Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ( BS ERAE>AOÐ<m) ^ANDA /VUNH J / ÞÚ/eTTIRAPÖERA jvþAÐ EINHVERN Tí AðA/^A^AÐj) C HVA£> SET ÉS NÚStRTTIL ^ S AÐAUPSA ANPAGÖNSP J »vjV\ \ \ nl n \ ^ \ _ j_\| \w^ 'mrnt. o PAVfb 2 Z * 11 w Tommi og Jenni Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 ibrian Afreksmaðurmn Jón Amar Maguússon Frá Emi Eiðssyni: VIÐ Íslendingar höfum átt marga snjalla íþróttamenn í íjölmörgum íþróttagreinum. Nú á þessum vor- dögum rættist von og draumur margra, sem fylgst hafa með afreks- manninum Jóni Arnari Magnússyni þegar segja má, að hann hafi stokk- ið inn í heimsklassann í tugþraut. Hann hlaut 8.237 stig á móti í Aust- urríki í lok maí, sem að sjálfsögðu er íslandsmet. Þetta mun vera 10. besti árangur í greininni það sem af er keppnistímabilsins. Tugþraut er ótrúlega erfið íþrótt sem reynir á hraða, kraft og mýkt. Jón Arnar hefur þessa hæfileika í ríkum mæli. Hann er sprettharður (100 m: 10,59 sek.), fjaðurmagnað- ur (langstökk 8 m) og sterkur, varp- ar kúlu 15,31 m. Evrópukeppni í fjölþraut Um næstu helgi fer fram á Laug- ardalsvellinum einn af riðlum Evr- ópubikarkeppninnar í fjölþraut. Þar gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með þessum frábæra íþróttamanni og öðru íslensku landsliðsfólki í keppni við snjalla tugþrautarmenn frá Danmörku, Lettlandi, Slóveníu og írlandi. Þeir sem helst koma til með að veita Jóni Arnari keppni er danski methafinn Warming, met hans er 7.996 stig. Lettar tefla fram manni, sem náð hefur um 7.900 stig- um og öðrum sem á um 7.500 stig. Keppni milli þjóðanna getur einnig orðið skemmtileg. Þegar horft er til þessarar tug- þrautarveislu um helgina rifjast ósjálfrátt upp tugþrautareinvígi Frakkans Ignaces Heinrich þáver- andi Evrópumeistara í greininni og Arnar Clausen, en þúsundir áhorf- enda fylgdust með þeim í lok júlímán- aðar 1951 á Melavellinum góða. Báðir settu þeir landsmet og Örn auk þess Norðurlandamet. Ekki er að efa, að keppnin nú um helgina verð- ur spennandi og skemmtileg, sér- staklega ef veður verður bærilegt. íþróttaunnendur eru hvattir til að líta við á Laugardalsvellinum og fylgjast með frábærum íþróttamönn- um í drengilegri keppni. Ekki má gleyma því að einnig er keppt í sjö- þraut kvenna. ÖRN EIÐSSON Skattheimtan endur- greiöi skattlagninguna Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: GUÐMUNDUR J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar segir í Dagsbrún- arbréfi sem mér barst nú á dögunum að búið sé að afnema skattgreiðslu af lífeyrisinngreiðslu í lífeyrissjóðina og hafí því verið breytt í síðustu kja- rasamningum. Það kann vel að vera en samkvæmt minni vitneskju frá þingstörfum í vetur var þessi leiðrétt- ing á bið eftir fullri leiðréttingu. Varðandi þetta mál var ekki nema um hálfkák að ræða. Það sem Guð- mundur J. Guðmundsson er að tala um og ég nefndi, var hætt að draga frá inngreiðslum að hálfu leyti í sam- þykkt þingsins í vetur og að mínum dómi gert tii að þagga niður þær kröfur að hætta að skattleggja inn- greiðslurnar og menn haldi nú að allt sé í stakasta lagi og svik lífeyris- sjóðanna séu þar með leyst gagnvart sjóðsfélögum. Málið er ekki leyst vegna þess að lífeyrisþegar, eldri borgara eru tvískattaðir ennþá og mín krafa er sú að skattheimtan endurgreiði skattlagninguna þeim sem orðnir eru 70 ára og eldri. Ég skal segja ykkur það að ef við hefðum svikið undan skatti um nokk- urra ára skeið 40% ríflega, af tekjum okkar þá væru lögtaksaðgerðir komnar í fullan gang þó ekki væri á öðru sviði en í lífeyrissjóðagreiðsl- um til aldraðra. Nú ættu allir sem þetta varða að kæra skattheimtuna fyrir brot á réttindum lífeyrisþega. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa líka algjörlega brugðist vinnandi fólki. Mörg ár eru síðan ég byijaði að benda á þessi svik við launafólk og nokkur ár síðan formaður versl- unarmannafélagsins fór að bera þetta svínarí í fjölmiðla og nú loks er aðeins að byija hreyfing á þessu lögbroti, það getur ekki verið annað en lögbrot að margskattleggja þjóð- ina. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavfk. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.