Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 33

Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 33 ARI Teitsson og Elín Magn- úsdóttir í gróðurhúsi sínu á Hrísum. Feðgarnir á Brún boruðu eftir heitu vatni á landi sínu og fengu upp 50 stiga heitt vatn sem notað er ti! að halda yl í gróðurhúsinu en þar eru ræktaðar rósir, tómatar og gúrkur til heimilisnota. ég get sinnt bústörfunum. Ég geri líka ráð fyrir að verða áfram í hálfu starfi sem héraðsráðunautur. Ástæðan er auk þess sú að ég vil ekki slitna úr tengslum við landbún- aðinn. Það er ágætt að heyra í bændum og láta þá skamma sig, það herðir í manni og veitir manni líka víðari sýn,“ segir Ari. „Með sameiningunni er stefnt að því að stilla betur saman strengi bænda og tengja saman faglegu hliðina og kjarahliðina. Kjarabar- átta bænda er æ meira að verða barátta um að framleiða góða vöru með lágmarkstilkostnaði og það er einfaldlega spurning um faglega þekkingu, nákvæmni og aga í vinnubrögðum. Ég hef lagt mikla áherslu á að menn horfist í augu við þetta, því heimurinn fer harðn- andi,“ segir Ari. „Það hefur einnig verið unnið að því seinustu tvö árin að upplýsa almenning betur um eðli landbúnað- ar, stöðu hans og hlutverk í þjóðar- búskapnum. Skýrasta dæmið um þetta er að við höfum reynt að opna nokkur bú fýrir almenningi og vor- um með sérstaka kynningardaga í ágúst í fyrra og ætlum að endur- taka það í sumar svo þjóðin viti betur hvað landbúnaðurinn er. Við viljum vera mjög opnir fyrir hrein- skilinni umræðu um eðli landbúnað- arins og stöðu hans. Landbúnaður- inn verður ekki rekinn hér nema í sátt við þjóðina og liður í því er að við séum opnir og fúsir að sýna hvað við erum að gera og veita þjóðinni hlutdeild í því eftir því sem kostur er,“ segir hann. Þetta eru samtök stéttar sem berst fyrir lífi sínu Ari var spurður hvaða höfuð- áherslur hann legði sem formaður Bændasamtakanna. „Þetta eru raunverulega samtök stéttar sem berst fyrir lífi sínu,“ svarar Ari. „Það ríkir ennþá sátt um að það eigi að vera hér landbúnaður sem uppfylli þarfir þjóðarinnar fyrir alh ar helstu dagvörur, mjólkurvörur, kjöt og jarðargróður, eftir því sem kostur er á, en það þarf töluvert fyrir því að hafa að það verði sátt um þetta áfram. Það er hart að okkur sótt. Með meiri alþjóða- hyggju og alþjóðaverslun þurfum við að gæta að okkur og framleiða þannig vörur, bæði að því er varðar gæði og verð, að þjóðin vilji neyta þeirra. Á næstu misserum munum við glíma við þessa jafnvægislist, að bændur haldi viðunandi lífskjör- um, sem þeir hafa margir hveijir ekki í dag og að landbúnaðarvör- umar séu þannig úr garði gerðar, að því er varðar gæði og verð, að það sé sátt um neyslu þeirra. Þetta tengist aukinni alþjóðaumræðu og harðnandi heimi í verslun og við- skiptum." Áð sögn Ara er mjög brýnt að gerðar verði breytingar á búvöru- samningnum, og þoiir enga bið að leyst verði úr bráðavanda sauðfjár- framleiðslunnar. „Formleg vinna er hafin við endurskoðun á búvöru- samningi sauðfjárframleiðslunnar og ég geri ráð fyrir að fljótlega eftir að því lýkur munum við skoða búvörusamninginn í heild sinni. Það er nauðsynlegt að breyta honum þannig að þessi flata niðurfærsla á framleiðslumöguleikum allra bænda á innanlandsmarkaði verði stöðvuð ef neyslan á innanlands- markaði heldur áfram að minnka, sem ég vona að verði ekki. Það gengur ekki að færa alla jafnt nið- ur og nauðsynlegt er að gera breyt- ingar sem gera mögulegt að fram- leiðendum fækki, ef ekkert nýtt kemur til. Þetta verður sérstaklega erfitt fyrir þá sem ekki geta haldið áfram. það hefur verið rætt um að Jarða- sjóður ríkisins kaupi jarðir sem eru að fara úr notkun og í sjálfu sér er mjög æskilegt að sá hluti lands- ins, sem ekki er nýttur til landbún- aðar, sé í eigu ríkisins til að varð- veita landið. Okkur ber skylda til að skila landinu jafn góðu til næstu kynslóðar eins og við tókum við því og ef ekki er þörf fyrir það til land- búnaðar er æskilegast að ríkið beri ábyrgð á því,“ segir hann. Samdráttur í neyslu og tekjuhrun sauðfjárbænda Ari dregur enga dul á að sauð- fjárbændur eigi við mjög alvarlegan vanda að etja. „Vandinn í dag staf- ar fyrst og fremst að því að það Morgunblaðið/Rúnar Þór hefur orðið mikill samdráttur í neyslu kindakjöts á síðustu árum. Neyslan innanlands var yfir 8.500 tonn um 1990 en neysía síðustu tólf mánaða var tæplega 7.000 tonn. Búvörusamningurinn gerði ráð fyrir ábyrgð á ákveðnu magni sem er áætlað áður en bændur setja á að hausti. Svo líður ár þar til þetta kjöt kemur í sláturhús og annað ár áður en markaðstímabil- inu raunverulega lýkur. Ef mikill samdráttur er í neyslu safnast upp birgðir, sem hafa valdið miklum erfiðleikum. Þetta kerfi gat vel gengið á meðan það var hugsað fyrir lítt breytta neyslu en þegar samdrátturinn hófst söfnuðust upp birgðir. Hinn hluti vandans stafar af tekjurýrnun vegna minnkandi framleiðslu og minni sölu,“ segir hann. Að sögn Ara eru kjör sauðfjár- bænda þó mjög misjöfn. Margir bændur hafí möguleika á að stunda aðra atvinnu með sauðfjárbúskapn- um en staðreyndin sé engu að síður sú að sauðfjárbændur hafa orðið fyrir alvarlegu tekjuhruni og út- reikningar Hagþjónustu landbúnað- arins á búreikningum 113 sauð- fjárbúa, leiða í ljós að gera megi ráð fyrir 60% launasamdrætti á árunum 1993 til 1996 miðað við óbreyttan búvörusamning. Að gefn- um tilteknum forsendum kemur fram í útreikningunum að að meðal- tali voru 488 þús. kr. afgangs til greiðslu launa af búrekstri á sauð- fjárbúi á árinu 1994 og að aðrar tekjur af búrekstri hafi numið 178 þús. kr. á árinu. Þetta byggist á þeirri forsendu að greiðslumark til framleiðslu kindakjöts muni fara niður í sem svarar 6.250 tonn á verðlagsárinu 1996/97. Áframhald- andi lækkun greiðslumarks á tekjur bænda myndu skv. spánni leiða til þess að á næsta ári yrðu árstekjur fyrir sauðfjárbúskap komnar niður í 251 þús. kr., en kostnaður minnk- ar þó ekki að sama skapi. Þetta þýðir með öðrum orðum að meðal- búið mun halda eftir rúmum 20 þús. krónum á mánuði á næsta ári fyrir sauðfjárframleiðsluna til greiðslu launa og hagnaðar (sjá töflu). „Miðað við óbreyttan búvöru- samning verður veru- leg niðurfærsla á framleiðslumöguleik- um sauðijárbænda á næsta ári og þetta sýnir betur en orð fá lýst hvað það er von- laust að halda áfram óbreyttum búvöru- samningi, það er í raun útilokað," segir Ari. Að hans sögn afla þó margir þess- ara bænda umtals- verðra tekna utan bús, sem ekki koma fram í ofangreindum tölum en í sumum sveitum séu nánast engir möguleikar á að bæta tekjur sínar utan búrekstrar. „Þetta er orðið hrikalegt vanda- mál á sumum svæðum. Núna er verið að vinna að því að breyta lausaskuldum bænda í föst lán hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins en umsóknarfrestur rann út í mars og það hefur komið í ljós að tæplega 500 bændur þurfa á þessu að halda, stór hluti þeirra er sauðfjárbænd- ur.“ „Landbúnaðurinn getur staðist sam- keppnina f ráútlöndum með hæfílegum stuðn- ingi og sanngjarnrí toliverndu PRINCE POLO í NÝ|UM BÚNINGl • stundum koma Prínce Polo pásur! Lífið snýst ekki bara um vinnustundir og vísitölur, stundum eru það pásurnar sem Iffga mest upp á sálartetrið; Prince Polo pásurnar. Nú er Prince Poio komið f nýjar og betri umbúðir. Mundu það næst þegar þú vilt slappa af!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.