Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 51

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 51 Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Penninn sf. er 63 ára gamalt verslunarfyrirtœki. Fyrirtœkid cr eitt af rótgrónari vcrslunarfyrirtœkjum landsins. Störf eru álika mörg og árin eda um 60 talsins. Verslanir Pennans sf. eru i Kringlunni, Hallarmúla og Austurstrœti. DEILDARSTJÓRI TÆKNIDEILDAR VIÐ LEITUM AÐ deildarstjóra i ört vaxandi deild með tölvurekstrarvörur og tæknibúnað \Tniskonar. STARFIÐ FELST í umsjón meö innkaupum og sölu í deildinni. sem er hluti af 1200 fennetra "Stómiarkaði skrifstofiinnar'’ að Hallamiúla 2. HÆFNISKRÖFUR em að umsækjendur hafi haldgóða þekkingu og re\’iislu af sölu á skrifstofúvélum. tölvum og/eða tölvurekstrar- vömm. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 23. júni n.k. Ráðning verður fljótlcga. Vinsamlcga athugið að fyrirspurnum varðandi ofangrcint starf vcrður cingiingu svarað h já STRÁ Starfsráöninguni hf. Umsóknarcyðuhlöð cru fyrirliggjandi á skrifstofunni scm opin cr frá kl.10-16, cn viðtalstimar cru frá kl. 10-13. ST Starfsrábninqar hf Suðurlandsbraut 30 ■ 5. hceð ■ 108 Reykjavik , Simi: S88 3031 ■ Fax: S88 3010 RA Guðný Harðardóttir Sölufólk - dagssala Við leitum til þín Við erum með góða vöru - há sölulaun. Þú þarft að hafa bíl til umráða og vera drífandi. Skriflegar umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „V - 6165“, fyrir 22. júní 1995. ATVIN N U A UGL YSINGA R Hlíðarendi - Hvolsvelli Óskum eftir að ráða matreiðslumann nú þegar. Um heilsársstarf er að ræða. Upplýsingar veitir Friðrik í síma 487 8197. Laus störf 1. Símavarsla á lögmannsstofu í miðborg Reykjavíkur. Starfið felst að auki í léttum skrifstofustörfum. Vinnutími 12.30- 17.00. Ráðning fljótlega. 2. Sölumaður hjá heildverslun með mat- væli. Um er að ræða þekkta vöruflokka. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að fara í söluferðir út á land. Reynsla af sölustörf- um og innkaupum æskileg. Ráðning fljót- lega. 3. Forritari hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Um er að ræða forritun í Windows. Reynsla á því sviði æskileg. Ráðning fljótlega. 4. Rafeindavirki hjá fyrirtæki sem framleiðir rafeindabúnað. Starfið felst aðallega í lokasamsetningu og bilanaleit. Ráðning fljótlega. 5. Kaffiumsjón og þrif hjá bókaútgáfu í Reykjavík. Vinnutími u.þ.b. frá kl. 10-14. Ráðning fljótlega. 6. Ræstingar á vinnuheimili fyrir fatlaða utan Reykjavíkur. Um sumarstarf er að ræða. Vinnutími frá kl. 9-17 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Liðsauka, sem er opin frá kl. 9-14. Sandvíkurskóli Selfossi Kennara vantar í nokkrar stöður í almennri kennslu í 1. til 6. bekk. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 482 1320, aðstoðarskólastjóra í síma 482 1714 og í síma skólans, 482 1500. Skólastjóri. Bjarkarás Hæfingarstöð, Stjörnugróf 9 Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf: Þroskaþjálfa frá 1. ágúst. Stuðningsfulltrúa í gróðurhúsi frá 1. ágúst. Starfið felst í því að leiðbeina fötluðu starfs- fólki við garðyrkjustörf/ylrækt, þar sem áhersla er lögð á lífræna ræktun. Reynsla á sviði garðyrkju er mikilvæg, svo og hæfileiki til að starfa með fötluðum. Stuðningsfulltrúa á saumastofu frá 1. ágúst. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af saumavinnu og sé fær um að útfæra verk- efni á einfaldan máta. Reynsla af störfum með fötluðum æskileg. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veit- ir forstöðumaður, Árni Már Björnsson, í síma 568 5330 alla virka daga. Umsóknum ber að skila fyrir 23. júní nk. á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Skip- holti 50c, eða í Bjarkarás, á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást á báðum stöðum. Bjarkarás er hæfingarstöð, sem rekin er af Styrktarfélagi vangef- inna, og þangað sækja tæplega 50 manns vinnu og þjálfun. Undirstaða þjálfunarinnar felst í vinnu við misflókin verkefni, svo sem pökkun, fjölföldun tölvuforrita, saumaskap og lífræna ræktun í nýlegu og vönduðu gróðurhúsi. Snæfellsbær -tæknideild Óskum eftir að ráða forstöðumann tækni- deildar hjá Snæfellsbæ. Verkssvið: Skipulagning, tæknilegur undir- búningur, áætlanagerð, stjórnun og eftirlit með verklegumframkvæmdum. Umsjón með hönnun. Stjórnun áhaldahúss, umsjón með nýbyggingum og viðhaldi húseigna bæjar- félagsins. Úttektir fyrir húsnæðisnefnd. For- stöðumaðurinn er jafnframt byggingafulltrúi. Við leitum að byggingaverkfræðingi/bygg- ingatæknifræðingi. A.m.k. 2ja-3ja ára starfs- reynsla æskileg. Áhersla er lögð á faglega þekkingu og góða skipulagshæfileika. Búseta: Skilyrði fyrir ráðningu í starfið er að viðkomandi sé eða verði búsettur í Snæfellsbæ. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Tæknideild 239“, fyrir 24. júní nk. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar í sumarafleysingu á heilsugæslustöðina, Patreksfirði. Ljósmóðurréttindi æskileg. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 456 1110. Fellaskóli á Fljótsdalshéraði er rúmlega 70 barna nýlegur grunnskóli, sem staðsettur er í þriggja kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum. Næsta vetur verður í fyrsta skipti starfræktur 10. bekkur við skólann og nú vantar okkur áhugasaman kennara til að takast á við þetta verkefni ásamt öðrum kennurum skólans. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eru þær fús- lega veittar af Sverri í síma 471 1748 og Maríönnu í síma 471 1609. s FJÓHÐUNOSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Stjórnunarstaða - aðstoðardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildar- stjóra öldrunardeildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Deildin er 21 rúma hjúkrunar- deild með 4 rúmum fyrir hvíldarinnlagnir. Áætlað er að hefja virkar öldrunarlækningar og hjúkrun á komandi hausti. Staðan er heil staða og veitist frá 1. september 1995. Aðstoðardeildarstjóri ber, ásamt deildar- stjóra, fag-, stjórnunar- og rekstrarlega ábyrgð á hjúkrun deildarinnar (verkefnaskipting). Aðstoðardeildarstjóri er staðgengill deildarstjóra. Við ráðningu er lögð áhersla á faglega þekk- ingu og frumkvæði, reynslu í stjórnun, ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri, Rósa Þóra Hallgrímsdóttir í síma 463 1100 og hjúkrunarforstjóri, Ólína Torfadóttir, í síma 463 0271. Umsóknir sendist hjúkrunarforstjóra Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, pósthólf 380, 602 Akureyri, fyrir 10. júlí nk. riORDISK FILM-&TVJ FOhD Norneni kvikmynda- og sjónvarpsmyndasjóöurinn styrkir kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerö á Noröurlöndum ogSKO-BEIer undir Norrœnu ráöherranefndinni. Stjórn sjóösins er i Ósló. Starfsmenn eru þrir eins og er, en nú er leitaö aÖ starfsmanni sem á að bera ábyrgö á ogsjá um markaðs- og upplýsingamál Ráðið er til ákveðins árafjölda (hámark 3,5 ár). Umsækjandi þarf að hafa viðeigandi menntun og góða þekkingu/reynslu af kvikmynda/ sjónvarpsmyndadreifingu og markaðssetningu. Stjórnandi markaðs- og upplýsingamála mun vinna að markaðssetningarmálum sjóðsins og á upplýsingasviði, þar með talið framlag til dreifingar á kvikmyndum og sjónvarpsmyndum á Norðurlöndum,ogkvikmyndalistviðburða. Starfsemin fer fram í góðu húsnæði við Bygdeoy Allé í miðri Ósló. Laun eftir samkomulagi. Starf hefst ekki seinna en 1. september. Nánari upplýsingar um stöðuna gefur framkvæmdastjóri sjóðsins, Dag Alveberg. Umsóknir berist fyrir 1. júlí til Nordisk Film- & TV fond, Skoweien 2, 0257 Ósló, Noregi. Sími 00 47 22 560123. Símbréf 00 47 22 5612 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.