Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 29. JUNÍ 1995 Fyrirgefning syndanna fær jákvæðar undirtektir í Noregi Sterk skáldsaga FYRIRGEFNING syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kom nýverið út hjá Gyld- endal í Noregi undir heitinu Syndenes for- latelse. Dómar í þar- lendum blöðum hafa verið lofsamlegir. Vigdis Moe Skar- stein segir í umsögn sinni í Adresseavisen að Fyrirgefning synd- anna sé sterk skáld- saga. „Eðlisfræðing- urinn Ólafur Jóhann Ólafsson hefur skrifað skáldsögu um mann- legar ástríður, vanmátt, drottnunar- gimi og einmanaleika þannig að engu er líkara en kalt vatn renni milli skinns og hörunds lesandan- um.“ Skarstein segir að erfítt sé að leggja bókina frá sér fyrr en að lestri loknum. Gagnrýnandi Bergens Tidende, Lars Helge Nilsen, segir að Ólafur Jóhann skemmti lesendum með því að dusta rykið af hinni harmrænu og rómantísku skáldsögu. „Sagan er þess fullkomlega verð að vera lesin en hins vegar er ekki auðvelt að skrifa um hana gagnrýni því að sagan gefur sjálfri sér langt nef á lokasíðu bókarinnar." Várt land segir í ganrýni, sem Nils- Petter Enstad ritar, að umfjöllunarefni Fyrirgefningar synd- anna sé mjög áhuga- vert þótt framvinda sögunnar sé tiltölu- lega fyrirsjáanleg. Gagniýnandi Haugesunds Avis, Svein Iversen, segir að stíll Ólafs Jóhanns sé knappur, nakinn, þaul- hugsaður og þjóni vel tilgangi sínum. Enn- fremur segir Iversen að Fýrirgefning syndanna sé mjög dramatísk saga sem veki lesandann til umhugsunar og standi framarlega meðal íslenskra nútímabókmennta. Kjell Olaf Jensen, gagnrýnandi á Arbeiderbladet, tekur undir með Iversen og segir að Ólafur Jóhann sé einn fremsti og athyglisverðasti rithöfundurinn af yngri kynslóðinni á íslandi og það sem skapi skáldsögu hans algera sérstöðu sé einfóld frá- sagnartækni. Allir gagnrýnendurnir Ijúka lofs- orði á þýðandann, Jón Sveinbjörn Jónsson. KÁPA norsku þýð- ingarinnar á Fyrir- gefningu syndanna. Ný íslensk rokkópera Lindindin Leikfélagið Theater mun í haust frumsýna nýja íslenska rokkó- peru eftir einn meðlim leikhóps- ins, Ingimar Oddsson. Rokkóper- an ber nafnið Lindindin, en það er heitið á fornum töfraspegli sem er örlagavaldur í verkinu. Um 70 manns munu taka þátt í uppsetningunni en Theater hef- ur fengið tvær milljónir í styrk frá Reykjavíkurborg gegn því að ráða a.m.k. 28 skólanema eða fólk af atvinnuleysisskrá í vinnu við uppsetninguna. Leikstjóri sýningarinnar er Guðjón Sigvaldason og aðstoðar- leikstjóri er Dóra Takefusa. Ingi- mundur Oddsson sér um tónlist- arstjóm og danshöfundur er Bryndís Einarsdóttir. Fram- kvæmdasljóri er Guðmundur Kr. Oddsson. Áheyrnarpróf verða haldin í júlí og vonast er til að hægt verði að gefa tónlistina úr verkinu út á geisladisk í ágúst. Frekari upp- Iýsingar er hægt að fá í símum 551 4601,552 5151 og 896 1231 eða á skrifstofu félagsins að Bankastræti 6. LISTIR JÓN Sæmundur Auðarson: „Gullkista". Lifandi list á líflegum stað MYNPLIST Laugarvatn - héraðs- skólinn, hótcl og þorpið sjálít. GULLKISTAN - LISTA- DAGAR 104 myndlistarmenn. Opið virka daga kl. 14-22 og um helgar kl. 10-22 til 2. júlí. Aðgangur ókeypis LISTAHÁTIÐIR eru _af ýmsum stærðum og gerðum. Úti í heimi eru slíkar framkvæmdir oftar en ekki þungamiðja hins opinbera menningarlífs, sem mikið er vandað til, bæði með aðfengnum kröftum og framlagi innlendra atvinnu- manna; aðrar hátíðir spretta fram sem af sjálfsdáðum fyrir afl áhuga- fólks, og byggja fyrst og fremst á framlagi þeirra, jafnt í starfsgleði sem í listinni. Hér á landi á Listahátíð í Reykja- vík þegar að baki merkilega sögu sem fulltrúi hinna opinberu menn- ingarhátíða, en aðrar hafa ekki náð að festa sig í sessi; Listahátíð í Hafnarfirði var um sinn sambland hinnar opinberu framkvæmdar og sjálfsprottinnar gleði listarinnar, en lenti því miður í miðju pólitískra væringa og virðist nú horfin af vettvangi. Nokkrar óháðar listahátíðir hafa verið haldnar hér á Iandi undan- gengin ár, þó ekki séu þær marg- ar, og nú stendur ein slík yfír, sem er um flest ólík fyrri slíkum og um leið áhugaverðari. Þetta er „Gull- kistan“, listadagar á Laugarvatni, sem hófst á þjóðhátíðardaginn og stendur fram yfir mánaðamót. Margt er sérstakt við þessa framkvæmd. Hátíðin er haldin á vinsælum stað utan höfuðborgar- svæðisins, en hugmyndina að lista- dögunum áttu tvær ungar listakon- ur, þær Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir, sem síðan gengu sjálfar í að fá allan þann stuðning sem var nauðsynlegur til að hrinda henni í framkvæmd; ár- angurinn er undraverður, því hér er samankominn afrakstur yfir eitt hundrað listamanna, sem leggja sitt lóð á vogarskálarnar í mynd- list, leiklist og tónlist af öllu tagi. Laugarvatn á auðvitað að baki söguleg tengsl við menningarlíf landsmanna, og er skemmst að MORGUNBLAÐIÐ minnast Þórarins B. Þorlákssonar listmálara, sem hélt mikið upp á staðinn, en einnig hefur skólahald og umhverfí dregið menn þangað í gegnum tíðina. I því tilefni er t.d. sett upp herbergi í Héraðsskólanum til minningar um dvöl Halldórs Laxness á Laugai’vatni, en þar var hann m.a. við skriftir á fjórða ára- tugnum. Myndlistin er mest áberandi þáttur þessara listadaga, og dreif- ist hún víða um staðinn, í húsnæði Héraðsskólans, veitingahúsið Lind- ina, Menntaskólann og Húsmæðra- skólann, en í þeim síðastnefndu eru rekin Eddu-hótel yfir sumarmánuð- ina, auk þess sem finna má verk utandyra um allt þorpið, í fjörunni við vatnið og jafnvel í vatninu sjálfu. Alls eiga eitt hundrað og fjórir nafnkunnir listamenn verk í „Gullkistunni", auk þess sem huldumaður hefur dreift nokkrum vangaveltum á spjöldum vítt og breitt um þorpið, og bætir þannig enn frekar við þessa myndlistar- flóru. Sú stefna var tekin í upphafí að hafa listadagana algjörlega opna, þannig að allir sem þess óskuðu fengu að senda verk sín til sýning- ar. Þó hér sé fátt um þekkta lista- menn, hefur útkoman orðið nokkuð skemmtileg blanda verka áhuga- fólks og lærðra listamanna (hér er m.a. að finna verk frá stórum hópi nýútskrifaðra nema M.H.Í.); hefð- bundin myndverk kunna að birtast við hlið óskyldra hugmyndaverka, og grófgerðar innsetningar (eða innrammanir utandyra) eru ef til vill í næsta rými við faglega unnin útsaumsverk eða myndir skornar af miklum hagleik í rekavið. Þessi stefna er athyglisverð, því hér verð- ur til eins konar stefnumót hefðar og framúrstefnu, hins almenna og hins sértæka, sem því miður tekst ekki oft að leiða saman í íslenskum listheimi. Það er mikið af áhugaverðum verkum í hótelunum tveimur, en sýningin í Héraðsskólanum er þungamiðja myndlistarinnar sem hér er að finna. Þar kennir margra grasa; sú aðferð að úthluta einstök- um herbergjum til listamanna býð- ur upp á mikla möguleika og heppnast á stundum afar vel - li- stafólkið er jafnvel á staðnum og lætur verk sín þróast yfír sýningar- tímann. Á svo stórri samsýningu er ef til vill óréttlátt að taka einstakar 4- -i c I i i D I Steikar- og grillkrydd "original". Ekta blanda á steikina, ekki síst grillað lamba- og svínakjöt. Laumaðu líka nokkrum kornum í kartöflusalatið, grænmetis- réttina og fars- og kjúklinga- rétti. Steikar- og grillkrydd "barbeque". Bragðmikil blanda undir áhrifum frá amerísku cajunmatargerðinni. Prófaðu hana einu sinni á hvaða grillkjöt sem er - og hún verður ómissandi. Knorr Provence krydd Þessi kryddblanda gefur þér frábært og franskt bragð af grillaða lambakjötinu og kjúkl- ingunum. Og ekki er hún síðri á fisk, í paté og salatsósur. kryddblöndur Pasta- og pizzukrydd Blandan sem setur punktinn yfir i-ið í ítalska matnum, ómissandi þegar þú eldar pasta, bakar pizzu og býrð til salat. Mexíkóskt krydd Kröftug kryddblanda á steikina og grillið. Prófaðu þig líka áfram með hana í pott-, pasta- og kartöflurétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.