Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 37 sæng ofan á sér.“ Amma mín, nú kveð ég þig með þeim orðum sem þú kvaddir mig með í síðustu skipt- in sem við sáumst. Guð blessi þig. Elín Sigríður. Fallin er frá góð og merk kona, Lilja Magnúsdóttir, ættuð frá Hatt- ardalskoti við ísafjarðardjúp. Ung að árum var hún ráðin í kaupavinnu að Hvanná, Jökuldal, þar sem fyrir voru tveir bræður, Benedikt og Ein- ar, sem bjuggu þar félagsbúi, ásamt foreldrum sínum, Gunnþórunni Kröyer og Jóni Jónssyni á Hvanná. Nokkru áður hafði önnur ung kona verið ráðin að Hvanná, einnig ættuð frá Vesturlandi, nánar tiltekið af Snæfellsnesi, en báðar höfðu þær verið nokkuð mörg ár á Isafirði og víðar áður en þær komu austur. Þessar ungu konur giftust síðar bræðrunum á Hvanná. En áfram hélst félagsbúið óbreytt, sem þætti held ég einsdæmi í dag. Ég efast jafnvel um að fólk skildi það nú hvernig slík samstaða hafi getað gengið, í öllu því tali nú til dags, að vera út af fyrir sig. Börnin ólust upp eins og systkini, en ansi ólík voru þau mörg innbyrðis. Lilju vil ég minnast sem góðrar konu. Hún var einn þáttur af bernsku minni, þótt ekki væri hún mamma mín. Væri talað um aðra mömmuna var hin gjarnan nefnd í sömu andrá. Því sögðum við börnin: „Mamma og Lilja“, eða „mamma og Jana“. Og er það enn óbreytt. Svo tengdar voru þær okkur á margan hátt. Lilja var skarpgreind kona, sem hafði margt til brunns að bera. Hún var mjög ljóð- og bókelsk. Það áttu þær báðar sam- eiginlegt, konumar á Hvanná, nema Lilja mín var kvöldsvæf and- stætt við hina mömmuna, sem elsk- aði að lesa frameftir ef tími gafst til, sem hefur áreiðanlega ekki allt- af verið. Ég man að stundum sagði hún: „Æ, ég las alltof lengi í nótt. Ég gat bara ekki lagt bókina frá mér“. Og á daginn var oft rætt um bókmenntir og ljóð yfir verkunum ásamt svo mörgu, mörgu öðru. Báðar voru þær hagmæltar og báð- ar höfðu þær einstaklega góða til- finningu og gott vald á íslenskri tungu ásamt góðri kímnigáfu. Því var oft grínast. Þá höfðu þær báðar lært önnur tungumál í skólum vestra svo að oft fór Lilja með ljóð á þýsku yfir vinnunni. Ég skil hana núna að hún hafi viljað æfa sig þótt þá hafi mér fundist þetta hálfspaugilegt. Þýskar bækur voru alltaf til á Hvanná, því afi minn las hana. Það er eins og mig minnir að flestar hafi þær verið með got- neska letrinu sem ég hélt þá að aðeins þeir færustu gætu lesið. Ég dáðist að afa að geta þetta. Þá hlustaði hann á þýskar og enskar útvarpsstöðvar á kvöldin, einkum á veturna, því þá heyrðist svo vel. Þar var líka, að mér fannst, himin- há útvarpsloftstöng fyrir utan. Ég man bara að enginn mátti koma nærri þessu útvarpi nema afi. Að minnsta kosti ekki við litlu krakk- arnir. Þetta var algjörlega heilagt apparat. Því komu mömmurnar okkar ekki í neitt afdalakot. Þar var einn- ig pósthús, eða pósthirðing, eins og ég held að hafi verið kölluð. Einnig var áður fyrr einhvers konar sím- stöð. Þá man ég vel eftir kosninga- nóttunum þar sem ætíð var vakað frameftir. Kjörkassarnir þurftu líka að komast á leiðarenda, pabbi sá um það. Og afi skalf af æsingi og tók þessi býsn í nefið. Sjálfsagt meira ef Sjálfstæðisflokknum gekk ekki sem skyldi. Afi var áreiðanlega ekta sjálfstæðismaður, sem vann að framkvæmdum og úrbótum fyrir sveitimar, meðal annars á Alþingi. En ég veit að mömmurnar okkar hljóta að hafa saknað sjávar og þess andrúmslofts og umhverfis sem þær ólust upp við. Jökuldæling- ar eru óskaplegir landkrabbar. Þetta hafa því verið mikil viðbrigði fyrir þær konur. Til dæmis var nýr fiskur svo sannarlega ekki á borð- um dags daglega, þó mikið fremur á sumrin. En það fannst Hvannár- mönnum ekkert sérstakt þegar þær höfðu reitt fram fínustu fiskréttina og héldu að nú þætti öllum vera veisla. Þetta átti og eiga að verða nokk- ur minningarorð um Lilju. Ef til vill þýt ég úr einum stað í annan, en margt af því er samt samofið minningunni um Lilju. Ég sé hana víða í mínum bernskuminningum. Þar sem hún var að hlúa að gróðrin- um. Hún hafði einstakt lag á að láta allan gróður dafna sem hún meðhöndlaði. Og hún var ákaflega vel að sér í plöntu- og grasafræði. Miklu meira en almennt gerist. Hún vissi yfirleitt af hvaða ætt og stofni plöntur voru. Hún vissi meira, því hún tíndi grös og jurtir til litunar á sumrin. Þær báðar vissu nákvæm- lega hvaða litir fengjust úr mismun- andi tegundum jurta. Þær náðu góðri fjölbreytni í litavali því báðar höfðu þær næmt litaskyn. Sést það best á fínni handavinnu Lilju, sem ég hef því miður ekki séð nóg af. Lilja var fjarska raungóð mann- eskja, sem skildi vel er aðrir áttu erfitt. Hún var að mörgu leyti við- kvæm kona, þótt ekki sæist það við fyrstu kynni. Þessi kona hafði líka reynt mikið og orðið fyrir mikilli sorg og miklum missi í lífinu. Ekki bara einu sinni, heldur oft. En einu má ekki gleyma, að hún var hug- rökk kona, áræðin og fjarskalega ósérhlífin og viljug til verka, sem ég held að sé ríkt í fólkinu hennar mörgu. Útför Lilju ber upp á sama mán- aðardag í sama mánuði nákvæm- lega tíu árum síðar og útför mömmu minnar var. Það er sérkennileg til- viljun og er táknræn á margan hátt. Elsku Lilja mín, ég kveð þig að sinni. En áður vil ég þakka þér lífs- gjöfina, þótt ég geti ómögulega munað eftir henni, hversu mikið sem ég reyni. Það sama gæti yngsta barnið þitt, „Tóta litla“, sagt við hina mömmuna okkar. Ég votta börnum og öðrum að- standendum samúð mína. Góður Guð veri með þér. Björk Einarsdóttir, eitt barnanna frá Hvanná. Amma mín, Guðmunda Lilja Magnúsdóttir, er farin til himnaföð- urins. Ég var 6 ára er ég fyrst minnist ömmu Lilju, en það var fyrsta árið af 9 sem ég var í sveit hjá Adda föðurbróður mínum og Ingu konu hans á Hvanná II. Eins og algengt var á þeim tíma bjó amma á heimili sonar síns, að Hvanná II, ásamt því að vera ráðs- kona skólabarna á vetrum að Skjöl- dólfsstöðum í Jökuldal. Þegar ég dvaldist í fyrsta sinn í sveitinni höfðu foreldrar mínir í raun verið í heimsókn, en síðan samdist um að ég yrði eftir án þess að það hefði sérstaklega verið af- ráðið í upphafi. Man ég að fyrsta morguninn í sveitinni var drengs- hjartað æði lítið. þarna stóð ég allt í einu einn hjá til þess að gera ókunnugu fólki, enginn pabbi og engin mamma. Mér hafði verið komið fyrir inni í herbergi hjá ömmu og leið ekki á löngu þar til vanmáttarkenndin hvarf og í hennar stað kom ný kennd öryggis og hlýju sem ég ekki áður þekkti. Amma tók mig upp á sína sterku arma frá fyrsta degi, umvafði mig þeirri hlýju sem marg- ir sögðu hana ekki eiga til, varði mig fyrir hættum sem barnshjart- anu fannst að steðja, siðaði til þeg- ar við átti og kenndi að tala rétt íslenskt mál. Öllum þeim sem til ömmu þekktu vissu að þar fór mikil kjarnakona. Að koma upp 5 börnum vel til manns þrátt fyrir að hafa misst afa minn þegar elsta barnið var 14 ára, er út af fyrir sig þrekvirki. Vissu- lega setti það sitt mark á ömmu og sögðu margir hana kaldlynda. Til þess fann ég aldrei, þvert á móti held ég að hún hafi gefið mér af allri þeirri hlýju sem hún til átti og ef það hefur átt sinn þátt í að bræða þá köldu brynju sem hún um sig byggði, þá er ég fyrir það ævin- lega þakklátur. Guð,blessi minningu hennar. Sveinn Magnús Bragason. + Steinunn Stef- ánsdóttir fædd- ist 13. nóvember 1907 að Efra- Haganesi í Fljótum í Skagafirði. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Jó- hannesdóttir og Stefán Benedikts- son bóndi, lengst á Berghyl í Fljótum. Steinunn var næ- stelst af sjö systk- inum. Systkini Steinunnar eru: Sigrún, f. 8.12. 1905, d. 17.6.1959, Guðný Ólöf, f. 4.4. 1911, Þórunn Jóhanna, f. 4.10. 1912, d. 21.11. 1984, Benedikt, f. 27.4. 1915, Jónas Sigurður, f. 22.9. 1917 og Sig- urbjörg, f. 20.1. 1922. Steinunn giftist Nils ísakssyni frá Eyrar- bakka, 3. júní 1933. Hann starf- aði lengst sem skrifstofustjóri Síldarútvegsnefndar á Siglu- firði þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er Nils lét af störfum vegna aldurs. Þau áttu síðan heimili í Reykjavík og síðar að Boðahlein 8 í Garðabæ. Nils lést 16. febrúar 1991. Börn þeirra eru: Gústav, f. 16.5. 1934, kvæntur Þóru Ólafsdóttur frá Siglufirði, börn þeirra eru Svava, Gerður og Nils. Ól- afur, f. 4.9. 1937, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur, dætur þeirra eru Steinunn, Ingunn og Svava. Bogi, f. 24.11. 1940, kvæntur Elsu Petersen, börn þeirra eru Bernhard Nils, Bogi Nils og Anna María, og Anna, f. 7.3. 1949, gift Friðriki J. Hjartar, börn þeirra eru Jón Fjölnir, Kristrún og Steinunn Ragna. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. þótt skrokkurinn hafi verið hættur að geta gert það sem hún vildi. Hún hiustaði stanslaust á útvarpið, fylgd- ist vel með fréttum og því sem var að gerast í þjóðfélaginu og þjóðarsál- inni. Það snart hana djúpt hve marg- ir þurftu að líða neyð og hörmungar bæði hér á landi og í heiminum öilum. Við áttum samleið í rúm 33 ár. Tengdamóðir mín sætti sig fljótt við það að ég væri ekki eins myndarleg húsmóðir og hún sjálf. Ég held líka að hún hefði fyrirgefið mér hvað sem var. Það hefur verið mér iærdómsríkt að kynnast lífshlaupi þessarar sterku konu, sem gerði mestar kröfur til sjálfrar sín en engar fyrir sjálfa sig. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að. Steinunn fékk hjartaáfall og lést á St. Jósefspítala í Hafnarfirði að- faranótt 23. júní sl. eftir nokkurra daga legu. Eg þakka tengdamóður minni, Steinunni Stefánsdóttur samfylgd- ina, innilega vináttu og elsku hennar til mín og minna. Guð blessi minnn- ingu hennar. Elsa Petersén. STEINUNN tók á móti mér, tilvon- andi tengdadóttur, og bauð mig vel- komna með bros á vör. Myndarleg kona, hávaxin og ljós yfirlitum með stífaða hvíta svuntu, og allt var svo hreint og fágað á heimilinu á Hóla- vegi 6, á Siglufirði. Hún hafði undir- búið komu mína á þann hátt sem tignum ber, en það var hennar hátt- ur. Á undan mér voru komnar í fjöl- skylduna tvær tengdadætur, siglf- irskar systur, og ég gæti trúað að hún hafi kviðið því taka á móti for- dekraðri Reykjavíkurmær, og kannski verið dálítið efins um að ég yrði tengdadóttir í lagi. Okkar fyrstu fundir eru ljúfír í minningunni og þau hjónin, Steinunn og Nils, gerðu allt til þess að ég fyndi að ég væri hjartanlega velkomin. Tengdamóðir mín hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og ég er ekki alveg viss um að við Bogi höfum alltaf fengið háa einkunn hjá henni þegar hún tók út heimilishaldið hjá okkur. Hún nefndi það ekki beint en stundum ýjaði hún að því og minnist ég þess þegar hún talaði um mjög myndarlega húsmóður sem væri búin að búa um rúmin og taka til í íbúð- inni hjá sér kl. 10 á morgnana. Þá bjargaði maðurinn minn mér og spurði hana á móti hvort hún héldi að konan væri góð við manninn og krakkana sína og þá brosti hún og var ekki viss um það. Það var alla tíð fágað og fínt í kringum hana Steinunni og snyrti- mennska hennar bar af og ég hef heyrt að það hafí vakið athygli, þeg- ar hún var ung stúlka, hve henni var umhugað að snyrta fábrotin heim- kynni sín. Á árum áður, á Siglu- firði, hlýtur það að hafa verið erfitt að halda heimilinu í því horfi sem hún vildi hafa það, sex manna fjöl- skylda í þröngum húsakosti. Ég veit að hún lagði á sig ómælda vinnu til þess að börnin gengu vel til fara og húsbóndinn var alltaf stífpússaður og fínn. Auðvitað vissi hún, að það yrði borið á hana ef þau sæust með gat á tá, en það var umhyggjan sem var í fyrirrúmi. Steinunn var húsmóð- ir fram í fingurgóma, en höfuðein- kenni hennar var heiðarleiki og nægjusemi, sem hún einnig brýndi fyrir bömum sínum. Hún var mjög greiðvikin og með afbrigðum gjaf- mild og mátti ekki vamm sitt vita á nokkurn hátt. Stundum þótti hún hvöss og afskiptasöm, en í raun var hún sanngjörn og umhyggjusöm kona og afskaplega barngóð. Hún lifði lengstum lífi sínu inni á heimili sinu í litlu samfélagi og fannst lítið til sín koma og er ég viss um að það hefur haft áhrif á hana, hve heimur hennar var lítill, því hún hafði allt til að bera til þess að verða eitthvað annað og „meira“ en „bara“ húsmóð- ir. Hún bar fjölskyldu sína á höndum sér en aldrei hefði henni dottið í hug að hún fórnaði sér fyrir þau. Ég hef samt sjaldan kynnst eins mikilli fórn- fýsi og hennar. Óskir fyrir hana sjálfa komu aldrei fram, svo ég viti. Hún var þar sem hún gat þjónað öðrum, hvenær sem var. . Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfum - eins og þú. Þetta kvað Davíð Stefánsson, eft- irlætisskáld Steinunnar, til móður sinnar og þykir mér það eiga vel við hér. Ég get ekki hugsað mér göfugra starf en að koma börnum sínum til manns, þótt margir telji annað. Það gæti verið að Steinunn hafí hlotið umbun verka sinna með þvi að sjá börnin sín verða að duglegum, góðum og vönduðum manneskjum og geta fylgst með sístækkandi fjölskyldu sinni fram á síðasta dag. Þrátt fyrir hrakandi heilsu síðari ára deildi hún með okkur gleði og áhyggjum og þakklát var hún fyrir umhyggju og aðstoð. Þegar Nils og Steinunn fluttu frá Siglufirði til Reykjavíkur í lok árs 1967, eftir tæplega 35 ára búskap fyrir norðan, hófst nýr þáttur í lífi þeirra. Að vera borgarbúi átti vel við þau og kom það mér á óvart að Stein- unn skyldi una sér svo vel sem hún gerði. Hún vílaði ekki fyrir sér að fara að vinna utan heimilisins og ferðast með strætisvögnum um alla borg. Þegar árin liðu urðu kynni okkar nánari og þau hjónin heimsóttu okk- ur oft þau ár sem við bjuggum á Akureyri og Eskifirði og kom þá í ljós hve mjög hún naut þess að ferð- ast og skoða sig um. Þau voru skemmtilegir ferðafélagar, Nils lék á alls oddi og þuldi vísur við öll tæki- færi og Steinunn ætíð hæg og róleg. Þau hjón áttu síðar heimili sitt í Boðahlein í Garðabæ og nutu þar síðustu samvistaráranna sem urðu alls fimmtíu og átta. í litla húsinu sínu annaðist hún heimilisstörfin af sömu kostgæfni og áður, reiddi fram heimabakað bakkelsi í hvert sinn sem gest bar að garði og var það oft. Eftir lát Nils í febrúar árið 1991 bjó hún ein í Boðahleininni þar til á liðnu ári að hún flutti á Hrafnistu sökum heilsubrests. Ekki get ég sagt að hún hafí verið sátt við umskiptin og það er víst, að það er erfitt hlutskipti að þurfa að taka ákvörðun um að taka upp heimili sitt og flytja á dvalar- heimili fyrir aldraða. Steinunn bar sig þó eins og hetja og eftir að hún vandist heimilislífinu og kynntist þjónustufólkinu á Hrafnistu var hún þakklát fyrir þá umhyggju sem hún naut. Hún fann að þar voru aliir boðnir og búnir að aðstoða hana og talaði hún oft um hve fólkið væri gott við sig. Steinunn varð í raun aldrei öldruð, Við viljum í nokkrum orðum minn- ast ömmu okkar sem nú er látin eftir stutta sjúkralegu. Eftir standa minningar um góða konu sem var okkur kær. Við systkihin áttum því láni að fagna að vera í nánu sam- bandi við ömmu alla tíð, fyrst á Siglufirði og síðar í Reykjavík. Þeg- ar við fluttum ásamt foreldrum okk- ar að Mývatni komu amma Steina og afi Nils oft að heimsækja okkur og áttu með okkur skemmtilegar stundir. Við systkinin fórum snemma úr foreldrahúsum til Reykjavíkur í skóla og var þá alltaf gott að koma á Leifsgötuna til ömmu og afa. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur og mikil áhersla lögð á að við hefðum það sem allra best. Amma eldaði góðan mat og alltaf var séð til þess að nóg væri til með kaffinu. Steikti fiskurinn hennar, terturnar og vöfflumar voru í sér- flokki og enginn fór út svangur. Amma var afar gestrisin og hafði gaman af að hitta fólk, þótt hún hafí ekki alitaf notið þess sem skyldi síðustu ár að vera í margmenni sök- um heilsubrests. Á fyrri áram vann hún erfiðisvinnu eins og þá tíðkaðist og átti það eflaust sinn þátt í að hún fékk gigt ung að árum, sem hijáði hana alla tíð. Okkur er það minnisstætt hve ósérhlífin og vinnusöm amma var. Á heimilinu var hún alltaf að, en hún lagði mikinn metnað í að halda heim- ili sínu þrifalegu og fallegu. Fjöl- skyldan var henni mikilvæg og hún lagði sitt af mörkum til að öllum vegnaði vel. Amma Steina og afi Nils voru samhent hjón og vora hvort öðru mikill styrkur í gegnum þeirra langa hjónaband. Við minnumst með sökknuði allra samverustunda okkar með ömmu Steinu. Það var alltaf gott að vera nálægt henni og hún kenndi okkur margt, sem við búum að í dag. Ogleymanlegu stundirnar eru fjölmargar og má þar nefna hátíðisdagana þegar við spiluðum saman, en amma hafði sérlega gam- an af að taka í spil. Stutt var í keppnisandann og sló hún þá ósjald- an fast í borðið að gömlum og góðum Fljótamannasið. Fram á síðasta dag fylgdist amma vel með öllu sem var að gerast í veröldinni, svo vel að okkur þótti það aðdáunarvert. Hún hafði mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar og var gaman að ræða við hana um pólitík, popptónlist eða hvað sem var. Hún gat rætt um allt og fór sjaldan í grafgötur með skoðanir sínar. Þær era góðar minningarnar sem við eigum um hana ömmu okkar og munum við varðveita þær um ókomna tíð. Við biðjum góðan Guð um að blessa minningu ömmu Steinu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir ailt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V. Briem.) Svava, Gerður og Nils. MINIMIIMGAR_____ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.