Morgunblaðið - 17.06.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 17.06.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 25 ERLENT Shell frestar að sökkva olíupalli Bensínstöð sprengd í Þýskalandi Hamborg, Kaupmannahöfn. Reuter. Reuter Samið við flugmenn hjá SAS SAMNINGAR tókust í kjara- deilu flugmanna hjá SAS í fyrri- nótt. Laun flugmanna hækka um 3,95%. Talsmenn flug- manna lýstu ánægju með niður- stöðuna en talsmenn SAS sögðu samkomulagið hafa meiri kostnað í för með sér fyrir fé- lagið en gott væri. Dreng bjarg- að úr rústum BJÖRGUNARMÖNNUM tókst í gær að bjarga ungum dreng úr rústum húss sem hrundi í jarðskjálfta í bænum Egion í Grikklandi í fyrradag. Gamallar konu sem heyrðist til úr rústun- um, er ákaft leitaað. Tala lát- inna var komin í 20 í gær og enn var 10 saknað. Dularfullur sjúkdómur DULARFULLUR sjúkdómur, sem læknum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á, hefur dregið a.m.k. 150 manns til dauða í ríkinu Bihar á Indlandi á nokkrum dögum. Umboð til bindandi samkomulags RÁÐHERRAR sjávarútvegs- mála í ESB-ríkjunum ákváðu á fundi sínum á fimmtudag að veita framkvæmdastjórninni umboð til að ganga frá bind- andi samkomulagi á Úthafs- veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í New York. Búist er við að gengið verði frá nýju sam- komulagi á úthafsveiðiráðstefn- unni, sem stendur frá 24. júlí til 4. ágúst. Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni, sagði að framkvæmdastjórninni yrði falið að reyna að auka áhrif fjölþjóðlegra fiskveiðisamtaka til að vemda fískistofna, treysta fullveidi ríkja og jafna ábyrgð á milli strandríkja og úthafs- veiðiríkja. MÓTMÆLI gegn þeirri fyrirætlan olíufyrirtækisins Shell að sökkva borpalli í Atlantshafi magnast enn og sýndu stjórnendur fyrirtækisins fyrstu merki um að þeir væru að láta undan þrýstingnum þegar þeir lýstu yfír því að aðgerðinni yrði frestað til að fá aukinn tima til að skýra sína hlið málsins. Umhverfisverndarsamtök fordæma árás I gær var tveimur bensín- sprengjum varpað á bensínstöð Shell í Hamborg í Þýskalandi. Slökkviliði tókst að hemja eldinn áður en hann náði til bensíndæla og -geyma. Engan sakaði í tilræð- inu. Umhverfísverndarsamtök, sem berjast gegn Shell, fordæmdu það að gripið hefði verið ofbeldis og sögðu að það væri ekki rétta leiðin til að ná fram markmiðum sínum. Stjórnmálamenn allra flokka og kirkjuleiðtogar í Þýskalandi hafa hvatt almenning til að sniðganga Shell. Það ber þessari almennu andstöðu vitni að Helmut Kohl kanslari hugðist taka málið upp á fundi iðnríkjanna sjö í Halifax í Kanada. Auken skorar á Dani að sniðganga Shell Svend Auken, utanríkisráðherra Dana, skoraði í gær á þjóðina að fara að ráði Þjóðveija og hætta að skipta við Shell uns málið yrði leyst. Bensínsala Shell* i Þýskalandi hefur að sögn fyrirtækisins dregist talsvert saman vegna mótmæl- anna. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hyggjast um helgina senda liðsmenn sína á bensínstöðv- ar Shell i Belgíu, Bretlandi, Hol- landi, Sviss og Þýskalandi til að skora á bílstjóra að hunsa Shell. Umhverfisverndarsinnar halda þvi fram að Brent Spar pallurinn sé fullur af eiturefnum, sem muni leka út í sjó þegar pallinum verði sökkt. Talsmenn Shell halda því fram að engin hætta sé á ferðum og þeir séu staðráðnir í að sökkva honum þótt þvi hafí verið frestað. Chirac í sviðsljósinu JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur sett mark sitt á fund iðnríkjanna sjö, sem hófst í hafnarborginni Halifax á austurströnd Kanada á fimmtudagskvöld. Það var að hans undirlagi að fundurinn hófst á því að gefin var út áskorun að kvöldi fimmtudags um að lögð yrðu niður vopn í Bosníu í stað þess að ræða al- þjóðleg efnahagsmál, eins og ráðgert hafði verið. Leiðtog- arnir sjö sneru sér að efna- hagsmálum í gær þegar rædd voru áform um stofnun neyð- arsjóðs til að forða gjaldeyris- kreppum og aukin framlög til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Chirac hrifsaði til sín sviðsljós- ið á ný þegar hann lýsti yfir því að „gjaldeyrisbrask [væri] alnæmi hagkerfa okkar“ og var enn miðdepillinn þegar hann var ljósmyndaður í gær ásamt Bill Clinton Bandaríkja- forseta, Tomiichi Murayama, forseta Japans, Jacques Sant- er, forseta framkvæmdastjóm- ar Evrópusambandsins, Helm- ut Kohl, kanslara Þýskalands, John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Lamberto Dini, forsætisráðherra Ítalíu. Hleranir á Spáni Rætt um afsagnir ráðherra Madrid. Reuter. SPÆNSKA ríkisstjórnin kom saman til fundar í gær til að ræða hlerunar- hneykslið, sem valdið hefur miklu uppnámi á þingi og meðal almenn- ings á Spáni. Hefur yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar sagt af sér vegna þess og ekki er útilokað, að einhveijir ráðherrar neyðist til að gera það einnig. Ríkisstjómin lét undan þrýstingi frá stjórnarandstöðunni í fyrradag og féllst á að skýra nákvæmlega frá hlerununum í sameinuðu þingi í næstu viku. Skýrt var frá því í gær að Narcis Serra aðstoðarforsætisráð- herra myndi á miðvikudag svara spumingum þingmanna um hlerun- armálið. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar töldu hins vegar að Felipe Gonzalez forsætisráðherra ætti að sitja fyrir svörum. Orðrómur er um, að Serra, sem var aðstoðarforsætisráðherra og varnarmálaráðherra fram til 1991 og Julian Garcia Vargas, núverandi varnarmálaráðherra, muni neyðast til að segja af sér. Serra neitar því þó og segir, að ríkisstjórnin hafí ekki skipað fyrir um hleranimar. -----» ♦ ♦----- Saka Japani um hugleysi Peking. Reuter. KÍNVERJAR deildu í gær á japönsku stjórnina og sögðu hana skorta hug- rekki til að horfast í augu við og viðurkenna árásarstefnu Japana í síðari heimsstyijöld. Sögðu þeir, að þetta styngi í stúf við „ábyrga af- stöðu“ Þjóðveija til styijaldarinnar. Gagnrýnin á Japani kom fram í grein eftir Wang Dajun, fréttaskýr- anda hjá Xinhua-fréttastofunni, én litið er á hana sem opinber viðbrögð við loðinni yfirlýsingu japanska þingsins um ábyrgð Japana. „Japanir, ólíkt Þjóðveijum, hafa aldrei gengist undanbragðalaust við þeim grimmdarverkum, sem þeir unnu í síðasta stríði," skrifar Wang, „og hefur það hneykslað fólk víða um heim.“ Wang fór mjög lofsamlegum orð- um um leiðtoga Þjóðveija fyrir að viðurkenna og fordæma glæpi nas- ista en í Kína týndu milljónir manna lífinu meðan Japanir réðu htuta landsins á ámnum 1931-’45.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.