Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Villtar jurtir Nú spretta villtar jurtir vel og eru upp á sitt besta segir Kristín Gestsdóttir sem nýtir þær í alls konar matargerð, jafnvel sem kökuskraut. AÐ MORGNI 17. júní vakti reykskynjarinn mig snemma, hann var þó ekki að tilkynna mér um bruna heldur lét hann mig vita með hógværu pípi að hann vildi fá nýja rafhlöðu. Fegin því að enginn var eldurinn dreif ég mig á fætur og í regngallan og hélt út í rigninguna. Þetta var þá 17. júníveðrið, hellirigning. En það var milt og lygnt og fugl- amir sungu í skóginum, þegar ég gekk niður stíginn. Þama neðar á holtinu lét krían öllum illum látum, flaug upp og garg- aði mikið, þar fiögraði hvít 17. júníblaðra í logninu og gerði krín- unum lífíð leitt, kannski var logn- ið ekki algert. Þegar heim kom sat bóndi minn með kaffíbollann og las Morgunblaðið. Hann lang- aði líka út í lognrigninguna og við ókum í Vífílsstaðahlíðina. Við vegkantinn var mikið af hrafna- klukku, sem drúpti höfði í kærko- minni rigningu og hafði enga hugmynd um að það væri 17. júní og ætti að vera sólskin. í hlíðinni, þar sem fyrir nokkrum ámm var vöxtulegur lerkiskógur, var ljósfjólublátt yfír að líta. Trén höfðu verið höggvin fyrir 2-3 ámm eftir að þau höfðu eyðilast af lerkisveppi. Við gengum nær, þetta vom þá stæðilegar hrafna- klukkur, sem höfðu helgað sér land innan um lerkistubbana. Einstaka blágresi var þar að gægjast upp auk ýmiss annars smágróðurs. Við gengum varlega um til að skemma ekki þessa fallegu brekku en ég gat þó ekki stillt mig um að taka nokkrar hrafnaklukkur tii að skreyta með 17. júnítertuna, sem ég hafði bakað daginn áður, en hrafna- klukkan er vel æt en fremur bragðlítil. Auk hennar skreytti ég kökuna með lambagrasi, sem nóg er af hér á holtinu. Það stytti upp eftir hádegi og sást til sólar. Við settumst út, borðuðum kök- una og dmkkum rabarbara- hvannadrykk með. Blómstrandi sumarkaka 125 g smjörlíki 1 dl púðursykur 2'A dl síróp ___________2egg____________ __________6 dl hveiti______ 1 'A lyftiduft 1 tsk. kanill 1 tsk. engifer 'h tsk. negull 2 msk. kakó 1 pk. suðusúkkulaði ofan ó hrafnaklukkur og lambagras til skreytingar 1. Setjið smjörlíki, púðursykur og síróp í skál og hrærið vel saman. 2. Hrærið eitt egg í senn út í. 3. Blandið saman hveiti, lyfti- dufti, kanil, engifer, negul og kakói, setjið út í og hrærið laus- lega saman. 4. Smyrjið springform, um 23 cm í þvermál. Setjið deigið í mótið. 5. Hitið bakaraofn í 190 C, blástursofn í 180 C, setjið kök- una í miðjan ofninn og bakið í 50 mínútur. 6. Kælið örlítið en losið síðan úr forminu. 7. Opnið bakaraofninn og látið hann kólna í 70 C, setjið súkk- ulaðið á eldfastan disk inn í ofn- inn. Það bráðnar á 7 mínútum. Skafið súkkulaðið af diskinum með sleiku og setjið beint á kök- una. 8. Setjið eitt og eitt lamba- grasblóm á víð og dreif um kök- una, leggið nokkrar hrafnaklukk- ur sem smávönd á einn stað á kökunni. Rabarbara- hvannadrykkur 3 kg rabarbari 30 - 50 g ungir mjóir hvannaleggir 2 'A lítri vatn 20 g vínsýra 200 g sykur í hvern lítra af safa 1. Þvoið rabarbarann og hvanna- leggina og skerið smátt, setjið á skál (ekki úr málmi), hellið vant- inu yfir. Leysið vínsýruna upp í 1 msk. af heitu vatni og setjið saman við. Látið skálina standa á köldum stað í 3 sólarhinga. Hrærið öðru hverju í þessu. 2. Hellið rabarbaranum og leginum á hreina grisju. Bindið fyrir og látið hanga á krók. Hafið skál undir. Þetta síast á 'A — 1 sólarhring. 3. Setjið sykurinn saman við safann, hrærið í svo að hann leysist upp. Það þarf ekki að gerast um leið. Setja má skálina í kæliskáp og hræra í öðru hverju. 4. Hellið saftinni á hreinar flöskur og geymið í kæliskáp. Einnig má setja safann í klaka- bakka og frysta. 5. Blandið safann með vatni. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Blettur á umhverfinu GUÐRÚN Guðmundsdótt- ir hringdi og vildi vekja athygli á því hversu illa húsinu við Hverfísgötu 28 er haldið við. Það stendur á fallegum stað á móti danska sendiráðinu og er nærliggjandi húsum og görðum sérstaklega vel við haldið. Hún furðar sig á að eigandi hússins skuii ekki sjá sóma sinn í því að lappa upp á húsið og einnig á sinnuleysi borgar- yfírvalda að þau skuli láta þetta viðgangast. Þetta er blettur á umhverfinu. Fyrripartur VILLA slæddist inn í fyrri- part eftir Dýrólínu Jóns- dóttur, frá Skagafirði, sem birtur var í blaðinu sl. þriðjudag svo hann verður endurbirtur hér: Mörgum fatast valið vina, vonskan hvatar sút. Rifnar gat á geðprýðina, gusast hratið út. Þakkir til Plús-Film KONA hringdi og vildi lýsa ánægju sinni yfir land- búnaðarþáttum hjá Sjón- varpinu og einnig hesta þættinum sem sýndur var 17. júní og hét „Að fjalla- baki“. Spurning er hvort ekki ætti að sýna þann þátt aftur því eflaust hafa margir misst af honum. Sérstakar þakkir fær Sveinn í Plús-Film fyrir frábæra myndatöku í þáttunum. Forn „antikkur“ í B-BLAÐI Morgunblað- sins 25. júní, bls. 4 er rætt um hvenær hlutur sé forn „antikkur". Ég sá svarið við þessu í dönsku blaði fyrir mörgum árum síðan og var þar miðað við 100 ár, eða að hlutur hafi verið í eign sömu ættar í þrjá ættliði. Ymsir smíðishlutir eru ellimáðir (patineraðir) til þess að gera þá ellilegri. Haraldur Agústsson. Þörungakveðjur MÉR FÓR eins og Bimi Bjamasyni sem hringdi út af „harmlausu þörang- unum“ sem sagt var frá í sjónvarpinu 19. þ.m., að ég fór að velta því fyrir mér hvað þetta gæti þýtt. Samkvæmt venjulegri orðmyndun hlýtur þetta að merkja að þörangurinn hafí verið „án harma“, eins og sá er skólaus sem hefur enga skó og sá þekkingarlaus sem hefur enga þekkingu. Að vísu hélt ég ekki að þörangar hefðu neitt tilfinningalíf (væra tilfínningalífslausir), en það getur auðvitað verið að nútímavfsindi hafí leitt eitthvað annað í ljós og væri gaman að fá eitthvað að heyra um það. Nú hef ég hugsað mér þennan endurfædda þörung þannig að hann syndi glaður og reifur um Breiðafjörðinn og rauli eitthvað á þessa leið fyrir munni sér, því auðvitað getur hann haft munn ekki síður en tilfinningalíf: í útsænum harmar mig hrjá, þar hrynja mér tárin af brá. En hér inni í flóa ég huggun fæ nóga og harmlaus þar lifa ég má. Með þörungakveðju. Torfi Ólafsson. Tapað/fundið Fjallahjól tapaðist MONTANA 18 gíra fíallahjól tapaðist frá Hálsaseli 47, Reykjavík sl. fimmtudagskvöld. Það er svart á litinn með allskonar litum yrjym. Fundarlaunum er heitið og er skilvís fínnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 557-7035. Skotthúfuhólkur GAMALL sléttur skott- húfuhólur með munstri að ofan og neðan fannst á Frakkastíg í fyrstu vikunni í júní. Upplýsingar í síma 551-6366. Gæludýr Læða tapaðist ÞRÍLIT sex ára gömul læða, svört að lit með brúnum yrjum og ljós á kvið tapaðist frá heimili sínu Flétturima 12, Reykjavík 26. júní sl. Hún er frekar stór og þybbin, gæf og mannelsk og var með rauða ól, sem gæti hafa dottið af. Geti einhver gefíð upplýsingar um hana vinsamlega hringið í síma 587-5636 eða hafa sam- band við Kattholt í s. 567-2909. Kleópötru vantar heimili KLEÓPATRA sem er 10 mánaða gömul tík af Sankti Bernharðskyni þarf nauðsynlega að eignast stórt og gott heimili og góða eigendur. Upp- lýsingar í síma 587-9552 eftir hádegi. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR sem er blár á brjóstinu og hvítgrár á baki flaug inn í íbúð við Skipholt sl. laugardags kvöld og er eigandinn beð- inn að hafa samband í síma 553-8374 eða 552-4100. Meo morgunkaffinu A ' Ast er... að gefa henni jarðarber. TM Rofl u.S P*r Off —«11 rtgnts mvvd • 1993 Lo$ Angeles Tim«s Syndicaie GJÖFIN frá mömmu er tækifæri fyrir þig til að byrja að fylgj- ast með tímanum. SKÁK Umsjón Mnrgcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í síðustu umferðinni á helgarskák- móti Taflfélags Reykjavíkur um daginn. Sævar Bjarna- son (2.295), alþjóðlegur meistari, var með hvítt en Jón Viktor Gunnarsson (2.145) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 30. e3-e4 í mjög erfiðri stöðu. 30. - Rd3! (Hótar 31. - Rf2+ 32. Kgl — Bc5 og hefur þá sett upp svika- myllu) 31. Dxd3 — Del + 32. Bfl - Hxfl+ 33. Kg2 - Hgl+ 34. Kf3 - Dh4! og hvítur gafst upp því hann getur ekki var- ist fjölmörgum hótunum svarts. Jón Viktor vann allar skákir sínar á mót- inu og fylgdi þar með eftir góðum árangri sínum á fyrsta borði á Ólympíumóti barna og unglinga í maí. Víkveiji skrifar... •• ORYGGI í viðskiptum með til dæmis ávísanir hefur löng- um verið höfuðverkur banka- manna, lögreglu og að sjálfsögðu neytandans. Aður en kortin komu til sögunnar var misnotkun með ávísanir mikið vandamál, en með tilkomu þeirra hefur dregið úr notkun á ávísunum. Ekki fyrir löngu komu debetkortin til sög- unnar og þá með mynd af kort- hafa. Þau eru nú þegar orðin mjög útbreidd hér á landi og hafa aukið öryggi í viðskiptum. Skrifari var staddur á bensín- stöð fyrir skömmu og næst á und- an honum að fá afgreiðslu var kona nokkur, sem borgaði með greiðslukorti. Afgreiðslumaðurinn tók við kortinu, stimplaði upphæð- ina inn og rétti konunni síðan kvittunina til undirskriftar. Hann hélt hins vegar sjálfur á greiðslu- kortinu og beið eftir að konan skrifaði nafn sitt. Konan hafði orð á því hvers vegna hún fengi ekki kortið um leið og kvittunina og svaraði maðurinn því til, að hann bæri alltaf nákvæmlega saman undir- skriftir á korti og kvittun. Kon- unni þótti greinilega við þetta. Hafði á orði að það væri naumast traustið á viðskiptavininum og hvarf síðan á braut með þjósti. Skrifara fannst þvert á móti ár- vekni mannsins til fyrirmyndar og að konan hefði átt að þakka manninum frekar en að þykja við hann. xxx KVÖLDSTUND fyrir nokkru eyddi skrifari við Reynisvatn rétt fyrir ofan Reykjavík. Reyndar var það fyrir algjöra tilviljun að Víkveiji rataði á staðinn sem er rétt ofan við hitaveitugeymana í Grafarholti. Til þess að gera ianga sögu stutta kom staðurinn þarna í holtinu mjög á óvart. Þarna eru grasi gróin tún frá gamalli tíð og við vatnið iðaði allt af lífi. Fiskur vakti í vatninu, veiði- menn stóðu með stangir sínar á bakkanum og köstuðu í gríð og erg og við skálann, sem þarna hefur verið reistur, voru börn og hundar að leik. Olafur Skúlason í Laxalóni hefur sett fisk í vatnið og geta menn keypt sér veiðileyfi og kvóta eins og nú er alsiða í fiskveiðunum. Fyrirkomulagið' er á margan hátt svipað og var hjá Ólafi í Hvammsvík, en nýi staður- inn er í raun inni í borginni meðan hálftíma tók að keyra í Hvamms- vík. Virtust menn una hag sínum vel þarna við Reynisvatn og fleiri en skrifari höfðu á orði að þeir hefðu ekki haft hugmynd um þennan skemmtilega útivistarstað fyrr en þeir lentu þar fyrir tilviljun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.