Morgunblaðið - 17.06.1995, Síða 47

Morgunblaðið - 17.06.1995, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 47 I I I I I : l i i I 8 I I 3 I I og elsku Björgu okkar og biðjum guð að gefa henni styrk. Arndís Magnúsdóttir. Ég lít út um gluggann hér á Löngumýri. Ljósgrænn litur á laufi og mildur andblær strýkur létt um greinar trjánna. Fuglarnir kveða við raust. Þeir hafa byrjað búskap víða, bæði í greinum tijánna og í mosató á jörðu niðri. Þar ríkir feg- urð og friður nú að loknum hörðum vetri. Þetta er garðurinn hennar Ingibjargar frá Löngumýri, hennar sem nú hefur kvatt okkur hér og haldið heim til ennþá betri dvalar þar sem ekki er þjáning né sorg. Þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að ráðast til starfa á Löngu- mýri kynntist ég Ingibjörgu fyrst. Hún sýndi okkur sem tókum við hjartabarninu hennar tiltrú, gaf góð ráð en reyndi ekki að stjóma okk- ur. Hún hafði látið stjómartaumana í annarra hendur. En hún bað Guð að leiða okkur og styðja. Þessara forréttinda hef ég notið í bráðum 28 ár, að eiga fýrirbæn þeirra Ingi- bjargar og Bjargar vinkonu hennar vísa hvern dag. Starf Ingibjargar á Löngumýri er mörgum kunnugt. Hvemig hún af elju og ótrúlegri bjartsýni byggði upp skóla sinn á Löngumýri. Og þau 23 ár sem hún var skólastjóri var skólinn fjölsótt- ur. Flestar stúlkumar sem ég hef hitt eiga héðan góðar minningar um skemmtilegan og gefandi tíma. Það sýnir tryggð gamalla nemenda við skólann að sl. haust, er haldin var hátíð í tiiefni þess að 50 ár voru liðin frá stofnun skólans, sóttu hann heim u.þ.b. 200 nemendur. Ingibjörg lét af störfum á Löngu- mýri 1967 og kom hún þar síðast 1969. Oft var talað um að hún kæmi, en hún sagði mér að hún treysti sér ekki til að koma norður og sjá ekkert, en þá var hún orðin blind. En þegar ég sagði henni frétt- ir héðan að norðan sá hún ávallt. staðinn og umhverfi hans fýrir sál- arsjónum sínum. Allt starf hennar tók mið af því að gera sem mest og best. Ég hygg að óskir hennar hvað varðar lífsstarfið birtist í þessu bænaversi hennar: Gef þú mér Drottinn styrk til starfa styð mig að leysa hveija þraut. Leyf mér að vinna landi þarfa ljósbera verða á ævibraut svo flutt geti öðrum friðinn þinn fullan af gleði í hjörtum inn. Þegar ég hitti hana síðast á af- mælisdegi hennar sat hún glöð og furðu hress og tók á móti kveðjum og heillaóskum vina og vanda- manna. Hveijum hefði þá dottið í hug að svo skammur tími væri til kveðjustundar. Ég vissi ekki svo gjörla hvað hægt væri að gefa Ingi- björgu í afmælisgjöf. En skyndilega fékk ég hugmynd. Garðurinn henn- ar var henni svo kær. Ég hvíslaði í eyra hennar að gjöf okkar Hólm- fríðar yrði að planta sérstakan af- mælislund í Löngumýrargarðinn. Brosið breiddist yfir andlit hennar og hún var sýnilega ánægð með þetta, en spurði: „Hvenær ferðu að láta planta í Hólinn?" „Ég mun byija á því í sumar,“ svaraði ég og ennþá sá ég að það gladdi hana. í 103. Davíðssálmi segir svo: „Dag- ar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið í mörkinni. Þegar vindur blæs á hann er hann horfinn og staður hans þekkir hann ekki framar.“ En staður Ingibjargar hér á Löngumýri mun þó þekkja hana lengi um mörg ókomin ár: Kirkjan hennar stendur í þakkar- skuld við hana fyrir þá stóru gjöf. Megi okkur auðnast að nýta hana sem best eins og Ingibjörg vildi. Og viljayfirlýsingin er á steininum sem hún sendi fyrir nokkrum árum. Lokaorð þjóðsöngsins okkar; „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár sem þroskast á Guðsríkis braut“. Guði séu þakkir fyrir Ingibjörgu Jóhannsdóttur frá Löngumýri. Margrét K. Jónsdóttir, Löngumýri. Fleiri minningargreiimr um Ingibjörgu Jóhannsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga MINNINGAR + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HÓLMFRÍÐAR ÞÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Ármúla i Önundarfirði, Frostafold 57, verður gerð fró Langholtskirkju þriðju- daginn 20. júní kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Langholtskirkju njóta þess. Kristján Þorgeirsson, Sigriður Ólafsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Þórunn Þorgeirsdóttir, Þórir Þorláksson, Svanlaug Þorsteinsdóttir og fjölskyldur þeirra. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, BJÖRNS GUNNARSSONAR frá Skógum í Öxarfirði, áðurtil heimilis f Stigahlíð 2. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Kristveig Björnsdóttir, Ásta'Björns barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir alla þá samúð og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför sonar míns, föður okkar, bróður, afa og fóstursonar, JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR. Margrét Jósefsdóttir, Birta Jóhannesdóttir, Jóhann Þór Jóhannesson, Guðmundur Jóhannesson, Maria Jóhannesdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Daníel Örn Sandholt, Haukur Nielsson og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR HJALTADÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks Hrafnistu. Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Bjarni Einarsson, Þuríður Eyjólfsdóttir Haukeland, Elísabet Auður Eyjólfsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Ásmundur Eyjóifsson, Þun'öur ísólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, afa, langafa og langalangafa, EYJÓLFS GÍSLASONAR frá Bessastöðum i' Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki DAS, Hrafnistu í Reykjavík. Fyrir hönd vandamanna, Erlendur Eyjólfsson, Helga Aberg, Gfsli Eyjólfsson, Hildur Káradóttir, Guðjón Ármann Eyjólfsson, Anika J. Ragnarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærr- ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SKÚLÍNUFRIÐBJÖRNSDÓTTUR, Ásvallagötu 21, Reykjavík. Hrefna Bjarnadóttir, Einar B. Bjarnason, Bára Jónsdóttir, Friðbjörn K.B. Bjarnason, Sigri'ður Beinteinsdóttir, Jón Tómas Bjarnason, Ketill B. Bjarnason, Helga Gi'sladóttir, Kristinn Þ. Bjarnason, Jónína E. Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓNASAR G. HALLDÓRSSONAR rakarameistara frá Siglufirði. Hermína Jónasdóttir Lilliendahl, Karl Lilliendahl, Guðný Jónasdóttir, Jónmundur Hilmarsson, Stefán Jónasson, Hulda Baldursdóttir, Dagný Jónasdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, EDDU PÉTURDÓTTUR, Stórholti 4, Akureyri. Inger L. Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Þorvaldur Pétursson, Stella Bryndi's Pétursdóttir, María Péturdóttir, Guðmundur Pétursson, og Davfð Baldursson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Baldur Skjaldarson, Jón Árnason, Sigrún Gunnarsdóttir barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir færum við öll- um þeim fjölmörgu, sem styrktu okkur í sorg okkar með blómum, samúð og hlýju við skyndilegt fráfall elskulegs eig- inmanns, föðúr okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR M. SÓLMUNDARSONAR, Dynskógum 5, Hveragerði. Guð blessi ykkur öll. Auður Guðbrandsdóttir,, Sólmundur Sigurðsson, Margrét Ásgeirsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Magnús Ögmundsson, Guðbrandur Sigurðsson, Sigríður Helga Sveinsdóttir, Bryndi's Sigurðardóttir, Kent Lauridsen, Steinunn Margrét Sigurðardóttir, Andrés Úlfarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkkur samúð og vinarhug við aldlát og jarðarför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTÍNAR S. SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Hólabraut 5, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun- arheimilisins Sólvangs, Hafnarfirði Sigrún Þorsteinsdóttir, Sigurður Halldórsson, Viggó Þorsteinsson, Margrét Bjarnadóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Gfsli Sigurgeirsson, Sigurbjörn Þorsteinsson, Sigrfður S. Þormóðsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Margrét Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, systur, ömmu og lang- ömmu, MARÍU ÞORSTEINSDÓTTUR, Skeljagranda 3. Herborg Friðjónsdóttir, Freyja Þorsteinsdóttir, Birna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Rögnvaldsson, Ólafur Halldórsson, Ýr Sigurðardóttir, Anna M. Halldórsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Erna M. Halldórsdóttir, Friðjón Guðjohnsen, María Friðbertsdóttir, Óskar Friðbertsson, Tinna Ólafsdóttir, Kári Bertelsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.