Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 44

Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 44
44 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MIIMIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ * * t Dóttir mín, fósturdóttir, móðir og hálfsystir, ÁSTA LOVÍSA HERMANNSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 72, Kópavogi, lést 6. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Þorsteinsdóttir, Daníel Daníelsson, Guðmundur Þorsteinn Ásgeirsson, Anna Björk Daníelsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNIM GUÐJÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis íÁstúni, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 15. júní. Hrafnhildur Matthfasdóttir, Jón H. Guðmundsson, Birgir Matthíasson, Guðrún Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN FRIÐLEIFSDÓTTIR frá Siglufirði, Bólstaðarhlið 58, lést í Landspítalanum 10. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorgeir Pétursson, Friðleifur Björnsson, Elva Guðbrandsdóttir, Gunnar Þór Friðleifsson, Ómar Ingi Friðleifsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, HÖRÐUR H. BJARNASON fyrrv. símstöðvarstjóri, Holtsbúð 27, Garðabæ, lést í Landakotsspítaía fimmtudaginn 15. júnf. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bryndis Bjarnason, börn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞURÍÐUR EGGERTSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólk elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fær innilegar þakk- ir fyrir umönnun og hlýhug. Gunnar Steingrímsson, Hulda Færseth Steingrimsdóttir, Ragnar Steingrimsson, María Guðnadóttir, Marfa Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILDE MARIA FREITAG PÁLSSON, Iðufelli 6, Reykjavík, lést á Kumbaravogi, Stokkseyri, fimmtudaginn 15. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrfður Pálsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson, Halldór Pálsson, Hjörleifur Pálsson, Páll S. Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANNES BJARNASON verkfræðingur, Laugarásvegi 43, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðju- daginn 20. júnf kl. 13.30. Margrét Ragnarsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Einar Örn Stefánsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Ævar Guðmundsson, RagnarJóhannesson, Bjarni Jóhannesson, Auður Þórarinsdóttir og barnabörn. GISLINA VILHJÁLMSDÓTTIR + Gíslína Vil- hjálmsdóttir fæddist 5. október 1922 í Reykjavík. Hún lést 7. júní sl. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Ás- grímsson og Gíslína Erlendsdóttir. Systkini Gíslínu eru Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson rithöf- undur, látinn, Guð- munda Vilhjálms- dóttir húsmóðir, lát- in, Erlendur Vil- hjálmsson fyrrv. deildarsfjóri og Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir húsmóðir. Gíslína kvæntist Hafsteini Ólafssyni. Þau slitu samvistir. Börn Gísl- ínu og Hafsteins eru Helga Sólveig, f. 30. janúar 1945, lát- in, hún átti 3 börn, og Ólafur Kristinn, f. 17. desember 1948, kvæntur Ernu Kristínu Júl- íusdóttur, f. 10. nóvember 1947. Þau eiga 2 dætur. Ennfremur ól Gís- lína upp og gekk í móðurstað Hjördísi Jónsdóttur, dótt- urdóttur sinni. Gís- lína gekk í Kvenna- skólann 1936-1940 og hóf síðan störf hjá Trygginga- stofnun ríkisins þar sem hún starfaði þar til hún lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Gíslína verður jarðsungin i Dómkirkjunni nk. mánudag, 19. júní, og hefst athöfnin kl. 13.30. OLAFUR INGIMUNDARSON + Ólafur Ingi- mundarson fæddist á Hörðubóli í Miðdölum 26. októ- ber 1902. Hann lést á heimili sonar síns í Englandi 8. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingimund- ur Guðmundsson frá Hrútafirði og Jens- ína Jóelsdóttir frá Skarðsströnd. Ólaf- ur var einkabarn móður sinnar, en Ingimundur átti tvö börn með síðari konu sinni, þau Inga, hæstrétta- lögmann í Reykjavík, og Guriði, bankastarfsmann í Reykjavík. Ólafur kvæntist 1936 Rósu Teitsdóttur, f. 21. apríl 1912, og hafa þau búið allan tímann á Grund, Austurgötu 15, Keflavík. Börn þeirra eru: 1) Kristbjörg, f. 1937, d. 1985, síðast húsmóðir í Noregi, gift Birgi Guðsteinssyni og áttu þau fjögur böm. 2) Guðmundur f. 1938, háskóla- kennari í Bretlandi, kvæntur Leu Dav- íðsdóttur, þau eiga fimm börn. 3) Sigur- vin, f. 1942, tækni- fræðingur í Noregi, kvæntur Gunhild Hannesson, eiga þau tvö börn. 4) Sig- ríður, f. 1948, hjúkr- unarfræðingur í Danmörku, gift Finn Jegárd, þau eigajujú böm. Lengst af starfaði Olafur við byggingarstörf í Keflavík, eink- um sem múrarameistari. Hann tók mikinn þátt í starfi aðvent- ista á Suðurnesjum. Útför Ólafs fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 19. júní. MEÐ nokkrum orðum vil ég minn- ast látins góðvinar, sem ég þekkti fjöldamörg ár. Allan þann tíma bar aldrei skugga á kynni okkar, kynni sem urðu þó nokkuð náin. • Burðarásarnir í skaphöfn og sam- skiptum þessa dagfarslega hægláta manns voru hæverska, heiðarleiki, traust vinfesta, áreiðanleiki, mann- gæska, alvörugefni, sem gaf þó gott svigrúm fyrir græskulausa glettni og ljúfa gleði í góðvinahópi. Öll framganga hans grundvallaðist raunar á þeirri djúpstæðu trú, sem hann bar í bijósti og iðkaði af kost- gæfni. Hún var hreyfiaflið og setti aðalsmerki sitt á manninn. Auðvitað var hann, sem og hver annar íslend- ingur, fastur fyrir, ákveðinn í skoð- unum, en alltaf opinn og fús til sam- stiilingar þar sem á kunni að greina. Eljusamur var hann, féll aldrei verk úr hendi og mátti hvergi vamm sitt f nokkru vita. Ólafur unni tónlist hjartanlega. Sjálfur lék hann á orgel og söng við raust. Þessi kunnátta kom sér vel, því um margra ára bil var samkomu- hald Aðventsafnaðarins á Suður- nesjum til húsa á heimili hans. Var hann þá allt í senn, organisti, söng- stjóri og raunar á vissan hátt safnað- arhirðir. Tíðar voru komur mína á heimili hans. Fastir liðir voru auðvitað söng- ur við organleik, fyrst og fremst, ásamt munaði þess besta sem fram varð borið hveiju sinni með rausn, því gestrisni og höfðingslund réð húsum. Fyrir öll þessi góðu sam- skipti þakka ég. Blessuð sé minning míns kæra bróður. Elsku Rósa, börnin, barna- og barnabömin. Við sendum ykkur inni- lega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í reynslu skilnaðarins. Sólveig og Jón Ifjörleifur Jónsson. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, systir, amma og langamma, JENSÍNA SIGURVEIG JÓHANNSDÓTTIR, Álfheimum 29, áður Auðkúlu, Arnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi 15. júní. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Davið Pétursson, Skúli Guðjónsson, Friðrik Guðjónsson, íris Þorkelsdóttir, Baldur Guðjónsson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Friðrik J.Á. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. HINN 7. júní sl. andaðist á heimili sínu, Hringbraut 90 í Reykjavík, Gíslína Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi deildarstjóri við Tryggingastofnun ríkisins og fer útför hennar fram frá Dómkirlqunni mánudaginn 19. júní. Vil ég fyrir hönd samstarfsfólks minnast hinnar látnu heiðurskonu með nokkmm orðum. Gíslína var yngst bama þeirra Vilhjálms Ás- grímssonar verkamanns og sjó- manns og konu hans Gíslínu Er- lendsdótt.ur. Þau bjuggu lengi á Eyrarbakka en fluttust til Reykja- víkur með 4 elstu böm sín. Þetta gerðu þau hjónin m.a. til þess að auðvelda bömunum skólagöngu, en þau vom greind og námfús. Bræður Gíslínu vom þeir Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson, blaðamað- ur og rithöfundur, mörgum kunnur af höfundarheitinu „Hannes á hom- inu“ og Erlendur Vilhjálmsson, deildarstjóri lífeyrisdeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins um áratuga skeið. Erlendur lifir systur sína og er nú á níræðisaldri. Systurnar vom þær Guðmunda og Ingibjörg, hús- freyjur í Reykjavík. Guðmunda er nú látin. Gíslína var yngst systkinanna, fæddist í Reykjavík 5. okt. 1922. Hún hlaut ágæta menntun, útskrif- aðist frá Kvennaskólanum í Reykja- vík vorið 1940. Alla tíð rækti hún vináttu sína og skólasystra í Kvennaskólanum. En lífsbaráttan tók skjótt við. Ung giftist hún Haf- steini Ólafssyni bifreiðastjóra og stofnuðu þau heimili í Reykjavík. Börn þeirra Hafsteins voru Helga Sólveig og Ólafur Kristinn. Helga Sólveig giftist bandarískum manni, Samuel Otineru. Helga Solveig and- aðist 1968 og lét eftir sig syni í Bandaríkjunum, þá Gísla og John. Áður hafði Helga Sólveig eignast dótturina Hjördísi Jónsdóttur og annaðist Gíslína uppeldi hennar að mestu. Hjördís er móðir tveggja bama. Umhyggja Gíslínu gagnvart Hjördísi var aðdáunarverð. Olafur Kristinn er bifvélavirki. Hann er kvæntur Emu Kristínu Júlíusdótt- ur, dætur þeirra em Helga Sólveig og Lilja Dögg. Þau Gíslína og Haf- steinn skildu 1964. Hóf þá Gíslína störf hjá Trygg- ingastofnuninni á nýjan leik, hafði unnið þar áður en hún stofnaði heimili. Gíslína vann svb óslitið við lífeyrisdeildina þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir, þá orðin deildarstjóri yfir sínu sviði. Gíslína stundaði vinnu sína af mikilli samviskusemi, var henni trú- að fyrir vandmeðfömum verkefn- um. Lengi hafði hún með höndum afgreiðslu heimildarbóta, svokall- aðra uppbóta. Hélt hún vel utan um þann bótaflokk og gætti þess að þeir, sem verst vora settir fengju sanngjarna afgreiðslu. Það auðveldaði Gíslínu mjög störfin hve vel hún þekkti til að- stæðna almennings og lífsbaráttu. Þeirrar þekkingar hafði hún aflað sér í föðurgarði og af eigin raun. Hún bjó lengst af í verkamannabú- stöðunum við Hringbraut og þekkti alla byggingarsögu þess hverfis og atbeina Héðins Valdimarssonar í þeim efnum. Gíslína var krati eins og flest hennar fólk. Var lærdóms- ríkt að ræða við hana um þjóðmál og félagsmál ýmiskonar, svo sem málefni fatlaðra, aldraðra og ein- stæðra foreldra. En Gíslína var raunsær krati, hún vissi að engum almannatryggingum verður haldið við, ef atvinnuvegirnir em ekki öflugir. Skilningur hennar á al- mannatryggingum var því næmur og laus við óskhyggju. Samstarfsfólk hennar sendir öll- um afkomendum, ættingjum og skylduliði innilegar samúðarkveðj- ur. Gott er að minnast konú, sem alla tíð stóð fyrir sínu. Var sífellt að greiða götu annarra af mikilli fómfýsi og elskusemi. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hilmar Björgvinsson. Okkur Gísla hefur alltaf þótt vænt um þig og þykir það enn. Þótt þú værir amma okkar varstu líka trúnaðarvinkona okkar sem við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.