Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ1995 43 FRÉTTIR Flugmódel á Hamranes- flugvelli í TILEFNI af 25 ára afmæli Flugmódelfélagsins Þyts verður haldin flugsýning á Hamranes- flugvelli við Krýsuvíkurveg nk. laugardag 1. júlí kl. 14 ef veður leyfir. Aðgangur er ókeypis. í fréttatilkynningu segir: „Dagskráin verður í stórum drátt- um þessi: Módelsvifflugur dregn- ar á loft, ýmist með spili eða öðru módeli. Módeli í mælikvarða 1:4 af fyrstu flugvél íslendinga frá árinu 1919, AVRO-504 sem var miðpunktur flugsýningarinn- ar á Reykjavíkurflugvelli sl. sum- ar, mun verða flogið. Risamóddi af DC3, Gljáfaxa Flugfélags ís- lands, verður væntanlega flogið. Stór og lítil módel munu sýna list- ir sínar til kl. 15 en þá er von á yfirflugi stórra flugvéla af ýmsum ferðum. Sýnt verður listflug flug- véla í fullri stærð, þ.e. CAP-10 og YAK-52. Ýmislegt annað verð- ur til skemmtunar og fróðleiks.“ GAMLl skálinn í Vatnaskógi. Kristilegt mót í Vatnaskógi ALMENNA kristilega mótið í Vatnaskógi verður haldið í 50. sinn um næstu helgi. Svæðið verður opnað kl. 16 föstudaginn 30. júní og verða ýmsar samveru- stundir fyrir börn og fullorðna þar til síðdegis sunnudaginn 2. júlí. Fyrsta samkoman verður á föstudagskvöld kl. 21.30. Samkomur eru allmargar meðan mótið stendur yfír einnig barna- stundir. Meðal ræðumanna að þessu sinni verða Friðrik Hilmars- Mick M. Látbragðsleik- ur í Ævintýra- Kringlunni ÞÝSKI látbragðsleikarinn Mick M. skemmtir í Ævintýra- Kringlunni á 3. hæð í Kringl- unni kl. 17 í dag, fimmtudag. Mick hefur dvalist hér á landi í stuttan tíma en hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir trúðsleik sinn. Mick M. kemur á óvart því þáttur hans er dálít- ið öðruvísi en við eigum að venjast. Hann er eins og per- sóna úr svart-hvítu kvikmynd- unum, kannski sambland af lát- bragðsleikara og Charlie Chaplin, segir í fréttatilkynn- ingu. son, Gunnar J. Gunnarsson, Skúli Svavarsson o.fl. Gunnar flytur biblíulestur kl. 10 á laugardags- morgun. Guðsþjónusta með altar- isgöngu verður á sunnudeginum kl. 10.30. Sr. Sigfús Ingvason úr Keflavík þjónar fyrir altari en Benedikt Arnkelsson prédikar. Merkt tjaldstæði verða á móts- svæðinu þessa daga og hægt að fá veitingar í matskála á mat- málstímum. Öll neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð. All- ir velkomnir. Langnr laugar- dagur á morgun LANGUR laugardagur verður haldinn á morgun eins og venja er fyrsta laugardag hvers mánað- ar. Dagskráin verður að mestu leyti helguð tískunni og munu margar verslanir taka þátt í tískusýningum og sýna það nýj- asta. Við Laugaveginn eru starf- andi margar verslanir sem bjóða úrval af herra- og dömufatnaði, barna- og unglingafatnað, skó, skartgripi, töskur, gleraugu o.fl. Einnig verða tilboð í gangi hjá mörgum verslunum. Unglingafélagið Píló verður með reiðhjálmakynningu og einn- ig verða þau með rit til sölu sem eru gefin út af félaginu, geisla- diska o.fl. Krakkarnir verða stað- settir fyrir framan Flugleiðaskrif- stofuna, Laugavegi 9. Flokkur ungs fimleikafólks úr Fimleikadeild Armanns mun sýna listir sínar á Laugaveginum. Flokkurinn mun hafa með sér trambólín og sýna dýnustökk, ganga á höndum o.fl. Fimleika- fólkið verður staðsett við Lands- bankann og við verslunina Kello. Átthagamót á Hofsósi ÁTTHAGAMÓT Hofsósinga verður haldið á Hofsósi í fyrsta sinn nú um mánaðamótin. Þar munu koma fram burtflutt- ir Hofsósingar og núverandi íbúar staðarins og blanda geði eina helgi. Komið verður saman á Hofsósi seinnipart föstudagsins 30. júní og grillað um kvöldið. Engin eiginleg dagskrá verður á laugardaginn en reiknað er með góðri fjölskyldu- og tjaldbúða- stemmningu. Grillað verður um kvöldið og síðan fjölskyldudans- leikur í Höfðaborg þar sem Gaut- arnir leika fyrir dansi, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að allir burt- fluttir og heimamenn í sameigin- legum Hofshreppi séu hjartan- lega velkomnir á þetta átthaga- mót. STYRKÞEGAR ásamt styrkveitinganefnd við afhendingu styrkj- anua. Fremri röð f.v.: Linda Björg Árnadóttir, Þuríður Jónsdóttir fyrir Baldur Gylfason, Guðný Sigurðardóttir fyrir Þóru Christians- en og Páll Ingólfsson fyrir Guðnýju Þóru Pálsdóttur. Aftari röð f.v.: Jón Adólf Guðjónsson nefndarmaður, Guðmundur Steingríms- son nefndarmaður, Sigríður Freyja Ingimarsdóttir fyrir Ragnar Tómas Árnason, Ragnhildur Geirsdóttir, Gunnlaugur B. Ólafsson, María Karen Sigurðardóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Matthías Bjarki Guðmundsson, Jón Jónsson, Hersir Sigurgeirsson, Sveinbjörn Björnsson nefndarmaður og Þorbjörn Tjörvi Stefánsson nefnd- armaður. Á myndina vantar Þröst Sigurðsson nefndarmann. Búnaðarbankinn úthlutar 12 námsstyrkjum AFHENDING námsstyrkja fór fram nýlega til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans. Er þetta í fimmta sinn sem slík úthlutun fer fram. Að þessu sinni voru veittir 12 styrkir, hver að upphæð 125.000 kr. Veittir eru útskriftarstyrkir til nema við Háskóla fslands og íslenska sérskóla, auk námsstyrkja til náms- manna erlendis. Styrkþegar að þessu sinni eru: Frá Háskóla íslands: Gunnlaugur Bene- dikt Ólafsson í lífeðlisfræði, Hersir Sigurgeirsson í stærðfræði, Jón Jóns- son í þjóðfræði, Ragnar Tómas Árna- son í lögfræði og Ragnhildur Geirs- dóttir í vélaverkfræði. Úr íslenskum sérskólum: Linda Björg Árnadóttir í textílnámi við Myndlista- og handíða- skólann, Matthías Bjarki Guðmunds- son í iðnrekstrarfræði við Tækni- skóla íslands og Sigurður Bjarki Gunnarsson í sellóleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Nám erlendis: Baldur Gylfason i klíniskri sálfræði við Acadia University í Nova Scotia, Guðný Þóra Pálsdóttir í umhverfis- verkfræði við University of Cincinn- ati í Ohio, María Karen Sigurðardótt- ir í forvörslunámi við Konservator- skolen í Kaupmannahögn og Þóra Christiansen í miðlunarfræðum Ann- enberg School for Communication, University of Southern California. Styrkveitinganefnd Styrkveitinganefnd skipuðu Sveinbjörn Bjömsson rektor Háskóla íslands, Guðmundur Steingrímsson formaður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands, Þorbjörn Tjörvi Stefánsson formaður Sambands íslenskra náms- manna erlendis, Þröstur Sigurðsson formaður Bandalags íslenskra sér- skólanema og Jón Adólf Guðjónsson bankastjóri frá Búnaðarbankanum. Námsmannalína Búnaðarbankans var stofnuð haustið 1990. Viðamesti þáttur þjónustunnar er vegna af- greiðslu lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna en Búnaðarbankinn var fýrstur banka til að veita námsmönn- um mánaðarleg framfærslulán. Norræna vegatæknisambandið 60 ára Arangursríkt norrænt samstarf í sextíu ár Morgunblaðið/ Sverrir VEGAMÁLASTJÓRAR Norðurlandanna á fréttamannafundi á Hótel Sögu í gær. STJÓRN norræna vegatæknisam- bandsins, sem skipuð er þremur fulltrúum frá öllum Norðurlöndun- um undir forystu vegamálastjóra hvers lands, heldur þessa dagana vinnufund í Reykjavík. Norræna vegatæknisambandið var stofnað 19. júní 1935 og er því 60 ára um þessar mundir. Að stofnun þess stóðu vegagerðarmenn frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Færeyingar bættust árið 1975 í hóp- inn. Starf vegtæknisambandsins fer að mestu fram í vinnunefndum, sem fjalla um afmörk- uð efni á starfssviði þess, svo sem skipulag og hönnun vega og gatna, hagfræði umferð- ar, umhverfismál o.s.frv. Alls eru fimmtán slíkar nefndir fast starfandi og munu um 600-700 manns taka virkan þátt í vinnu þeirra. Þetta fólk kemur frá vegagerðum landanna, bæjarfélögum, verktökum, ráð- gjöfum og fleiri aðilum sem að vegagerð koma. ísland tekur þátt í sjö nefndum og Færeyjar i færri. í sambandinu í heild eru um 6.000 félagar. Ráðstefna á næsta ári Markmið fundarins sem fram fer nú hér á landi er meðal annars að undirbúa næstu ráðstefnu sambandsins. Þær eru haldnar fjórða hvert ár til skiptis í Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð. Að þessu sinni verða Norðmenn gestgjafar hinna 1.000-1.200 ráð- stefnugesta, sem streyma munu til Björgvinj- ar í júní á næsta ári. Auk ráðstefnuundirbúningsins er á dag- skrá sambandsstjórnarinnar nú að líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar, einkum að því er varðar hlutverk sambandsins og verk- efni í framtíðinni. Eins og önnur norræn samtök standa samtök norrænna vegasmiða á krossgötum um þessar mundir. Sífellt meiri nauðsyn er orðin á alþjóðlegri samvinnu í kjölfar ESB-aðildar þriggja Norðurlandanna. Auk þess að sinna sínum hefðbundnu verk- sviðum verður sambandið nú að vera hinum auknu kröfum vaxið, sem hinar nýju aðstæð- ur krefjast, bæði innan Evrópu og milli heim- sálfa. Islendingum mjög í hag Island var stofnaðili að norræna vega- tæknisambandinu, og eins og hægt er að ímynda sér af því geysimikla verki sem unn- ið hefur verið í vegagerð á landinu á þeim 60 árum sem síðan eru liðin, hefur íslenzk vegagerð notið góðs af tenglsunum við hin Norðurlöndin á þessu sviði. Markmið sam- bandsins hefur verið frá upphafi að vinna að framförum og þróun í vegagerð og bætt- um skilyrðum umferðar og flutninga á veg- um. Þetta hefur m.a. verið gert með samræm- ingu rannsóknar- og þróunarverkefna, miðl- un upplýsinga um nýjungar í tækni og vinnu- aðferðum, svo nokkuð sé nefnt. Nokkur dæmi má nefna um tækniþekkingu sem ís- lendingar hafa flutt inn frá Norðurlöndunum. Sú tegund bundins slitlags, klæðingin, sem notuð er hér á mestan hluta vegakerfisins er þróuð á Norðurlöndunum. Þetta er ódýr- asta tegund bundins slitlags sem völ er á og er grundvöllur þess árangurs, sem náðst hefur á þessu sviði. Þegar ráðist er í vanda- söm verkefni hér á landi eigum við jafnan aðgang að sérþekkingu, hvar sem hana er að finna á Norðurlöndunum. Almennt má segja, að nýjungar í tækni, búnaði og aðferð- um koma iðulega fyrr en ella hingað til lands en ella væri vegna þeirra tengsla sem sam- bandið myndar. Framlög til vegamála aldrei meiri Á fréttamannafundi, sem vegamálastjórar allra Norðurlandanna héldu á Hótel Sögu í gær, kom fram, að framlög til vegamála á- flestum Norðurlöndum hafa aldrei verið meiri en á líðandi misserum. Ástæðunnar fyrir því mun að hluta vera að finna í bágu atvinnuástandi; víða hefur verið gripið til þess ráðs _að búa til ný störf við vegaframkvæmdir. Ástæðunnar er þó ekki síður að leita í aukinni þörf á betri sam- göngum, sem tengir Skandinavíu við megin- land Evrópu. Stærstu verkefnin sem verið er að vinna að á þessu sviði á Norðurlöndum er Stórabeltisbrúin, en jafnframt upplýsti Per Milnér, vegamálastjóri Danmerkur, að verið væri að undirbúa smíði brúar yfir Fehmarn- sund, sem yrði næsta stóra verkefni. Sú brú myndi vafalaust verða aðalumferðaræðin milli Skandinavíu og meginlandsins. Önnur athyglisverð stórverkefni er lagning neðanjarðarlestarkerfis í Stokkhólmi, sem þegar er hafin, og í Osló, sem verið er að undirbúa. Vegamálastjórarnir norrænu lögðu allir áherzlu á mikilvægi umhverfismála við vega- framkvæmdir. Á því sviði væru Norðurlöndin leiðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.