herra Belgíu og forseta Schengen- ráðsins, í Brussel í gær. Ráðherr- amir vonast til að formlegar við- ræður um aðlögun Norðurlandanna að Schengen-samkomuláginu geti hafizt í september. ESB-ríkin Finnland, Svíþjóð og Danmörk eru öll áheyrnaraðilar að Schengen-samkomulaginu eða hyggjast sækja um aðild bráðlega. Til þess að koma í veg fyrir að hert eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins komi niður á norskum og íslenzkum borgurum, verður að finna lausn sem samræm- ir norræna samninginn Schengen- samkomulaginu. Rætt hefur verið um að norrænu ESB-ríkin þijú fái fulla aðild að Schengen, en ísland og Noregur semji við Schengen-hópinn um náið samstarf og að taka að sér gæzlu ytri landamæra svæðsins. Sem næst fullri aðild Grete Faremo, dómsmálaráð- herra Noregs, sagði ríkisstjórn sína tilbúna að taka á sig skyldur Schengen-samkomulagsins varð- andi gæzlu á ytri landamærum. „Við höfum jafnframt sagt að það sé viðunandi fyrir okkur að hefja samningaviðræður innan ramma Schengen, jafnvel þótt Noregur geti ekki fengið fulla aðild að sam- komulaginu," sagði Faremo. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sat fundinn fyrir Islands hönd. „Ég tel mikilvægt að semja um niðurstöðu, sem er eins nálægt fullri aðild og mögulegt er,“ sagði hann á blaðamannafundi í Brussel. Belgíski ráðherrann, Urbain, sagðist myndu gefa öðrum Scheng- en-ríkjum skýrslu á fundi hinn 29. þessa mánaðar og leita eftir sam- þykki þeirra við tímaáætlun um næstu skref í samningaviðræðum við Norðurlöndin. Aðspurður hvort hann teldi að viðræður yrðu erfiðar sagði Urbain að alltaf væru einhveijar hindranir á veginum, en hann liti svo á að viðræður væru á réttri leið. Samkomulag í árslok? Bjorn Westh lét í ljós meiri bjart- sýni en ýmsir danskir embættis- menn hafa gert og sagðist vonast til að samkomulag myndi liggja fyrir í árslok. Í danska stjómarráð- inu hafa menn talið að viðræðurnar yrðu flóknar og gætu tekið allt að tveimur árum. TSJETSJENSKIR skæruliðar ítrek- uðu í gær hótanir sínar um að sprengja í loft upp sjúkrahús í Bud- ennovsk þar sem þeir segjast halda um 2.000 gíslum, eftir að samninga- viðræður við rússneska embættismenn fóru út um þúfur. Skæruliðamir, 200 manna lið undir stjórn Shamils Basajevs, hóta að skjóta gíslana ef Rússar komi ekki til móts við kröfur þeirra, sem fela m.a. í sér að Rússar kalli herlið sitt heim frá Tsjetsjníju. Rússar segjast hafa boðið mönnunum „hvaða upp- hæð sem er“ til að greiða fyrir lausn gíslanna, flugvél til að skæruliðarnir komist úr landi og að kalla aftur 1.000 manna herlið frá Tsjetsjníju í stað þess að 1.000 skæruliðar leggi niður vopn og að kosningar verði haldnar í nóvember. Einn af embættismönnum Rússa, sem stýra aðgerðum í Budennovsk, neitaði í gær að útiloka möguleikann á því að gert yrði áhlaup á bygging- una til að bjarga gíslunum. „Við munum gera okkar besta til að komast hjá blóðbaði, sem þýðir að við munum reyna að vemda fólk- ið ef þeir byija að drepa það,“ sagði Sergei Stepasjín, yfirmaður í leyni- þjónustunni. „Við eigum ekki aðeins í höggi við skæruliða, heldur póli- tíska skæruliða," sagði hann. Ottast árás á Moskvu íbúar Budennovsk segja skærulið- ana hafa tekið fjölda gísla á leið sinni inn í borgina auk þess sem sjúklingar og starfsfólk sjúkrahúss- ins eru í hópi þeirra. Á fimmtudags- kvöld fengu um 30 fréttamenn að koma inn á sjúkrahúsið, þar sem örvæntingarfullir gíslar voru hvar- vetna. Höfðu skæruliðarnir skipt þeim niður eftir aldri, kyni og heilsufari. Meðal gíslanna eru sjúk- lingar, ungböm og þungaðar konur. „Hjálpið okkur,“ hrópaði kona ein úr hópi gíslanna er fréttamennirnir gengu hjá. Tveimur drengjum tókst að kasta sér út um glugga á sjúkra- húsinu og sluppu ómeiddir, þrátt fyrir kúlnaregn frá skæmliðunum. Giskuðu fréttamenn á að gíslarnir væra um 1.500 en auk þess halda skæruliðar um 200 manns í útjaðri borgarinnar. Órvæntingarfullir ættingjar gísl- anna réðust í gær á aðsetur æðstu embættismanna borgarinnar til að leita frétta af ástvinum sínum og krefjast aðgerða. „Rússland ætti að útrýma öllum Tsjetsjenum," hrópaði kona ein en önnur svaraði; „Við höfum nú þegar gengið að Tsjetsjníju dauðri. Stjómin verður að komast að samkomulagi [við skæruliðana], því það eru börn okk- ar sem era að deyja.“ Voru margir reiðir stjómvöldum í Moskvu fyrir að hafa ekki fundið friðsamlega lausn á ástandinu í Tsjetsjníju. Rússar óttast mjög að Tsjetsjenar beri næst niður í Moskvu en leiðtogi skæruliðanna, Basajev, sagði þá hafa verið á leið þangað, er þeir ákváðu að láta til skarar skríða í Budennovsk. Hefur hann ýjað að því að skæruliðarnir líti á gíslatökuna sem sjálfsmorðsárás, segir þá alla reiðubúna að láta lífið. Basajev er stríðshetja Tsjetsjena, einn af reynd- ustu leiðtogum þeirra. Er hann sagð- ur svífast einskis til að ná sínu fram og fullyrt að ellefu ættingjar hans hafi látið lífíð í stríðinu í Tsjetsjníu. Mútuðu löggæslumönnum Rússar spyija sjálfa sig nú þeirrar spurningar hvemig svo stór hópur skæraliða hafi komist til borgar þar sem allt hafi verið krökkt af lög- reglumönnum. Telja flestir skýring- una liggja í því að öryggisgæslu hafi verið stórkostlega áfátt, lög- regla og her séu vanhæf til starf- ans, liðsmenn séu spilltir eða eigi hlut að máli. Kenna æðstu embættis- menn öryggismála hveijir öðram um en Basajev segir skæraliðana hafa mútað löggæslumönnum á eftirlits- stöðvum. Banni við útsending- um til Noregs hnekkt EFTA-dómstóllinn hefur sent frá sér ráðgefandi álit í máli Umboðsmanns neytenda í Noregi og Mattel Scand- inavia A/S og Lego A/S. Málið varð- ar sjónvarpsauglýsingar ætlaðar bömum, sem sendar vora út frá sjón- varpsstöðinni TV3 Norway, sem staðsett er á Bretlandseyjum. Umboðsmaður neytenda í Noregi byggði á því að samkvæmt norskum lögum væru slíkar sjónvarpsauglýs- ingar bannaðar og gæti hann því lagt fyrir auglýsandann að hætta birtingu þeirra. Mattel og Lego töldu að slíkt al- mennt bann við auglýsingum fyrir böm væri andstætt ákvæðum EES- samningsins og sjónvarpstilskipunar ESB frá 1989. I sjónvarpstilskipun ESB er byggt á þeirri meginreglu að sjónvarpsstöð skuli hlíta reglum þess lands, sem hún er staðsett í, þótt útsendingar hennar nái einnig til annarra landa. Ennfremur era í tilskipuninni gerðar lágmarkskröfur til sjónvarpsauglýs- inga sem beinast að bömum. Er til- skipunin reist á því að önnur ríki geti ekki sett skorður við viðtöku dagskrár, ef hún fullnægir þessum kröfum, svo og reglufn sendiríkis. Almennt bann samrýmist ekki tilskipun í áliti EFTA-dómstólsins segir að ákvæði tilskipunarinnar um auglýs- ingar, þar sem meðal annars sé að finna sérregiur um auglýsingar ætl- aðar bömum, hafí þann tilgang að samræma reglur um auglýsingar. Almennt bann við auglýsingum fyrir böm sé ekki samrýmanlegt tilskipun- inni. Norsk yfirvöld geti því ekki gripið til aðgerða gagnvart auglý- sandanum á grundvelli slíks almenns banns, enda hefði það áhrif á útsend- ingu sjónvarpsstöðvarinnar. Þá taldi dómurinn að ákvæði til- skipunarinnar ættu við þótt um væri að ræða sjónvarpsútsendingu sem beindist aðeins að einu ríki. Dómur- inn féllst ekki heldur á að auglýs- andinn væri að sniðganga norsku lögin með því að auglýsa á TV3. Hyggjast setja John Major úrslitakosti i. Reuter. „LÁTTU hendur standa fram úr erm- um, komdu bandi á ráðherrana eða taktu pokann þinn ella.“ Þessir era úrslitakostimir, sem ýmsir frammá- menn í breska íhaldsflokknum ætla að setja John Major, forsætisráð- herra Bretlands, þegar hann kemur heim af fundi iðnríkjanna í Halifax í Kanada. Meiri óvissa en nokkru sinni fyrr ríkir nú um stöðu Majors sem leiðtoga flokksins og áhrifamenn innan hans era famir að tala opin- skátt um hugsanlegt framboð gegn honum. Major lætur þó engan bilbug á sér fínna og lýsti því yfir í fyrra- dag, að hann myndi leiða flokkinn í næstu kosningum. Enginn endir ætlar að verða á hremmingum íhaldsflokksins. Sam- kvæmt skoðanakönnunum hefur Verkamannaflokkurinn um 30% meira fylgi enn hann og mörgum íhaldsmanninum þótti mælirinn full- ur þegar ákafur andstæðingur Maj- ors sigraði í aukakosningum á N- írlandi nýlega og tók sætið af fylgis- manni Majors. Nýi þingmaðurinn, Robert McCartney, kveðst styðja Verkamannaflokkinn. Hneykslis- málin hafa heldur ekki sagt skilið við íhaldsflokkinn. Ólögleg vopna- sala til íraks er mál, sem stöðugt skýtur upp kollinum, og nú á einn aðstoðarráðherranna í vök að vegna þess en hann var áður forstjóri fyrir- tækis, sem átti þar hlut að máli. Ofan á allt saman bætast árásir Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra, á eftirmann sinn. Klukkan gengur á Major Sir John Hannan, talsmaður sumra þeirra þingmanna, sem hyggj- ast setja Major úrslitakosti, sagði í fyrrakvöld, að framboð gegn honum væri „hugsanlegt" og annar frammá- maður í Ihaldsflokknum, sem ekki vildi segja til nafns, sagði, að and- staðan við Major hefði aukist og svo virtist sem tíminn væri að hlaupa frá honum. Það, sem olli atlögunni að Major að þessu sinni, er stormasam- ur fundur, sem Major átti sl. þriðju- dag með Evrópuandstæðingunum í þingflokki íhaldsflokksins, en hann þótti sýna vel vaxandi klofning í flokknum. Með úrslitakostunum, sem vora látnir leka út til að sýna alvörana að baki þeim, er Major hvattur til að taka harðar á glæpum, lækka skatta og til að taka af skarið í Evr- ópumálunum og binda um leið enda á deilurnar innan ríkisstjórnarinnar. Að öðram kosti megi hann eiga von á mótframboði í formannskosningun- um í nóvember. Kenneth Clarke fjármálaráðherra þvertekur fyrir „örvæntingarfullar" skattaíækkanir í því skyni að geðjast kjósendum og þeir Major binda báðir vonir við, að uppgangur og stöðug- leiki í bresku efnahagslífí muni verða til, að íhaldsmenn taki flokkinn í sátt fyrir næstu kosningar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.