Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 27

Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ Helgi Hálfdanarson Hormónar og fleira ÁRNI Björnsson læknir sendir mér mjög vinsamlega kveðju í Morgun- blaðinu 14. þ.m. og um leið fallega hugsað svar við ummælum mínum í sama blaði 18. f.m. og 8. þ.m. Grein hans fer ofurlítið á hlið við þessi skrif mín, og kem ég að því hér á eftir. En fyrst hlýt ég að þakka mjög vel fyrir einstaklega hlý orð í minn garð. Af grein Arna virðist mér mega ráða, að ég hafí lagzt gegn jafn- rétti kvenna og karla til hvaða starfa sem væri. Sá misskilningur hafði áður komið fram, og honum svaraði ég í síðari grein minni, svo ekki varð um villzt, að ég hélt. Að öðru leyti ræðir Ámi læknir mjög um hormóna og vafasamar kenningar um háttemi þeirra. En mergur málsins í grein mingi,- var engin vafasöm hormónakenning, heldur sú augljósa staðreynd, að konur eru í mikilvægum atriðum öðruvísi í laginu en karlar, og guði sé lof fyrir það, hvað sem öðm líð- ur. Þessi blessuð staðreynd, sem storkar öllum kenningum um horm- ónabúskap, stenzt sem betur fer öll „kynslóðabil" og hefur frá ómuna tíð valdið því sem ég kallaði náttúr- lega verkaskiptingu kynjanna, eða eins og segir í grein minni: „Konunni hefur fallið í skaut að annast börn og heimili og e.t.v. einhver störf utan heimilis, sem eftir aðstæðum geta samrýmzt þeim verkahring. Hins vegar hefur það komið í hlut karla að annast fremur þau störf, sem sízt mega truflast af meðgöngu, barnsburði, mylkingu og umhirðu ungbama. Sjálfkrafa koma þar til flest þau viðfangsefni, sem fremur em bund- in samfélagi en heimili. Síðan hefur það farið eftir aðstæðum, hversu mjög starfssvið kvenna og karla hafa skarazt." Nú hafa röggsamar konur kraf- izt þess, að störfum í sem flestum greinum sé deilt sem næst að jöfnu milli kynja. Þessa kröfu kallaði ég firra, og hefði mátt taka dýpra í árinni; hún er allt annars eðlis en jafnréttiskrafan, enda svo að sjá sem mikill hluti allrar kvenþjóðar sé harla áhugalítill um slíkar öfgar. Ekki þarf að ræða svo sjálfsagð- an hlut, að konur eru jafnfærar körlum til hvaða starfa sem er. Hitt skiptir máli, hvemig þjóðfélag- inu kemur bezt að starfskröftum þegnanna sé ráðstafað. Og þá verð- ur ekki fram hjá því horft, að með hinum elskulega mun kynjanna hefur náttúran fyrirfram tekið frá handa konum það hlutverk sem allt annað byggist á. Það hlutverk hef ég leyft mér að kalla forrétt- indi fremur en kvöð; og mig furðar ekki, að flestar konur virðast lítt fúsar til að hlaupast frá því til annarra starfa, sem minna er um vert. Rækt mæðra við börn sín er ekki eingöngu níu mánaða með- ganga og síðan mislangur tími bijóstagjafar. Þegar því skeiði lýk- ur, taka við mörg ár enn vandasam- ari umhyggju, og það þótt aðeins væri um eitt barn að ræða. Víst era aðstæður margra mæðra slík- ar, einkum vegna fjölskylduhátta, að þær eru ekki bundnar heima við öllum stundum. Í grein minni kall- aði ég eðlilegt, að þá sinntu þær störfum utan heimilis, svo sem hugur og hæfni stæðu til. En að vilja fyrir hvern mun komast frá búi og börnum til annarra starfa, hvernig sem á stendur heim'a fyrir, kallaði ég án allrar hormónataln- ingar vott af karleðli. Að örva þró- un í þá átt, svo sem gert er með jafnkvótakröfu hinna manndóms- miklu kvenna, kalla ég vítavert. Undir greinarlok segir Ámi Björnsson: „að hvoragur okkar geti breytt því, að konumar muni fyrr eða síðar komast upp að hlið- inni á körlunum í kapphlaupinu um forystu í þjóðfélaginu." Af þessum orðum mætti ráða, að ég hafi lagzt á móti því, að konur gegni „forystu í þjóðfélaginu". En í grein minni segir: „Það er sjálfsögð jafnréttiskrafa, að þær konur, sem til þess era náttúraðar, fái að gegna þing- mennsku og ráðherradómi og hveijum þeim störfum sem löngum hafa talizt karlastörf, ef þær eru til þess hæfar.“ Áð svo mæltu ítreka ég þakkir mínar til Áma læknis Bjömssonar fyrir fallega og mjög vinsamlega grein. LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ1995 27 Ódýr lúxusvél MTD 072 Ódýr lúxusvél með 3,75 hp B&S Sprint mótor, sláttubreidd 20" eða 50 sm, stór og breiðhjól, útbúin auðstillanlegum hjólalyftum. Meðfærileg í flutningi og geymslu. Verð kr. 24.900,- <2B G.Á. PÉTURSSON HF Faxafen 14 • Sími 685580 -kjarnimálsins! Nú er rétti tíminn í ár er sérlega hagstætt að fjárfesta í atvinnu- tækjum. Það er vegna sérstakra laga um flýtifyrningar atvinnutækja sem keypt eru árin 1994 og 1995. Þau má fýrna allt að tvöfaldri venjulegri fyrningu, næstu þrjú rekstrarár eftir að þau eru keypt. Fjárfesting í ár er því heillaráð. Við gefum þérgóð ráð Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun hvers kyns atvinnutækja. Við getum bent þér á leiðir þar sem þú losnar við að binda rekstrarfé í tækinu og þar sem fyrirgreiðsla þín í viðskipta- bankanum helst óskert. Þú kannt eflaust að meta að geta fengið 100% fjármögnun en njóta samt staðgreiðsluafsláttar hjá seljanda tækisins. Slyót qfgreiðsla Fjármögnun með Kjörleiðum Glitnis er fljótleg. Þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsókn þín afgreidd á skjótan hátt. Ut er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða < líttu inn og spjallaðu við J ráðgjafa okkar. Jj Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík Sfmi 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. 0TTÓ • GRAFlSK HÓNNUN LJÓSM: THE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.