Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 48
48 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995
MÖRGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
t
Kærar þakkir til allra þeirra, er sýndu
samúð, hlýhug og virðingu vegna and-
láts og útfarar móður minnar,
MARÍU MARKAN ÖSTLUND.
Pétur Östlund.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
VILBORGAR BJARNFREÐSDÓTTUR.
Hanna Lárusdóttir, Ingjaldur Sigurðsson,
Guðrún Helga Bjarnadóttir,
Kristinn S. Asmundsson, Bryndfs Sumarliðadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Haraldur Helga-
son fæddist á
Felli í Vopnafirði 25.
september 1920.
Hann lést á Landspít-
alanum 7. júní sl.
Foreldrar hans voru
Helgi Frímann
Magnússon bóndi á
Felli og Matthildur
Vilhjálmsdóttir frá
Sunnudal í Vopna-
firði. Systkini Har-
aldar voru Gunn-
laugur Þór, látinn,
Jóhanna Magnea,
Elís Steinþóra og Jón
Valdimar og Kristján Hólm-
steinn. Haraldur ólst upp á
Bjargi í Vopnafirði, þangað
sem fjölskyldan fluttist, og
kenndi sig við þann stað. Kona
Haraldar var Jón-
ína Andersen. Þau
áttu fjögur börn,
Helgu, Tómas,
hann býr í Fær-
eyjum, Erlu og
Valdimar. Harald-
ur og Jónina slitu
samvistir. Harald-
ur var matreiðslu-
meistari og starf-
aði um árabil sem
bryti og mat-
sveinn til sjós.
Útför hans fór
fram frá Áskirkju
16. júní.
EG kynntist Haraldi hjá íslenskum
aðalverktökum árið 1970 en hann
var matreiðslumeistari þar um
nokkurra ára skeið.
Ég kveð nú þennan vin minn
með sárum söknuði og þakka hon-
um allt það góða sem hann kenndi
mér, ekki síst í matreiðslu, því það
litla sem ég kann í matargerð er
mest frá honum komið.
Örlæti var ríkur þáttur í fari
hans alla tíð.
Kunningsskapur okkar styrktist
mikið þegar ég flutti í Hátún 10.
Hann tók á móti mér með höfðings-
skap og einlægu vinarþeli.
Fyrir þetta allt vil ég þakka.
Megi guð og gæfan styrkja börn
hans og ættingja til hinstu stundar.
Kær kveðja,
Sigurður B. Arason.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upptýs-
ingar þar um má lesa á heimasiðum.
HARALDUR
HELGASON
ATVIN N tf A UGL YSINGAR
Kennarar
Kennara vantar að Heppuskóla, Hornafirði.
Meðal kennslugreina er sérkennsla.
Upplýsingargefurskólastjóri í síma 4781321.
Skólastjóri.
________
fbrmax
FORMAX HF. MÝRARGATA 2,101 REYKJAVlK
Óskum eftir
að ráða starfsmann við ryðfría smíði.
Aðeins vanur maður kemur til greina.
Upplýsingar hjá Formax hf. í síma 562 6800.
BORGABSPÍTALIMM
Uppeldisfulltrúi
óskast að meðferðarheimili fyrir börn á
Kleifarvegi 15, í 100% starf, sem fyrst.
Uppeldismenntun eða starfsreynsla áskilin.
Spennandi og krefjandi starf.
Upplýsingar veitir deildarstjóri
í síma 581 2615.
&
Mosfellsbær
Leikskólinn Hlíð
óskar eftir að ráða leikskólakennara með
sérkennslu sem meginviðfangsefni.
Til greina kemur að ráða þroskaþjálfa eða
fólk með aðra uppeldismenntun.
Staðan er laus frá miðjum ágúst eða eftir
nánara samkomulagi.
Upplýsingar gefur undirrituð
í síma 566 7375.
jf
y
Kennari
óskast í heila stöðu næsta skólaár.
Kennslugreinar: Tónmennt í grunnskóla,
forskólakennsla og hljóðfærakennsla.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Atli Guðlaugs-
son, í símum 463 1171 og 462 2582.
Náttúruverndarráð
Sjálfboðaliða vantar
í lúpínuslátt f Bæjarstaðaskógi
Dagana 3.-9. júlí nk. stendur Náttúruvernd-
arráð fyrir lúpínuslætti í Bæjarstaðaskógi í
þjóðgarðinum Skaftafelli.
Nánari upplýsingar og skráning er á skrif-
stofu Náttúruverndarráðs, sími 562 7855.
Leikskólastjóri.
Hárgreiðsla
Óskum að ráða hársnyrtisvein eða -meistara
á stofu okkar sem fyrst. Næg vinna í boði
fyrir réttan einstakling.
Við erum í Hafnarstræti 5 í hjarta Reykjavíkur.
Guðrún Hrönn veitir upplýsingar á staðnum
þriðjudaginn 20. júní nk. á vinnutíma eða
í síma 561 4640 þann sama dag.
Framtíðarstarf
Umsvifamikið þjónustufyrirtæki í Breið-
holti, sem leggur metnað sinn í góða þjón-
ustu við viðskiptavini, óskar að ráða drífandi
einstakling til starfa strax sem vaktstjóra.
Einhver reynsla af verslunar- og/eða þjón-
ustustörfum nauðsynleg. Vaktavinna.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur er til hádegis miðviku-
daginn 21. júní nk.
Guðni Jónsson
RÁÐGIÖF & RÁDNJNGARþ|ÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22
Hár
Meistari eða sveinn óskast í hlutastarf
sem fyrst.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl.,
merktar: „H - 302“.
Byggingastjóri
Verktakafyrirtæki, sem er að fara í gang
með stórt verkefni í borginni, óskar að ráða
strax drífandi byggingastjóra til að sjá um
daglega stjórnun á staðnum. Reynsla sem
byggingastjóri nauðsynleg.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur er til 22. júní nk.
Guðnt Tónsson
RÁDGIÖF & RÁDNINGARþJÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Kennara vantar í fullt starf í sálfræði við
skólann á haustönn 1995.
Umsóknum skal skilað til rektors á skrifstofu
skólans fyrir 1. júlí.
Rektor.
Tónlistarskóli
ísafjarðar
Tónlistarkennarar
Tónlistarkennara vantar við Tónlistarskóla
ísafjarðar næsta skólaár í eftirtöldum greinum:
Blásturshljóðfæri
Forskóli
Tónfræðigreinar
Umsóknir berist til skólastjóra, Sigríðar
Ragnarsdóttur, Austurvegi 11, 400 Isafirði.
Hún veitir einnig allar nánari upplýsingar
í símum 456 4926 og 456 3010.
Tónlistarskóli ísafjarðar