Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðhátíðarraeða forsaetisráðherra um Evrópusambandiö Gjörið svo vel. Villi vinur ætlar af sinni alkunnu góðsemi við forsætisráðherrann áð túlka ræðu hans jafnóðum ... Stjarnvísindamenn segja framtíð stjörnufræði á íslandi í húfi Sótt um fé til þátttöku í norræna sjónaukanum Framlag íslendinga yrði 1% af rekstrarkostnaði ÍSLENSKIR stjarnvísindamenn hafa verið með umsókn um fjárveitingu hjá Rannsóknarráði íslands vegna aðildar að norræna sjónaukanum á La Palma á Kanaríeyjum um árabil. Enn hafa ekki verið veitt nein af- dráttarlaus svör. Starfssemi sjónaukans var komin á fullt skrið árið 1990 en það voru Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finn- land sem frá upphafi stóðu að stofn- un sjónaukans. íslendingar eru vel- komnir í samstarf Norðurlandaþjóð- anna en aðrar þjóðir hafa einnig sýnt samstarfinu áhuga. Forsvars- menn sjónaukans telja sig hins veg- ar ekki hafa tök á að taka fleiri þjóð- ir inn. Dr. Einar H. Guðmundsson, dós- ent í stjarneðlisfræði við Háskóla íslands, segir að íslendingar þurfi aðeins að greiða eitt prósent af rekstri sjónaukans sem þó er um 900.000 þúsund krónur á ári. „Það er enginn möguleiki fyrir okkur að notast við eigin sjónauka, hér er um mjög dýr mannvirki að í ræða og mikla alþjóðlega sam- keppni. Ef umsókn okkar yrði af- greidd fljótlega þá er ekki ólíklegt ; að samningur til nokkurra ára yrði t gerður ti! að byija með og framhald- ið ákveðið með hliðsjón af reynsl- unni,“ segir Einar. Umsóknir ís- lenskra stjarnvísindamanna hafa verið til umsagnar og afgreiðslu til skiptis hjá Vísindaráði, menntamála- ráðuneytinu og nú síðast hjá Rann- sóknarráði íslands. Stjarnvísindi eru vaxandi fræðigrein „íslendingar hafa yfirleítt fengið meira út úr norrænu samstarfi en þeir hafa lagt í það. Það er í raun- inni alveg einstakt tækifæri að geta tekið þátt í alþjóðlegu vísindastarfi og borgað aðeins eitt prósent af því,“ segir Einar. „Þetta er líka spurning um menningarlegt atriði. Viljum við, eins og aðrar menning- arþjóðir, stunda rannsóknir á sem flestum sviðum vísindanna? Stjarneðlisfræði er ný námsgrein á íslandi en í örri þróun. „Við höfum aðallega stundað kennilegar rann- sóknir, þ.e.a.s. útreikninga. Það er margt ungt og upprennandi náms- fólk á leiðinni heim úr námi og ljóst að þessa námsgrein má efla til muna. Það gefur auga leið að við verðum að geta tengt þær fræðilegu rann- sóknir sem stundaðar hafa verið hér við athugunir. Stjömufræðin tilheyr- ir náttúruvísindum og við komumst ekki í snertingu við þennan hluta náttúrunnar nema með sjónauka. Aðild að sjónaukanum er í rauninni spurning um framtíð stjörnufræð- innar á íslandi," segir Einar. Sigmundur Guðbjarnason formað- ur Rannsóknarráðs íslands segir að of snemmt sé að segja nokkuð til um afgreiðslu umsóknar um aðild Islendinga að norræna sjónaukan- um. Hann segir að Rannsóknaráð íslands sé ung ríkisstofnun sem hafí átt fullt í fangi með að skipuleggja sitt starf og taka við umsóknum um styrki og vinna úr þeim á því tæpa ári sem liðið er síðan ráðið var sett á fót. „Það er mikið af stærri verk- efnum sem bíða sem við höfum ekki haft nokkur tök á að afgreiða," seg- ir Sigmundur. Hann segir að mikiil áhugi sé fyrir aðildinni meðal margra vísindamanna en ekki sé víst að ráðið hafí fjármagnslegt bol- magn til að afgreiða umsóknina. Tíminn muni leiða það í ijós. Framfarir í fangelsismálum Bylting að ganga yfir ASIÐUSTU árum hafa litið dagsins ljós breytingar í fangelsismálum og nýj- ungar í refsifullnustu. For- sagan er sú að árið 1992 skilaði fangelsismálanefnd áliti og tillögum til dóms- málaráðherra um stöðu málaflokksins og framtíð- arfyrirkomulag til ársins 2000. Eftir þeim hefur markvisst verið unnið und- ir forystu Haraldar Jo- hannessen, forstjóra fang- elsismálastofnunar ríkis- ins. Aðspurður um helstu breytingar segir Haraldur: „Það var löngu tíma- bært að taka þennan mála- flokk til gagngerrar end- urskoðunar og breyta áherslum og vinnubrögð- um. Byijað var á að móta og skilgreina ákveðna stefnu í fangelsismálum og vinna síðan eftir henni. Breytingarnar sem smátt og smátt hafa verið að ganga í garð lúta að flestum þátt- um fangelsismála. Ný fangelsis- bygging er risin á Litla-Hrauns- svæðinu sem áætlað er að taka í notkun með haustinu. Á næstunni verður hafist handa við byggingu nýs vinnu- og íþróttaskála og ör- yggismál fangelsissvæðisins hafa þegar verið ákveðin heildstætt. Þannig verður tekið úr notkun úrelt og ómannsæmandi húsnæði fyrir fanga og aðbúnaður þeirra og starfsmanna stórbættur. Til- gangurinn er eðlilega sá að stuðla frekar að uppbyggjandi starfi inn- an fangelsanna og bæta öryggis- málin. Hvað varðar fangelsisrekstur- inn almennt þá er lagt kapp á að . fjárveitingar til málaflokksins nýt- ist sem best og leitað er leiða til að ná sem mestri hagkvæmni i rekstri og skilvirkari starfsemi.“ - Verður nýja fangelsið mjög tæknivætt? „Já, það verður mun tækni- væddara en þekkist í öðrum fang- elsum hér á landi enn sem komið er. Öryggisþættir þess eru hins vegar ekki mjög sýnilegir og áhersla lögð á heimilislegt um- hverfí. Ákveðið hefur verið að til- tekinn hópur starfsmanna sinni öryggismálum sérstaklega og því er nauðsynlegt að þjálfa þá á tæknisviðinu. Starfræksla fangels- isins fer hægt af stað svo starfs- ‘'mönnum gefist ráðrúm til að ná góðum tökum á nýrri tækni og aðlaga starfsemina að breyttum aðstæðum. Hins vegar leysa tæki og tól ekki allan vanda og því höfum við lagt ríka áherslu á að færa starfsmenn nær föngum í þeim tilgangi að þeir sinni þörfum þeirra og við það nást betri og faglegri starfshættir. Við höfum hugsað okkur með skipu- lagsbreytingum að ná fram 70% stækkun á Litla-Hrauni án þess að bæta við mannafla. Eins og gefur að skilja er lögð rík áhersla á að efla starfsemina eins og unnt er með sem minnstum kostnaði. Tíminn mun leiða í ljós hvort þessum markmiðum verði náð.“ - Hvað með aðrar breytingar? „Fangelsismálastofnun hefur tekið upp ný úrræði í stað fangels- isvistar og skal nefnd vímuefna- meðferð og vinna fanga utan fang- elsa. Þá hefst tveggja og hálfs árs tilraunaverkefni með samfélags- þjónustu um næstu mánaðamót. Tilgangurinn með þessum nýju úrræðum er aðallega tvíþættur. Annars vegar gefst dómþolum betra tækifæri til að snúa á gæfu- legri brautir og hins vegar sparar HaraldurJohannessen ► Haraldur Johannessen er fæddur í Reykjavík 1954. Að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík tók hann embættispróf í Iögum frá Laga- deild Háskóla íslands. Þá stund- aði hann framhaldsnám í af- brotafræðum í Flórídafylki í Bandaríkjunum. Að því Ioknu réðst hann til starfa sem aðstoð- armaður forsljóra íslenska álfé- lagsins hf. og síðar starfaði hann sem lögmaður við embætti ríkislögmanns. Haraldur var skipaður forstjóri fangelsis- málastofnunar ríkisins 1. októ- ber 1988 en stofnunin var sett á fót með lögum þann 1. janúar 1989. Hann hefur gegnt ýmsufn trúnaðarstörfum. Haraldur er kvæntur Brynhildi Ingimund- ardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þijú börn. ríkið fjármuni. Þó verður að hafa í huga að slík úrræði taka eðli málsins samkvæmt ekki til allra refsidæmdra manna. Þessar breyt- ingar eru í takt við þróun sem átt hefur sér stað á Vesturlöndum, þótt íslendingar fari nokkuð aðrar leiðir að þessum markmiðum." ' - Eru önnur stór verkefni fram- undan? „Framangreindar breytingar á skipulagi fangelsiskerfisins, starfsháttum starfsmanna og starfræksla fangelsisins á Litla- Hrauni eru vel á veg komnar. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að byggja nýtt fangelsi á höfuð- borgarsvæðinu sem leysa á af hólmi Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg og gæsluvarðhaldsfang- elsið við Síðumúla. Undirbúningur að hönnun slíks fangelsis tekur nokkurn tíma og er á hendi þróunarnefndar í fang- elsismálum. Áætlanir gera ráð fyr- ir að slíkt fangelsi verði tekið í notkun um næstu aldamót en und- ----------- irbúningur þess er skammt á veg kom- inn. Hér á landi hefur skapast mikil þekking í þessum efnum sem að verulegu leyti íslensku hugviti og Ný úrræði í stað fangels- isvistar byggir á reynslu." - Sér fyrir endann á breytingum í fangelsismáium? „Þegar Reykjavíkurfangelsið er risið og framangreindar breyting- ar hafa allar náð fram að ganga þá hefur á skömmum tíma orðið bylting í þessum málaflokki. Nú þegar eru mikil tímamót framund- an með opnun nýju fangelsisbygg- ingarinnar á Litla-Hrauni. Það er mun sýnilegri áfangi en margar aðrar umbætur sem þegar hafa átt sér stað og varða innra starf fangelsiskerfisins. Vonandi verður haldið áfram á þeirri framfara- braut sem fangelsisniál eru á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.