Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 4
14 EIMMTUDAGUR/29. JÚNl 1995 MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningaviðræður hafnar á ný í farmannadeilunni hjá ríkissáttasemjara að ósk yfirmanna Morgunblaðið/Sverrir UNNIÐ var að útskipun álbarra í leiguskipið Constance í Straumsvíkurhöfn í gær en skipið var tekið á leigu fyrir íslenska álfélagið hf. eftir að Lagarfoss, skip Eimskipafélagsins, stöðvaðist vegna verkfalls yfirmanna. Morgunblaðið/Golli SAMNINGANEFNDIR yfirmanna á farskipum og vinnuveitenda komu saman til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. Deiluaðilar hafa ekki hist frá því að slitnaði upp úr óformlegum viðræðum þeirra sl. mánudag. Herjólfur og eitt skip Eimskips fá undanþágu SAMNINGA- og verkfallsnefnd yfirmanna í Farmanna- og fiski- mannasambandinu ákvað í gær að veita Herjólfi takmarkaða undan- þágu frá verkfalli yfírmanna til að fara tvær ferðir milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja á tímabilinu frá miðvikudegi til miðnættis á sunnu- dagskvöld. Stjóm Herjólfs ákvað í gær að skipið færi fyrri ferðina í dag og síðari ferðina í fyrramálið. Þá ákvað samninga- og verk- fallsnefndin að veita Eimskipafé- laginu undanþágu frá verkfallinu fyrir eitt af skipum félagsins að eigin vali, en undanþágan var ekki veitt að beiðni Eimskipafélagsins. „Með þessari undanþágu frá verkfalli vilja farmannafélögin vekja athygli á þeirri staðreynd að HF. Eimskipafélag íslands mannar skip sín í áætlunarsiglingum til íslands alfarið með íslenskum áhöfnum, meðan aðrar íslenskar kaupskipaútgerðir manna skip sín í minna eða meira mæli með erlend- um áhöfnum," segir í tilkynningu sem send var Eimskipafélaginu í gær. Benedikt Þór Valsson, fram- kvæmdastjóri FFSÍ, sagði að und- anþágan væri veitt að frumkvæði farmanna. „Við erum að vekja at- hygli á mjög mikilvægu máli sem snýst um atvinnumál farmanna,“ sagði Benedikt. Nýtt tilboð FFSÍ Eimskipafélagið hefur ákveðið að nýta undanþáguna fyrir Lax- foss. Samninganefnd yfirmanna hélt fund um hádegi í gær og var þar ákveðið að óska eftir viðræðufundi með viðsemjendum hjá ríkissátta- semjara. Hófst fundurinn kl. 17 og stóð fram á kvöld. Lagði samninga- nefnd yfirmanna þar fram nýtt til- boð fyrir vinnuveitendur. Um 100 farþegar fluttir með Flugfélagi Vestmannaeyja Hvorki Flugleiðum né íslands- flugi tókst að fljúga til Vestmanna- eyja í gærdag vegna þoku og urðu vélar félaganna frá að hverfa vegna svartaþoku á flugvellinum í Eyjum. í gærkvöldi tókst íslandsflugi hins vegar að fara eina ferð til Eyja. Leiguvélar á vegum Flugfélags Vestmannaeyja, sem er leigu- flugfélag Vals Andersen, flaugu nokkrar ferðir milli Vestmannaeyja og lands í gær. Notaðar voru fjórar vélar sem flugu til Selfoss og Bakka í Landeyjum og fluttu alls um 100 farþega milli lands og Eyja í gærdag. Þá fór útsýnisbáturinn PH-Vik- ing eina ferð með farþega og vörur milli Þorlákshafnar og Vestmanna- eyja í gær. Stjómendur Herjólfs eru óánægðir með að ekki fékkst und- anþága fyrir fleiri ferðir skipsins en upppantað var í báðar ferðirnar í gær, að sögn stjórnenda útgerðar feijunnar. Trjáplöntur fyrir 800 þús. kr. li&83a undir skemmdum í gámi Óttast er að skemmdir hafi orðið á tjáplöntusendingu sem Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur ætlaði að senda til Isafjarðar í gámi með Mælifellinu. Um er að ræða gjöf frá Samtökum sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu til Isfirðinga vegna enduruppbyggingar skógar- ins í Tungudal eftir snjóflóðið um páskana 1994, en það gerði að engu áratugalangt skógræktar- starf ísfírðinga í dalnum. Voru ttjáplönturnar sendar með Mæli- fellinu áleiðis til ísafjarðar en skip- inu var hins vegar snúið við til Reykjavíkur þegar verkfallið hófst á mánudag. Starfsmenn skógræktarfélags- ins áttu von á að gámurinn yrði losaður á land í gær eða dag svo unnt yrði að ganga úr skugga um hvort plönturnar væru skemmdar eða ónýtar. „Plöntur sem standa í svarta myrkri fá þá tilfinningu að komið sé haust og að þær eigi að mynda brum. Vera má að þær vaxi ekki meira í sumar,“ sagði Ásgeir Svanbergsson, hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur. Að sögn hans er verðmæti farmsins um 800 þúsund krónur. Keppnisliðið í skyndihjálp til Noregs ÍSLENSKA keppnisliðið í skyndihjálp, Ólafur Ingi Grettisson, Svava Ólafsdóttir, Kristinn Gylfason, Ylfa Jakobsdóttir, Friðsemd D. Guðjónsdóttir og Karl Lúðvíksson. * Island með í fyrsta skipti LANDSLIÐIÐ í skyndihjálp keppir í Noregi fyrir Islands hönd dagana 29. júní-2. júlí nk og er þetta í fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt í skyndi- hjálparmóti á vegum Rauða krossins. Evrópumót Rauða krossins í skyndihjálp er nú haldið í 9. skipti en það var fyrst haldið í Noregi árið 1987. Harð- snúnir hópar skyndihjálpar- fólks frá 26 lönd- um taka þátt í mótinu og um 500 íslands og Landsbjörg staðið að undirbúningi þátttakenda. Fé- lögin senda frá sér keppnislið í sameiningu. Svanhildur Þengilsdóttir verð- ur fararstjóri hópsins og dómari mótsins fyrir ís- lands hönd. Hún segir mót af þessu tagi vel til þess fallin að efla áhuga á skyndi- hjálp og auka út- breiðslu hennar. Mótið hefur ekki bein áhrif á almenning en eyk- ur getu þátttak- endanna til að norskir sjálfboðaliðar taka á móti gestunum og sinna þeim meðan á mótinu stendur. Rauði krossinn og Landsbjörg senda lið í sameiningu Keppnisliðið samanstendur af sex einstaklingum, þar af má aðeins einn vera leiðbeinandi í skyndihjálp, og hafa Rauði kross ÍSLENSKA keppnisliðið við æfingar. kenna fólki verklegar æfiugar. Almenningur vill oft fá að taka beinni þátt i skyndihjálparæfing- um í stað þess að hlusta á langa fyrirlestra. Rauði krossinn er leiðandi afl i skyndihjálpar- kennslu út um allan heim og keppnin I Noregi styrkir tengsl milli Evrópulandanna á þessu sviði. Námsbraut í iðjuþjálfim við Háskólann í undirbúningi UNDIRBÚNINGUR að námsbraut í iðjuþjálfun við Háskóla íslands er hafinn og standa vonir til að henni verði komið á fót haustið 1996 og að hálf staða verði skipuð í haust til undirbúnings. Málið er til umfjöllunar hjá Iðjuþjálfafélagi íslands, menntamálaráðherra og inn- an Háskólans. Þörf fyrir 170 iðjuþjálfa Iðjuþjálfarar hafa til þessa þurft að sækja menntun sína til útlanda. Guðrún Pálmadóttir iðjuþjálfi, sem situr í skólanefnd Iðjuþjálfafélagsins og í samstarfsnefnd um að koma námsbraut á laggirnar, segir að a.m.k. 20 manns hafi sótt um að komast í iðjuþjálfanám í Dan- mörku í haust, en væntanlega verði aðeins 3-4 teknir inn. Umsóknir liggi einnig fyrir í háskólum annarra landa. Samkvæmt áætlun sem Iðjuþjálfafélagið hefur gert er þörf fyrir um 170 iðjuþjálfa til viðbótar við þá 60 sem starfa hér á landi. Að sögn Guðrúnar nær starfssvið iðjuþjálfunar jafnt til forvarna, þjálfunar og endurhæfingar þeirra sem búa við líkamlega, vitræna eða geðræna fötlun. Aðalvið- Gail Maguire er bandarískur háskólaprófessor sem staddur er hér á landi til að veita faglega ráðgjöf við að koma námsbrautinni á fót. Hún hefur sinnt áþekkum verkefnum víðs vegar í Bandaríkjunum og í Eyjaálfu. Einnig hefur hún aðstoðað námsbrautir í iðjuþjálfun við að gera námið metnaðarfyllra auk þess sem hún hefur komið meistarastigi á laggirnar. Hún segir skólanefnd Iðjuþjálfafélagsins hafa sinnt geysilega miklu undirbún- ingsstarfi á sl. mánuðum. Starfi sem er sambærilegt við heils árs vinnu. Búið að leggja grunn að hugmyndafræðinni Maguire segir að þegar sé búið að hanna líkan fyrir námsbrautina og uppbyggingu hennar, leggja grunn að hugmyndafræðinni á bak við námið og leggja drög að námskeiðum. Einnig hafa þau námskeið sem kennd eru innan heilbrigðisgreina háskólans verið krufin til mergj- ar með það fyrir augum hvort þau nýtist í iðjuþjálfanámi. Hún segir að hluti starfs hennar hafi falist í að gera samning milli Háskóla íslands og Alþjóðlega háskólans í Flórída (the Florida international university) þar sem hún er skipaður prófessor, til þess að auð- fangsefni iðjuþjálfa er færni við athafnir dag- legs lífs, störf og tómstundaiðju. Iðjuþjálfar Cífn||# elran. velda íslenskum iðjuþjálfum að komast í fram- eru sérhæfðir í að léiðrétta þá röskun sem . . P" haldsnám og þjálfun í Flórída. Markmiðið er verður á daglegri iðju þeirra einstaklinga er as* ,p®,ri P_or‘ að íslenska námsbrautin verði viðurkennd út verða fyrir sjúkdómum, slysum eða öðrum fyrir iðjuþjálfa um allan heim og að nemendur sem lokið áföllum og styðja þá til sjálfstæðs lífs í eigin ______ hafa þaðan prófi geti farið í meistaranám umhverfi. Guðrún segir að fólk rugli stundum saman starfi sjúkra-, þroska og iðjuþjálfa og að það sé ekki óeðlilegt enda nýtast grunnnámskeið í sjúkraþjálfun innan Háskólans nemendum í iðjuþjálfun. Hægt að samnýta mörg námskeið Guðrún leggur á það áherslu að námsbraut í iðjuþjálf- un þurfi alls ekki að vera dýr í rekstri. Mörg námskeið nýtast samhliða hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun og dregur það úr væntanlegum kostnaði við námsbrautina. Ef af námsbrautinni verður mun náminu Ijúka með B.Sc. prófi sem er sambærilegt við námskröfur hjúkrun- arfræðinga og sjúkraþjálfa. Málið verður kynnt fyrir háskólaráði í sumar og líklegt er að atkvæði verði greidd í kjölfarið. Áður en þingi lauk nú í vor var samþykkt tillaga til þingsályktunar um að menntamálaráðherra skuli að beita sér fyrir málinu. hvar sem er án vandkvæða. Maguire segir mikilvægt að stofna námsbrautina, ekki einungis vegna þess að skortur sé að starfsfólki í faginu, heldur einnig vegna þess að íslendingar geti ekki tekið þá áhættu að missa hæft fóik til útlanda. „Það verður mikil þörf fyrir iðjuþjálfa í framtíðinni, öldr- uðu fólki fer fjölgandi og það er sífellt að skapast meiri þörf fyrir iðjuþjálfa. Hún segir að hugmyndafræðina á bak við námið felast fyrst og fremst í tengingu þess við aðstæður á íslandi. Fólk hefur viðað að sér menntun í iðjuþjálfun í ólíkum löndum og kemur því með ólíka reynslu og hefðir heim. Aðstæður hér á landi eru um margt sérstæðar og taka verður tillit til þess. Maguire segir íslendinga þokkalega undir það búna að stofna námsbraut í iðjuþjálfun. „Við erum að leita leiða til að nýta þau námskeið sem til eru og undirbúa eins skilvirkt nám og mögulegt er. N c I c { I Q 1 I I i I I I I I I I 1 ( I i I I t I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.