Morgunblaðið - 17.06.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ1995 29
Svo er það þessi undarlega teor-
ía um að börn eigi ekki að læra,
heldur eigi þau að álykta. Hvernig
í andskotanum er hægt að álykta
ef maður hefur engar staðreyndir
til að álykta út frá?
Við verðum að halda okkur við
grunninn. Þar á meðal til dæmis
latínukunnáttu. Það er mjög gott
að læra málfræði á því að læra
latínu vegna þess að hún er ekki
lifandi mál. Þessi aðferð að kenna
mönnum tungumál með því að
láta þá alltaf tala í stað þess að
byggja upp orðaforðann er að
mínu viti algjör vitleysa."
Röfl um röfl
- Þú hefur alltaf verið hrifínn
af málfræði?
„Ha? segir hann og dregur seim-
inn, örlítið nefmæltur. „Já hún
agar hugann ansi vel. Ég held hún
sé ekki verri til að þjálfa lógíska
hugsun heldur en rökfræðin sjálf.
- Hvað um bókmenntirnar þá,
þær eru nú hluti af tungumála-
námi?
„Ég hef alltaf sagt við krakkana
að ég nenni ekki að ræða um bók-
menntir. Ég hef gaman af að lesa
og les allan fjandann, en að vera
að röfla eitthvað um bókmenntir,
hvaða stíll þetta sé, af hveiju þetta
sé svona en ekki hinsegin, fínnst
mér bara vera ópródúktivt og
leiðinlegt. Ég orða það nú gjarnan
þannig að bókmenntir séu röfl en
bókmenntafræði röfl um röfl.
En ég les einhver ósköp. Ég er
að kafna í bókum.
- Það þýðir þá ekkert að spyija
þig álits á nýjustu bókmenntun-
um?_
„Ég hef nú lesið slöttung af
þeim. Það er ýmislegt skemmtilegt
skrifað en vegna tímaskorts á ég
svo mikið ólesið ennþá. Tímaskort-
ur er annað orð yfír leti. En tóm-
stundir hafa ekki verið margar.
Það er erfitt að lesa markvisst
þegar maður eyðir svona miklum
tíma á vinnustaðnum.
- Þú hefur alltaf unnið mjög
mikið.
„Ha,“ segir hann og dregur aft-
ur seiminn. „Ég man ekki betur
en að núverandi menntamálaráð-
herra hafí sagt í Mogganum að
ég væri vinnufíkill, en ég er nú
ekki samþykkur því, ég er nefni-
lega eðlislatur maður og mundi
áreiðanlega geta eytt tímanum í
ekki neitt betur en flestir aðrir.
Hins vegar hefur sú samviskusemi
sem ég erfði frá _______
foreldrum mínum
komið í veg fýrir
að ég legðist í leti.“
- I þinni síðustu
útskriftarræðu
sagðir þú að hóg-
værð væri aðal
menntamannsins. ________
Ertu þú hógvær?
„Menn kann nú að greina á um
það, eftir því í hveiju þeir vilja að
hógværðin birtist. Ég hef ekki
verið hógvær á öllum sviðum, ekki
þar sem samviskan hefur knúð
mig til þess að „standa vörð um
eitthvað". Ég held ég hafí þó ekki
verið mjög gjarn á að hrósa mér
af því sem ég hef gert, enda hef
ég ekki hugmynd um hvort ég hef
verið að gera gott, rétt eða fag-
urt. Hvernig á til dæmis að túlka
það að þegar latínukennsla var
um það bil að deyja út í skólakerf-
inu, lét ég hefja grískukennslu og
kennslu fornfræða í skólanum?"
- Hefur þú nokkurn tíma verið
orðlaus Guðni?
„Jú blessuð góða, ég man nú
bara ekki hvenær.“
Heimatilbúin sálfræði
Guðni varð reyndar orðlaus um
árið þegar hann kenndi stúlkna-
bekk einum ensku. Þau voru að
Iesa um lafði Macbeth og náms-
meyjarnar sögðust vel skilja þetta
nornareðli lafðinnar, þær þekktu
jú sitt eigið eðli.
„Ja, nú er ég kjaftstopp," sagði
þá rektor og starði lengi orðlaus
á kvenfólkið úti í
bekknum.
En hann náði sér
fljótt á strik aftur,
sagði að það þýddi
ekkert að kenna
þeim ensku, það
væri eins og að
kenna öndunum á
tjörninni og svo
bað hann þær
blessaðar um að
taka af sér þetta
„gooselook“.
- Guðni, varstu
að ögra stúlkunum
eða hefurðu ekkert
álit á kvenfólkinu?
„Þetta er bara
trix sem ég notaði.
Heimatilbúin sál-
fræði,“ segir hann
og rífur upp klút-
inn. „Partur af
þessu er að hrista
upp í mannskapn-
um, láta hann ekki
sofna útaf. En
þetta hefur ekkert
með álit mitt á
kvenfólkinu að
gera, alls ekki. Ég
hef sagt eitthvað
svipað í blönduðum
bekkjum."
- En nú verður
kona rektor
Menntaskólans í
Reykjavík, sem
mun vera söguleg-
ur viðburður.
Hvernig líst þér á
það?
„Mér líst ágæt-
lega á það. Ég veit
ekki betur en að
kvenfólkið sé að
taka yfír og það er kannski eðli-
legt því það er miklu fleira kven-
fólk sem gengur í framhaldsskóla
en karlmenn. Við erum alltaf með
um hundrað fleiri stúlkur en pilta
í námi hér ár eftir ár. Það þýðir
að við verðum vera með hreina
kvennabekki sem stelpunum þykir
nú ekki gott. En þær verða að
sæta því, við höfum ekki fleiri
stráka til að dreifa á bekkina."
Þetta fínnst honum fyndið og
rekur upp hlátur.
„Mér er þetta óskiljanlegt,"
heldur hann áfram og snýtir sér
hressilega, „en mér skilst að sömu
sögu sé að segja úr flestum fram-
haldsskólum. Það er eins og strák-
________ amir hafí ekki
áhuga á námi. Þeir
vilja fremur fara
út að vinna, kaupa
sér fyrst mótorhjól
kannski, síðan eru
þeir komnir í bíla-
hugleiðingar, þeir
vilja bara peninga,
peninga, peninga.
Ég hef nú stundum orðað það
þannig að mér sýnist sem æðsta
ambisjón ungra manna á íslandi
sé að verða afgreiðslumenn á
bensínstöð.
En ef við tökum erfiðustu náms-
leiðina hér í skólanum, eðlisfræði-
deild I, þá eru strákamir þar allt-
af í rífandi meirihluta. Stelpurnar
fara heldur í náttúrufræðideildina.
Máladeildin er hins vegar blönduð.
Ég kann enga skýringu á þessu,
því að þegar stelpurnar fara í
erfiðustu deildirnar standa þær sig
ekkert síður en strákarnir."
Týpiskur neytandi
í framhaldi af umræðum okkar
um unga menn hverfum við til
þess tíma þegar rektor sjálfur var
ungur maður.
- Þú varðst harður kommi níu
ára og orðinn krati um fermingu,
hvers vegna í ósköpunum varðstu
ekki stjórnmálamaður?
„Það er nú einfalt mál. Ég hef
aldrei getað haldið ræðu án þess
að taka út. Það er mér hin al-
mesta kvöl. Nú líður mér ágætlega
í tímum og það má segja að ég
sé að flytja endalausar ræður yfír
GULLKORN
GUÐNI var strangur kennari enda „iærðu
menn rosalega hjá honum“, eins og nemend-
ur hans komust að orði. En kennsiustundirn-
ar voru þó oftast tiihlðkkunarefni og mun-
aði þar mestu um gullkorn og gáfuleg „kom-
ment“ rektors, þéringar, og frumstæða
dreifingu stíla. Hér á eftir fara nokkrar
setningar sem hrutu af vörum hans í ensku-
tfma í G.bekk.
■ „Mér þykir það mjög sárt en ég má
ekki beija ykkur greyin mín.“
■ „Og þið liaidið auðvitað allar að Stuart-
arnir séu forfeður Rod Stewart?"
■ „ Að halda að viskan komi yfir mann
eins og hiand úr fötu!“
■ „Setjist þér þarna stelpuskömm, ný-
reyktar."
■ „Megnið af strákunum eru leiðindabuli-
ur sem stelpur eiga ekkert að skipta sér
af. Við hinir erum örfáir.“
■ „Rugby er gentlemen’s aðferð tii að
drepa einhvern by accident."
■ „Slettið ekki ensku. Það er miklu fínna
að sletta dönsku.“
■ „Þetta þurfa flugfreyjurnar að vita Hka
svo að það er best að ég skrifi það.“
■ „Það eru hryllileg öriög að vera kenn-
ari.“
■ „Þetta er í fyrsta skipti í vetur sem ég
kem inn og þér eruð ekki að tala. Eruð þér
eitthvað miður yðar?“
■ „Þér skilduð þetta náttúrulega ekki,
framburðurinn var svo góður.“
■■ „Allir sannir íslendingar deyja með
spakmæli á vörunum."
■ „Hmm...mínúta eftir... Jæja, þið getið
þá fengið göngufríið ykkar núna.“
Að koma aldrei
inn í kennslu-
stofu var dauði
og pína
blessuðum börnunum, en þar hef
ég þau sem fanga.
Ég get ekki haldið blaðalausa
ræðu, það er mér gjörsamlega um
megn. Skýringin á því er líklega
sú að ég asnaðist til að halda fram-
söguræðu þegar ég var í gagn-
fræðiskóla og hélt þar fram mál-
stað andstæðinga nasista. Ég átti
aðeins einn stuðningsmann á fund-
inum og var svo bara píptur niður.
Ég hef hins vegar gaman af að
hugsa um pólitík og hef mjög
ákveðnar skoðanir, en ég er enginn
slíkur baráttumaður að ég hafi átt
nokkurt erindi í hana.
Ég er mjög sáttur við að hafa
bara verið við minn leist, eins og
hef stundum orðað það.“
- Datt þér aldrei í hug að leggja
fyrir þig einhveija listgrein, til
dæmis tónlist?
Hann raðar tóbakinu á handar-
bakið og heldur hendinni á lofti
um stund. „Ég byijaði að læra á
píanó hjá Sigurði sáluga ísólfssyni
þegar ég var sjö ára, en mér fannst
bara miklu meira gaman að vera
úti að leika mér heldur en að æfa
mig.
Ég er týpiskur neytandi, ég hef
gaman af alls konar músik. Meira
segja lét mig hafa það í nokkuð
mörg ár að skrifa umsagnir um
tónleika í Alþýðublaðið. Eftir að
Þórarinn sálugi Jónsson tónskáld
dó, þá vantaði mann til að skrifa
og ég var settur í það. Að einu
leyti braut ég blað því ég birti
umsögnina alltaf daginn eftir að
konsertinn fór fram. Stundum
þurftu þeir sem héldu tónleika að
bíða í viku eða lengur til að fá
lærðar ritsmíðar frá lærðum tón-
listarmönnum, en ég gaf amatör-
mat strax daginn eftir,“ segir hann
og tekur svo í nefíð.
- Hvers konar músik ertu hrifn-
astur af?
„Klassík. Ég hef nú líka alltaf
haft gaman af dansmúsík alls kon-
ar, og alltaf verið mjög svag fyrir
dixieland, en B-in hafa nú verið
mín uppáhöld, Bach, Beethoven
og Brahms, kánnski síst Brahms.
Mér fannst þetta óttalegur þýskur
Weltschmerz í honum, einkum
þegar ég var yngri.
Það var ekki fyrr en ég var
kominn út til Edinborgar og lenti
inn í grúppu sem hafði áhuga á
klassík og spilaði oft plötur, að
ég lærði að hlusta á Brahms. Það
var gert með ofbeldi. Þegar ein-
hver sagði, nú skulum við hlusta
á Brahms, sagði ég, nei takk ég
er farinn. Þá settist einn ofan á
mig í mjög þröngum hægindastól
þannig að ég gat ekki losað mig,
og setti á fíðlukonsertinn eftir
Brahms, og síðan þriðju sinfó-
níuna. Ég var alveg hættur að
ströggla þegar komið var fram í
miðjan konsert og sat bara frívilj-
ugur og hlustaði.
Ég hef alltaf gaman af sinfó-
níum Brahms en ég er jafnframt
þakklátur fyrir að þær voru ekki
nema fjórar.“
- Þú hefur alltaf sungið mikið,
ertu þá ekki hrifinn af óperum?
„Ég hef alltaf sungið mikið, jú
jú. Ég hef hlustað töluvert á óper-
ur og á eitthvað svolítið af slíku,
en ég hef ekki sótt þær mikið. Þó
sá ég einu sinni Lohengrin á sviði
í Edinborg, í uppsetningu Covent
Garden óperunnar. Það var nú
bara vegna þess að Þorsteinn
Hannesson söng Lohengrin í þeirri
uppfærslu og mér rann blóðið til
skyldunnar að hlusta á hann. Ég
man hvað ég var hrifinn. Þorsteinn
var mjög vel upplagður þetta
kvöld. Að geta komið inn á þessum
helvítis svani þarna alveg ískaldur
og byija á háa C-i, það þótti mér
hreint afrek.“
Barist gegn lausung
í lok sumars yfirgefur Guðni
rektor skólann sinn, eins og hann
hefur ætíð nefnt hann, og hvað
ætlar hann þá að taka sér fyrir
hendur?
„Ég hef ekkert planlagt. Mér
skilst að börnin mín vilji að ég
fari að leggjast í ferðalög því þau
gáfu mér ferðasjóð þegar ég varð
sjötugur. Ég á mikið eftir óséð af
heiminum. Fyrstu sautján árin
sem ég var rektor hérna fór ég
ekkert út úr landinu, varla út úr
bænum. Við hjónin fórum svo síð-
ar til helstu heimsborganna, Lond-
on, Parísar og Rómar. Það voru
nú öll ferðalögin. Að vísu ferðaðist
ég sem blaðamaður og fór á nám-
skeið og þess háttar vesen meðan
ég var ungur kennari.
Ég á heimboð vestur í Ameríku,
ætli ég reyni ekki að þiggja það.
Eins og ég hef sagt á ég líka fullt
af bókum sem ég á eftir að lesa.
- Þú hefur ekki
verið búinn að und-
irbúa starfslok?
„Nei nei, ég
frétti bara af þeim
í auglýsingu í út-
varpinu.“
- Hvers heldurðu
nú að þú eigir eftir
að sakna mest þeg-
ar þu hættir hér?
„Ég hugsa að ég sakni nú áreið-
anlega skólans og daglegrar um-
gengni við krakka í skólastofu.
Sannleikurinn er sá að ég hef
haft gaman af þessu, enda hef ég
prédikað það yfir börnunum að
þeirra helsta skylda sé að passa
það að mér leiðist ekki.
Fyrir þremur árum fannst mér
ég vera orðinn það gamall að það
væri rétt fyrir mig að hætta að
kenna, og það gerði ég. Mér hefur
ekki leiðst meira á ævi minni. Að
sitja hér og þykjast vera að stjórna
og koma aldrei inn í kennslustofu,
það var dauði og pína. Svo ég fór
að kenna aftur.“
- Þú hefur þá haft lúmskt gam-
an af nemendum þínum, manstu
ekki eftir einhveiju atviki þar sem
þér var skemmt?
„Ég hef nú svo lélegt minni, en
ég hlæ nú oft að þeim tíma þegar
maður var að beijast mjög harka-
lega gegn lausunginni sem kom
með þessari frægu ’68 kynslóð.
Við endum alltaf á munnlegum
prófum hérna. Ég var niðri á kenn-
arastofu og leit út í port. Þar var
einn piltur, sem var framarlega í
stafrófi og því greinilega búinn
að ganga upp, og hann hafði bara
farið og fengið sér eitthvað að
drekka. Ég rauk út í glugga,
öskraði á hann: Komið þér upp!
Fór svo fram á gang, drengur-
inn kom hlæjandi, gleiðbrosandi,
voða kátur. Ég tók í boðungana á
honum, fleygði honum upp að
vegg og hvæsti á hann, að ef hann
yrði ekki horfinn eftir þijár mínút-
ur yrði hann ekkert stúdent, sama
hvað hann fengi út úr þessum
helvítis prófum.
Hann skall svo harkalega í
vegginn að leikfímikennarinn sem
stóð þarna spurði hvort ég ætlaði
að varðveita hann þarna inni í
veggnum!
Svipað atvik átti sér stað á
samskonar degi, síðasta prófdag,
þegar nær allir búnir að ganga
upp. Ég ákvað að fara heim svona
um sjöleytið og sá þá hvar tveir
strákar voru að sparka bolta. Ég
fór eitthvað aðeins að tala við þá
að gamni mínu, en svo varð mér
litið að húsinu og sá þar brúnan
pappírspoka. Ég gekk og skoðaði
í pokann og þá voru þar flöskur,
önnur tóm, hin full.
Og ég segi við strákana: Eigið
þið þennan poka?
Ha? Nei, nei nei.
Vitið þið nokkuð hvaðan hann
kom?
Æ, það var strákur hérna sem
gleymdi honum.
Jæja, þá er best að ég taki hann
bara með mér upp.
Nei, nei við getum alveg fært
honum þetta,“ sögðu þeir.
Nei þið skuluð ekkert hafa fyrir
því, ég fer með hann upp og þið
segið honum að hann geti sótt
þetta til mín, sagði ég, og tók
pokann."
Rektor hlær dátt þegar hann
riljar þetta upp, en lætur ekki þar
við sitja heldur snýr sér við í stóln-
um, teygir sig undir hillunar á bak
við sig, dregur fram brúnan, velkt-
an poka, mjúkan af elli og upp
úr honum heila Campariflösku:
„Þetta er hér ennþá,“ segir hann
og glottir. „Búið að vera hér í
fímmtán eða tuttugu ár!“
Hún er latínukona
Það fer hver að verða síðastur
að sækja sína flösku. En rektor
hallar sér aftur í stólnum og snýt-
ir sér duglega. „Ég hef forðast
að vera hátíðlegur," segir hann.
- En þetta verður líklega hátíða-
stund þegar þú af-
hendir lyklana að
skólanum þínum?
„Já ég reikna
með að afhenda
Ragnheiði Torfa-
dóttur valdatáknin
á kennarafundi í
haust. Hún er gam-
all nemandi minn,
ég kenndi henni akkúrat í þessari
stofu man ég. Þá var maður í ess-
inu sínu, þær urðu að gjöra svo
vel að standa upp og flytja bæði
ræður Brútusar og Antóníusar úr
Júlíusi Cesari á ensku og kunna
þær, hún og bekkjarsystir hennar,
hér í þessari stofu. Þær stóðu sig
með bravúr."
- Fær eftirmaður þinn einhver
gullkorn frá Guðna rektor?
„Nei alls ekki. Ég treysti henni
alveg fyrir því að sjá um þetta
með skik og bruk. Hún er latínu-
kona.
Nei, engin gullkorn frá mér.
Ég er ekki skólamaður, ég er bara
kennari. Ég hef engar stórar teor-
íur. Ég fæst við þann eld sem
brennur á mér hverju sinni.“
Að þeim orðum sögðum, og
kveðjum, snýr rektor sér aftur að
pappírsbunkanum og heldur áfram
vinnu sinni í morgunbirtunni eins
og hann hafi aldrei verið ónáðaður.
Á stigaskörinni getur maður
hins vegar ekki stillt sig um að
snúa sér við og líta einu sinni enn
inn á kontórinn. Svona til að festa
í huga sér myndina af Guðna rekt-
or.
Mér fannst þetta
óttalegur þýsk-
ur Weltschmerz
í honum