Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNt 1995 2C LISTIR Leyndardómar Snæfellsjökuls SNÆFELLSJÖKULL hefur frá ómunatíð veitt listamönnum inn- blástur. Hefur hann einnig vakið ýmsar hugmyndir með þeim sem kanna æðri svið vitundarinnar og hið yfirskilvitlega. Þannig telja sumir að þessi jökulkrýnda eldkeila laði til sín verur utan úr geimnum. Margar þjóðsögur hafa jafnframt spunnist um Snæfellsjökul, auk þess sem kunn bókmenntaverk tengjast honum. Nægir þar að nefna Kristnihald undir jökli eftir Halldór Laxness og Ferð að miðju veraldar, þar sem höfundurinn, Jules Verne, býður lesandanum í ævintýralegt ferðalag niður um gíg jökulsins. Nú er röðin komin að nemum í arkitektúr að drekka í sig leyndar- dóma Snæfellsjökuls og andrúms- loftið undir jökli. Tilefnið er sum- arnámskeið íslenska arkitekta- skólans — ISARK — og viðfangs- efni þess: Hönnun byggingar sem ætlað er að vera einskonar „hlið“ að fyrirhuguðum þjóðgarði yst á Snæfellsnesi, jafnframt því að þjóna sem móttökustaður ferða- fólks. Átján norrænir nemar taka þátt í námskeiðinu og eru þeir allir vel á veg komnir í námi. Hófst nám- skeiðið á tveggja daga vettvangs- leiðangri fyrir íjórum vikum en því lýkur með verðlaunaafhendingu og opnun sýningar á úrlausnum í Ásmundarsal við Freyjugötu á morgun. Við úrlausn verkefnisins beina nemendurnir sjónum að sérkenn- um staðarins í víðasta samhengi, frá jarðsögu, veðurfari og lífríki að yfirskilvitlegum fyrirbærum er tengjast Snæfellsjökli. Þá taka þeir túlkun þessara sérkenna í bókmenntum á ýmsum tímum með í reikninginn. í gegnum samteng- ingu þekkingarfræðilegra þátta, texta, vésagna og frumkrafta nátt- úrunnar er stefnt að því að birta áður óþekktar víddir í arkitektúr, „innri sýn“. Grunnur að fullgildum arkitektaskóla íslenski arkitektaskólinn var stofnaður með formlegum hætti á sumardaginn fyrsta 1994. Arki- tektafélag íslands átti frumkvæði að stofnun skólans en á vettvangi Sumamámskeiði íslenska arkitektaskólans lýkur á morgun en þá verður jafnframt opn- uð sýning á úrlausnum nemenda í Asmund- arsal. Orri Páll Ormarsson vatt sér vestur —-------------------------------3,------- á Freyjugötu og komst að því að ISARK ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur en viðfangsefni námskeiðsins er bygging sem vera á hlið að þjóðgarði á Snæfellsnesi. býsna strembið að gera verkefninu skil á jafn skömmum tíma enda sé Snæfellsjökull ein af gersemum íslenskrar náttúru. Stöllumar hafa jafnan meiri tíma til að athafna sig í náminu ytra og gera því ráð fyrir að snúa þangað á ný reynsl- unni ríkari. HALLDÓR Gíslason leiðbeinandi gefur Roger SIGRÍÐUR Eggertsdóttir og Guðrún Sigurðar- Spetz og Karolinu Keyzer þess hafði lengi verið rætt um hvort og hvernig unnt væri að stofna til kennslu í byggingarlist á háskólastigi hér á landi. Fyrsta námskeiðið var haldið á liðnu sumri og féll það í fijóa jörð. Þá var viðfangsefnið menningar- setur eða minnismerki á Þingvöll- um, annarri perlu í hinu hijóstruga landslagi íslands. Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt og formaður skólaráðs ÍSARK, segir að með þessum námskeiðum sé verið að leggja grunninn að áfangaskiptum arkitektaskóla hér á landi í tengslum við erlendar menntastofnanir. Sá langþráði draumur sé nú í sjónmáli en kennsla í byggingarlist mun í framtíðinni fara fram á vettvangi nýstofnaðs Listaháskóla. Leiðbeinendur á námskeiðinu í ár eru Halldór Gíslason arkitekt, Guðjón Bjarnason arkitekt og myndlistarmaður og dr. Maggi holl ráð. dóttir Jónsson arkitekt, sem jafnframt er forstöðumaður skólans. Þá hafa nokkrir erlendir gestakennarar haldið fyrirlestra fyrir lærða sem leika í tengslum við námskeiðið. Mun Daniel Liebeskind, arkitekt í Berlín og prófessor við UCLA- háskólann í Bandaríkjunum, flytja síðasta fyrirlesturinn í Odda í kvöld kl. 20. Nefnist hann „Handan við múrinn". Fengur í fyrirlesurum Leiðbeinendurnir eru á einu máli um að námskeiðið hafi tekist mjög vel. Nemendurnir hafi sýnt mikinn áhuga og dugnað og dr. Maggi bætir við að mikill fengur hafi verið í hinum færu og þekktu fyrirlesurum og kennurum sem skólinn fékk til liðs við sig. Ségir hann ennfremur að það sé alltaf forvitnilegt að sjá hvernig maðurinn byggi í ósnortinni nátt- úru. Guðjón tekur í sama streng bera saman bækur sínar. og bætir við að hugmyndir nem- endanna séu nokkuð ólíkar eftir því hvort íslendingar eða útlend- ingar eigi í hlut. „Erlendu nemarn- ir leysa verkefnið með öðrum hætti enda eru kynni þeirra af landinu mjög lítil. Þeir líta landið hlut- bundnum augum og sjá það því í öðru ljósi; það eru allt aðrir hlutir sem vekja athygli þeirra.“ Eitt af markmiðum ÍSARK er að gefa íslenskum arkitektanem- um, er stunda nám í ýmsum lönd- um, kost á að kynnast og vinna saman að úrlausn verkefna á heimavettvangi. Guðrún Sigurðar- dóttir, sem leggur stund á nám í París, og Sigriður Eggertsdóttir, sem nemur arkitektúr í Þránd- heimi, eru meðal þeirra Islendinga sem gripu tækifærið nú. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en um leið erfitt," ljúka þær upp ein- um munni. Guðrún segir að það hafi verið Nauðsynlegt að fara út Að mati Guðrúnar og Sigríðar hentar formið, sem ÍSARK hefur fylgt til þessa, vel og ljúka þær lofsorði á leiðbeinendur og fyrirles- ara. Þær vilja að skólinn haldi áfram á sömu braut og eru ekki fylgjandi því að fullgildur arki- tektaskóli verði settur á laggimar hér á landi. „Það er nauðsynlegt að fara út til náms.“ Svíamir Karolina Keyzer og Roger Spetz stunda nám í Stokk- hólmi en námskeiðið er jafnframt opið erlendum þátttakendum sem vilja kynnast menningu og stað- háttum á framandi slóðum og njóta leiðsagnar kennara frá ólíkum þjóðlöndum. Þau segjast hafa grip- ið tækifærið fegins hendi enda sé náttúra íslands frábrugðin því sem þau eigi að venjast. „Það er mikill munur á því að vinna í borg og ósnortinni nátt- úru,“ segir Roger og Karolina er sama sinnis. „Maður þarf ekki ein- ungis að skynja náttúruna heldur jafnframt að vita upp á hár hvað maður vill gera. Mannvirkið verður ekki aftur tekið.“ Sýningin á úrlausnum nemenda ÍSARK mun standa í tvær vikur en síðan er fyrirhugað að hún fari til Norðurlandanna, Evrópu og jafnvel Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Sverrir HALLDOR Gíslason, dr. Maggi Jónsson og Guðjón Bjarnason leiðbeinendur á sumarnámskeið ISARK ásamt Jes Einari Þor- steinssyni formanni skólaráðs. Francoise Langellé semballeikari leikur í Skálholti Oruggur stíll, fínleiki og raunveruleg ástríða Selfossi. Morgunblaðið. „ÞAÐ er skemmtileg upplifun að koma á þennan stað sem er gjörólík- ur þeim stöðum sem ég hef leikið á áður. Það er mjög huggulegt og skemmtilegt að halda tónleika hér og gaman að vinna hér i sveitinni í eina viku fyrir tónleikana. Það er stórkostlegt að finna vindinn, hreina loftið og heyra í fuglunum sem er nýtt umhverfi fyrir mig.“ sagði Francoise Langellé sembal- leikari sem mun flytja verk eftir Couperin-fjölskylduna á 20 ára af- mælishátíð sumartónleikanna' í Skálholtskirkju á laugardag, 1. júlí. Eftirsótt á tónleika- hátíðir í Evrópu Francoise Langellé er þekkt í Frakklandi og víðar fyrir tónlistar- flutning sinn og kennslu. Hún stundaði nám í Conservatoire Nat- ional superieur de Musique í París þar sem hún vann til verðlauna 1969 og 1971. Hún vann til fyrstu verðlauna í Brugge 1977 á alþjóð- legri samkeppni í semballeik og er nú reglulegur gestur þeirrar sam- keppni og dómari. Hún starfar nú sem semballeikari í Conservatoire national superieur í Lyon þar sem hún hefur kennt frá 1983. Þá hefur hún einnig verið gestakennari við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara frá 1991. Hún hefur haldið fjölda tónleika og er eftirsótt á tónleika- hátíðir, námskeið og ráðstefnur víðsvegar um Evrópu. Henni er hvarvetna tekið af miklum hlýleika og gleði áhorfenda. Gagnrýnendur segja leik hennar einkennast af öruggum stfl, fullum sjálfstrausti, fínleika og raunveru- legri ástríðu. Hún veitir í leik sínum sérstaka athygli hraða, takti og tápmikilli uppbyggingu dansa sem eru einkennandi fyrir barokktónlist. í túlkun sinni krefst hún mikils af sjálfri sér og leggur ríka áherslu á nákvæma tækni. Þessi sameining á aga og lífi er talin helsta einkenni á leik hennar. Sembaltónlistin samsvarar skipulagi lífsins Um uppáhaldstónlist sína segir Francoise Langellé að um þessar mundir sé hún upptekin af tónlist frá lokum 16. aldar og byijun þeirr- ar sautjándu, franskri, ítalskri og enskri sem hún sé mest að vinna með núna. Hún segist hafa einbeitt sér að semballeik síðustu 25 ár enda hafi tónlistin fyrir það hljóð- færi vakið áhuga hennar. Um ástæður þess segir hún: „Mér finnst hún samsvara skipulagi lífsins. Þetta er mjög formföst tónlist og skipulögð. Svo gefur tónlist frá þessum tíma aukna möguleika á samspili. Það er mjög skemmtilegt og krefjandi að leika á sembal.“ Þó sembaltónlistin sé sérgrein hennar og aðalviðfangsefni segist hún einnig hrifin af jassi og hljóm- sveitarverkum frá 19. öld og róman- tísk tónlist höfði mjög vel til sín. Hún hafi unun af Wagner, sé mjög hrifin af Schubert og gömlum gregorsöng úr klaustrunum. Og af jassistum heldur hún mest upp á Jerry Mulligan. Ég er djúpt snortin „Eg er mjög ánægð með að vera hér. Mér finnst vera miklar and- stæður hérna og þetta er örugglega land sem hægt er að láta sér þykja mjög vænt um. Ég er djúpt snortin af því sem fyrir augu hefur borið,“ sagði Francoise Langellé sembal- leikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.