Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 199,5 AÐSENDAR GREIIMAR Skjöldungsauki eða joðskortur í lömbum FYRIR kemur, að lömb fæðist veik eða vesæl og að ær láti lömb- um eða fæði dauð lömb á réttu tali, ýmist fullburða eða dauð fyrir nokkru. Skortur á joði í fóðri eða vatni ánna á meðgöngutíma getur valdið þessu. Skjaldkirtillinn þarf joð til að mynda mikilvæga horm- óna. Þegar joð vantar verða þeir ekki nægir. Þá fer heiladingull að knýja skjaldkirtil til meiri afkasta. Standi slíkt ástand lengi verður úr því vítahringur, sem getur leitt til stækkunar á skjaldkirtli auk annarra sjúklegra breytinga. Auk stækkunar á skjaldkirtli virðst þrálátur og mikill joðskort- ur í eldra fé geta valdið óreglu á gangmálum og að ær festi illa feng, hrútarnir verði daufir til lembinga og illa haldi við þeim vegna galla á sæði. Þá ber á van- þrifum, lélegum ullvarvexti og óeðlilega lítilli nyt í ám. Efni í fóðri, sem hindra nýtingu á joði, geta haft sömu áhrif, en það er mun sjaldgæfara. Loks má nefna ættgengan galla með sömu áhrif í vissum fjárkynjum erlendis. Þessa galla hefur ekki orðið vart í fé hér á landi. Borið hefur á joðskorti í vetur Á hverju vori ber á veikindum í lömbum eins og þeim sem hér hefur verið lýst á nokkrum bæjum víða um land. Á liðnu vori var tjón vegna joðskorts meira og víðar en oftast áður. Tjónið varð þó ekki mikið á landsvísu, en í flestum hlutum landsins'voru bændur sem misstu lömb, jafn- vel tugi lamba af þess- um sökum. Sum veiku lambanna dóu skömmu eftir fæð- ingu. í joðskorti eru lífshræringar hægar og mótstaðan því lítil. Vegna stækkunar á skjaldkirtli geta lömb- in átt erfitt með að sjúga, kyngja og jafn- vel anda. Fósturvatn eða mjólk hrekkur þá ofan í lungu og lömbin kafna eða deyja úr lungnabólgu. Slétt hár, lafandi eyru, kúla á hálsi Menn verða oftast varir við joð- skort þannig, að nokkur lömb fæð- ast með undarlega fyrirferðar- aukningu á hálsinum neðan við kverkina. Það er skjaldkirtillinn, öðru nafni skjöldungurinn, sem er stækkaður. Ef þuklað er á þessum stað (en það ættu menn þó að gera með varúð) finnst kirtillinn greinilega neðan við barkakýlið. Einn kirtill hvorum megin en þeir vaxa saman í einn, ef stækkun er mikil. Stundum er hann á við stór- an tómat og getur valdið burðar- erfiðleikum. í öðrum tilfellum er hann lítt stækkaður, þótt lambið Sigurður Sigurðarson sé veikt eða vesælt af joðskorti. Eðlilegur skjaldkirtill finnst ekki við þuklun. Þessari stækkun á skjaldkir- tilinum fylgir breyting á ullarlagi. Ullin er oft lítið sprottin, gisin og lítt hrokkin, allt að því slétt. Eyrun lafa vegna vökvabjúgs undir skinni á höfði. Þessi lömb geta því minnt á hvolpa, slétt- hærð með lafandi eyru. Auk bjúgsins eru blæðingar í hinum stækkaða skjaldkirtli og víðar um líkamann t.d. um liðamót. í kviðarholi og í bijóstholi er óeðlilega mikill vökvi. Innri líffæri geta verið óeðlileg og oft er Iifrin meyr og sprungur koma í hana við minnsta hnjask. Þess vegna deyja sum lömb vegna innvortis blæðinga. Lækning Erfitt er að bjarga lömbum sem fæðast með verulegar skemmdir í líffærum. Ef skemmdir í líffærum eru litlar, lagast lömbin á nokkrum tíma án þess að nokkuð sérstakt sé gert vegna þess að joð er í and- rúmslofti. Flýtt getur bata, ef joð er borið á naflastreng, en það síast þaðan inn í líkamann. Þetta þjónar þeim tilgangi um leið að hindra sýkingu um naflastrenginn, sem er SKJÖLDUNGSAUKI í unglambi. Eðlilegur skjaldkirtill neðar. Hér fjallar Sigurður Sigurðarson um joð- þörf sauðkindarinnar og áhrif joðskorts. nokkuð algeng. Einnig er rétt að bregða bómullarpinna (eymapinna) eða fingri bættum í þynntu joði (t.d. spenadýfa) í munn lambsins í nokkra daga eða bæta nokkrum dropum í brodd, sem gefínn er með magaslöngu eða í pela. Joðið sog- ast vel upp í líkamann um slímhúð vinstrar og skeifugamar. Það er snefílefni sem lítið þarf af. Varnir Oftast er það joð nægilegt sem skepnurnar anda að sér og fá í fóðri og vatni, en þetta dugir ekki alltaf eins og dæmin sýna. Vegna þess að joð er mest í sjávarlofti, ber yfirleitt meira á joðskorti fjarri sjó og hærra í landi en við strönd- ina þótt dæmi séu um það líka. Og meiri hætta er talin á joðs- korti á sendnu landi og í rigninga- tíð vegna útskolunar á þessu efni úr jarðvegi og þar með úr gróðri. Þegar hey er efnagreint er ekki mælt joð en alltaf salt eða Natrín (Na). Þegar sú tala er lág má ætla að vindar hafi lítt blásið af sjó á sprettu- og heyskapartíma eða að rigningar hafi skolað því úr gróðri áður en hey komst í hlöðu eða votabandsrúllur. Það þýðir um leið að lítið joð hefur borist af hafi á gróðurinn. Við höfum einmitt fundið lág Na-gildi í heyi samfara joðskorti á sandjörðum við strönd- ina. Auðvelt er í flestum tilfellum að fyrirbyggja þennan kvilla með því að tryggja ánum nægilegt joð á meðgöngutíma. Það má gera með þeim einfalda hætti að hafa joðglas opið í glugga á ijárhúsinu þannig að það gufi upp smátt og smátt eða með því að pensla joði annað slagið á garðabönd eða stoð- ir. í salt eða saltsteina er oft bætt joði, en rétt er að gæta að því hvort það er tekið fram í vörulýs- ingu. I þangmjöli er mikið af joði og þess má geta að pft er nægi- legt joð i fiskimjöli. Ýmis efni úr fóðrinu, sem myndast við meltingu í vömbinni geta hindrað nýtingu joðs í líkamanum, einkum þó ef joðmagn er á mörkum þess að vera nóg. Gegn þeim má yfirleitt veijast með því að tryggja nóg joð í fóðrinu. Þessi efni eru í ýmsum plöntum m.a. í rýgresi og hvít- smára auk þes í fóðurkáli, öðrum káltegundum o.fl. Um þessi efni og verkun þeirra er þó varla nóg vitað (alkaloid með thiourylen, cya- nogenetic glycosides, perchlorate, thiocyanate, nitrate). Þörf fyrir joð Dagsþörf sauðkindar fyrir joð (I) virðist vera um 200 míkrógrömm. Ef hún fær ekki nóg fer joð í þvagi niður fyrir 50 míkrógrömm á dag og joð- í mjólk niður fyrir 8 míkrógrömm í 100 ml. Mæling á joði í þvagi og mjólk getur þannig gefið bendingu um stöðuna. Höfundur er dýralæknir. Sátt og traust um skólastarf í Reykjavík MENNTAMÁLARÁÐHERRA ritar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann rekur afskipti sín af málefnum Austurbæjarskóla og lýsir þeirri skoðun að með ráðningu skólastjóra hafi hann stuðlað að friði um skólastarfið þar. Ennfrem- ur segir hann að borgaryfirvöld hafí engin afskipti haft af þeirri niðurstöðu sem hann náði fram í samtölum við fyrrum skólastjóra, er leiddu til þess að hann lét af störfum og skólastjórastaðan var auglýst. Rétt er að taka fram að málefni Austurbæjarskóla hafa verið til umfjöllunar mun lengur en Björn Bjarnason hefur setið í mennta- málaráðuneytinu. í fyrrasumar og AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR Hringbraut 121, sími 5"52 3690 Raðgreiðslur til 36 mán. haust voru málefni skólans mjög til um- ijöllunar vegna deilna sem upp komu um starfsmannamál og húsnæðismál í skólan- um. Þá voru það borg- aryfirvöld, einkum og sér í lagi formaður Skólamálaráðs, Sigrún Magnúsdóttir, sem lögðu mikla vinnu í að finna lausnir sem gætu reynst heilladijúgar fyrir skólastarfið í Áusturbæj arskóla. Þegar starfsmenn og foreldrar í skólanum lýstu því yfir um ára- mót að ekkert starf hæfist í skólan- um eftir áramót nema þáverandi skólastjóri yrði látinn víkja og nýr ráðinn tóku borgaryfírvöld af skar- ið og í samstarfi við menntamála- ráðuneytið var leitað lausna til að tryggja frið og sátt í skólanum. Reykjavíkurborg og núverandi meirihluti hafa því þegar sýnt að þeim er umhugað um að friður og Árni Þór Sigurðsson Sigrún Magnúsdóttir 444444444444444444444444444/. VIRKA MÖRKINNI 3 (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT), SÍMI568 7477 Sumarbustaöaeigendur Bómullarefní, köflótt og munstruð, í OPIÐ gardínur, dúka o.fl. - fös. KL. 10-18 AthagíS úrvalíö og mismunandí verð. V144444/14444444444444/144444/ sátt ríki um skólastarf í Austurbæj- arskóla eins og í öllum öðrum skól- um borgarinnar. Það er því ósæm- andi og fullkomin vanvirða við það starf sem borgin hefur lagt af mörkum í vetur til að tryggja gott skólastarf í Austurbæjarskóla, þeg- ar menntamálaráðherra lýsir því yfir að núverandi meirihluti í borg- inni hafi ekki haft hag skólans að leiðarljósi þegar hann tók afstöðu til skólastjóraráðningar við skól- ann. Ef menntamálaráðherra kynnti sér málið, eða ræddi við Ef menntamálaráðherra kynnti sér málið, segja Sigríin Magnúsdóttir ----9---------------- o g Arni Þór Signrðs- son, myndi hann kom- ast að því að borgin hefur haft málefni Austurbæjarskóla til, umfjöllunar í allan vetur o g ávallt haft hagsmuni skólastarfs- ins að leiðarljósi. fyrirrennara sinn og flokksbróðir í starfi, myndi hann komast að því að borgin hefur einmitt haft mál- efni Austurbæjarskóla til umfjöll- unár í allan vetur og ávallt haft hagsmuni skólastarfsins að leiðar- Ijósi. Það voru þijár meginástæður fyrir afstöðu meirihluta Skóla- málaráðs til skólastjóraráðningar. í fyrsta lagi menntun umsækjenda og starfsreynsla, í öðru lagi áform um að fjölga konum í stjórnunar- stöðum í samræmi við jafnréttis- markmið og jafnréttislög og í þriðja lagi að fá utanaðkomandi aðila inn í skólann í kjölfar alls þess sem á undan var gengið í skólanum. Þessi sjónarmið eiga ekkert skylt við flokkspólitík eins Rosenthal _ pega' Pú velUT ®8f • Brúðkaupsgjafir • Tímamótagjafir Hönnun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. og menntamálaráðherra gefur í skyn. Þrátt fyrir þessa afstöðu meirihlutans ber hann fullt traust til nýráðins skólastjóra og vonast eftir góðu samstarfi við hann hér eftir sem hingað til. Skólamálaráð hefur við ráðningar í skólastjóra- stöðu á þessu kjörtímabili tekið umsækjendur í viðtöl og fengið aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa í því efni. Það eru ný vinnubrögð því áður var það einfaldlega odd- viti sjálfstæðismanna í skólamál- um sem réð hveijir hlyti skólastjó- rastöður án nokkurrar faglegrar umfjöllunar. Reykjavíkurlistinn hefur innleitt ný vinnubrögð sem byggja á faglegu mati en ekki pólitískum duttlungum. Eins og kunnugt er, er áformað að flytja allan rekstur grunnskól- ans til sveitarfélaga á næsta ári. Menntamálaráðuneytið hefur sjálft gefið út þau fyrirmæli að ekki skuli ráða í nýjar stöður á vegum ríkis- ins til lengri tíma en fram á mitt næsta ár en frá þeim tíma munu ráðningar alfarið verða á hendi sveitarfélaganna. Það er í því ljósi sem meirihlutinn í Reykjavík taldi sérstaklega ástæðu til að ætla að menntamálaráðherra sýndi honum traust til að takast á við viðkvæmt og vandasamt mál Austurbæjar- skólans og virti vilja meirihlutans. Annað liggur ekki þar að baki. Reykjavíkurborg hefur mikinn metnað fyrir hönd sinna skóla og vill standa vel að skólamálum. Það er hins vegar mikilvægt að gagn- kvæmt traust ríki milli borgarinnar og menntamálaráðuneytisins þann- ig að viðkvæmt skólastarfið verði ekki fyrir hnjaski við flutninginn. Að því vill Reykjavíkurborg vinna og telur sig hafa unnið í þeim anda og vonar að menntamálaræaðherra taki af allan vafa um að hann treysti borgaryfirvöldum til að fara með málefni grunnskólans í stóru og smáu. Sigrún Magnúsdóttir er formaður Skólamálaráðs Rcykjavíkur og Árni Þór Sigurðsson er varaformaður Skólamálaráðs Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.