Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 45

Morgunblaðið - 17.06.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 45 gátum sagt allt við og þú hjálpaðir okkur alltaf. Það sem mér fannst mest gaman hjá þér var að á kvöldin lágum við saman uppí rúmi og spjölluðum saman um margt. Þá sagði ég þér frá vandamálum mínum og þú hjálpaðir mér. Elsku amma, þú dekraðir dæma- laust við okkur og það var alltaf jafngaman að koma til þín. Mér og Gísla þykir þú tvímæla- laust besta amma í heimi og ég vona að allir eigi jafngóða ömmu og þig. Okkur Gísla þykir mjög leitt að þú ert farin frá okkur, við munum sakna þín voðalega mikið eins og allir sem þekkja þig munu gera. Þín barnabörn, Þóra og Gísli Hrafn. Gíslína Vilhjálmsdóttir tengda- móðir mín lést snögglega á heimili sínu 7. júní sl., svo snögglega að við sem eftir stöndum áttum okkur varla á því. Þetta er mikill missir fyrir okkur nánasta fólkið hennar því mikill tími hennar fór í að hugsa um okkur. Hún var með eindæmum barngóð og mikið fyrir lítil börn og veit ég að hún hlakkaði mikið til að taka á móti nýjasta fjölskyldu- meðlimnum með okkur sem er væntanlegur eftir rúman mánuð. Gilla var með eindæmum ráðagóð og þau eru ófá heilræðin sem hún hefur gefið mér í gegnum árin og betri ferðafélaga get ég ekki hugs- að mér. Elsku Gilla, ég þakka þér fyrir allt og kveð þig með þessum fallega sálmi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Erna. KRISTÍN FRIÐ- LEIFS- DÓTTIR + Stefanía Kristín Friðleifs- dóttir fæddist á Siglufirði 22. ágúst 1918. Hún lést á Land- spítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðleif- ur Jóhannsson og Sigríður Stef- ánsdóttir. Systkinin voru sex. Kristín átti einn son, Friðleif Björnsson. Hún giftist Þorgeiri Péturssyni 1987. Kristín var jarðsungin frá Fossvogskapellu 16. júní. ÉG kynntist Stefaníu og Þorgeiri, sem síðar varð eiginmaður hennar, í Búrfellsvirkjun þar sem við störf- uðum saman fyrir 30 árum. Síðan hefur kunningsskapur okk- ar haldist. Ég var heimagangur hjá þeim hjónum og undi mér sem í foreldrahúsum. Alúð og umhyggja þeirra kom m.a. fram í því að það var sama á hvaða tíma ég kom, ávallt sat örlæt- ið í fyrirrúmi í mat og drykk og því sem þau töldu mig vanhaga um. Það er sárt að sjá á eftir traust- um og sönnum vini. Fyrir þessi kynni vil ég þakka af alhug og megi guð og gæfan styrkja eftirlifandi eiginmann Stef- aníu, ættingja og vini til hinstu stundar. Kær kveðja, Sigurður B. Arason. -J I _ | Krossar I I áleiði I viðarlit og mábðir. Mismunandi mynsnjr, vönduo vinna. Sími 91-35929 og 35735 ► Helstu niðurstöður ársreiknings 1994 Efnahagsreikningur 31.12.1994 í þúsundum króna Veltufjármunir 1.983.797 Skammtímaskuldir 20.661 Hreint veltufe: 1.963.136 Fastafjármunir: / Langtímakröfur 10.051.301 Varanlegir rekstrarfjármunir 19.918 10.071.219 Hrein eign til greiðslu lífeyris: 12.034.355 Yfírlit um breytingar á hreinni eign til greibslu lífeyris fyrir árib 1994 Fjármunatekjur, nettó 774.258 Iðgjöld 683.664 Lífeyrir (310.765) KostnaSur (rekstrargjöld - rekstrartekjur) (37.988) Matsbreytingar 207.765 Hækkun á hreinni eign á árinu: 1.316.934 Hrein eign 10.717.421 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: 12.034.355 Ýmsar kennitölur Raunávöxtun 7,7% Raunávöxtun að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar 7,3% Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum 45,5% Kostnaður í hlutfalli af iðgjöldum 5,3% Kostnaður í hlutfalli af eignum (meðaltal hreinnar eignar í árslok og ársbyrjun) 0,3% Starfsmannafjöldi 7 H Hinn 1. janúar 1995 sameinuðust LífeyrissjóSur bókagerðarmanna, Lífeyrissjóður félags garðyrkjumanna og Lífeyrissjóður múrara, Sameinaða lífeyrissjóðnum. B Sjóðfélagar fá sent yfirlit yfir iðgjöld tvisvar á ári og eru hvattir til að bera (oau saman við launaseðla. Beri þeim ekki saman er áríðandi að hafa samband við sjóðinn (oví verði vanskil á greiðslum geta dýrmæt réttindi glatast. I Frá 1. apríl 1 995 var heimilt að draga 2% af 4% framlagi í lífeyrissjóð frá tekjum við álagningu skatta við staðgreiðslu. ■ Lífeyrissjóðurinn greiðir félögum elli- og örorkulífeyri og mökum látinna félaga, fjölskyldulífeyri. Samtrygging sjóðfélaga um örorku- og fjölskyldulífeyri tryggir félögum og mökum (oeirra lífeyri við óvænt áföll. ■ I árslok 1 994 fór fram tryggingafræðileg úttekt á sjóðnum og á hann að fullu eignir á móti skuldbindingum. Skipting iögjalda ■ Ellilífeyrir ■ Örorkulífeyrir Fjölskyldulífeyrir I Lífeyrissjóðurinn er deildaskiptur og er fyrirfram ákveðið hve stór hluti iðgjaldsins stendur undir hverri tegund lífeyrisréttinda. 73% fer til greiðslu ellilífeyris, 15% til örorkulífeyris og 12% til fjölskyldulífeyris. lífeyrissjóðurinn Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Simi 568 6555, Myndsendir 581 3208 Grænt númer 800 6865 Stjórn Sameinaða lifeyrissjóbsins: Benedikt Daviðsson, Guðmundur Hilmarsson Hallgrímur Gunnarsson, Orn Kjærnested Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.